Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Qupperneq 12
Hve hátt má spenna bogann? ég ekki hugmynd um fyrr en vinnan er hafin meö leikurunum. Þá opnast kannski alveg nýr heimur, og maöur sér kannski eitthvað annaö en maöur ætlaði sér aö sjá í upphafi. Þórhildur: Mér finnst oft aö maöur mæti enn óvissari en þetta og þaö hefur skelft mig aftur og' aftur þegar ég kem aö verkefnum, aö mér finnst ég alltaf koma jafnfáfróö að þeim. Ég veit bara ekkert hvaö ég ætla aö gera viö þetta, en svo fer þaö bara aö formast fyrir augunum á manni og þá kannski finnur maður endann. Karl: Nú er þaö auðvitað mismunandi eftir verkefnum hvaö þau eru mikiö formuö sem texti eöa leikfjutningsefni þegar leikstjórinn byrjar aö vlnna aö því. Þaö er misjafnt hvaö þarf aö laga þau mikiö til á æfingatímabilinu. Brynja: Þegar verið er að tala um þaö, hvaö leikstjórinn ætli sér aö gera, þá getum við kannski borið þaö saman við þaö þegar fólk spyr lóikara: „Er ekki hræðilega erfitt aö læra þetta utanaö?" En það er ekkert eins auövelt, — þaö gerist bara. Eins er það meö leikstjóra, aö ýmsir halda að þaö sé svo óskaplega erfitt aö setja í stööur. En þaö er auðveldast af öliu, þeim má breyta á allan hátt og þær eru í raun bara aukaatriöi þó aö þær veröi svo mikið atriöi í lokin sem form. Þetta kemur af sjálfu sér ef maður veit hvað maður vill, alveg eins og meö textann hjá leikaranum. Benedikt: Það er eitt hjá þér, Brynja, þú segir að þetta sé svo auövelt, ef maöur veit hvaö maöur vill. En þarna talar þú út frá allt annarri hugsun en viö vorum aö fjalla um áöan, þaö er einmitt þetta, aö viö vitum ekki hvaö viö viljum, heldur reynum aö finna fram til þess. Svo þroskast það. Þaö er alltaf veriö aö hækka A-iö Þórhildur: Um daginn var ungt tónlistar- fólk statt heima hjá mér, og þaö fór aö tala um mjög merkilegt fyrirbæri sem ég haföi ekki gert mér grein fyrir. Þau sögöu mér aö þaö væri alltaf veriö aö hækka A-iö, sem öll hljóöfæri eru stillt út frá. Fiðlurnar í hljómsveitinni væru t.d. stilltar örlítiö hærra svo þær hljómuöu meira brilliant. Einnig væri tilhneiging til aö leika verkin hraöar og hraðar, því aö þannig væri viö komiö einni tegund gæöamats. Það er hægt aö meta t.d. meö skeið- klukku hver spilar hraöast án þess aö spila feilnótur. En hitt gæöamatiö, hiö raunverulega, væri svo erfitt. — Mérdett- ur þetta í hug þegar þú ert aö spyrja, hvort viö séum betur stödd í dag, hvort þróun hafi oröiö. Þaö hefur ekki ennþá verið fundiö upp neitt skeiöklukkukerfi í leikhúsunum til aö mæla a.m.k. hina listrænu getu. Brynja: Sem betur fer. Benedikt: En er ekki alltaf verið að hækka A-iö hjá okkur? Þórhildur: Jú, þaö er verið að því. Benedikt: Nei, þetta er- eins og Brynja segir um fíaskóiö, — ef maður stillir bogann of hátt í byrjun, getur útkoman náttúrulega orðiö anzi fölsk. Og þaö er auövitaö sú áhætta sem maður er allan tímann aö taka, aö freista þess aö stilla þetta nógu fjandi hátt en að þaö nái samt í gegn. leikdómarar hafi getað fylgzt með þróun sýningarinnar? Brynja: En er þaö gott, aö leikdómarinn viti allt um hana? Benedikt: Jú, hann má mjög gjarnan fylgjast meö þróuninni, en hann má ekki skrifa gagnrýni um hana, heldur lokaút- komuna. Karl: Ég á heldur ekki við r.ð hann geröi þaö, enda yröi þaö önnur gagnrýni en ætlazt er til af honum gagnvart áhorfend- um, það er alveg rétt. En hins vegar væri gott að þeir sem skrifa gagnrýni fengju tækifæri til aö kynna sér hvernig leiksýning verður til, svo aö þeir ættu auðveldara meö aö skrifa um uppbygg- ingu hennar. Og mér finnst hafa oröiö svolítil breyting á hugsunarhætti í skrifum gagnrýnenda. Þeir eru farnir aö skrifa meira um verkiö og heildarniöurstööuna, en minna um frammistöðu einstakra leikara og smærri. Þórhildur: Viö veröum líka aö athuga, aö íslenzkt leikhúsfólk hefur tekiö því of óstinnt upp, ef gagnrýnendur hafa reynt aö kryfja verk þess. Ef leikhúsfólk hér vill fá góða dóma, og þá á ég ekki viö hól, veröur þaö líka aö hlíta því aö stundum sé sagt annaö en þaö vill heyrt hafa. Hér hafa nokkrum sinnum sprottiö upp ritdeilur gagnrýnenda og leikhúsfólks, og þá hefur mér fundizt þær einkennast af allt of litlum