Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Side 14
Við skópum nútíðina . . . Framhald af bls. 7 Þegar ég kom aftur til Hammer- smith fór ég beint upp í bókasafn og lauk verkinu á fám dögum. Ég hef ekki unnið léttara verk um ævina. Ég sendi leikritið öllum um- boðsmönnum og leikhúsum, sem fyrirfundust. Sums staðar fékk ég skammir fyrir, t.d. hjá Henry Sherek, þeim bölvuðum skíthæl. En yfirleitt voru undirtektir alls engar. Brátt þótti már sýnt, að ég fengi aldrei frama af leikrita- smíði nema viðhorf manna breyttust verulega. Þau breyttust. George Devtne stofnaði English Stage Company. Það, sem á eftir fór er flestum kunnugt að ein- hverju marki. Ég bjó um borð í báti kunningja míns eins. Báturinn lá í Chiswick. Ég borgaði hálfan hafnartollinn, 12 shillinga og sex pens. Heiknaðist mér svo að ég gæti skrimt árum saman með þessu móti. En ég átti svo sem ekki annars úrkosti. Tony Richardson var svo vænn að ráða mig til nýja leikhússins. Ég átti að stjórna þar á sviðinu í leikprófum. Auk þess las ég mörg hundruð nýrra leik- rita. Mér virtist þau flest vera eftir kennslukonur og prest- konur. Snerust þau sum um Maríu Skotadrottningu, en hin um vetnissprengjuna. Nú orðið ímynda menn sér, að Royal Court hafi alla tíð átt láni að fagna. Sannleikurinn er sá, að félagið fékk öflugan andbyr og margir sýndu því hina mestu ill- vild. Það voru t.d. ýmsir blaða- menn og svo gamlir og grónir leikhúsmenn. Sjálfir vissum vió ekki gerla hvernig okkur mundi reiða af. Við vorum bara staðráðn- ir í því að leggja ekki árar í bát. Gamaikunn eftirvænting greip um sig. Maður kannaðist við hana frá því 1948. En nú háttaði öðru visi til en þá. Nú var að koma ný og betri tíð. Það hafði verið held- ur leiðinlegt á árunum upp úr 1950. Um tíma var nokkuð vegið að drottningunni og fjölskyldu hennar. Ég tók þátt í því. Enginn mun hafa haft neitt við kónga- fólkið sjálft að athuga. Mönnum fannst aðeins, að það hefði leyft blöðunum, að gera sig minna en efni stóðu til, auglýsa sig eins og kvikmyndastjörnur. En þetta var bara eitt með mörgu öðru í þeirri almennu vesöld, sem lagðist yfir England eftir, að heimsveldið lið- aðist sundur og áhrif þess þurru. Það varð tízka að gefa ára- tugum nöfn eftir því, sem þótti helzt einkenna þá. Sjöundi ára- tugurinn var ósköp vandræðaleg- ur framan af og litlu betri en árin sem ég var að alast upp og kennd voru við siðavendni. Þessi ár standa mér fyrir hugskotssjónum sem fáránleg, samfelld veizla, all- ir uppstrílaðir — en hvergi hægt að komast inn. Á þessum árum spruttu líka upp hæfileikalausir gervimenn eins og gorkúlur á haugi: blaðamenn, knattspyrnu- kappar, ljósmyndarar, kvik- myndastirni og jafnvel leikskáld. Éátt af þessu fólki hefur staðið allar 15 loturnar, sem síðan eru liðnar. Sá hugmyndasnauði og smá- borgaralegi félagsskapur, verka- lýðshreyfingin, varð ber að stór- kostlegum svikum og tapaði sér endanlega í tæknibyltingunni. Árið 1963 ávarpaði Harold Wilson þing Verkamannaflokksins í Brighton og hélt ræðu, sem þing- heimur tók með óstjórnlegum fögnuði. Hún var um „hina nýju tíma“. Ég stældi þessa ræðu i ávarpi Bill Maitlands i leikritinu „Inadmissible Evidence". Ávarp- ið hefst á þessa leið: „Hér með lýsi ég yfir því og legg að því eið. Legg að þvi eið. Við ... drengskap minn? Sver við trú mína. Við trú mina á. . . á.. . á tæknibyltinguna, brýna, knýjandi, brýna nauðsyn þess að byggja fleiri skóla og háskóla, og háskóla og skóla, breytingarnar, já nauðsyn breyt- inga, raunhæfar ákvarðanir reist- ar á nákvæmum og vísindalegum rannsóknum á samfélaginu, tekn- ar af mönnum, sem kunna sitt verk“. Upp frá því hefur varla liðið svo ár, að ekki væri byrjað á ein- hverju brjálæðislegu fyrirtæki og barizt grimmilega fyrir þeim