Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Qupperneq 12
Henrik Groth HVERSVEGNA LEIÐIST OKKURSVONA? Bæöi heimsbókmenntirnar og trúar- branðasanan hafa aö neyma ótölulegan fjölda frásagna af ástríðufullum elskendum og heilögum mönnum og konum, sem hafa evtt allri ævi sinni í einveru. I órofa samfélagi við Guö hefur fólk búiö í steinbyrgjum eöa hellum í eyðimörkum, í fátæklegum klausturklefum, eða setið á súlum í 50 ár, meðan aöskildir elskendur biðu hvors annars árangurslaust og án þess að kveina. Það fara engar sögur af því, að þessu fólki hafi nokkru sinni leiðst. Það er líka óskáldlegt fyrirbæri, lítt til þess fallið að vera viðfangsefni skálda og heimspekinga. En hér komum við strax að mörkum vandamáls okkar: Hvað er eiginlega leið- indi? Það er hægt að skilgreina þau sem skort á viðburðum hið ytra og innra, sálarlegan tómleika meö taugaóstyrk. Það er sársaukafullt að þrá þann, sem maður elskar, en ekki leiðinlegt, og ævilangt samtal við Guð veitir sálinni dýpt og fyllingu og sinninu fró og yl. Ef einhverjum leiðist við þessar aðstæður, þá væri það helzt Guð, sem hefur um svo margt annað og marga að hugsa. En ekki skal af útliti dæma. Margir, sem eru einmana, halda, að þeir séu að deyja af sorg eða söknuði. I rauninni eru þeir að láta sér leiðast í hel, af því að þeir lenda í aðstöðu, sem þeir eru allsendis óviðbúnir. Þegar ekkert skeður, eða þegar það, sem gerist, heyrist, sézt og er sagt, vekur ekki áhuga, eða þegar sinnið býr ekki yfir þekkingu eða forsendum að forvitni, birtist mönnum auðn og tóm og þeir verða eirðarlausir og vanmátta. Eða við getum — á vorum tímum — talað um horror vacui mannkynsins, skelfinguna gagntvart tóm- inu. Því að leiðindi eru í allri sinni feikilegu útbreiðslu nútíma fyrirbæri. Með auknum frítímum höfum við fengið endalaus tilboð um skemmtanir og tómstundagaman. Þar að auki er samtíminn settur á svið í fjölmiðlum sem glæpamynd. Að sínu leyti sameinar kynfýsnin allt mannkynið, sem ástundar samfarir að því er virðist allt frá barnæsku. En það skýtur skökku við, að lykilorð samtímans eru eigi að síður: einvera og einangrun, fásinni og firring. Og með aukinni velmegun, skemmtanaframboði og tómstundum virðist svo sem hinn kröfuharði og tilætlunarsami fái aldrei nægju sína eða fyllingu í lífinu: mönnum leiðist. Samtíminn býður upp á allt nema trú og deilir öllu út nema hæfileikanum til að taka örlögum sínum. Óánægja varð nauðsynlegt tæki, þegar gerðar voru tilraunir til að bæta þjóðfélagið. Þegar nálgaðist markið, sátu menn uppi með óánægjuna, sem virðist hafa gagntekið nútímamanninn eins og ólæknandi sjúk- dómur. Hvorki heimsbókmenntirnar eða sálfræðin hafa fjallað um leiðindin. Lesend- um nútíma einstefnuskáldskapar eða ný- tizku sálfræðirita getur að vísu þrautleiðst við lesturinn. En þeir fá enga skýringu á því, hvað leiðindi séu, enda þótt sálfræðingar okkar fjalli um allar gerðir sálarástands frá námsþreytu til kynferðislegrar fullnæging- ar. Áður en við snúum okkur að ákveðnum fyrirbærum leiðinda, skulum við gefa gaum að vissum sviðum, yfirgripsmiklum en lítt áberandi, þangað sem leiöindi komast ekki, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. í fyrsta lagi: Hin taktfasta endurtekning hversdagsins er róandi og ekki leiðinleg. Jafnt og stöðugt starf og heimilislíf með áunnum skylduverkum þarf ekki að vera leiðinlegt. Hið sama gildir um samtöl viö vini og heimilisfólk, spjall um smávægilega viðburði, hina munnlegu skiptimynt vinátt- unnar. Efnislega séð er þetta allt lítilvægt, en þaö er — að eðlilegu marki — ekki leiðinlegt. Það er öllu fremur grundvöllur- inn að víld, skilyrði fyrir eðlilegu og rólegu lífi og söfnun á kröftum fyrir hin nauðsynlegu, skyndilegu og