Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Page 2
Fyrir 4-0 ámm HVERNIG GAT Grein Þessi er kafli, reyndar nokkuó styttur, úr síðustu bók rithöfundarins og blaöamannsins Jan Olof Olssons, en hann lézt á s.l. ári. Bókin, sem kom út í fyrra, heitir: „Einhvers staðar í SvíÞjóð“ og fjallar um Svíþjóö og síöari heims- styrjöldina og pann vanda, sem hún skapaði bæði almenningi og stjórnvöld- um. Bókin er öðrum præði handrit að sjónvarpsmynd um petta efni, og mun hún hafa veriö með afbrigðum vinsæl, en inn á milli er skotið köflum sagnfræðilega efnis í fullri alvöru, en bó meö Þeim létta og lipra stíl, sem er aðall Jan Olof Olssons sem rithöfundar. Saga 20. aldar var eitt helzta áhugaefni höfundar, og hann skrifaði fjölmargar bækur um viöburði vorrar aldar. Leitaði hann ávallt sannleikans fordómalaust. Margar milljónir manna dáöu hann og fylgdu honum. Aðrar milljónir voru hrædd- ar viö hann. Alls staðar var fólk háö honum, á þann einfalda hátt, aö örlög þeirra og líf voru undir því komin, hvaö honum dytti í hug aö gera. Margar milljónir manna dóu fyrir tímann vegna ákvaröana, sem' hann tók. Og þegar Adolf Hitler svifti sig lífi í neðanjarðarbyrgi undir þeirri höfuöborg, þar sem hann haföi ríkt í 12 ár — og sem hverfi fyrir hverfi var tekin af sovézka hernum — var hægt aö ímynda sér, hvað hann heföi kostað land sitt og heiminn. Hann haföi sett á sviö sín utanríkispóli- tísku dirfskubrögö og egnt til síöari heimsstyrjaldarinnar til aö skapa Þýzka- landi aukið svigrúm. Hann lét eftir sig niðurbrotiö og limlest Þýzkaland, klofið í tvö ríki. Hann þrumaði um krossferö gegn kommúnismanum. Hann náöi fótfestu í miöri Evrópu vegna stríös hans. Kostaði meira en 50 milljónir manna lífiö Þetta voru hinar stjórnmálalegu af- leiðingar. Ógerningur er aftur á móti aö skilja eöa gera sér neina grein fyrir öllum þeim mannlegu harmleikjum, sem hann átti sök á. Taliö er, aö 27 milljónir hermanna hafi fallið eöa horfiö, 25 milljónir óbreyttra borgara hafi farizt í loftárásum, á flótta, af hungri^ Af þeim voru milli 5 og 7 milljónir myrtar í dauöaverksmiöjum fangabúðanna. Milljónir manna voru auk þess flæmdar í stríðinu og eftir það frá landi sínu og heimabyggð. Fjölskyldum var splundraö. Fólk, sem átti saman, týndi hvort ööru fyrir fullt og allt á flótta eöa viö nauöungarflutninga, sem voru svo um- fangsmiklir, aö þeim veröur aöeins jafnað við hina miklu þjóðflutninga fornaldar. Þegar Þýzkaland haföi veriö yfirbugaö og stríöinu var lokið, fékk heimurinn hinar hroðalegu upplýsingar um viðurstyggileg grimmdarverk Hitlersstjórnarinnar. A öllu yfirráöasvæöi nazista á meginlandi Evrópu var byggt upp flutningakerfi og reistar „dauöaverksmiöjur" til þess aö útrýma milljónum manna, sem voru flokkaðar undir þaö aö vera „óæöra kyns“ eöa „hættulegar" hinni germönsku menn- ingu og hinum norræna kynstofni. Þær voru aflífaðar meö þaulskipulögðum og fljótvirkum aðferðum. Aö slík útrýming fólks, sem hann hafði vanþóknun á, væri eitt af ætlunarverkum Hitlers, mátti lesa í hinu mikla stefnuriti hans, „Barátta mín“, frá þriðja áratugnum — ekki alveg berum orðum, en þaö mátti skilja þaö þannig. En bæöi var þaö, aö bókin var svo leiðinleg, aö þrátt fyrir risaupplögin, sem hún kom út í, voru þeir fáir, sem lásu hana gaumgæfilega, og svo virtist þetta svo frámunalega ruddalegt, aö menn tóku það ekki alvarlega. Ekki nema sanngjarnt, að Þjóöverjar fœrðu dálítið út kvíarnar Þaö er hægt að gagnrýna og stundum jafnvel aö fyrirlíta alla þá, sem dáöust aö Hitler á fjóröa áratugnum og lofuðu hann — hann átti marga eldheita áhangendur, víöa um lönd. En í Þýzkalandi og utan þess voru margir, sem hreinskilnislega töldu Hitler ágætan, þangaö til styrjöldin brauzt út 1939. Svo var til dæmis vafalaust um flesta Englendinga, ekki sízt marga af fremstu stjórnmálamönnum Englands. Þeir höföu alltaf haft slæma samvizku út af hinum höröu friðarskilmálum, sem Þýzkaland var neytt til aö skrifa undir í Versölum 1919. Þegar Hitler tók viö aö rjúfa þau ákvæöi Versalasamninganna, sem beindust gegn Þýzkalandi, vakti þaö enga sérstaka hneykslun. Mönnum fannst þaö ekki nema rétt og sanngjarnt, aö Hitler innleiddi aftur þá almennu her- skyldu