Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Blaðsíða 8
Að ofani íbúðarhúsið í Kjarri stendur í skjóli. en fyrir 24 árum var hér aðeins berangur og blaut mýri. Neðri myndin. Ragna SiKurðardóttir í Kjarri í garðinum framan við húsið. Ingólfsfjall í baksýn. Garöaroggrööur U naðs- reitur undir Ingólfe- fjalli Stundum gerast ævintýrin úti i mýri. Gott dœmi um þad máfinna i Kjarri i Ölfusi, þar sem Ragna SigurÖardóttir býr og annast garöinn sinn. í gróðurhúsinu. þar sem Ragna elur upp sitkagreniplöntur og fí Þegar ekið er þjóöveginn austur Ölfusiö, blasir viö dálítill skóarlundur í mýrinni, sem hallar frá Ingólfsfjalli og niöur aö Ölfusá. Þessi lundur er spölkorn frá veginum og lætur lítiö yfir sér þaöan aö sjá; trúlega taka fæstir eftir honum. Hann er til aö sjá eins og kjarrblettirnir, sem ungmennafélögin voru aö gróöursetja fyrr á öldinni og voru nefndir í gamni og alvöru hug- sjónaskógar. En þegar ekiö er afleggjarann niöur aö Þórustööum og síöan spottakorn vestur í mýrina, þangað sem heitir í Kjarri, veröur Ijóst aö þar hefur mikiö ævintýri gerst. Hér var aöeins venjuleg blaut mýri, sem ræst var fram meö skurðum eins og gengur — og ævintýrið byrjaöi með því, aö hjónin Pétur, sem löngum var kenndur við Málarann og kona hans Ragna Sigurðardóttir, fóru að setja niður plöntur. Þau höföu nokkru áöur flutzt aö Þórustööum í Ölfusi, sem veriö höföu í eyði og Pétur gekk aö endurbótum meö þeim dugnaöi sem einkenndi hann, þótt hann væri þá kominn á fulloröinsár. Þau Ragna og Pétur bjuggu samtals í 13 ár á Þórustööum og aö jafnaöi byggöi Pétur eitt hús á ári. Hann var mikill ákafamaöur og plægöi stundum sjálfur frá morgni til kvölds. Þarna var rekinn umsvifabúskapur; fjósamenn, garöyrkjumenn og byggingarmenn í vinnu. Þau auglýstu í norsku blaöi eftir garöyrkjumanni; fengu rnargar umsókn- ir og réöu mann, sern síöan hefur ílenzt á íslandi. Hann var hjá þeim í 11 ár og þá var einmitt lagður grundvöllur aö gróörarstööinn í Kjarri. Pétur Guðmundsson stofnaöi á sínum tíma verzlunina Málarann á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis og rak hana um árabil. Pétur var einnig meöal stofnenda málningarverksmiöjunnar Hörpu og einnig framkvæmdastjóri þar um tíma. Flestir Reykvíkingar, sem komnir voru til vits og ára, könnuöust vel viö Pétur í Málaranum eins og hann var jafnan nefndur. Ragna Siguröardóttir var um fertugt, þegar þau giftust. Hún stóö á eigin fótum í athafnalífinu eins og hann; átti og rak um 15 ára skeiö Blómabúöina Flóru og haföi numiö þesskonar rekstur í Danmörku. Sú starfsemi stóö henni hjarta nærri af ýmsum ástæöum. í fyrsta lagi er þess að geta, að hún ér dóttir Siguröar búnaaðarmálastjóra, sem var brennandi í áhuga aö hlynna aö gróöri og geröi fyrstu ræktunartilraunir sínar á fjósþakinu á Draflastööum, meöan hann var á unga aldri. Þar reyndi hann aö koma sér upp rófnafræi eftir leiðbeiningum úr garöyrkjukveri, sem hann haföi komizt yfir. Hann geröi tilraunir meö ræktun í vermireitum og seinna varö Sigurður einn af merkustu brautryöjendum íslenzkra búnaöar- og ræktunarmála. í annan staö er bróðir Rögnu þjóökunnur ræktunarmaöur: Ingimar Sigurösson í Fagrahvammi í Hvera- geröi. Margir munu hafa dáöst aö rósunum hans á Landbúnaðarsýning- unni á Selfossi og um árabil hefur gróörarstööin hans veriö talin til fyrirmyndar. Systkini Rögnu eru raunar fleiri: Helga, fyrsti skólastjóri Hús- mæðrakennaraskóla íslands og höfundur 20 matreiðslubóka, Páll bóndi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.