Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Blaðsíða 6
Þœr feitu eru fúsari til östa Það þykir ekki eftir- sóknarvert nú á dögum að vera í góðum holdum. Á öllum vígstöðvum er rekinn rammur áróður gegn fitu, og er svo kom- ið, að feitt fólk er nærri litið hornauga. Fita er sögð bráðhættuleg, bæði líkama og sál, og svo eyð- ir hún kyngetu og kyn- þokka, sem er voðalegast af öllu. Það var kominn tími til að einhver tæki upp hanzkann fyrir feit- lagna og hrekti alla þessa vitleysu. Og það gerir Anne nokkur Beller, mannfræðingur, í bók, sem út kom fyrir skömmu og heitir „Feitt og mjótt: Saga holdafars gegnum tíðina.“ Það sýn- ir Belier t.d. fram á það, sem feitar konur hafa vit- að alla tíð, að þær eru glaðlyndari, ástríkari og kynþokkafyllri en hor- grindurnar. Þær eru líka fúsari til ásta og hafa meiri „ástarlyst“. Kom í ljós í könnun einni í Chi- cago, að feitar konur voru nærri tvöfalt fremri hinum í því efni! Beller segir, að það hafi verið viðvarandi meinloka nú um nokkurt skeið, að kynþokki og fita geti ekki farið saman og enn fremur sé það út- breidd hjátrú, að feitar konur éti til þess að bæta sér upp minnkandi kyn- hvöt. Þetta sé endemis vitleysa: matarlystin deyfi ekki kynhvötina, heldur þvert á móti. Veturinn í fyrra varð óvenjuharður víða í Banda- ríkjunum. Veðurspámenn höfðu vitanlega ekki orðið sammála um hann fyrir fram. Urðu sumir að éta ofan f sig spár sfnar, þegar á leið, jafn- vel skipaðir rikisspámenn, en sem betur fer er hætt að taka spámenn af lífi fyrir afglöp í starfi. Þeir eru ekki einu sinni lækkaðir í kaupi. Nú í haust var því spáð, að komandi vetur yrði kaldur og erfiður í Bandaríkjunum norðanverðum og snjókoma mikil; yrði jafnvel svalt suður f þyí sólarlandi Flórfda. En annars staðar yrði skaplegt. Ólaunaðir og óopinberir veöurspámenn í Miðvestur- ríkjunum hafa hins vegar spáð því, og lagt við spámannsheið- ur sinn, að veturinn verði harður um öll Bandaríkin. Því til stuðnings telja þeir ýmis- legt, sem spámönnum ríkisins leyfist ekki að hagnýta sér, þótt þeir eflaust fegnir vildu. En meðal þess er það, að skógarbirnir átu óvenju hressilega áður en þeir lögðust VEÐUR: Birnir í Vesturheimi ötu vel fyrir veturinn í hýði sín og voru þeir orðnir svo digrir, að þeir drógu vömb- ina. Ennfremur höfðu Ioð- bjöllur svonefndar safnað ut- an á sig þykku reifi og íkornar viðuðu að sér akörnum, eins og þeir byggjust við því, að vetur- inn drægist fram undir þann næsta. Síðast en ekki sízt tóku sjálflærðir spámenn eftir því, að laukur hafði safnað sérlega þykkum berki. Og þá þurftu þeir ekki frekari vitna við. Þess skal getið, að spár þeirra og heimildarlauka þeirra rætt- ust í fyrra. Rætist þessar spár, þarf það ekki að boða harðan vetur á íslandi nema síður sé. Vetrar- kuldinn í Bandaríkjunum f fyrra var rakinn til loft- straums af Kyrrahafinu, sem fer norður með Kyrrahafs- strönd og barst í lengra norður en venjulega og tók því með sér mikinn kulda suður úr. Sarni straumur bar aftur á móti með sér óvenju mikinn hita til Grænlands og af söir u ættum var mild noröanátfin sem hér ríkti megnið af vetrin- um í fyrra. Verði harðindin í