Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Blaðsíða 16
Sigurður Ingólfsson
SÍÐBÚIÐ
VOR
Loksins kom vorið.
Það glampar jafnt á látúns-
hnappa löggæslumanna sem
pollinn innan við hafnar-
mynnið. Fegurðardrottning
staðarins er venju fremur ár-
isul og skartar sfnu sfðasta.
Ökutæki bæjarbúa eru gljá-
fægð.
Fyrstu farfuglarnir eru
komnir en láta Iftt á sér bera,
þreyttir eftir langt og áhættu-
mikið flug. Gæfusamar endur,
sem kunna ekki að fljúga
nema stutt geispa værðarlega
til brauðgefenda, fcgnar þvf að
þurfa ekki lengur að hfrast f
volgrunni við fsbrúnina.
Vordagur eins og þeir gerast
bestir, bjartur og hlýr. 1 garð-
inum við tjörnina nálgast vfða-
vangshlauparar marklfnuna.
Tveir mjóslegnir bftast um
forustu, uns annar slftur snúr-
una útréttum höndum. Nær-
staddir feður hossa smábörn-
um á öxlum af eintðmum
æsingi á meðan feitlaginn
tfmavörður veifar stoppúri
framan í þá mjóslegnu, er
kyssast vel og lengi. Vafalaust
met. Myndatökumaður sjón-
varpsins er óvænt hlaupinn
um koll af tveimur smá-
pollum, sem koma seinastir f
mark.
Uppi f brekkunni ofan garðs-
ins geysist'fressköttur á eftir
læöu yfir hvað sem fyrir verð-
ur og fær að lokum vilja sfnum
framgengt bak við öskutunnur
bandarfska sendiráðsins.
Ja vor, ekkert jafnast á við
vorið. Blóm springa út, blóma-
rósir springa út. Uppi á
fæðingardeild springur sjálft
lffið út. Allt er þar fullt af
nýorðnum eða verðandi mæðr-
um. Hreyknir feður klfna nef j-
um utan f glerrúðuna og virða
fyrir sér nýnúmeraða einstakl-
inga, sem hafa æskt inngöngu
f þennan ótrygga heim.
Uppi á sólskýli sundhallar-
innar sprangar fólk um ber-
rassað eða tekur kerfis-
bundnar æfingar. Kvenfólkið
ber saman brjóst sfn, sólin
skín, öll verða þau brún þann
dag.
Jafnvel túristarnir finna
vorkomuna. Fyrir alllöngu
hafa þeir þó átt sfn vor, hjá
þeim er sumar. Fyrstu
skemmtiferðaskipin liggja á
sundunum og lopinn selst eins
og lummur. Austan Hellis-
heiðar þyrla ótal rútubflar upp
ryki á leið til Guilfoss og
Geysis. „Stórkostlegt að eiga
svona dag. Maður fyllist stolti
og nýrri trú á landið að lifa
svona dag. Annað en að berjast
á móti nepjunni og þora ekki
að lfta framan f nokkurn mann
eins og sé maður samsekur um
að byggja land, sem er í raun-
inni ekki byggilegt og í önd-
verðu einungis ætlað fuglum".
„Mesti munur“. Þessar við-
ræður áttu sér stað f leið tólf
milli tveggja manna, f vagni
yfirfullum af öskrandi krökk-
um á leið f þrjú bfó.
Afbragðsdagur hjá rón-
unum, slátturinn gekk vel.
Fjarskyldir ættingjar og skóla-
bræður frá þvf f barnaskóla
komust ekki hjá þvf að leggja
út fyrir spfraglasi eða pylsu.
Þeir tóku sig bara vel út þegar
þeir skeiðuðu yfir götuna f
skósfðu frökkunum á þessu
séreinkennilega göngulagi,
sem minnir á bfl, sem er orð-
inn skakkur á grindinni.
önnur höndin út-rétt er þeir
kalla gælunafn „kunningjans"
handan götunnar.
„Stórkostlega er kvenfólkið
okkar fallegt," varð einum
sundlaugargesti að orði. Hann
maraði næstum allur í kafi f
miðjum heita pottinum,
þannig að rétt nasir og munn-
ur stóðu upp úr. „Það má nú
segja,“, kvað við f vini hans,
sem hins vegar var allur á iði,
gónandi á eftir baðgestum af
vcikara kyninu. Lfkir f rödd-
inni og bændur, sem virða
fyrir sér fjárhóp nýgenginn af
fjalli.
Uppi f holtunum fyrir ofan
bæinn bylja við hamarshögg
og vélsagarhljóð frá mönnum,
sem gera sér ekki dagamun, en
nýta hvern dag til að koma yfir
sig þaki. Þessir menn eru með
byggingarglampa f augum og
sjá ekki, að það er komtð vor.
Þeir sjá ekki heldur fjöl-
skyldu sfna að heitið geti f
mörg ár og sfðan eru þeir jafn-
legni að jafna sig. Þegar þcir
fara að taka eftir vorinu eru
þeir búnir að ná sér.
Það er gaman að horfa yfir
sundin á svona degi og virða
fyrir sér sólroðann á fjöll-
unum á kvöldin. Þau eru eins
og bærinn , f sjálfu sér eilíf.
Leikmynd sjónarspilsins cnda-
lausa á nesinu.
V