áhuga beggja aðila á aö ýta undir umræöu. Til dæmis er rétt aö leikhúsfólk svari fyrir sig ef því finnst gagnrýnandinn hafa misskiliö alveg þaö sem reynt var í leiksýningu, en þá veröur aö myndast þar gagnleg umræöa um leiklist, en ekki bara skítkast á báöa bóga. — Auk þess mættu gagnrýnendur gera meira af því að gera t.d. úttekt á stööu leikhúsanna og markmiöum, svo að þaö væri meira samræmi og heildarstefna í skrifum þeirra. Brynja: Við viljum auðvitaö fá gagnrýn- endur inn í leikhúsin, alveg eins og okkur var nauðsynlegt aö draga höfundana inn í leikhúsin og fá þá til aö starfa meö okkur, en ekki bara viö skrifborö úti í bæ eöa uppi í sveit. Þórhildur: Skrif blaöanna eru ekki í nokkru samræmi viö almennan áhuga íslendinga á leiklist. Hver íslendingur fer aö meðaltali V/í sinni í leikhús á ári. Hvers vegna er engin umræöa í kjölfar þess um íslenzka leiklist? Stefán: Ja, ekki ýtir áhugi fjölmiöla undir hana. Þjóöleikhúsinu hafa borizt ógrynni af mjög lofsamlegum erlendum dómum um Inúk. Ég reyndi aö fá dagblööin hér til aö geta um þessi jákvæöu skrif. Þau sögöu nóg komið af Inúk í blööunum, og einn fréttastjórinn sagöist fá grænar bólur þegar hann heyröi nafniö. HHH. Að ofan til hægrii Inúk-hópur Þjóðleikhúss- ins. Að ofan til vinstrii Lárus Pálsson og Herdís Þor- valdsdóttir í „Nashyrn- ingunum“ eftir Ionesco (ÞL 1961). Til vinstrii Helga Valtýs- dóttir og Valur Gíslason í „Gísl“ eftir Brendan Behan (ÞL 1963) Þórhildur: Mér er minnísstætt þegar viö frumsýndum Skollaleik. Þá ætluöum viö eö vera ægilega klár og frumsýna á Borgarfiröi eystra, — héldum aö þaö væri svo alþýölegt og sniöugt. Og ég haföi þaö sterkt á tilfinningunni þegar ég sat baksviös viö Ijósaborðið á þessum fyrstu sýningum, aö nú heföum viö veriö á kafi í sjálfsdekri. Viö hefðum í formi og útfærslu fyrst og fremst veriö aö fullnægja okkur sjálfum, gera eitthvaö sem okkur þótti ægilega gaman, — en þetta væri eitthvaö sem áhorfendur gætu ekki meötekiö, sérstaklega á svona stað meö lítiö leikhúslíf. Maöur veröur auövitaö líka aö finna þetta jafnvægi, — það þýðir ekkert að spenna bogann það hátt aö örin fljúgi hátt yfir. Þó aö þaö geti veriö nauðsynlegt einstöku sinnum, þá veröur maður aö hafa þann aga aö skilja sinn vitjunartíma. Karl: Eins og áhorfendur segja: „Það var nú ágætlega meö þetta fariö, — en ég skildi ekki almennilega...“ Þaö vantar toppinn á íalenzka leikhúspýramídann Sp: Hver hefur þróun oröið meö íslenzka ieiklistargagnrýni? Beriedikt: Ef gagnrýnandinn er réttur, er hann toppurinn á pýramída leikhúsanna. Þennan topp höfum viö ekki. Þess vegna er þaö svívirða, hversu tilviljanakennt þaö er hvaöa menn veljast til þessara starfa. Stefán: Þaö eru alls konar jólasveinar dregnir inn í þetta. Og þaö óhugnanleg- asta er, aö þegar gera á úttekt á þessu tímabili í íslenzkri leiklist eftir mörg ár, veröur ekki hægt að styöjast viö annaö en tiiviljanakennd og ómarktæk skrif gagn- rýnendanna. Hér vantar alveg fræöilega umfjöllun um leiklist. Brynja: Þaö er svo erfitt hvaö gagnrýn- endur eru oftast stutt í starfi og hafa því ekki tækifæri til aö þróa skrif sín. Stefán: Þaö sem mér gremst hvaö helst viö íslenzka gagnrýni er aö gagnrýnendur viröast ekki átta sig á því aö þaö sé hægt aö fara fleiri en eina leiö í uppfærslu leikrita, — þeir skrifa ekki nógu mikiö út frá því, hvaöa leiö var valin í viökomandi uppfærslu. Þórhildur: Svo gætir líka oft þessara öfugmæla í dómum um einu og sömu sýningu að segja aö leikstjórn hafi veriö góö og traust, en leikur slæmur, eða öfugt. Þá er bara um aö ræöa röö af frösum, sem standa ekki undir sér. Karl: Gagnrýnendum er nú vorkunn aö því leyti, aö þeir sjá bara lokaútkomuna og hafa ekki fylgzt meö vinnunni í gegnum verkiö. Þeir fá yfirleitt aldrei tækifæri til þess, og þaö eru fáir gagnrýnendur svo miklir leikhúsmenn, aö þeir skynji þetta sem vinnuþróun. Þeir sjá kannski ekki einu sinni þá útkomu sem ætlast var til í vinnslunni, og auk þess geta sýningar veriö mismunandi. Þeir eru því í svolítiö vondri aöstöðu. Sp: Er þaö einhvers staðar þannig, eöa hefur þaö einhvern tíma veriö svo hér, aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.