Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Blaðsíða 4
DÆTUR BYSSUNNAR Þaö hefur vakiö athygli og ötal spurningar, aö stör hluti þýzkra hryðjuverkamanna - og meöal þeirra svœsnustu - eru ungar konur. Sumar þeirra eru komnar af efnuöu foreldri og eru vel menntaðar mcnntamenn — og flestir hryðjuverka- mennirnir eru hámenntaðir — hafi allt- af hneigzt að hugmyndum um ofbeldi og kúgun. Það er viðfangsefni bókar André Gluckmanns. „Hinir fremstu hugsuðir", en hann er einn hinna frönsku „nýju heimspekinga". Þýzkur heimspekingur, Hermann Liibke, vitnaði nýlega í merki- legan spádóm varðandi áhrif þýzkrar heimspekihefðar. Hann minntist þess. að Heinrieh Heine, þýzka skáldið, sem bjó i París i sjálfviljugri útlegö á 19. öld, hefði varað Frakka við þvi, að fyigis- menn Fichtes. samtímamanns Hegels, hefðu„oftækisfullan vilja, sem ekki vægi hægl að yfirbuga hvorki með ótta eða eigin hagsmunum, þvi að þeir iifðu í andanum og fyridlitu efnið." Heine var- aði við þvi. að sá timi mvndi renna upp, að hinir óveraldlegu. þýzku hugsjóna- menn myndu snúa sér frá því verkefni að víggirða sfnar eigin hugmyndir og brjótast út með umturnandi afli „til að fylla heiminn hryllingi og undrun." Utbreiddasta kenningin er sú, að ung- ir Þjóðverjar telji kynslóð foreldra sinna endanlega óhæfa vegna hlutdeildar hennar i fasisma fortíðarinnar. „Það er hægt að halda þvi fram, að þetta sé ústæðan til þess, að stúdentarnir hlusti ekki á eldri kynslöðina." segir Ehmke. „Viðhorf þeirra er þetta: Fyrst eruð þið með Hitler og hvað eruð þið að gera núna; bara að njóta þýzka efnahagsundursins og éta og drekka — og þið fyrirlítið okkur. Þessi spenna milli kynslóðanna á sinn þátt í róttækni unga fólksins og vanmætti eldri kynslóð- arinnar til að beina því frá henni." Þaö er ekki nema eðlilegt. að auðug þjóð álasi sjálfri sér við og við fyrir efnishyggju. En það er öllu fremur öf- und en glöggsk.vni gestsins. þegar út- lendingar eru að hneykslast á Þjóðverj- anum og græðgi hans í þessa heims gæði. Þjóðverjar eru ekki að gera neitt, sem Breta dreymir ekki um að gera, þegar Norðursjávarolian er farin að streyma fyrir alvöru. Velmegunin hefur dreifst vel um þjóðfélagið og hinar háu atvinnu- leysisbætur eru nokkur uppbót fyrir al- varlegasta gallann á hinni þýzku velsæld — milljón atvinnulausra manna. Þýzkir verkamenn vita. að hagur þeirra hefur aldrei verið jafn góður og þeir ætla ekki að íáta miilistéttar mark- leysingja hafa neitt af sér. Eins og Theo Sommer bendir á: „Ef hryðjuverka- mennirnir myndu láta sjá sig i einhverri námu eða verksmiðju, myndu verkamennirnir lífláta þá'án dóms og laga." Rithöfundar hafa ráðizt gegn hugar- fari galdraofsóknanna, hvar sem þess hefur orðið vart, og eru þar fremstir i flokki Gunther Grass og Nóbelsverð- launahafinn Heinrich Böll, en þá kallar Alfred Dregger í mæðulegri hæðni „hirðskáldin okkar." 1 skáldsögu sinni. „Hin týnda æra Katrínar Blum", réðist Böll á fréttamennsku stórblaðsins „Bild Zeitung", sem er í eigu Axels Springers og er mjög hægri sinnað. Hægri pressan hefur Iagt Böll i einelti. „Böllarnir eru verri en Baader-Meinhofarnir". sagði timaritið „Quick". Böll hefur haft kjark til þess og hreinskilni að játa, að hann hafi verið seinn á sér að gera sér grein fyrir, hvers konar fyrirbæri BaadeMein- hof hafi verið. Síðan hefur hann látið skýrt og skorinort i Ijós andúð sina á hryðjuverkum, þött hann hafi ekki tekið undir með þeim, sem eru staðraðnir i að stimpla þá helztu menntamenn þjóðar- innar beint eða óbeint samseka. og auð- vitað hliðholla. sem veita hryðjuverka- mönnunum hugmyndafræðilegan stuðn- ing. „Hirðskáldunum" er mæta vel Ijós sú hætta, að þýzka rikið breytist smám sam- an, um leið og það á í baráttu gegn hinum nýja óvini, i það að verða vörð- ur en ekki verndari frjáls samfélags. En undanfarið hefur nokkuð dregið úr spennunni á þessum vettvangi. Aðal- ástæðan er