Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Side 5
Frá vinstri: Chamberiain, Daladier, Hitler, Mussolini og Ciano greifi (utanríkisráöherra Ítalíu og tengdasonur Mussolinis). Aö baki Hitlers og Mussolinis er von Ribbentrop (utanríkisráðherra Þýzkalands). MÚNCHEN 1938 hendur Austurríki. Samtímis efldi stjórn Hitlers nazista í Austurriki og það jók sífellt spennuna í landinu. Árið 1938, 12. febrúar, var Kurt von Schuschnigg, kanslari Austurríkis, kvaddur til Berchtesgaden, þar sem Hitler dvaldi þá. Að viðstöddum Joachim von Ribbentrop utanríkisráðherra, Franz von Papen og fleiri þýzkum hershöfðingj- um voru Schuschnigg settir úrslitakostir: — Austurríski stjórnmálamaðurinn, Arthur Seyss-Inquart, skyldi tekinn inn í ríkisstjórnina og færi með innanríkismál og lögreglan yrði undir hann gefin. — Afbrotamönnum á sviði stjórnmála skyldu gefnar upp sakir, þar á meðal þeim, sem stóðu að morðinu á Engelberth Dollfuss kanslara, sem verið hafði harðsnúinn andstæðingur nazismans. — Nazistum í Austurríki skyldi leyft að ganga í eina stjórnmálaflokkinn, sem leyfður var í landinu, svokallaða Fóstur- landsfylkingu. Fjórum dögum síðar varð Seyss- Inquart innanríkisráðherra. Hinn 11. marz voru lagðir fyrir Schushnigg kanslara nýjir úrslitakostir: Schuschnigg kanslari, sem hafði verið svo djarfur i skiptum við Hitler að boða til þjóðaratkvæðis um fullt sjálfstæði eða samruna við Þýzkaland, skyldi afturkalla það, segja af sér kanslaraembættinu og fela það Seyss-Inquart. Schuschnigg sagði af sér: — „Miklas forseti hefur boðið mér að skýra austurrísku þjóðinni frá því, að við beygjum okkur fyrir ofureflinu. Guð verndi Austurríki!" Tólfta marz 1938 héldu þýzkar hersveitir yfir landamærin, þar sem þær höfðu verið til taks. Á undan fóru vélhjólasveitir hratt yfir, og fótgöngulið kom á eftir. Mótstaða var engin. Án þess einu skoti væri hleypt af hvarf Austurríki úr hópi sjálfstæðra þjóða. Síðasta hindrunin fyrir friði Brezki forsætisráðherrann Neville Chamberlain getur varla hafa verið búinn að gleyma örlögum Austurríkis, þegar hann stóð einu misseri seinna á Heston- flugvelli og veifaði friðarplagginu, og talaði um frið „í okkar tíð“. Chamberlain hélt, að markmið Hitlers væru fyrst og fremst í því fólgin að sameina alla minni hópa Þjóðverja innan landamæra þýzka ríkisins. Og í ræðu í brezka þinginu benti hann á, að tékkneska spursmálið væri „hið síðasta og ef til vill hættulegasta" vandamálið og stæði í vegi fyrir friði í Evrópu. Skýringin á bjartsýni Chamberlains er sennilega sú, að haustið 1938 grunaði „Friður um vora daga” en entist ekki nema í ellefu mánuði. hann ekki hve víðtæk utanríkisáform Hitlers voru í rauninni. Hann sá ekki, að Súdetakrafa Hitlers var áfangi á leiðinni að ná völdum í Tékkó-Slóvakíu. Chamber- lain taldi sig því geta sannfært þingið um, að Tékkó-Slóvakía í skjóli stórvelda- ábyrgðar væri öruggari um sinn hag en fyrir Múnchen ráðstefnuna. Sjaldan hefur stjórnmálamanni skjátlast meira. Tékkó-Slóvakía undir fargi Tékkó-Slóvakía varð til sem ríki 1918 upp úr hluta af austurríska keisara- dæminu, sem þá leið undir lok. Það er að segja: Bæheimi, Mæri, Slesíu, Slóvakíu og Karpat-Ukrainu. Þrátt fyrir góðan fjárhag og fullt þingræði hallaði