Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Blaðsíða 9
 Fallegt smáatriðii Aðfluttur trjábulur í blómabeði. Til vinstrii Ragna býr ein í Kjarri, en stundum kuma vinir í heimsúkn ug þá er setið ug spjallað í blúmaskálanum. aðar eru blómin, úti sem inni ug lfsfjall rétt gœgist upp fyrir bcltið að norðan. ■ira. I blómaskálanum sunnan við.húsiði Gólfið er úr Drápuhlíðarhelium og skálinn er búinn bambushúsgögnum. Biómin eru um allt og Ragna er hér að huga að þcim. Út um gluggana á hlómaskálanum blasir við bærinn á Þórustöðum, þar sem þau Ragna og Pétur í Málaranum ráku myndarlegan búskap um árabil. á Kröggólfsstöðum í Ölfusi og áður gistihússtjóri í Fornahvammi og Varma- hlíö. Sem sagt; þau Ragna og Pétur voru bæöi komin til vits og ára, þegar þau stigu þetta skref aö fara aö búa austur í Ölfusi og hola þar niöur trjáplönium, sem áður haföi veriö mýri, Nú, eftir 25 ár, er ræktunarævintýri þeirra vitnis- buröur um þaö sem trúlega væri allsstaöar hægt aö gera, þar sem aðstæður eru svipaðar. Þar kom að þau Ragna og Pétur seldu Þórustaðina og hættu búskap. Pétur var þá orðinn heilsutæpur og treysti sér ekki til þess lengur aö standa í stórræöum. Aftur á móti byggöu þau þá lítiö en fallegt íbúðarhús í gróörar- stööinni í Kjarri og fluttu þangaö. Pétur féll frá fyrir tveimur árum og nú býr Ragna þar ein. Hún er nú oröin 71 árs, en lífsþróttur hennar er slíkur, að varla er hægt aö stööva hana nema andar- tak; hún er eins og fiðrildi, alltaf á ferö og flugi. í fyrrasumar lét hún byggja veglegan blómaskála sunnan viö húsiö. Gólfiö þar er hellulagt, húsgögnin úr bambus og rósailmur fyllir loftiö. Þaöan blasir viö bærinn á Þórustööum og lengra sér yfir Ötfusá og Flóann. Ingólfsfjalliö giröir aftur á móti fyrir noröriö og sést þó ekki í þaö fyrir skógi nema á stöku staö. Hér er unaösreitur, sem maöur veröur helzt aö sjá meö eigin augum til aö trúa. En myndirnar ættu aö gefa einhverja hugmynd. Húsiö í Kjarri sést ekki tilsýndar; það hverfur alveg í skóginn, sem þarna hefur dafnaö ótrúlega vel. Bæjarlækur- inn er í skuröi rétt viö húshornið og sprettur þar upp í fallegum fossi. Hér er oftast logn þótt eitthvaö blási og enginn blettur til, aö þar sé ekki fegurö aö finna. í gróöurhúsi stundar Ragna plöntuuppeldi; þar voru breiöur af hnéháum sitkagreniplöntum. Þær eru látnar „fljúga úr hreiörinu" ef svo mætti segja: Látnar spjara sig úti um tíma áöur en gróöursetning fer fram. Innan dyra í Kjarri er ekki síöur ánægjulegt aö litast um. Pétur í Málaranum átti mikil samskipti viö listmálara gegnum tíöina ög eignaðist gott málverkasafn. Af því sem þar hangir á veggjum er mér minnistæöust mynd eftir Gunnlaug Scheving, mikiö gersemi. Sjálf fæst Ragna viö vefnað og hefur hún meöal annars sjálf ojiö gluggatjöldin. Hún kveöst ekki vera einmana, þótt hún búi ein; alltaf er mikiö aö gera og þegar blaðamann Lesbókar bar þar aö garöi, var hún í óöa önn aö undirbúa matarboö fyrir nokkrar vinkonur úr Reykjavík. Þesskonar smáræöi vex henni ekki í augum. Um tíma rak Ragna veitinga- stofu í Hveragerði og minnist þess aö hafa þá stundum þurft aö baka 400 pönnukökur á dag. Þaö var einum of mikið enda tók þaö þrjú ár aö jafna sig í handleggnum. Hún haföi líka mikið umleikis á árunum sem hún rak Flóru; 10 eöa 12 manns í vinnu og viðskipti viö 12 garöyrkjustöövar. Nú gæti hún tekiö lífinu meö ró. En Ragna í Kjarri er ekkki þannig gerö. Hún vill hafa fólk í kringum sig, líf og fjör. Og aö sjálfsögðu blóm. Gísli Sigurðsson. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.