Bandarfkjunum af sömu ástæðu, ættum við ekki að þurfa að kvíða neinu. Brasílíumenn hafa vakið mikla athygli að undanförnu í bridge- heiminum. Þeir sigruðu í Oiympiumótinu, sem fram fór í MÖNTE-Carlo í maf 1976 og náðu góðum árangri I heimsmeistarakeppninni á sl. ári. Þeir, sem skip- uðu sigursveitina f Olympfumótinu. hafa spilað saman í mörg ár og má segja að fáir þátttakendur f Oiympfumótinu hafi öðlast eins mikla keppnisreynslu og þessir vínaiegu og vinsælu spilarar frá Brasilfu. Hér fer á eftir spil, sem sýnir vel hve góðir spilarar Brasilfumenn- irnir eru. Norður S. Á87654 H. K T. ÁKG7 Vestur L. KIO S. G10932 H. 972 T. 82 L. 763 Suður S. D H. Á83 T. D10543 L. D542 Spilararnir frá Brasilíu sátu N.-S. og sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur 1 lauf 1 hjarta dobl. pass 1 spaðí pass 2 fíglar pass 2 hjörtu pass 2 grönd pass 3 hjörtu pass 3 spaðar pass 3 grönd pass 4 tfglar pass 4 spaðar pass 6 tfglar pass pass pass pass pass Fyrstu sagnirnar eru samkvæmt Precisionsagnkerfinu og sýnir dobiun suðurs jákvæð spil. Eftir það eru sagnir eðlilegar og er lokasögnin nokkuðgóð. Vestur lét út tfgul 8, sagnhafi drap með kóngí og lét næst út laufa 10. Austúr er varnarlaus. Sama er hvað hann gerir. Drepi hann rteð ási, þá hefur sagnhafi nægan tfma og innkomur til að trompa hjarta og Jauf f borði. Gefi austur, þá fær sagnhafi slaginn á laufa drottningu og síðan getur sagnhafí losnað við laufa kóng f borði f hjarta ás og sfðan vfxltrompað þar tíl spilið er f höfn. Austur S. K H. DG10654 T. 96 L. AG98 RÍM-GÁTUR mannanöfn Einn gerirá ísum herja Annar byrjar viku hverja Þriðji gjörirað húsum hlúa Hét hinn fjórði á Guð sinn trúa Fimmti hylurásjónu íta Ei má skarn á sjötta lita Sjöundi við það sýnist dottinn Sá áttundi — það er nú meiri spottinn Níundi dauða ei nálgast hót Nauða tiundi þurfti um snót Hjá ellefta stendur heimskan hátt Heima í þeim tólfta sá hefur átt Þrettánda fýsir fjöri að granda Fjórtándi sýnirskipan landa Fimmtándi i heiminum fæðist og deyr Fær sextándi varpað hvössum geir Sautjándi má i saurnum skríða Sá átjándi erafleiðing unaðstíða Nítjánda má á eldinn kasta Með andanum finn ég þann tuttugasta (Úr Fnjóskadal) jnipi — 'OZ 'mpueja — '61 ‘||«siy — '81 'Þ8 8° »JO/vM mueAS j») jn|o>| — •[_ » i6oa — '91 'jnBea — gi '»jó>| — pi sn»6jA — El 'uuiaas — Zl jnHV — ■ 11 'iueAAayyi — oi 'JnBiajp — '6 'jnjjpg — a 'JnpeH — 'L 'uuiaJH — 9 'jnuijjQ — g uuiispx — -p ’ipoj. — x 'iB|SH — 'Z 'ujolg — i :dVÐNINQVd Árni Ibsen JÓLAKORT þegar hægist um skrifum við jólakortin ekki veitir af að byrja sem fyrst þvl tíminn er naumur en listinn langur þetta er undarleg kvöldstund því nú gerum við okkur Ijóst hve við eigum i raun marga vini vini sem hafa blundað i hugum okkar siðan i fyrra ég hrekk upp frá jólaóskunum þegar Hildur spyr „Hvað eigum við að gefa afa?" ..Ekki neitt" segi ég „Ekki einu sinni kort?" spyr hún þögn afi er gamall hefur takmarkaða vitund um það sem er hér og nú hjúkrunarkonumar segja hann stundum reka úr túni bernsku sinnar í Borgarfirði við afráðum að semja jólafrið við lifið: afi fær kort

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.