undan fæti hjá þessu unga ríki á fjórða áratugnum. Ástæöan var þjóðernislegar andstæður. Tékkar réu því nær öllu á stjórnmálasviðinu og fjármálin voru í þeirra höndum. Hin þjóðabrotin voru óánægð í mesta máta, einkum þó Súdeta-Þjóðverjar, sem voru um 20% þjóðarinnar og Ungverjar. Súdeta-Þjóðverjar, sem höfðu orðiö óþægilega fyri barðinu á mismununinni, voru eins og ætla má móttækilegir fyrir áróðri nazista og 1938 greiddu 90% þeirra nazistum atkvæði sitt. Hinn harði þýzki áróður olli straumhvörfum um vorið. Bændur og katólskir sem fram að þessu höfðu verið jákvæðir í garð tékkó- slóvakíska ríkisins og óskað endurbóta í samvinnu við stjórnina, gengu til liðs við stjórnmálaflokk Súdeta. Veikur flokkur jafnaðarmanna fékk ekki rönd við reist. Konrad Henlein, foringi Súdeta-Þjóð- verja, rak skarpan áróður og æsti menn upp, studdur af þýzka ríkinu. Árekstrar og ofbeldisverk jukust jafnt og þétt í Súdetahéruðunum og þýzkir fiölmiðlar bættu ekki svo litlu við í frásögnum sínum. Evrópa hervæðist Hinn 12. september 1938 hélt Hitler ræðu, sem bendir til þess að stríð sé óhjákvæmilegt. Þar sagöi hann m.a.: „Súdeta-Þjóðverjar verða að fá sjálfs- ákvörðunarrétt! Aðstaða þeirra er óþolandi. Þýzkaland mun veita þeim hjálp, ef þeir geta ekki hjálpað sér sjálfir. Þýzkaland er vígbúið. Það beygir sig aldrei fyrir erlendu valdi.“ Næstum hvarvetna í Evrópu var skorin upp herör. Spurningin var hvernig allir þeir samningar og sáttmálar, sem gerðir höfðu vérið milli ólíkra ríkja, mundu virka. Frakkland haföi bæði fyrir og eftir innrásina í Austurríki fullvissað Tékkó- Slóvakíu um stuðning, ef til árásar kæmi. Sovétríkin hétu því líka að veita aðstoð, ef Frakkar og Tékkar gerðu bandalag sín á milli. Brezka rikisstjórnin með Chamberlain í fararbroddi reyndi að miðla málum, svo að hjá stríði yrði komizt. Bretum var farið sem Frökkum. Þeir höfðu ekki vígbúizt af neinu kappi og óttuðust nýtízkulegan vopnabúnað Þjóðverja, sem var þó í rauninni ekki svo fullkominn, er hér var komið, en það vissu þeir ekki. Deila í f jarlægu landi Ræða Chamberlains til brezku þjóðar- innar kvöldið 27. september 1938 mælir sínu máli: „Hversu hræðilega fjarstætt er það og ótrúlegt, aö við skulum vera að gera loftvarnarbygi vegna deilu í fjarlægu landi meðal þjóða, sem við vitum ekkert um. ... Ég mundi ekki hika við að heimsækja Þýzkaland í þriöja sinn, ef ég héldi að það kæmi að nokkru gagni." Út frá þessari ræðu eygir Hitler möguleika til þess að gefla djarft. Hann skrifar Chamberlain þegar um kvöldið vinsamlegt bréf og telur sig fúsan til að semja við valdhafa í Prag um minni háttar atriði. Chamberlain svarar houm um hæl og endurtekur að hann sé reiðubúinn að hitta Hitler aftur, þar sem viðstaddir séu jafnvel fulltrúar annarra ríkja. Brezki forsætisráðherrann hefur símasamband við einræðisherra Italíu, Benito Mussolini, og biður hann að stuðla að friði. Síðdegis 28. september er Chamberlain boðið til Múnchen. Daladier og Mussolini eru einnig boðnir þangað. Daginn eftir eru allir fjórir mættir og samningar hefjast. Mussoli i leggur fram málamiðlun, sem fest hefur verið á blað í Berlín. Hitler fær því framgengt í meginatriðum sem hann hefur krafizt. Hafi hann fyrir fundinn veriö tilbúinn og ef til vill ákveðinn í því að grípa til ofbeldis og koma vilja sínum fram, þá var það óþarfi eins og komið var. Frekjuleg framkoma hans hafði nægt. Aðalkrafa Hitlers um Súdetahéruöin kom lítt til umræðu. Umræðurnar snerust meira um minni háttar atriði. M.a. skyldi þýzka innrásin í Súdeta- héruðin ekki fara fram í skyndi, heldur skyldi hún standa yfir frá 1.