Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Síða 12
Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur VIÐ sitjum í fjöruboröinu undan Tandjung Sari á Bali og sleikjum fjörutíu stiga heitt sólskin og sötrum móttökudrykkinn sem þjónnin Agung bar ’okkur fyrir stundu. Hann er klæddur batik pilsi og blússu og með gulan höfuðbúnað og hefur blóm á bak viö eyrun. Hneigir sig og brosir og það er engu líkara en hann og þeir allir Balar sem við hittum fyrr og síðar í þessari dvöl hafi einmitt veriö að bíða eftir að viö kæmum og þeir fengju tækifæri til að votta okkur fögnuð sinn. Tjandjung Sari — hótelið okkar — er reyndar margar litlar búngalóur meö stráþaki og bambuslofti og hver búngalóa er hálf falin í skóginum. Við hvert fótmál eru styttur af guðunum góðu vættunum og illu vættunum og þeir bera allir blóm á bak við eyrun, því að dagur hver hefst með því að Balar tína blóm af trjánum og færa góðu vættunum til að gleöja þá og illu vættunum til að þeir komist í gott skap og haldi sér á mottunni að minnsta kosti þann daginn. Veitingastofan er að hálfu undir beru lofti og útskornir vættir á súlum til prýöis. Barinn er einnig undir blæ himni blíðum og þar má sitja á fagurlega útskornum stólum og dreypa á hvers kyns drykkjum — sem aö vísu kosta morð fjár — en eru okkur bornir eins og aðrar veitingar sem við séum að gera viökomandi þann greiða mestan að þiggja af þeim þetta lítilræði. í sandinum skammt fyrir ofan fjöru- borðiö eru nokkrir skúrar og þegar stúlkurnar sjá að ókunnir fuglar hafa tyllt niður tá á staðnum er ekki að sökum að spyrja. Berfætt brúnkiædd og brosmild unglingsstúlka kemur og heilsar okkur með handabandi. Hún heitir Sari og hún segir okkur á bjagaöri ensku aö við séum hjartanlega velkomnar og hvaðan við séum og hvort okkur lítist vel á Bali. Viö jánkum þessu öllu og innan tíðar hefur heldur betur fjölgað af kvenfólkinu þarna í kringum okkur og allar vilja þær fá aö vita hvort okkur líöi ábyggilega vel. Þegar öllum þessum kurteisiskveðjum er lokið er svo komið aö erindinu: Þær reka nefnilega þarna í sameiningu batikbúð og hvort megi ekki bjóða okkur að líta inn og kannski kaupa eitthvað: if you take two I give you good price ... Einn morguninn tókum við okkur ferð á hendur um hluta eyjunnar og förum fyrst aö horfa á Barong og Krisdansa. Indónesiskir þjóödansar eru ólíkir öllu sem jaröbundinn Evrópubúi getur gert sér í hugarlund. Þar er hreyfing hver með fingrum eða augnatillit svo þjálfað að árangurinn verður þessi áreynslulausi glæsileiki sem öllum finnst þeir geta leikið eftir. Inntak Barongleiksins er hin eilífa barátta milli góðs og ills. Baronginn er fulltrúi hins góða en skrímsliö Rangda sem jafnan reynir að skjóta sér inn á millum er fulltrúi hins illa. Það er ekki alltaf að Barong tekst að bera sigurorð af Rangda, því að enn verður hinu illa ekki eytt úr veröldinni. En fórn er færð og meö því lýkur leiknum — kannski kemur sá dagur einhvern tíma að hiö góða mun sigra Rangda. Ég man ekki hversu oft við fórum aö horfa á Balidansa og hrifumst jafnmikiö í hvert skipti, fjölbreytileiki þeirra er ótrúlegur og undir er leikið á flautur og hljóölátar bumbur og tréhljóöfærið angklung sem er eins konar pípverk. Sú stemning sem áhorfandi verður gripinn verður ekki lýst svo aö nein mynd sé á, þar verður skynjunin ein og nautnin að ráða. í hverju þorpi á Bali hversu fámennt sem það er eru þrjú musteri til að heiðra guðinn Bragma, Visnu og Shiwa, sem er þó í reynd allt sami guðinn. Bragma er guð sköpunar, Visnu verndunar og Shiwa umbreytingarinnar. Með þessari þrenn- ingu fæst jafnvægið. Og Balar hafa lagað sína Hindutrú á sérdeilis manneskjulegan hátt aö sínu hvunndagslífi, svo að trúin verður þeim endalaus uppspretta fagnað- ar í staö þess að vera annað hvort skylda eða byröi eða í versta falli afskiptaleysi. Takmarkið er að skilja hiö innra sjálf, bera í sér jafnvægi hugans og vera þar með fær um aö meðtaka hvorutveggja þaö góða og hið illa. Fílósófian er fjarskalega einföld: aö taka því sem að höndum ber. Það er lóöið. í þessari skoðurnarferð fórum við auk Skrúðfylking ungra stúlkna ber fórnargjafir til musterisins. Aðalgata í Þorpi á Bali, fremst á myndinni hofin fyrir hinu látnu, efst er „upprunahofið' þess aö skoöa musteri og hlýöa á okkar frábæra leiðsögumann Dalem útskýra trúarbrögð og lífsskoöun Bala — í ýmsa merka staöi, viö skoðuðum vefnaöar- staöi, útskuröarmiöstöövar, málverka- stöövar og viö fórum til Tampaksiring þar sem musteriö hefur veriö reist viö heilaga uppsprettu og þar fyrir ofan á Suharto forseti sér sumarhús og viö snæddum hádegisverö meö útsýni yfir Batúrvatn og til fjallsins Kintamani, sem síöast gaus 1963. Á heimleiðinni vorum viö boðnar í jarðarför í Ubud. Eins og gefur að skilja eru jaröarfarir Bala mesta hatíð eyjar- skeggja enda mikið tilstand og gleöi viðhaft þegar sálin fær loks endanlega að sameinast guði sínum. Þá er byggður gríöarlega hár og íburöarmikill turn og líkið flutt í turninn og síðan bera tugir eða hundruö manna — eftir því hvað viökomandi eftirlifendur hafa haft efni á að byggja stóran turn — hann til sjávar, þar sem kveikt er í turninum meö tilheyrandi seremoníum og öskunni dreift í sjóinn. Við vorum svo fáfróðar að viö skildum ekki gjörla þegar Dalem var að segja okkur aö kannski yröi haldin jaröarför í næstu viku og við værum boðnar aö koma. En í Ijós kom að við dauöa er lík hins látna grafiö í jöröu og síöan er þaö undir efnum og ástæöum komiö hvenær unnt veröur aö grafa þaö upp og efna til jaröarfararinnar. Enda slá fjölskyldur sér stundum saman og halda aðskiljanlegum látnum sameiginlega jarðarför. Balar skiptast í fjórar stéttir og þó er ekki beinlínis stéttaskipting en hins vegar er talið æskilegast að menn giftist innan sinnar stéttar. Þó er það upphefð stúlku að giftast stétt upp fyrir sig, en hins vegar hiö versta mál ef maður tekur niður fyrir sig. Stéttirnar eru til orðnar eftir atvinnu hvers og eins og auövitaö eru prestarnir þeirra æðstir. En hver stétt hefur sínum hlut aö gegna og hver er stoltur af sínu og með réttu telur hver stétt aö ekki verði mannlífi lifað án þeirra allra fjögurra. Dalem segir okkur aö fjörutíu og tveimur dögum pftir fæðingu skuli barn fá nafn. Þá hefur sálin sum sé ákveöiö aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.