Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Síða 11
hliðstæðum aðilum, svo sem stórum
samtökum og félögum. Ríkiðá að
gera þetta, borgin hitt, ergjarnan
viðkvæðið. Þessir tveir aðilar verða
gjarnan sökudólgarnir i augum al-
mennings, þegar eitthvað fer miður.
Það er sjálfsagt mjög þægilegt að
geta varpað skuldinni á svo óper-
sónuleg fyrirbæri og ætlað þeim að
bera synd heimsins, þegará bjátar,
en vafasamt hvort það er sérlega
árangursrikt. Ætla má að betur færi
á þvi, að frumkvæði færðist miklu
meira í hendur almennings, for-
eldrahópa, t.d. í einstökum bekkjar-
deildum eða skólum, samtaka for-
eldra i ákveðinni götu eða tilteknum
hverfum Á slikum vettvangi er
heppilegast að ræða vandamálin og
þær ráðstafanir sem gera þarf og
leita síðan til opinberra aðila um
aðstoð, þar sem hún á við.
Þetta má þó ekki misskilja i þá
veru, að mælt sé með þvi að opin-
berir aðilar dragi saman seglin i
framlögum sínum og afskiptum,
heldur er hugmyndin sú að breytt sé
um áherzlu Afskiptum hins opin-
bera á þessum vettvangi mætti
skipta i þrjá flokka: 1) að tryggja
með öflugri rannsóknastarfsemi að
ávallt sé fyrir hendi traust vitneskja
um þróun og ástand i uppeldismál-
um Hér er akurinn að mestu
óplægður og þyrfti þvi hið opinbera
að gera mikið átak t.a.m. i sam-
vinnu við rannsóknastofnanir. 2) að
sjá til þess að alltaf sé til nauðsynleg
frumaðstaða, svo sem húsrými, leik-
svæði o.fl. 3) að aðstoða samtök
foreldra eftir beiðni þeirra.
Frumkvæði foreldrahópa geturað
sjálfsögðu verið með ýmsum hætti
Einstöku sinnum hafa tilraunir verið
gerðar í þá átt, og eru þar liklega
kunnust foreldrafélög við barna- og
unglingaskólana Þau félög hafa þó
haft tilhneigingu til þess að dofna
að athafnasemi og jafnvel gufa upp
með timanum Á vegum dagvistar-
stofnana fyrir vangefna i Reykjavik
eru og starfandi prýðilega virk sam-
tök foreldrá, sem hafa komið mörgu
góðu til leiðar og sýna hvað hægt er
að gera með góðu samstarfi.
Sú hugmynd hefur stundum skot-
uð upp kollinum i umræðum, að
æskilegt gæti verið, að um það leyti
sem börn eru að hefja skólagöngu,
sex eða sjö ára, komi foreldrar ein-
stakra bekkjardeilda sér saman um
að mynda eins konar samvinnuhóp
í slikum hópi væri markmið foreldr-
anna að kynnast hvert öðru, ræða
skólagöngu barnanna og uppeldi
þeirra, reyna að aðstoða kennarann
i fræðslu- og uppeldisstarfi hans,
halda sameiginlega skemmtifundi
með nemendum og kennara, fara
saman í smáferðalög o fl þ h Ef
sliku samstarfi er haldið áfram upp
eftir skólanum og lögð við það rækt,
ætti að skapast grundvöllur fyrir, —
annars vegar miklu nánari sam-
vinnu og samstillingu foreldra á þvi
aldursstigi, sem þess er einna mest
þörf, og hins vegar miklu nánari
samskipti milli unglinga og foreldra
Foreldrar gætu þá i samvinnu við
unglingana hrundið af stað margvís-
legri tómtundastarfsemi og skemmt-
unum innan hverfa og tekið þátt í
slíku með unglingunum Telja má
fullvíst, að margir fullorðnir (þrátt
fyrir ýmsar annir) myndu vera fúsir
til slíks samstarfs, og ekki er fyrir-
Framhald á bls. 14
©
Sennilega er sú fullyrðing rétt, að
nú á timum sé meiri fjarlægð á milli
unglingakynslóðarinnar og hinna
fullorðnu en áður var. Báðar kyn-
slóðir lifa í sínum heimi, og þeir
heimar eru allólíkir. Fylgifiskur þess-
arar fjarlægðar er nokkur gagn-
kvæm tortryggni, sem raunar hefur
blossað upp endrum og eins með
heldur óskemmtilegum hætti. Hvor
kynslóðin hefur kastað hnútum að
annarri m.a. ífjölmiðlum og klögu-
málin hafa gengið á víxl. Efalaust
hafa þessar aðstæður ýtt undir
unglinga i þéttbýlinu að þjappa sér
saman, skýrgreina sig sem hóp og
reyna afl sitt við hina eldri.
