Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Síða 5
viku er starfsemi fyrir 4—7 ára börn á vegum safnaðarins. Þá er fengin fóstra til aðstoðar ásamt sjálfboðaliöum. Þá mætti geta þess að starfsemi kirkjukórsins fer ört vaxandi. Þetta er fjölmennur hópur, mest ungt fólk 20—30 ára. Kórinn æfir oft upp sérstök verk og hefur lagt mikla áherzlu á fjölbreytni í flutningi og fengið til ýmsa hljóöfæraleik- ara, en söngstjóri er organisti kirkjunnar Guðni Þ. Guðmundsson. Haldnar hafa veriö málverkasýningar í safnaðarheimilinu og höggmyndasýning í útigarði við kirkjuna og við fögnum því ef listafólk vill nýta salinn okkar. Sömuleiöis ef fólk vill efna til opinna umræðna um kirkjunnar mál og menningu í safnaöar- heimilinu. Þá er kirkjan einnig mikið notuö sem hljómleikahús og einu sinni hefur verið færður þar upp sönglefkur sem Garðar Cortez stjórnaði. í kjallara kirkjunnar er rekiö útibú' frá Borgarbókasafninu. Það hefur okkur fallið vel því löngum hafa verið náin tengsli milli kirkju og bóka — og sambýliö hefur veriö einstaklega ánægjulegt. Kirkjan leigir bókasafninu húsnæöið og sömuleiðis æskulýösráði í kjallara safnaöarheimilisins, en þessir aöilar greiddu húsaleiguna langt fram í tímann með því aö standa straum af kostnaði viö innréttingu. Enda vakti það ekki fyrir söfnuðinum að græða á leigunni heldur fyrst og fremst aö veita þjónustu. — Nú spyr fólk ef til vill, hvers vegna kirkjan sé að vasast í öllu þessu. En því er þá til að svara aö söfnuðurinn í hverju starfi er samnefnari fyrir íbúa hverfisins þar sem 95% íbúanna er í þjóðkirkjunni. Því er ekki nema eðlilegt að samtök fólksins leitist við að koma til móts við heimilin og félagasamtökin og geri þessum aðilum auöveldara fyrir með samkomur og þegar stóra daga ber upp á í fjölskyldum bæði í gleði og sorg. í svo fjölbreyttu starfi sem á sér stað í Bústaðakirkju getur presturinn auðvitaö ekki verið allt í öllu, enda þótt presturinn sé oft eini fastráðni starfsmaðurinn fyrir utan kirkjuvörö í fjölmennari söfnuöum. Það hvílir því mikið á herðum leiðtoga safnaða og sjálfboðaliða. Stjórn safnaðarins er í höndum kjörinna leiðtoga þar sem er sóknarnefnd og stjórn félaganna. Sjálfur er ég sannfærður um að velgengnin í sambandi við okkar kirkju- byggingu og blómlegt félagsstarf á rætur að rekja til frábærra leiötoga safnaðarins sem aldrei hafa talið neitt eftir sér þar sem er kirkjan og safnaðarstarfið. Hitt er svo annað mál að stórir borgarsöfnuðir þyrftu aö hafa fjárhagslegt bolmagn til aö ráða sér fleiri starfsmenn. 1 fyrsta lagi þyrfti hver kirkja aö hafa í sinni þjónustu fastráðinn organista og söngstjóra, sem sinnti ekki öðru starfi. Sönglíf og hljómlist er snar þáttur í lífi kirkjunnar bæði á sunnudögum og í félagsstarfinu. Auk hans þyrfti að vera fastur starfsmaður sem annaðist hina félagslegu hlið safnaðárstarfsins og aðstoðaði prestinn við húsvitjanir og heimsóknir til sjúkra og í sambandi við uppfræðslu fermingarbarna. Stundum er fundið að því aö söfnuðirn- ir geri ekki nóg — séu ekki í takt við tímann. Þá gleymist það oft að þótt peningar séu ekki allt, þá eru þeir þó nauðsynlegir þar sem kallað er eftir auknu starfi og þjónustu. En sóknargjöldin eru í slíku lágmarki að söfnuðirnir eiga jafnvel í erfiðleikum með að reka kirkjuhúsið, standa straum af kostrjaöi viö rafmagn og hita, laun og opinber gjöld." „Ég er ekki viss um að fólk viti almennt hvað sóknargjaldiö er hátt —“ „Þaö er nú 3000 krónur á ári og hefur ekki fengist hækkað í samræmi við verðbólguna — en vonandi verður ekki lengi látið viö svo búið standa." Og sr. Ólafur heldur áfram. „í Bústaðasókn er búið vel að prestin- um varðandi vinnuaðstöðu enda geröi Framhald á bls. 22. f ™ m m & /;/'l | yj ^ IL. p w V 'é, / I %■ bx*' Wm Wtm * tí I ii | Wx í 1 Wæm §n Wm* í i/J i *Lr Í||||l cr jBHP'* i I ■ ilÉ v %. Æk C ■■ mm. | If. í ,.a . Jf' | M m '' Ekki þarf að kvarta yfir áhugaleysinu í Bústaða- sókn, en myndirnar eru teknar á aðventuguðs- þjónustu í desember- byrjun. Svo þröngt var setinn bekkurinn, aö sumir urðu að gera sér tröppurnar aö góðu, en aðrir stóðu. Ljósmyndir: Sveinn Þormóðsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.