í Þýzkalandi, sem Versala- samningarnir bönnuöu — nágrannaríkin Frakkland, Tékkóslóvakía og Pólland voru nefnilega vel vígbúin. Og víst mátti Þýzkaland hafa hersveitir í Rínarhéruöun- um, á vesturbakka Rínar, þaö var þó þýzkt land. Aö slíkt skyldi hafa veriö bannaö í Versalasamningnum, var álitiö meira en óréttlátt. Jafnvel sósíaldemó- kratarnir í stórborginni Vín vildu áriö 1919 sameina Austurríki Þýzkalandi — og þaö var ekki taliö neitt voöalegt, þó aö hann sameinaði hiö litla Austurríki Þýzkalandi 1938. í útvarpinu mátti heyra fagnaðarlæti mannfjöldans í Vín, en ekki hvernig Gestapo hringdi dyrabjöllum gyöinganna og flutti þá burt í fangabúöir... Haustiö 1938 féllst heimurinn (en fulltrúar hans voru England og Frakkland) á, aö Hitler innlimaði landsvæði þýzksinn- aöra og þýzkumælandi manna í Tékkó- slóyakíu í Þýzkaland. Margir voru þeirrar skoöunar, aö þetta væri einnig sanngjörn og réttmæt breyting á hinum óréttlátu Versalasamningum — enda bjuggu næst- um því bara Þjóðverjar á þessum landsvæöum, og þó aö þeir fengju aö sameinast löndum sínum í Þýzkalandi! Brezki forsætisráöherrann, Chamberlain, sem lauk viöskiptum viö Hitler á nokkrum fundum haustið 1938 í Bad Godesberg viö Rín og í Munchen, hafði sennilega rétt fyrir sér, þegar hann sagði, aö myndi ómögulega geta sannfært landa sína um þaö, aö þeir yröu aö fara í stríö til aö koma í veg fyrir, aö Þjóðverjarnir í Tékkóslóvakíu fengju aö sameinast löndum sínum í Þýzkalandi. Hitler blekkti jafnvel stjórnmálamennina Eftir á getum viö sagt — við, sem höfum staöreyndir sögunnar aö byggja á — aö þaö heföi verið betra að taka fyrir hendurnar á Hitler meö valdi, hvenær sem var milli 1933 og 1938 og stöðva hann. En lýöræöisríki getur einfaldlega ekki hafiö stríö til aö koma í veg fyrir árás. Þaö getur þá fyrst farið í stríö, þegar því er ógnaö og sýnt í tvo heimana. En Chamberlain haföi á röngu aö standa, þegar hann hélt eftir uppgjöriö við Hitler um sundurhlutun Tékkóslóvakíu, aö hann heföi fært heiminum „frið á vorum dögum", eins og hann komst aö orði. Ári síðar var stríð skolliö á. Englandi haföi veriö sýnt í tvo heimana. Hitler blekkti marga af helztu stjórn- málamönnunum heimsins. Þaö var því engin furða, þótt hann blekkti fjöldann allan af venjulegu fólki. Þegar Hitler hafði lokiö „valdatökunni" í janúar 1933, skrifaöi tryggasti samstarfs- maöur hans, Joseph Göbbels, áróöurs- ráöherra, í dagbók sína: „Viö höfum fengið völdin á löglegan hátt, en viö munum ekki beita þeim á löglegan hátt.“ Eftir illa undirbúna og nánast fáránlega, uppreisnartilraun 1923 (sem nær hafði riðið flokknum aö fullu) haföi Hitler ákveðið að ná völdum samkvæmt þing- ræðislegum leikregium, með lýöræðisleg- um og löglegum aöferðum. Fylgi flokksins jókst gífurlega á skömmum tíma. En þaö er nauðsynlegt aö hafa í huga, aö meirihluti þýzku þjóöarinnar greiddi Hitler aldrei atkvæði. Viö kosningarnar til ríkisdagsins 1930 fékk flokkur nazista 18.2 af hundraöi greiddra atkvæöa, við forsetakosning- arnar 1932 fékk Hitler 36.6 af hundraði og viö fyrri ríkisdagskosningarnar sama ár fengu nazistar 37 af hundraöi greiddra atkvæöa. Við síðari ríkisdagskosningarn- ar 1932, í nóvember, haföi hlutfalliö þegar minnkaö niður í 31.1 af hundraöi. Fylgi flokksins var í rénum, þegar Hitler var boöiö aö veröa ríkiskanslari þremur mánuðum síöar, í janúar 1933. Þjóöverjar höfðu Þaö sæmilegt frá 1933—1939 Viö ríkisdagskosningarnar voriö 1933 eftir valdatökuna — þegar stjórnarand- staðan hafði veriö brotin á bak aftur af óheyrilegri haröýögi, allt hiö hernumda ríkiskerfi notaö til hömlulauss og ósvífins áróöurs og andstæðingunum ekki gefnir neinir möguleikar til aö koma skoðunum sínum á framfæri — fengu nazistar þrátt fyrir allt ekki nema 43.9 af hundraöi atkvæöa. Það fór því aldrei svo, aö meirihluti Þjóöverja kysi Hitler. Aftur á móti heyröi maöur það oft, allt fram á sjöunda áratuginn, og nógu oft til aö þaö hljómaði illa og yröi eins og útslitin Aödáun, sem erfitt erö aö skýra: Fjöldi Þýzkra kvenna á öllum aldri fœr aö ganga framhjá foringjanum og sjá hann meö eigin augum, — allt undir ströngu eftirliti Gestapo. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.