Það þarf naumast að taka fram,
hversu þessi fjarlægð og það sem
henni fylgir er óæskileg, svo mjög
sem hún torveldar leiðsögn hinna
fullorðnu og kemur i veg fyrir að
unglingar fái notið þess uppeldis,
sem þeir þarfnast.
Samt sem áður er nokkur fjarlægð
og viss tortryggni milli þessara
tveggja aldurshópa áreiðanlega ekki
nýtilkomin, og hún þarf ekki að vera
alls kostar neikvæð. Hverju ung-
menni, sem er að finna sjálfan sig,
er nauðsynlegt að fjarlægjast aðra
um skeið. Nýjungar og framfarir eru
aukin heldur lítt hugsanlegar, án
þess að uppvaxandi kynslóð dragi í
efa, gagnrýni og hafni um sinn
hefðum og verðmætamati þeirra
sem eldri eru.
En það sem hér um ræðir er, að
nú virðist sem þetta fræga bil sé
orðið meira en góðu hófi gegnir og
hætta á að það leiði til skaðsemdar.
í fyrri pistlum hefur raunar verið leitt
getum að því, hverjar ástæður
kunna að valda, með þvl að skoða
þjóðfélagslega þróun siðustu ára-
tuga. Verður það ekki endurtekið
Að hinu skal hugað með hvaða
ráðum kunni að vera mögulegt að
færa þessar kynslóðir eilítið nær
hvor annarri
Á síðustu áratugum hefur tvenns
konar þróunar orðið vart, sem varð-
ar þetta mál. Annað er siaukin
hneigð til að skilja fólk að eftir aldri:
börn, unglingar, fullorðnir, aldraðir.
Einatt er talað um tilteknar ráðstaf-
anir, sem gilda fyrir afmarkaðan
aldurshóp. Þetta er sérstaklega ein-
kennandi fyrir skemmtanahald i höf-
uðborginni. Þessi staður er opinn
unglingum á aldrinum frá. til
Hann er svo ef til vill opinn á öðrum
tímum fyrir unglinga á öðrum aldri.
Aðrir staðireru alveg lokaðir
unglingum, en ætlaðir fullorðnum.
Það kemur jafnvel til enn nánari
skipting, sem fólk finnur upp á
sjálft. Til eru staðir þar sem fólk
eldra en þritugt kemur ógjarnan og
aðrir þar sem óvenjulegt er að sjá
fólk mikið undir miðjum aldri. Þó að
þetta sé e.t.v. eitthvað stílfærð lýs-
ing, er a.m.k. sjáldgæft að sjá tólk á
öllum aldri skemmta sér saman.
Enginn vafi er á þvi, að venjur eins
og þessar stuðla að fjarlægð milli
kynslóða og þyrfti því að vinna gegn
þeim Enda er vandséð að það þurfi
að vera gleðispillir, að fólk á ólikum
aldri njóti tómstundanna saman.
Hitt einkennið er sú vaxandi f u11-
vissa, að allt frumkvæði um úrræði
skuli koma frá hinu opinbera, riki og
sveitarfélögum og öðrum nokkuð