öll- um, hversu bjrálæðisleg sem þau voru. Af þessum fáránsfyrirtækj- um má nefna jarðgöngin undir Ermarsund, Maplin, Concorde og þjóðleikhúsbygginguna. Annað sem til ógæfu horfir er t.d. vísvit- uð eyðilegging borga, og átrún- aður á bifreiðar og flugvélar. Það hefur verið kjörorðið, svo langt sem ég man, að keppast við, og slaka aldrei á. Nú er nög komið. Mönnum (Englendingum, að minnsta kosti) hlýtur að fara að verða ljóst, að því eru takmörk sett hve marga ísskápa, eldavélar, bila, sölarlandaferðir og þeyti- vindur þeir þurfa. Monmouth, þar sem hertoginn gerði uppreisnina og forfeður mínir bjuggu, er fyrir bí, aðeins vegna dynta i einhverj- um kontórista. Durham, þar sem léttvopnaða fótgönguliðið hafði bækistöðvar, er búið að leggja undir iðnból. Og kaupsýslumenn- irnir, sem hvergi verður þverfót- að fyrir, eru búnir að troða upp á okkur tugakerfinu. Tími er kominn til að spyrna við fótum og athuga sinn gang. Allt, sem við þurfum er menntun, atvinna, húsnæði, skáldskapur og skilningur á sögunni en ekki framtíðinni. Við skulum láta blessuð börnin um framtiðina, en lifa sjálf í nútiðinni. Við skópum hana, slík sem hún er. Við búum i bezta landi veraldar, mælum á fegurstu tungu heims. Því skulum við ekki gleyma. / Ur sögu spilanna Framhald af bls. 13. tagi auk allra hinna skoplegu teikninga eftir hann i speglin- um“. Þá eru margar teikningar eftir hann í Lesarkasafninu, Is- lenzkri fyndni, skrautstafir í fyrstu útgáfum Hins ísl. fornrita- félags o.s.fv. Verður nú gerð grein fyrir þeim spilateikningum sem eftir hann liggja: FORNMANNASPILIN Eins og þegar er sagt, teiknaði Tryggvi MagHússon þessi spil fyr- ir Magnús Kjaran. Þau komu út árið 1930 og voru m.a. seld á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Þau voru prentuð i Altenburg í Þýzkalandi og komu þá strax af þeim þrjú númer, 1, 2 og 3. Eng- inn munur var á númerum þess- um nema að baklitnum var breytt, og var nr. 1 vandaðast. Þar eru vopnamyndir baksins og skreytingar pakkans prentaðar með silfur- og gullslit. Bakskraut spilanna er annars vegar á pakk- anum en framan á honum eru landvættirnir. A jóker er Hreiðar heimski. Ásarnir eru með lands- lagsmyndum og eru staðirnir þessir: Þingvellir-Kúhallardalir, Kerlingarfjöll-Skógarfoss, Al- mannagjá-Hvolsdalir, Þórsmörk- Dverghamrar. Spilin hafa verið endurprentuð nokkrum sinnum einkum í Þýzkalandi en líka i Reykjavik (ca. 1938). Á pakka sem gerður var um þau í Reykja- vik stendur á pakkalokinu: Með einkarétti: Magnús Kjaran, Reykjavík“. En á fyrstu fjórum prentununum (nr. 1, 2, 3 og 4) stendur á hjartasjöi: „öll réttindi áskilin, Tryggvi Magnússon, Reykjavik“. Magnús Kjaran mun hafa eignst útgáfurétt á þessum spilum um 1937 og hann átti frumteikningarnar sem eru mjög fallegar og allstórar. Rétt er að geta þess að á hverju mannspili eru myndir af tveimur söguhetj- um ásamt nöfnum með fornum rithætti: Hjarta: Snorri Sturluson-Hraf Hængsson, Helga fagra-Helga Haraldsdóttir, Gunnlaugur Orms- tunga-Hörður Grímkelsson. Spaði: Egill Skallagrímsson- Víga-Styrr, Auður Vésteinsdóttir- Unnur djúpúðga, Gisli Súrsson- Grettir Ásmundsson. Tígull: Gunnar Hámundarson- Ólafur pá, Hallgerður langbrók- Guðrún Ósvífursdóttir, Kári Söl- mundarson-Kjartan Ólafsson. Lauf: Njáll Þorgeirsson- Siðu-Hallur, Bergþóra Skarp- héðinsdóttir-Þorbjörg Kolbrún, Skaphéðinn Njálsson-Þormóður Kolbrúnarskáld. — SKAK Þættir úr sögu skáklistarinnar sftir Jón Þ. Þór Einhver mesti skákviðburður þessarar aldar var einvtgi þeirra Lask- ers og Capablanca um heimsmeistaratitilinn. EinvlgiS fór fram á Kúbu áriS 1921. Lasker var orSinn 53 ára og hafði reynt að komast hjá þvi að tefla einvigið, m.a. með þvi að bjóða Capa titilinn baráttulaust. Það vildi Kúbumaðurinn hins vegar