Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Blaðsíða 6
Einn á ferð — og alltaf ríðandi Fyrir þremur eöa fjórum árum, þegar Björn á Sveinsstöðum var á feröinni syöra, áttum viö tal saman sem oft áöur, meðal annars um Marka-Leifa. Viö höföum báöir kynnst þessum kynlega, skag- firska kvisti, en Björn aö sjálf- sögöu miklu betur. Þá talaöist svo til, aö Björn skrifaöi ritgerö um Leifa fyrir Lesbókina; tæki sér góöan tíma og tíndi saman þá steina, sem til þyrfti í sæmilega vöröu. Okkur fannst, aö Leifi væri vissulega einnar vöröu viröi og nú féllu þeir senn frá, sem bezt kynnu frá honum aö greina. Af því er síöan skemmst aö segja, aö Björn hefur staöiö aö verkinu eins og góöum fræöimanni og rithöfundi sæmdi; árangurinn birtist hér og í næsta blaöi. Kynni mín af Marka Leifa voru með þeim hætti, aö hann kom nokkrum sinnum aö Úthlíö, þegar ég var aö alast uþp þar. Þá reiö Leifi um hlaöiö á efstu bæjum í Tungum, einn á ferö meö hóp hrossa. Annaöhvort var hann nýkominn suöur yfir Kjöl, ellegar hann var aö leggja á fjöllin, oftast töluvert viö skál. Þaö var sífellt undrunarefni, hvernig honum tókst aö halda hestahópnum saman og koma öllu til skila. Vistaskipti hestanna voru venju- lega vegna hrossakaupa; þegar menn kaupa óséö hross í öörum landsfjórðungi og ekki einn skrif- aöur stafur fyrir neinu. Þar var fullkomiö traust á báöa bóga. Mér er minnisstætt, aö eitt sinn gaf Leifi mér forláta fallega og útprjónaöa ullarvetlinga fyrir aö gæta hrossanna meöan hann fékk sér kaffi heima í Úthlíð. Þaö þótti alltaf ævintýri, þegar Leifi birtist og sjálfsagt aö gefa honum í staupinu. Þá vildi Leifi syngja, en ævinlega eitt og sama lagiö: Ljósiö kemur langt og mjótt logar á fífustöngum. Halla kerling fetar fljótt framan eftir göngum. Bjarni á Bóli, sem var gleöi- maöur og söng ágætan bassa, var stundum fenginn til aö syngja þetta meö Leifa og þann tvísöng man ég ekki síöur en aðra dúetta. Markaskráin var líka dregin fram; þaö var sú bók bóka, sem hann þreyttist aldrei á og kunni mikiö af mörkum úr ofanveröri Árnessýslu. í síöustu ferö hans, sem ég man eftir, sagöi Leifi ekki sínar farir sléttar, — þá nýkominn úr Reykja- vík, þar sem hann haföi skilaö af sér hrossum. Einhversstaöar inn- an viö Reykjavík haföi hann sofnaö — og veriö rændur eftir því sem hann sagöi. Ekki virtist þaö hafa veriö alveg Ijóst, hversu mikiö fé hann haföi meöferöis og mun þaö mál ekki hafa veriö rannsakaö á neinum vígstöövum. En eftir þetta man ég ekki til aö Marka Leifi kæmi aftur suður yfir Kjöl. Gísli Sigurösson. Björn Egilsson frá Sveinsstöðum r KOMIIR HANNA í HAKKA LIST Af Hjörleifi Sigfússyni, sem venjulega var nefndur MARKA-LEIFI og kunnur um allt land fyrir að þekkja fjármörk úr heilum sýslum. Hann var auk þess sér á parti, einn þessara kynlegu kvista, sem verða œ sjaldgœfari á öld, sem reynir að steypa alla í sama mótið Fyrri hluti Alþingishátíðin 1930 varð þeim minnisstæð sem þar voru. Þar var tjaldborg mikil. Flest héruð höfðu stór tjöld hvert fyrir sig og voru þau kölluð búðir að fornum sið og svo voru mörg minni tjöld, þar sem fólkið svaf um nætur. Skagfirðingabúð var mikill salur og var gleðskapur þar mikill að