Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1978, Blaðsíða 13
Lester Brown er forseti stofnunar er nefnist Worldwatch Institute og hefur aðsetur í Washington. Þar eru tekin til meðferðar ýms mál er yarða allt mannkyn og bent á víti til varnaðar. I þessari grein tekur Lester Brown fyrir þau vandamál er hljótast af eyðingu skóga um allan heim og sívaxandi þörf mannkyns á því hráefni sem úr skógunum fæst. Hann telur mikilvægt fyrir allar þjóðir heims að gera sér greinfyrir þeim timburskorti sem verða mun innan tíðar ef svo heldur áfram sem nú er, og hvaða afleiðingar það muni hafa ef stjórnvöld grípi ekki i taumana og sjái til þess að skógar verði endurnýjaðir um leið og þeir eru nýttir. Þessi vamaðarorð hljóta að eiga erindi til okkar íslendinga eins og annarra þjóða þar sem löngu er komið á daginn að hér má rækta skóg og afla viðar þótt i smærri stil sé en viða annars staðar — og má reyndar furðulegt teljast að ekki hafi verið meiru til kostað á þessu sviði hér en raun ber vitni. W/'Amm u> ‘ “.. .>. Æ" vSf*- i ^ i i í i H1 i íTm 1 Allt frá því aö maðurinn tók eldinn í þjónustu sína hafa skógar veriö honum mikilsverö orkulind. Nú er ekki eingöngu sóttur eldiviöur til skógann heldur og hráefni til bygginga, papþírsgerðar og margra annarra nytja. Segja má því aö húsakostur, menntunar- og menningar- mál og samgöngur og samskipti eigi undir viöarframleiöslu komiö. Vegna gífurlegrar fólksfjölgunar um allan heim vex stööugt ásóknin í auðlindir skóga. Áriö 1976 voru íbúar jaröar orönir 4 billjónir og svo komið aö í mörgum löndum þar sem skógrækt var stunduö að nokkru marki var eftirspurnin meiri en viðarframleiöslan. Árangurinn varö sá að hin auðugri lönd fóru aö flytja inn timbur í æ ríkara mæli en fátækari lönd eyddu sínum skógum. Nú er þaö svo aö eldiviður er aðal-orkugjafi um þriöjungs mannkyns. Meðal vanþróaðra þjóða, sem búa viö þennan orkugjafa er taliö að t.d. hver þorpsbúi þurfi 1—2 tonn af eldiviöi árlega. Meö mannfjölguninni hefur ásókn í skógana vaxið svo aö þeir ná ekki aö endurnýjast. Skógarsvæöin dragast sam- an og þorpsbúar þurfa aö sækja æ lengra frá heimkynnum sínum til eldiviðaröflunar, og við liggur alger eyöing skóganna. Annars staöar er viöurinn aöallega ætlaður til bygginga. Þar eru skógar höggnir hömlulaust á stórum svæðum til að fullnægja þeirri eftirspurn. Samt býr meiri hluti fólks í lélegum húsakynnum. Á hverju ári fjölgar mannkyni um 65 milljónir. Því fólki þarf aö sjá fyrir húsnæöi, auk þess sem viðhalda þarf þeim timburhúsum sem fyrir eru. Til þessa er horft til skóganna, sem þegar eru á hrööu undanhaldi. í þriðja lagi vex stööugt ásókn í skógana vegna pappírsframleiöslu. Papp- ír er mikilvægur í nýtízku iðnaðar-þjóðfé- lögum, þar sem fleira fólk starfar á skrifstofum og stofnunum en viö fram- leiöslugreinar. Þá eru dagblö'ö einnig mikilvægur þáttur. Lesandi fólki og skrifandi fjölgar stööugt og um leiö þörfinni á prentuðu máli. Þegar gengiö er á skógana án þess aö þeir séu endurnýjaöir veröur æ erfiöara aö fullnægja eftirspurninni. í flestum Miö-Austurlöndum, í Norður-Afríku, Asíu, Miö-Ameríku og á landssvæði Andesfjall- anna í Suöur-Ameríku eru orðin skóglaus svæöi. Þar er timburskortur mikill. í bókinni „Loosing Ground“ segir höfund- urinn Erik Eckholm aö eldiviöurinn undir pottunum í sumum afrískum þorpum sé orðinn dýrari en það sem í pottana er látiö. Vart er einnig orðið timburskorts í Bandaríkjunum þar sem skógar eru þó tiltölulega víölendir. Sérfræöingar halda því fram aö fariö hafi að bera á verulegum timburskorti um 1950 og hann fari stööugt vaxandi. Fram aö því hafi hins vegar endurnýjun skóganna