Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Blaðsíða 11
Oss er eigi skemmt (nema stundum) Til eru menn, sem eru svo leiSinlegir, að þeir eru skemmtilegir. Að vísu telst það fágætur eiginleiki. í því samhengi kemur mér í hug samtal, sem ég átti við Jón prófessor Helgason í Kaupmannahöfn á þeim árum, þegar maður var hálfgerður grænjaxl í blaðamennsku. Ekki þekkti Jón þennan skarf, kominn með Gullfossi norðan frá íslandi, og fannst ugglaust, að báðir gætu gert eitthvað þarfara við tímann. Jón lagði sig fram um að vera leiðinlegur; það lak af honum fýlan, hann hreytti út úr sér eitruðum athugasemdum og önugum tilsvörum og allt var það mjög skemmtilegt. Við skildum með blíðu og höfum látið hvor annan í friði síðan. Menn eins og Jón eru oftast mun skemmti- legri en svokallaðir skemmtikraftar; menn sem hafa lært að vera skemmtilegir og eiga að vera skemmtilegir. Það hlýtur enda að vera ægilegur klafi að hafa um hálsinn og lítið betra hlutskipti en það að eiga að vera gáfaður hvað sem raular og tautar og tæta af sér speki, helst þó með ærinni fyrirhöfn, stunum, stami og hummi. Mér skilst að atvinnumenn í skemmtilegheit- um séu oft leiðinlegir og eigi til að vera í fúlu skapi heima hjá sér. Þeir eru á sama báti og sumir menn fyrr á tíð, sem kallaðir voru baðstofukaldir og hreyttu fúkyrðum í heima- fólk, en voru annálaðir gleðimenn afbæis og þóttu aufúsugestir í samkvæmum. Alltaf voru þetta karlar, enda var bændaþjóðfélagið dæmi- gert karlasamfélag, og kellingarnar þeirra höfðu hvorki rétt á að vera baðstofukaldar né heldur að ætlast væri til skemmtilegheita af þeim á mannfundum. Nú hefur þessi munur jafnast út og konur mega vera skemmtilegar ef þær vilja og geta. Samt er sá fríði flokkur, sem treður upp með það fyrir augum að koma fólki til að hlæja, að mestu leyti skipaður körlum. Þeirra á meðal er Ómar Ragnarsson hinn ókrýndi ís- landsmeistari, góður húmoristi og alltaf jafn vinsæll. Auk hans eru ýmsir minni spámenn sumir sæmilegir og aðrir ósæmilegir. Á jólaföst- unni heyrði ég einn þeirra taka sin fyrstu fálmandi skref á þessari erfiðu braut á einu af öldurhúsum bæjarins. Aðrar eins smekkleysur hafa sjaldan heyrst fluttar á almannafæri; þessi ungi maður stóð í þeirri trú, að menn væru komnir á staðinn til að hlusta á misheppnaða klámbrandara. Allan tímann reyndi hann að vera skemmtilegur og var leiðinlegur: Oss var eigi skemmt eins og drottningin sagði. Og meðal annarra orða; það eru sannarlega ofveidd og þurrausin mið, sem eftirhermur sækja á. Slíkt vandræðaástand er upp komið meðal vor, að framámenn þjóðarinnar tala flestir eins og venjulegir menn og ekki nokkur lífsins leið að herma eftir þeim. Þeir sem rembast við að vera skemmtilegir og eru því miður oftast leiðinlegir, eru enn þann dag í dag, i átta hundruð og fimmtugasta sinn að herma eftir Halldóri Laxness, Sigurði fréttamanni, Helga Sæmundssyni og