Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Page 13
Fornmannaspilin eftir Tryggva Magnússon. Spaðakóngur og tígul- kóngur. var gamansamur, góðhjartaóur og músíkalskur. Stundum kom hann fram sem gamanvísnasöngvari. Auk þess lék hann aðalhlutverkið í kvikmyndinni af Sögu Borgar- ættarinnar eftir Gunnar Gunnars- son. Guðmundur varð skammlífur. Hann andaöist 26. júlí 1924 á berklahæli i Sölleröd, tæplega 33 ára gamall. Árið 1951 sá Lúðvik Kristjáns- son um útgáfu bókar, sem heitir Bildudalsminning. Er þar fjallað um lífsstarf foreldra Muggs og hið stóra heimili þeirra á Bildu- dal, æskuheimili Guðmundar. Þau áttu síðast heima í Hafnar- firði. Um ævi Muggs og list hans hef- ur Björn Th. Björnsson gert hug- næma bók. Muggs- spilin Guðmundur Thorsteinsson teiknaði spil árið 1922. Þau komu út haustið eftir og voru prentuð í Altenburg i Þýzkalandi. Voru þau gefin út bæði sem íslenzk Whist spil Nrl og Jslenzk L'hombre spil nr. 1. Á hjartasjöi stendur „Öll réttindi áskilin, Bjarni Þ. Magnússon, Reykjavík1*. Á ásunum eu tvær landslags- myndir: Þingvellir — Reykjavík, Snæfellsjökull — ísafjörður, Goðafoss — Akureyri og Hall- ormsstaður — Seyðisfjörður. Drottningarnar eru í búningi íslenskra kvenna. Á gosunum eru teikningar af vinnandi fólki: verkamanni, sjómanni, bónda og stúdent. Konungar eru með sum veldistákn konunga, ein s og t.d. laufakóngur sem heldur á ,,orbis“, þ.e. heiminum. Á bökunum er mynd af Gullfossi í Rammtslenzku spilin teiknuð af Luisu Matthlasdóttur. SpaSakóngur og tlgulkóngur. Hvítá og sama mynd er öðrum megin á pakkanum. Á jóker er brosleitur púki með horn og hala. Muggs-spilin eru fyrstu regluleg spil, gerð af íslenzkum lista- manni, sem út hafa verið gefin. Um spilateikningar Muggs seg- ir Björn Th. Björnsson svo i bók sinni: „Meðal annars teiknaði hann spil, þau fyrstu sem hafa verið gerð á íslandi en einn vina hans, Bjarni Þ. Magnússon, tók að sér að gefa þau út. Spiladrottning- arnar eru í ferns konar íslenskum þjóðbúningum en gosarnir eru fulltrúar fjögurra helstu stétta þjóðfélagsins, verkamaður með skóflu, bóndi með tóbakspontu sína, sjómaður og stúdent. Ásarn- ier eru með myndum frá ýmsum stöðum á landinu. Spil þessi komu út bæði sem venjuleg brigdekort og einnig sem 1 hombre-spil með aðeins 40 kortum. Þau eru orðin mjög fágæt og veit ég ekki af fleirum en þremur eintökum, einu þeirra i listiðnaðarsafni dana í Kaupmannahöfn" Tildrögin að útgáfu Muggsspil- anna telur hins vegar Sverrir Thoroddsen að hafi ekki verið önnur en hugdetta Bjarna Þ. Magnússonar til fjáröflunar. Verður það varla skilið öðruvisi en svo, að Muggur hafi teiknað spilin að beiðni hans en ekki að eigin frumkvæði. Þess má einnig geta að Schewing Thorsteinsson, apótekari i Reykjavík, lagði frant peninga til útgáfunnar i félagi við Bjarna, Hann sagði að útgáfan hefði ekki borið sig, en ekki veit ég um stærð upplagsins. Myndirnar og mótin voru úti i Altenburg í Þýskalandi. Þegar Helgu Andersen, ekkju Bjarna, seinna datt í hug (líklega Til vinstri: Geysisspilin teiknuS af Eggerti GuBmundssyni. Laufakóngur og hjartakóngur. 1958) að fá þær, fékk hún Magnús Kjaran til að skrifa eftir þeim en þá var allt glatað eins og svo margt sem fór forgörðum í strið- inu 1939 — 1945. Það er þó rétt aðeins hugsanlegt að teikningarn- ar séu til austur i Rússlandi, þá liklega i Moskva. En 1946 tóku Rússar allar vélar spilaverksmiðj- unnar i Altenburg ásamt spila- safninu og fluttu austur. (Sbr. 125 ára afmælisrit um verksmiðj- urnar: Die Spielkarte eftir Peter Trumpf, bls 28 og 39) Eins og fram kemur i frásögn Bj. Th. Bj. hér að framan eru Muggsspilin til í listiðnaðarsafni Dana og einnig eru þau til i Þjóð- minjasafni Islands. Auk þess veit ég um 6 einkasöfn þar sem þau eru til, og tvo einstaklinga, sem hafa geymt þau til skamms tima. Og vafalaust eru þau til i ein- hverju hinna stóru spilasafna Evrópu og Bandarikjanna. Árið 1976 gaf frú Ingunn Jóns- dóttir, systurdóttir Guðmundar Thorsteinssonar, út spil hans á nýjan leik. Frú Ingunn fékk lán- aðan pakka i Þjóðminjasafni íslands og lét prenta spilin hjá ASS-spilaverksmiðjunni i Vestur- Þýskalandi. Sumt af þeim er með Gullfoss-myndinni á baki eins og upphaflega en