ekki, og eftir miklar og erfiðar samningaumleitanir hófst einvigið á Kúbu hinn 15. marz 1921. Ákveðið var, að sá sem fyrr ynni 5 skákir hefði þar með tryggt sér sigur i einviginu. í fyrstu fjórum skákunum hélt Lasker léttilega jöfnu. en I hinni fimmtu beið hann ósigur. Næstu fjórar skákir urðu jafntefli en I 10. skákinni náði Capablanca snemma örlitlum yfirburðum, sem hann nýtti af öryggi til sigurs. Þessi ósigur hafði mikil áhrif á baráttuþrek Laskers. og 11. skákinni tapaði hann lika. Tólfta og þrettánda skákin urðu jafntefli, en i hinni 14. vann Capablanca enn. Hann vantaði nú aðeins einn vinning til sigurs í einviginu og öllum mátti Ijóst vera, að baráttuþrek Laskers var á þrotum. Fimmtándu skákinni fékk Lasker frestað vegna veikinda, en stðan gafst hann upp, án þess að tefla skákina. Tiunda skákin var óumdeilanlega úrslitaskák einvigisins. Hún birtist hér á eftir: Hvitt: Em. Lasker Svart: J.R. Capablanca Drottningarbragð 1. d4 — d5, 2. c4 — e6. 3. Rc3 — Rf6. 4. Bg5 — Be7. 5. e3 — 0-0. 6. Rf3 — Rbd7, 7. Dc2 — c5, 8. Hd1 — Da5. 9. Bd3 — h6, 10. Bh4 — cxd4, 11. exd4 — dxc4, 12. Bxc4 — Rb6. 13. Bb3 — Bd7. 14. 0-0 — Hac8, 1 5. Re5 — Bb5, 1 6. Hfel — Rbd5, 1 7. Bxd5 — Rxd5. 18. Bxe7 — Rxe7, 19. Db3 — Bc6. 20. Rxc6 — bxc6. 21. He5 — Db6, 22. Dc2 — Hfd8, 23. Re2 — Hd5. 24. Hxd5 — cxd5, 25. Dd2 — Rf5, 26. b3 — h5, 27. h3? — h4. 28. Dd3 — Hc6, 29. Kf1 — g6, 30. Dbl — Db4, 31. Kgl — a5. 32. Db2 — a4, 33. Dd2 — Dxd2, 34. Hxd2 — axb3, 35. axb3 — Hb6, 36. Hd3 — Ha6, 37. g4? — hxg3 e.p., 38. fxg3 — Ha2, 39. Rc3 — Hc2, 40. Rd1 — Re7, 41. Re3 — Hc1, 42. Kf2 — Rc6, 43. Rd1 — Hbl. 44. Ke2 — Hxb3, 45. Ke3 — Hb4, 46. Rc3 — Re7. 47. Re2 — Rf5, 48. Kf2 — g5, 49. g4 — Rd6, 50. Rg1 — Re4. 51. Kf1 — Hbl, 52. Kg2 — Hb2. 53. Kf1 — Hf2, 54. Kel — Hh2, 55. Kfl — Kg7. 56. He3 — Kg6, 57. Hd3 — f6, 58. He3 — Kf7, 59. Hd3 — Ke7, 60. He3 — Kd6. 61. Hd3 — Hf2, 62. Ke1 — Hg2. 63. Kf1 — Ha2, 64. He3 — e5, 65. Hd3 — exd4, 66. Hxd4 — Kc5, 67. Hdl — d4, 68. Hcl — Kd5 og L:sker gafst upp. Kynslóða- bilið Framhald af bls 11 fram vitað nema unglingar myndu einnig kunna því vel. Aðstoð híns opinbera kæmi hér i góðar þarfir sem fyrirgreiðsla um húsnæði, út- vegun sérfróðra aðila o.s.frv. Það er varla vafamál, að mörgum foreldrum er það þungbært, hversu þeir standa einir, þegar vandamál steðja að varðandi afkvæmi þeirra á unglingsaldri. Ætli þeir séu ekki oft í vafa um, hvað til bragðs skuli taka, hvort þeir séu of strangir eða eftir- gefanlegir miðað við aðra eða hvort vandamál þeirra séu einstök eða almenn? Ekkert er þó líklegra en svipað sé ástatt í öðru eða þriðja hverju húsi hérá höfuðborgarsvæð- inu, þar sem unglingar finnast undir þaki. Augljóslega gæti það verið til bóta, ef nokkur hópur foreldra (ca. 10— 1 2) kæmi saman annað slagið til þess að ræða slik mál. í rauninni er vandséð hvernig einhver sam- staða í uppeldismálum á að nást með öðru móti. Þá er það einnig víst að fjölmargir eru þeir unglingar, sem standa einir sér með vandamál sín eða geta a.m.k. ekki rætt þau við fullorðna Samskipti við fullorðna í tómstunda- starfi gæti auðveldað unglingum að leita aðstoðar og ráða hjá fullorðn- um, e.t.v. ekki sinum eigin foreldr- um, heldur öðrum, sem geta skoðað málin hlutlægar. Framangreindar ábendingar þykja sjálfsagt ákaflega fátæklegar sem úrræði á unglingavandamálum. Og vissulega þarf ótalmargt fleira að koma til. Eitt er þó víst, að það þarf að reyna að vinna að því að brúa bilið milli kynslóðanna og færa þær nær hver annarri. Örðugt er að sannfærast um, að það gerist án frumkvæðis foreldranna sjálfra, frumkvæðis, sem leiðir bæði til auk- innar samvinnu þeirra i milli og aukinna samskipta við únglingana. Sigurjón Björnsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.