sögn. Ekki er nú vitað með vissu, hvaö Skagfirðingar voru fjölmennir á hátíð- inni, en þar voru all margir hrepps- stjórar og stórbændur, tveir prestar eða fleiri og svo fyrirmenn héraðsins, Sigurður sýslumaður og Jón alþingis- maður á Reynistað. Nokkrir fóru ríðandi suður Kjöl, en aðrir á bílum. Það var einn daginn þegar hátíðin stóð sem hæst, að Jón Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki gekk inn í Skagfirðingabúð. Aðeins einn maður sat þar inni og var að lesa í bók. Jón spurði manninn, hvernig stæði á því, að hann væri hér einn inni þegar allir aðrir væru úti, að njóta hátíðarinnar. Maðurinn svaraði og lyfti bókinni um leið. „Þetta er mitt fag“. En hver var maðurinn? Það var hinn merkilegi afsprengur Skeggsstaðaættar Hjörleif- ur Sigfússon og bókin var markaskrá. Þrjátíu þúsund manns var úti á hátíðarsvæðinu að njóta líðandi stund- ar, en Hjörleifur var einn sér og naut stundarinnar svo sem hann vildi. Hann mun líka hafa notið ferðarinnar með því að fara ríðandi suður Kjöl. Hann var með Valdimár í Vallanesi, Magnúsi á Vindheimum og Jóni skólastjóra. Ef til vill hafa þeir verið fleiri saman. Svo segir Stefán á Höskuldsstöðum frá: „Fjölmennt var í Rangæingabúð, manndóms og myndarfólk að sjá. Þar sat Hjörleifur Sigfússon með opna markaskrá fyrir framan sig.“ Maðurinn með markaskrána, Hjör- leifur Sigfússon, venjulega nefndur Marka Leifi, var Skagfirðingur bæði í föður- og móðurætt. Uppruna hans hef ég rakið nokkuð aftur, en þeirri upptalningu verður sleppt hér. Forfeður hans bjuggu í Skagafirði, mann fram af manni. Faðir hans var Sigfús Jónasson, bóndi í Hringey í Skagafirði og móðir hans hét Margrét Guðmunds- dóttir. Bæði voru þau í vinnumennsku á Stóru Ökrum og eignuðust þar tvíbura 12. maí 1873. Voru þeir skírðir Hjörleifur og Ólafur. Veikburða voru þeir bræður; Hjörleifur 5 merkur en Ólafur 9. Ekki lifði Ólafur út mánuðinn, en Hjörleifur lifði að kemba hærur, þó veikburða væri. Þjóðhátíðarárið 1874 fór Sigfús að búa í Hringey og bjó þar til 1899. Þau Margrét gengu í hjóna- band árið 1877. I Skagfirzkum æviskrám er greina- góð lýsing á Sigfúsi í Hringey. „Sigfús var tæpur meðalmaður á vöxt, grannvaxinn og mikill léttleika- maður, snar í hreyfingum, en gerðist lotinn og gigtveikur með aldrinum. Hann hafði eins og aðrir fátækir unglingar þeirra tíma, alist upp við takmörkuð gæði lífsins og vinnu eins og þrekið frekast leyfði, hjá sínum eigin og vandalausum. — Sigfús var mikill veiðimaður, sérstaklega mikil grenja- skytta. Hann kenndi raddir fugla og dýra. Var því við brugðið, hvað hann gat hermt nákvæmlega eftir tófunum og var laginn að gagga þær til sín. Hann stundaði grenjavinnslu á stóru svæði á afréttarlöndum Skagfirðinga og Austur-Húnvetninga. — Sigfús var sárfátækur allan sinn búskap. Var líka á örreytiskoti, sem frekar gat talizt húsmannsbýli en bújörð. Hann var allvel greindur, söngmaður ágætur, hafði mikla og góða rödd. Hann hafði mjög gaman af spilum og var.slyngur spilamaður. Lífsglaður var hann og nægjusamur, virtist taka lífið létt, þótt oft yrði að þreyja þorrann og góuna og flest skorti það, sem betra var að hafa.