—10. október. Klukkan hálf-tvö þann 30. september var tveim tékkóslóvakískum fulltrúum veitt leyfi til að koma á fundinn og fá fréttir um hvaða ákvarðanir hefðu verið teknar um land þeirra. Eftir að samningurinn hafði verið lesinn upp vildu þeir fá að bera fram spurningar, en var ekki leyft það. Viðstaddir rituðu sér til minnis, að Chamberlain geispaði, án þess einu sinni að fara í felur með það. Árdegis leitaði Chamberlain Ilitler uppi að nýju og gaf honum vélritaðan texta sem gaf til kynna, að Stóra-Bret- land og Þýzkaland mundu halda áfram að beita sér fyrir að ryðja úr vegi „hugsan- legum orsökum til sundurlyndis“ og með því móti stuðla að friði í Evrópu. Eftir nokkurt hik skrifaði Hitler undir. Það var þetta skjal sem Chamberlain veifaði sigri hrósandi, þegar hann kom til Lundúna seint um daginn. Skömmu eftir að Múnchensáttmálinn hafði verið undirritaður hrifsuöu Pólland og Ungverjaland undir sig landsvæði í Slóvakíu. Fransk-brezki landvarna: samningurinn reyndist alveg gagnslaus. í marz 1939 var Múnchensáttmálinn þurrk- aður út. Þýzkar hersveitir lögðu undir sig leifar sjálfstæðrar Tékkó-Slóvakíu. Ellefu mánaða tími Menn geta spurt sig að því, hvort Múnchenráðstefnan hafi ekki einungis verið leikin, sett á svið. I valdamiðstöðv- um víðsvegar um heim sáu menn greinilega, að Chamberlain talaði gegn betri vitund, þegar hann spáði „friði um okkar daga“. En stjórnmálamennirnir höfðu sínar ástæður að fara sér hægt um framhaldið. Öllum var þeim ljóstj^ð frumkvæðið var í höndum Hitlers, og að hann mundi hefja árásina. Það hafði hann ótvírætt gefið til kynna í ræðu og riti. I höfuðborgum heims höfðu menn brotið heilann um, hver yrði fyrir fyrsta högginu. Enginn, ekki einu sinni Hitler, var við því búinn að ganga út í styrjöld um Tékkó-Slóvakíu. Meiri vígbúnað þurfti til. í Frakklandi og Englandi var hann á lágu stigi. Ekki stóðu Sovétríkin heldur vel að vígi. Þá hafði Stalin nýlega lokið við hreinsunina miklu, þar sem margir háttsettir menn í hernum höfðu verið teknir af lífi. í Moskvu gerðu menn sér sennilega vonir um, að ævintýrapólitík Hitlers mundi leiða til styrjaldar milli auðvalds- ríkja Vestur-Evrópu, og þegar þau færu að dasast, mundu Sovétríkin óþreytt og vel vígbúin skerast í leikinn og ráða úrslitum sér í hag. Að líkum vonuðu menn jafnvel í Lundúnum, að sá möguleiki væri til staðar að „fá sér sæti á fjallstoppinum og sjá tígrisdýrin fljúgast á niðri í dalnum“. Ef Hitler réðist á kommúnlska stórveldið í austri, var engin ástæða til að flýta sér um of vestanmegin Ermarsunds. En þegar þýzkar hersveitir í dögun 1. september 1939 fóru yfir pólsku landa- mærin og seinna heimsstríðið hófst kom í ljós, að ekkert af stórveldum Evrópu komst hjá því að dragast inn í hildar- leikinn. Byggt á Huvudstadsbladed. Sigurjón Guðjónsson þýddi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.