Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Page 10
/ iiu íiwff*, i..'V'imiiiiiiiiinmir»ii)i'P:(.« LEIKHuS J^IMS ■ ■ fmrn^i ifA LEIKHUSI nVC hátt má spenna bogann? — Síðari hluti hringborösumræðna um listræna stöðu leikhúss á íslandi. w Þorsteinn Gunnarsson, Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín í „Refunum“ (LR 1978). Hér birtist síðari hluti hringborðsumræðu um listræna stööu leikhúss á íslandi. í fyrri hlutanum, sem birtist sl. laugardag, var einkum fjallað um almennan áhuga á leiklist hér á landi, ýmsar hræringar í leikhúslífinu undanfarin ár og þýðingu beirra. Þjóöleikhúsið og listræn Þörf Benedikt: Þegar vinir Jill konu minnar vissu aö hún væri aö flytjast til íslands, spurðu þeir hvort hún kviöi því ekki aö eiga heima á öörum eins útkjálka. Og hún svaraði: „Þaö hefur enginn rétt til að gera lítið úr þjóö sem á sér þjóöleikhús.” Sp: En hvað viijið þiö segja um listræna stefnu slíkrar stofnunar? Benedikt: Listræn stefna Þjóðleikhúss- ins á aö vera þannig að hún þjóni þörf allra landsmanna. Brynja: En hver ákveður þá þörf? Karl: Leikhúsið áætlar sjálft um smekk almennings og tekur tillit til hans eftir atvikum. Benedikt: En það á að vera stefnumark- andi, — leikhúsið á sjálft aö búa til smekkinn. Stefán: Einmitt. Þaö er alltaf verið aö segja, aö fólkiö vilji þetta eða hitt, en leikhúsiö á aö hjálpa almenningi aö sjá hvað það er sem hann vill. Benedikt: Þaö á m.ö.o. alltaf aö vera einum á undan smekk fólksins og vera ekki alltaf aö sýna sömu, gömlu lummuna, heldur baka nýjar. Karl: Ef listamenn leikhússins gera eitthvaö sem þeir hafa sjálfir gaman af og finnst gott, þá eru líkur á aö það nái einnig til almennings. Þaö má ekki vanmeta áhorfendur. Brynja: Mikiö rétt, — Þegar viö vorum t.d. hjá Leikfélagi Akureyrar, var alltaf veriö að segja okkur hvað „fólkið vildi“. En ég hitti aldrei þetta fólk sem talaö var um. Þessi saga um smekk almennings heyrir að miklu leyti fortíöinni til. Fólk vill sjá gott leikhús. En svo við minnumst aftur á uppbyggingu leikhúsanna hér, þá er glæpurinn sá aö þora ekki eöa geta ekki gert tilraunir innan leikhúsanna eöa hinna frjálsu leikhópa, vegna þess að maður hefur ekki efni á aö láta sér mistakast, eiga sitt fíaskó. Það getur veriö auðvelt að koma fram með eitthvað sem slær í gegn þegar maður veit hverjar kröfurnar eru. Hvar stendur íslenzkt leikhús? Brynja: Hafið þið gert ykkur grein fyrir því, að hjá þessari rúmlega 200 þúsund manna þjóð eru þrjú atvinnuleikhús og það fjórða, þótt auralaust sé, en yfír 70 áhugamannaleikhús, sem sýna eitt, tvö og jafnvel þrjú leikrit á ári eins og Húsvíking- ar stundum. Þetta er auövitaö grundvöll- urinn á þessum gífurlega leikhúsáhuga hér. Sp: En hvað eru þessi leikhús að sýna? Brynja: Þaö hefur breytzt til batnaðar. Það er líka árangur, aö þaö er miklu meiri metnaður fyrir íslenzkri leikritun eða leiklist og betri verkum í áhugamannaleik- húsunum. Þórhildur: En það má samt aldrei rugla saman áhugamannastarfsemi og atvinnu- starfsemi. Þaö er oft sagt viö okkur í Alþýöuleikhúsinu: „Getiö þiö ekki unnið eins og fjöldi leikfélaga gerir út um allt land, — stundaö þetta af áhuga?