Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Page 11
skynjað hana, numiö hana eins og nokkurs konar átthaga. Það er einkennilegt við lög Schuberts, aö maður kynnist þeim ekki, heldur finnst ávallt eins og maður hafi þekkt þau áður. Sá sem yfirleitt veitir góöri tónlist hlutdeild í lífi sínu, hann elst upp með Schubert, eins og þaö sé sjálfsagt mál. Fyrir mörgum okkar eru lög Schuberts sjálft tungumál tónlistarinnar. Helztu stef hans hljóma eins og frá fyrstu bernsku. Fæstir virðast gera sér grein fyrir því, að Franz Schubert var alls ekki eins og náttúrubarn í sveit, sem gekk einmana um skóginn án þess að leita að neinu, en fann samt lög út um allt. Af öllum hinum miklu tónskáldum síns tíma og síns menningar- svæðis var hann hinn eini, sem var hreinn stórborgarbúi. Hann fæddist, ólst upp og dó í Vínarborg. Mikið er til af sögum um feimni og uppburöarleysi Schuberts, hina klaufa- legu framkomu hans gagnvart hinu kyninu, um óttablandna virðingu hans gagnvart Beethoven, viðleitni hans til að jafnast á við Rossini og yfirleitt um auðmýkt anda hans. Góður vinur Schu- berts var Franz Lachner, sem síöar varð háttsettur tónlistarfrömuður í Munchen, heiðursdoktor við háskólann þar, hljóm- sveitarstjóri og ákafur andstæðingur Wagners, og hann var einnig dugandi tónskáld, en hann gat látið sig hafa það eiginlega í óafsakanlegu sakleysi sínu svo seint sem 1884, þegar hann svo sannar- lega hefði átt að vita betur, að skrifa Max Friedlander eftirfarandi um Schubert: „Það er synd, að Schubert skyldi ekki hafa lært jafn mikið og ég, því að þá hefði hann einnig með hinum framúrskarandi gáfum sínum orðið snillingur (ein Meister)." Getur það verið, að sá háttur Schuberts eða öllu heldur hæfni hans til að semja á einum degi ekki aðeins eitt lag, heldur oft fjögur, sex eða átta hvert á eftir öðru og skrifa þau niður, að hæfileikaskortur hans varöandi karlmannlega framgöngu og framkomu, en hæfileiki hans tii að skrifa óskiljanlega hratt hafi samanlagt gert þeim, sem stóðu honum nær, ókleift aö gera sér grein fyrir eðli hans og stærð? Robert Schumann hefur gefið í skyn, að Vínarbúar hafi enn tíu árum eftir lát Schuberts talað fremur ólundarlega um hann. Þeir hafi þá fyrst farið að bera lof á Schubert sinn, þegar Schumann hafi farið að hæla einhverjum öðrum eins og til dæmis honum Mendelsohn. Þá sögöu þeir, að Schubert þeirra hefði þó verið miklu betri. En síöan þekkjum við í dag ekki aöeins tónsmíöar hans og ekki aðeins fundvísi hans á akri bókmenntanna, heldur og kvæði hans, óbundið mál og bréf hans, þar sem hann hafnar tækifærissinnum, eftirsókn eftir auöi og metorðum, gerir grín að ófrjóum embættismönnum og stúdentum og harmar hnignun bók- menntalegrar umræðu. En samt þurftum við ekki að kalla hann „menntamann“. Hann var annað og miklu meira: listamaður, sem hafði hlotið Ijóöræna og Ijómandi snilligáfu. Og þar með er hinn margumræddi „einfaldleiki" hans ekki undanskilinn. Spyrjum heldur, á hvaða stigi meðvitundar (greinilega mjög háu) einfaldleiki og éinlægni Schuberts komi til skjalanna og birtist í list hans. Margt bendir til þess, að Schubert hafi hvorki sem skapandi listamaöur né sem túlkandi Ijóöa eöa sónötusmiöur unniö á „einfaldan hátt“, næstum sjálfkrafa eða nær óafvitandi, eins og mörgum hefur hætt viö aö álíta. En þaö segir ef til vill meira en flestir aörir dómar um snilld meistarans með barnssálina. Úr grein eftir Joachim Kaiser í Súddeutsche Zeitung. Sveinn Ásgeirsson þýddi. Gagnstætt pví sem oft hefur verið taliö, átti Schubert góða vini, Þar á meöal von Spaun, sem á pessari skissu eftir Moritz von Schwind situr hjá Schubert við hljóðfær- ið. Á slíkum samkomum í heimahúsum, sem voru algengar í Vínar- borg, átti Schubert góö- ar stundir og naut Þar mikillar hylli. Að ofan: Pennateikning af Schubert eftir Flóka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.