mætt eftirspurninnni nokkurn veginn. Nú hafi timburverð þrefaldast frá 1967 og segi þaö sína sögu. Eyöing skóga eykst með fólksfjölgun- inni víða um heim. Skógar þöktu áöur mikinn hluta Marokkó, Túnis og Alsír. Um miöja þessa öld voru þeir orðnir aöeins 1/10 hluti þess sem áöur var. Enn hallast á, ógæfuhliöina í þessum löndum þrátt fyrir miklar áætlanir um uppgræöslu. Að minnsta kosti 1/3 hluti graslendanna í suöurhluta Sahara var áöur skógi vaxinn. í Nígeríu hefur eyöing skóga verið svo gegndarlaus aö menn tala um algert „timbursvelti" þar viö næstu aldamót. í Kenya hefur nú veriö bannaöur útflutning- ur kola vegna skógareyöinga en þaðan hefur eldsneyti fengist til gróðursneyddra og skóglausra landa fyrir botni Miðjaröar- hafsins. Á síðasta mannsaldri hafa stór svæði Indlands oröiö skóglaus meö öllu. Sú var tíöin aö hlíöar Himalaja-fjalla voru skógi vaxnar. Svo er ekki lengur. Hans Rieger, þýzkur hagfræöingur sem hefur starfaö í Nepal segir aö þar veröi vart tré aö sjá um aldamótin næstu veröi eyöingunni haldið áfram sem fyrr. í Suöur-Ameríku er útrýming skóganna þó allra mest. í Andesfjöllum er viöar- skortur oröinn svo aö þorpsbúar mega láta sér nægja eina heita máltíö á dag. í Brasilíu vex hinum hefðbundna landbúnaði stöðugt fiskur um hrygg og alls staðar á kostnaö skóganna en í kjölfar skógareyöingarinnar veröur jarðvegur rýrari og uppblástur tekur við. Á árunum 1961—70 voru eyddir 1/5 hluti skóglenda í Venezuela og noröurhluti Mexikó og er nú skóglaus með öilu. Finnar og Svíar hafa lengst og mest stundaö viöarframleiöslu til útflutnings. Þar er nú ekki lengur hægt að anna eftirspurn frá öörum þjóöum. Finnar hafa takmarkaö árlegt skógarhögg og Svíar hyggjast gera það líka. I skýrslu um þessi mál sem unnin var á vegum Sameinuöu þjóöanna segir aö eftirspurn á timbri veröi langt umfram þaö sem Svíar geti látið í té, en frá Svíþjóð kemur 30% af öllu því timbri sem fer á Evrópumarkað og 60% af afgangsviði í trjávöruiðnað. Það er fyrirsjánlegur alvarlegur skortur á timbri til bygginga og pappírsframleiöslu í Evrópu. Eyöing skóga um alla jörö veröur ekki stöövuö nema stjórnvöld taki til sinna ráöa og snúi þróuninni viö. Stööugt vex pappírsþörfin og hugmyndum um endur- nýtingu pappírs skýtur upp víöa. Nýlega var lagt frumvarp fyrir þingiö í Danmörku þar sem öllum opinberum stofnunum var gert aö safna og endurnýta það sem hægt er í kerfinu og þar með talinn pappír. Vera má aö slíkar ráöagerðir veröi öörum þjóöum til eftirbreytni. Nú spá þjóöfélagsfræöingar og vísinda- menn því aö mannkyni muni fjölga í 10—16 billjónir og þegar svo er komiö er ef til vill tómt mál aö tala um nægjanlega endurnýjun skóga. En þá ber þess aö geta að í Vestur-Þýzkalandi og Belgíu hefur tekist aö stööva fjólksfjölgun og meö fjölmennustu þjóöum heims, s.s. í Kína og í Indónesíu, er hafður uppi mikill áróður fyrir æskilegri fjölskyldustærð, sem gæti stöövað þessa geysilegu fjölgun. En höfuðáherzlu veröur að leggja á ræktun og endurnýjun skóglenda. í Kína og Suður-Kóreu hefur tekist að snúa þróuninni til hins betra. Uppgræösla skóga er meiri en þaö sem fellt er. Því miður er ekki víða sömu sögu að segja. Með mannfjölgun og gernýtingu lands í kjölfar hennar hlýtur aö þurfa aö taka frá sérstök landssvæði til skógræktar. Vilji menn eiga kost á eldiviði, timbri til bygginga og hráefni til dagblaða og bókageröa á viöunandi verði, hijóta að koma til stórtækar framkvæmdir á þessu sviöi. Veröi ekki hægt aö rétta viö skuldareikning mannkynsins viö skóga jaröarinnar er ekki annað séð en timburverð fari á næstunni upp úr öllu valdi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.