“ En á meðan við þurfum aö gera það, náum viö ekki þeim árangri sem viö vildum ná og getum ekki veriö í þessari sífelldu leit og baráttu, sem síðan leiðir eitthvaö af sér. Þaö er mikil starfsemi út um allt land, en það er ekki fyrr en atvinnufólk á í hlut, sem einhver þróun í leiklistinni sjálfri á sér stað. Áhugmenn hafa ekki þá getu eða aöstæöur, aö þeir geti þróaö listina. Þaö gildir náttúrulega alveg þaö sama þótt þú hafir atvinnumannapróf, — ef þú getir ekki stundaö leiklistina, þá næröu heldur ekki árangri. Þaö er mjög mikilvægt aö þessum hlutum sé ekki blandað saman. Brynja: Ég hugsa að það taki venjuleg- an leikara eða útskrifaöan leiklistarnema 10 ár í leikhúsi til að verða góður leikari, ef hann er heppinn og fær að starfa. En ef við tölum um alþjóðlega þróun í leiktúlkun, hvernig hefur þá íslenzku leikhúsfólki tekizt aö bæta tækni sína? Brynja: Ég gæti nú kannski svaraö þessu, því aö ég er nú búin að vera á ferðalagi síöastliöin 4 ár um 20 lönd og yfirleitt á þessum stóru leiklistarhátíöum. Viö í Inuk-hópnum erum auövitaö ekkert sérstakt, viö erum bara hluti af íslenzku leikhúsi, svo aö viö erum tekin sem dæmi um það hvernig leikhúsmenningin stendur á íslandi. Og þaö sem kemur fram í umsögnum, þegar verið er að tala um Inuk, er að það sé sannarlega háþróuð leiklist á íslandi. Stefán: Þetta er eins og dómarnir sem Alþýðuleikhúsið hefur fengið líka; það voru nú engir slordómar sem Skollaleikur fékk úti. Og þetta viröist raunar eiga við um flesta flokka sem héöan fara út. Þórhildur: Við þurfum ekki að bera neinn kinnroöa fyrir stööir íslenzks leikhúss. Viö fáum hér 10—15 sýningar í Þjóöleikhúsinu á ári meö kjallaranum, svona allt í allt er kannskl hægt aö reikna meö 20 frumsýningum í Reykjavík á hverju ári, og aö ætla það, aö allar þessar sýningar séu góöar er náttúrulega fásinna. Ég get bara tekið sem dæmi, aö viö hjónin fórum fyrir nokkrum árum í Evrópuferö, sem tók marga mánuöi og við sáum u.þ.b. 70 sýningar. Af þeim voru tvær frábærar, og fyrir utan þær eru það svona 5—6 sýningar sem ég man eftir, — hinum er ég alveg búin aö gleyma. Þessar utanlands- ferðir eru hvetjandi; annars vegar ertu heppinn og sérö einhverja ofsalega góöa hluti sem eru þér sjóöur til margra ára, en hins vegar er líka svo gott aö sjá, aö maöur er hrelnt ekkert verri en fínu, stóru þjóðirnar. Brynja: En svo er annaö, Þórhildur, — þessar sýningar sem þið sáuö fyrir nokkrum árum eru enn í gangi, ekki satt? T.d. Austur-Berlínarsýningarnar ganga í 7—8 ár, ég sá þar nýlega sýningu, sem ég hafði séö fyrir 8 árum. Svo viö reynum aö finna ástæöu fyrir því aö viö séum ekkert svo aftarlega á merinni, er hún meðal annars sú, að okkar sýningar ganga svo stutt, svo að leikarinn og leikstjórinn fá miklu fjölbreyttari og betri þjálfun en erlendis. Þar ferðu í leikrit, og ef það gengur ertu í því í 3—4 ár. Sp: Þá komum við aö spurningunni: Er verkefnaval leikhúsanna hér slíkt, að það gefi leikhúsfólki tækifæri til að þroskast og dafna? Brynja: Ja, það leikhúsfólk sem er í vinnu á samningi fær óskaplega þjálfun, — þaö er málið. En síöan verðum viö aö athuga, aö þeir leikarar sem standa fyrir utan og bíöa eftir aö fá vinnu, eiga í erfiðleikum meö aö fá tækifæri til aö þroska sig og staöna ekki. Þórhildur: En ég er ekki viss um að því fólki sem er á föstum samningi finnist þaö alltaf vera að takast á viö verkefni sem auki þroska þeirra, og í þeim skilningi getur þaö líka verið beinlínis skaðvænlegt aö vera alltaf aö vinna viö þaö sama. Benedikt: Þaö er mjög erfitt fyrir okkur aö ræöa verkefnavaliö eitthvað af gagni hér, — það er efni í heila doktorsritgerð. — Ég heföi t.d. viljað sjá Lé konung hér í Þjóðleikhúsinu heilt sýningartímabil, allan tímann með sömu leikurum en í mismun- andi uppfærslu. Stefán: Það spinnast svo margir þættir inn í verkefnaval leikhúsanna, fjöldi leikara, fjöldi leiksviöa o.s.frv. Hin íslenzka sviösetning Benedikt: Ein ástæöan fyrir þessari velgengni íslenzks leikhúss, fyrir utan þaö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.