sumt er með einlit- um bökurn. Uppiagið var 2500 sett. Það ættu fleiri að taka sig til og gefa út litið upplag af fallegum og vönduðum spilum, svona við og við, svo að frimerkjasafnarar séu ekki einir um að fá eitthvað nýtt. Tryggvi Magnússon listmálari fæddist að Bæ í Stein- grímsfirði 6. júní árið 1900. For- eldrar hans voru Magnús Magnús- son trésmiðameistari og kona hans Anna Eymundsdóttir. Þau Til hœgri: Goöaspilin eftir Sigurlinna Pétursson. Spaðakóngur og tlgul- kóngur. bjuggu í Bæ til 1912 en fluttust þá að Hvítadal i Saurbæ og seinna til Hólmavikur. Magnús faðir Tryggva var hálfbróðir Stefáns Sigurðssonar skálds frá Hvítadal og þeirra systkina. En Anna móð- ir hans var af ætt Torfa á Kieif- um, svo eitthvað sé nefnt. Þau hjón voru einstaklega vel verki farin. Tryggvi var ekki nema 4 ára þegar hann fór að teikna svo eftir- tekt vakti. Þegar hann var 7 til 8 ára sendi Þorkell föðurbróðir hans honum kassa með litblýönt- um. Frá því segir Elinborg systir hans, sem var þrern árum yngri, á þessa leið: Ég ætla ekki að reyna að lýsa þeirri dýrð. Ég stóð full lotningar i hæfilegri fjarlægð þegar fyrstu litmyndirnar urðu til og mátti ekki snerta með minnsta fingri við þessum gersemum hans.“ Um eða eftir fermingu skrifaði hann upp Friðþjófssögu, norræn söguljóð í þýðingu Matthí- asar Jochumssonar og teiknaði myndir við hvert kvæði. Til þess að verk þetta yrði sem frumlegast gerði hann sérkennilegt og fagurt letur, sem hann svo skrifaði kvæðið með. Seinna varð hann einnig mjög fær skrautritari. Raunar var alveg sama við hvað hann fékkst, hann gat lagfært hina ólikustu hluti, smiðað og skorið út. Allt bar vott um list- ræna hæfileika hans. Haustið 1916 fór hann í Gagn- fræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi vorið 1919. Fór því næst til Kaupmannahafnar i Teknisk Selskabsskole og var þar í tvö ár en auk þess eitthvað hjá einkakennurum. Tók svo próf upp í Listaháskólann en fór til New York í League of Art og var þar 1921 — 1922 við nám i andlits- myndagerð. Síðan lagði hann leið sina til Dresden þar sem hann lagði stund á málaralist 1922 — 1923. Að námi loknu settist hann að i Reykjavík þar sem hann átti heima til dauðadags 7. september 1960. Fyrst eftir að hann kom heim fékkst hann mest við að mála og gerði þá mörg falleg og skemmti- leg málverk og að minnstakosti einu sinni hélt hann sýningu á verkum sinum. En seinna sótti i það horf að teikna eftir pöntun- um bæði kápumyndir á bækur, félagsmerki, skreytingar í barna- bækur Rafskinnu Gunnars Bach- mann árum saman að ógleymdum Speglinum. Ennfremur skrautrit- aði hann á pergament ýmiss heiðursskjöl þegar mikils þótti við þurfa. Þá teiknaði hann mörg póstkort, sum skopleg eins og „siðasti hundurinn“, þegar 1 hundahald var bannað i Reykja- vík. Magnús Kjaran stórkaupmaður í Reykjavik var framkvæmda- stjóri Alþingishátiðarinnar 1930. Þá þurfti að mörgu að huga og margt að teikna. Magnús skrifar um Tryggva látinn m.a. þetta: „Ég kynntist Tryggva fyrst aö nokkru ráði árið 1930 og hafði þá við hann mikla og mjög ánægju- lega samvinnu. Hann var ólíkur flestum öðrum listamönnum að þvi leyti að hægt var að tala við hann um hlutina. Hann gat gert hvað sem hann var beðinn um og allt vel. En auk þess var hann mjög hugkvæmur og frjór lista- maður, teiknari og málari. Hann gerði Alþingishátiðarmerkið og nokkuð bæði af frímerkjunum og minnispeningunum. Hann átti hugmyndina að og teiknaði sýslu- fánana. Eru þeir allir táknrænir fyrir sín byggðalög. 1 „heraldik" var hann vel að sér og bera fánarnir þess ótviræð merki. Þá teiknaði hann alla fornmanna- búningana fyrir Lögsögumanns- kjörið, sögulega sýninguna á Alþingishátíðinni. Og loks teikn- aði hann islenzku spilin fyrir mig eftir lýsingum- úr íslendingasög- unum. Hann var teiknari Spegils- ins um langt árabil og mynd- skreytti margar bækur. Nokkrar af þessum myndum hans eru í ISLANDICA Halldórs Hermanns- sonar, XXIX. _árg., meðal sýnis- horna af þvi bezta sem gert hefur verið á íslandi á þvi sviði" (Mbl. 14. sept. 1960) Halldór Hermannsson segir i ISLANDICA: „Fram til 1942 hafði Tryggvi gert teikningar i a.m.k. 35 rit og ritlinga af ýmsu Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.