athyglisverðari sambönd og átök í lífinu. Ef ekkert er um hin síðastnefndu fyrirbæri, er hætta á ferðum. Það táknar, að viðkomandi sé lítt næmur fyrir ytri áhrifum. Kannski er blaðalestur ekki nægilegur eða að útvarp, sjónvarp og bækur hafi ekki það efni að bjóða, sem áhuga veki. Fólk verður leiðinlegt, þvaðrið verður endalaust og tilgangslaust, og allar leiðir út í hinn mikla veruleika eru lokaðar. Hinum ógæfusömu, sem stöðugt verða að hlusta á hið tilbre.vtingarlausa suð, getur þá leiðst svo, að þeim liggur við sturlun. Ef samveran dregst á langinn, geta áhrifin orðið beinlínis líkamleg. Einu sinni féll ég sjálfur í yfirlið við slíkt tilfelli. En áður en við lendum í varhugaveröum alhæfingum, skulum viö taka nokkur áþreifanlegri dæmi. Það er til fólk, sem er óþolandi leiðinlegt. Slikar persónur kalla Englendingar „bores". Hvers konar fólk er það? Við veljum tvær gerðir, sem oft verða á vegi okkar, þegar við höfum ekki forðað okkur í tíma. Þegar einhver hefur farið í ferðalag, verða þeir, sem heima sátu, oft að þola mikið álag. Viðkomandi hefur frá ýmsu að segja. Staðarnöfn, viðkomustaðir, hótel og veit- ingastaðir koma í löngum bunum og oft með tilvitnunum í ómerkilega hluti, sem ómerki- legt fólk hefur sagt á ómerkilegum stöðum í landafræðinni. Áheyrandinn er knúður til að halda sér saman, þó að honum leiðist kannski svo hræðilega, að hann sé að verða vitstola. Síðast bjargar hann sér þó oftast á flótta. Það eru ekki aðeins þeir, sem ferðast til útlanda, sem eru þreytandi. Þvert á móti: norskir fjallgöngumenn geta orðið enn skæðari, þegar þeir koma heim aftur. Þá rignir yfir menn örnefnum, sem minna áheyrendur ekki á neitt skemmtilegt eða merkilegt. Við fylgjumst með ferðamannin- um á milli sæluhúsa, og alla jafna fylgir ferðasögunni viðauki, sem gerir hana með öllu óþolandi: Það verður að hlusta á endalausar fullyrðingar um ágæti og gestrisni allra, sem viðkomandi hitti eða tóku á móti honum, og hinir beztu eru aðeins nefndir með fornafni. Það er enginn að efast um, að allt hafi þetta verið indælis fólk. Maður getur orðið svo ruglaður og þreyttur á því að hlusta á þetta, að mann langi til tilbreytingar að heyra, að viðkom- andi hafi verið kynvilltur, ofstopi og sadisti, fyrrverandi bankaræningi eða eitthvað því um líkt. Það er því miður sorgleg regla, að fólk, sem talar vel um samborgara sína, er leiðinlegt, en rógberarnir skemmtilegir. Og hér bætist einn siðferðilegur, ljós púnktur við: Þeir sem koma upp um vini sína í samtölum, eru að minnsta kosti ekki siöspilltir sjálfir. Og áhugaverðir eru þeir. En hér er- ég einmitt kominn að því, sem ég þarf að leggja ríka áherzlu á: skemmtun- argildi manns er allt annað en manngildi hans, sem Guð vegur og metur á efsta degi. Hinn þögli gestur getur verið þér til leiðinda, af því að hann segir ekki neitt, meðan á samveru stendur. En bak við tilbreytingarlaust andlitið geymir hann dýrleg verðmæti, sem því miður eru óseljanleg. Svipuðu máli skiptir um mikil skáld. Ástæðan til þess, að það er svo oft» leiðinlegt að vera með þeim, er sú, að þeir eru stöðugt að reyna að festa sér í minni athugasemdir fyrir næstu bók. Þeir eru þess vegna þögulir eins og ostrur. Maður á sem „Þegar einhver hefur fariö í feröalag, veröa peir sem heima sðtu, oft aö pola mikiö álag. Viökomandi hefur frð ýmsu aö segja. Staöarnöfn, víökomustaöir, hótel og veitingastaöir koma í löngum bunum og oft meö tilvitnunum í ómerkilega hluti, sem ómerkilegt fólk hefur sagt á ómerkilegum stööum í landafræöinni. Áheyrandinn er knúöur til aö halda sér saman, þó aö honum leiöist kannski svo hræöilega, aö hann sé aö veröa vitstola. Síöast bjargar hann sér þó oftast á flótta“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.