klerkunum Jóni Auð- uns og Árelíusi. Í minni mæli er reynt að herma eftir Árna Gunnarssyni, Halldóri E., Ólafi Jó- hannessyni og Geir Hallgrímssyni. Þessi auma grein i skemmtiiðnaðinum, sem blómstrar á árshátíðum, er orðin eins og gatslitin plata. Vegna skemmtikraftanna verður að vona, að á næsta kjörtímabili verði dregnir fram i dagsljós- ið nýir ráðherrar, sem annaðhvort eru skræk- róma, mjóróma eða flámæltir. Hin sígilda og þjóðlega aðferð er að vera skemmtilegur á kostnað einhvers og helst ræt- inn. í seinni tið örlar þó á bættum smekk, ef til vill fyrir áhrif frá sjónvarpi og frægum atvinnu- mönnum, sem byggja á orðaleikjum og svo póleraðri fyndni, að íslendingar brosa ekki úti annað hvaðþá meir. Talsmenn hinna nýju skemmtilegheita eru þeir ágætu æringjar Halli og Laddi, sem geta með einni svipbreytingu eða saklausri athugasemd fengið fólk til að hlæja. Þeir minna á Alfreð heitinn Andrésson, sem var svo skemmtilegur, að einu sinni reyndi hann að leika alvarlegt hlutverk i leikhúsi, — og allir fóru að hlæja þegar hann birtist. „Skemmtilegir menn dóu út með Unuhúsi", sagði Þórbergur. Svo slæmt var það nú ekki. Hver kynslóð hefur sinn smekk i þessum efn- um; húmorinn tekur breytingum eins og pils- faldurinn og hársiddin. Eftir stendur þó óhagg- að, það sem annar frægur Unuhúsgestur skráði á bók, að verulega leiðinlegt er ekki neitt nema að skemmta sér. Gisli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 5P fii? uMOHM 7 89és HÁV- lv. HíófU KÐ\a \ N £ P- 1 5 ~rr 5QÐ A EEHfc! R I \ % An TTÓSs| K A A R ,r.ON 4 ■fOfU* V E n N S Ð cé'c R e k N H- L 'l F £ x w: bF- D F R 'A £> tío*- R Ý R A R í, nau V X xLr Q K L A F A PwKI óilLvK A R 1 í‘‘rP Síir/f A ~R R V \ 'M X' iiíii Y ■’t » NflFfJ K A R A AÐAR ro £«' ?PÖÍ # F A R l D 'vl' m A A £LO- tr-Eói N A F A R d izaa éÁK. lS 1 é'* Þ B R N A & R A S A S N 1 ernt voKfUa í? A 4. N A R imi 1 £> R A S T Kf m Í r: H £ H«m IÐ SLfliír lÁ D kpsn <k.i n 1 L TbL« BóK- S 1 íusrue LLZ-1" Mft.* r R 0 N S K BHi ’ ■ >■ R l a N 1 R Tfi*T-l oMuí. R A N *| R 'íf K 0 Veik- L A S i N N 1 L I M-I i>ýR £ K 5v€U? S£IPI S 1 T e K P H A r L. A A A, Ft iK- Ult K o L I Hacsrt UM s \ fí N A FUC.L- IblN s ~Cv L A TT v«o- UR '0 4 e £> UáFHi E R A R s HULUg IfJk s 1 H N 5) 4 A 4 SK•ólH HoL- ur. ^ TTT- 1.? 5TAVA/? ívfLif) S2'l CStEllil /N ! ■ \ 9-" jm -> J ^ 1 7 L V (X úa-- INUM V y FlíK'AK. ^ l aN- í r F(? TÖ- K° « N 'lLATIf, \<" i3of?e AMD| BLfíur- A N ‘l <- (\ T V» Lo sr- ÆTB HÉ’í.p- UlA (JRoTt u'l k - R r-i * ' Hluti K) 'i 2 K ■ - Fo R- R.'l»C- NVrr- AR 5KoRu 7"oVi - A R- iT£S>i M'AL' ar <5hí?£>i VlÐ - KflUS jmkvhí.- MAMfö- MfN 1 1 z & KR — oPP'fl ÍTolPí) HR£VT- 1*0. ■ ÞfíTT' rmnoi EFNI C?HJZ- g/NKAR NflFN L’lF- FÆZl ffötoi HLToÆ) TÓNN a pt K.ó*-- f (N A»T frN MflNNS NeFN {amhu; /V14 áuiF- mpIlh- Uft OKU- M«i>- ofld- LE(f> Sl/Eí.0,- UK. J Li

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.