“ Um Margréti er sagt í sömu bók. „Margrét var kona í hærra meðallagi samsvaraði sér vel. Hún var hamhleypa til allra verka og hlífði sér hvergi við uppeldi barna sinna í öllu sínu fjölskyldu og fátæktarbasli“. Það mátti með sanni segja að Hringey væri örreytiskot. Mikley stend- ur á vestri bakka Héraðsvatna á móti Stóru-Ökrum. Sú jörð var metin á 5 hundruð að fornu mati. Til samanburð- ar má geta þess að meðaljarðir voru metnar á 15 til 20 hundruð. Hringey var skipt úr landi Mikleyjar og var metin tvöhundruð. 9 bændur bjuggu í Hring- ey þann tíma, sem búið var þar, frá 1856 til 1902. Túnið var svo lítið að af því voru 12 til 15 hestar og því ekki handa kú nema að fá engi annarsstaðar. Bústofn Sigfúsar var lítill og ekki mun hann hafa átt kú nema stundum. Heimilið var líka þungt. Árið 1884 voru þar 8 manns í heimili og 1887 var heimilisfólk 10 manns. Það vor var mikill fjárfellir um allan Skagafjörð. Sigfús var mikill veiðimaður og hefur dregið björg í bú með fugla og silungsveiði, en varla hefur það verið nóg. Svo hefur Stefán fræðimaður á Höskuldsstöðum sagt, að ómæld hafi sú mjólk verið, sem Guðrún húsfreyja í Ytra-Vallholti gaf að Hringey. Hjörleifur var hjá foreldrum sínum til 1882. Þá gerðist það að Sigfús og Margrét skildu samvistir. Margrét fluttist það ár að Húsey, með yngsta soninn með sér. Það var Ólafur tveggja ára, en tvö börnin urðu áfram hjá föður sínum, Jónas fæddur 1876 og Björg fædd 1877. Jónas dó í Hringey 11 ára gamall. Sigfús fór að búa með Björgu systir Margrétar og er henni lýst þannig: „Var hún atorkukona til starfa eins og systir hennar." Sigfús átti þrjú börn með Björgu sem upp komust: Jón, Geirlaugu og Kristínu. Nú var Hjörleifur 9 ára og fór hann í dvöl að Hafgrímsstöðum, til Eyjólfs Einarssonar frá Mælifellsá frænda síns, en Eyjólfur var dóttursonur Meingrundar-Eyjólfs, og frændsemi gæti hafa verið rækt innan Skeggsstaðaætt- ar á þeirri tíð. Hjörleifur var hjá Eyjólfi í 8 ár á Hafgrímsstöðum. Starrastöðum og Mælifellsá. Þar í milli var hann eitt ár á Mælifelli, árið 1887 og þá 14 ára. Það var síðasta árið, sem séra Jón Sveinsson þjónaði Mælifelli. Árin 1888 til 1890 var hann smali á Krithóli. Það sést ekki skrifað, að Hjörleifur hafi verið fermdur, en svo stendur á því, að prestþjónustubókin brann hálf í brunanum á Mælifelli 1921 og Hjörleifur hefur verið svo óheppinn að vera skrifaður neðan við miðja síðu. En einkunnir hans eru samt í kirkju- bók. 1883 er skrifað: Kunnátta: Kristin- dómur lélega, bóklestur lélega. Skrift og reikningur, engin kunnátta. 1886 er einkunnin betri. Kunnátta: „Kristin- dómur þolanleg, bóklestur sama, skrift lítið, reikningur lítið; hegðun vel.“ Það er oft að 8 eða 9 ára börn bíða þess aldrei bætur, þegar foreldrar skilja. Um skilnað foreldra ræddi Hjörleifur ekki svo mér sé kunnugt, en nærri má geta, að hann hafi fundið til þess vegna. Það er ekki annað vitað, en Hjörleif- ur hafi unað sér vel og liðið bærilega hjá Eyjólfi frænda sínum þó fátækt væri þar mikil. Hann var smali fram á þrítugsaldur og hugur hans hneigðist snemma að faginu. Hann hafði með sér markatöskuræfil í hjásetuna og svo æfði hann sig í því, að skera mörk í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.