sú. að Schmidt, kanslara, tókst að sigra í baráttunni gagnvart flug- ræningjunum.sem rændu Lufthansavél- inni, og lífi gislanna varð bjargað i Moga- dishu af sérþjálfuðum. þýzkum sveitum. Þetta er afrek, sem ekki er auðvelt að endurtaka, og frekara ofbeldi er einfald- lega i vændum. En þótt hægt sé að valda Sambandslýðveldinu tjóni, er ekki leng- ur hægt að beita það kúgun. Nú er það álit almennt bæði í Þýzkalandi og er- lendis, að tilraun til björgunar myndi alltaf verða gerð og hryðjuverkamenn- irnir verða að taka það með í reikning- inn. Eftir björgunina létti mönnum svo mjög, að ástandið í heild sinni virtist ekki eins yfirþyrmandi alvarlegt. Þjóð- verjar geta nú rætt um það örðuvísi en Framhald á bls. 15 Allir þýzkir foreldrar, nema hinir sjálfsöruggustu og hugmyndasnauð- ustu, sem eiga cíóttur á táningaaldri hafa haft ríka ástæðu til þess undan- farið að spyrja sjálfa sig, hvort þeir séu alveg öruggir um, að hún gæti aldrei orðið ein af þeim. Löngunin til að vernda unga dóttur gegn umheiminum er jafngömul mannkyninu, en sú hugmynd, að það kynni að þurfa að vernda umheiminn gegn dóttur einhvers. er ný og vekur skelfingu, sem nær langt út fyrir þau fáu heimili, sem nokkurn tíma munu verða fyrir þeim ósköpum í raun. Tiu af hinum sextán helztu hryðju- verkamönnum, sem lýst var eftir vegna morðsins á Hanns-Martin Schleyer, voru konur. Og eftir þvi sem lögreglunni er kunnugt um það varalið, sem er reiðubúið að fara i fremstu víglinu — og einnig þvi sem sjá mátti af heift i mótmælunum við jarðarför Baader — Ensslin — er tími hryðjuverka kvenna engan veginn hjá liðinn. „Þær eru fjölmennastar og grimmastar,” segir einn af þingmönn- um sósialdemókrata. Meðal þýzkra fjölskyldna eru nú hinir gömlu orustuvellir sjálfstæðis- baráttu unga fólksins — komið seint heim, óskýrðar fjarverur, öfugsnúnar skoðanir, undarlegir félagar — kannaðir af vaxandi kviða og ótta. í hugskoti sérhvers blaðalesanda er röð af nöfnum stúlkna — Gudrun, Ingr- id, Margit, Angela , llse, Hanna — og i hverri viku bætist enn við söguna af blóðsúthellingum og örvæntingu. Nöfnin eru oft ósamrýmanlega falleg — Gabriele, Astrid, Angelika, Ver- ena, Sigrid, Susanne — og loða eins og siðustu leifar hins borgaralega heims við ungar stúlkur, sem voru skírðar með allt aðra framtíð í huga. Nú ræna þær banka, drepa banka- menn, ræna kaupsýslumönnum, heyja skotbardaga við lögregluna, hrópa ókvæðisorð að dómurum. stofna til hungurverkfalla, strjúka úr fangelsi eða hengja sig. Af hverju konur? Algengasta skýr- ingin er sú, að hér sé um ruddalega áherzlu að ræða á frelsishreyfingu kvenna. En þetta virðist varla koma heim við þá staðreynd, að um aldir hafa verið til konur, sem verið hafa skæruliðaforingjar og oft fyrir málstað — eins og til dæmis frelsisstriðið í Alsír gegn Frökkum — þar sem jafn- rétti kvenna var ekki til umræðu. Ofstæki hinna þýzku hryðjuverka- kvenna bendir til þess, að þær falli undir hið forna lögmál, sem segir, að þegar kona hafi einu sinni skilizt frá fjölskyldu sinni, eigi hún ekki annarra kosta völ en áð verða annað hvort dýrlingur eða djöfull. Einmitt vegna þess að hennar sanna eðli er talið vera að vera blíð- lynd og heimakær, verður hinn stríð- andi kvenmaður að leggja sig meira fram, vera miskunnarlausari, svo að um síðir verði litið á framkomu hans, kvenmannsins, sem ofsalega og fá- heyrða — eins og prjónakvennanna forðum við fallöxina Örvænting og vonbrigði vinkvenn- anna Ensslin og Meinhof, sem kennd- ar eru við miðstétt, eru þess háttar, að ofbeldið er takmark í sjálfu sér, og Ulrike Meinhof. Hún hafói mörg miskunnarlaus hryöjuverk á samvizk- unni, var handtekin 1972 og framdi sjálfsmorð í- fangelsinu fjórum árum síðar. Jafnvel hinir allra viröulegustu góðborgarar veröa að vera tilbúnir til Þess hvenœr sem er að draga upp skilríki sín og sýna lögreglunni. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.