Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Side 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Side 18
son, Baldur, sem er búsettur í Reykjavík. Ásta kom tvívegis í heimsókn til Islands, eftir aö hún settist aö í Danmörku, en þaö átti fyrir manni hennar aö liggja aö flytjast alfarinn til fööurlands hennar, eftir aö jarönesku lífi hennar var lokið. Ásta var fædd í Stóra Seli í Reykjavík, dóttir hjónanna Kristínar Magnúsdóttur og Ásmundar Einarssonar, sjómanns. Aage Nielsen-Edwin var löngu orðinn þjóökunnur myndhöggvari í Danmörku, er hann hélt til íslands 1946. Til aö auövelda mér samtaliö viö hinn hógværa listamann fletti ég upþ í Weilbachs Kunstners- leksikon, og þar reyndust honum helgaöir tveir heilir dálkar. Þar eru rakin helztu atriöi listamannsferils hans, unz hann fer til íslands, og skal ég nú grípa hér og þar niður í þeirri upptalningu lesendum til glöggvunar: Á árunum 1912—16 er hann viö nám í Konunglegu Postulínsverksmiöjunni í Kaupmannahöfn og útskrifast þaðan 18 ára gamall. Síöan stundaöi hann nám í nokkur ár í höggmyndalist viö Lista- háskólann í Höfn. Hann hlaut styrki til listnáms frá ýmsum sjóöum í meira en áratug, en til þess hefur hann oröiö aö sýna bæöi hæfileika og afköst í ríkum mæli. Hann tók þátt í sýningum á Charlottenborg frá árinu 1920 og síðan nærfellt á hverju ári til 1944, en einnig átti hann myndir á fjölmörgum sýningum öörum á þessum árum. Verölaun kennd viö Neuhausen hlaut hann 1923, Carlson 1928, Hanne Benzon 1941 og 1943 og v verölaunapening Eckersbergs 1943 (fyrir „Blómastúlkuna"). Upptalning á helztu höggmyndum hans af ýmsum gerðum tekur heilan dálk í uppsláttarritinu. Ýmsar höggmyndir Aage Niel- sen-Edwins eru á opinberum stööum víðsvegar um Danmörku, en hvar eru hinar? Margar eru í geymslu í Kaup- mannahöfn, en hinar eru ófáar, sem eyðilagzt hafa og sumar meö því, aö hann hefur mölvaö þær sjálfur. Menn þurfa ekki að gera neinar höggmyndir fyrir heiminn til aö eiga viö geymsluvandamál aö stríða. Og á vissum augnablikum geta einföld- ustu lausnirnar verið býsna nærtækar. Ég innti hann eftir því eins og flón, hvort honum heföi ekki verið eftirsjá aö mörgum myndum, sem mölvazt heföu á einn eöa annan hátt. Hann sagöi svo hafa verið vissulega, en þaö væri alls ekki alltaf, sem mölvun væri til bölvunar. Hann heföi líka góða reynslu af því, aö listaverk eftir sig væru mölvuö. Eitt sinn á kreppuárunum hafi hann verið svo illa staddur fjárhagslega, aö hann hafi nánast verið bjargarlaus og gengiö um götur örvæntingu nær. En þá hafi það skeö af ástæöum, sem honum voru ókunnar, að vagnhestur fældist í Kaupmannahöfn og linnti ekki látum, fyrr en hann kom aö „Brunni Baldurs" á svo harkalegan hátt, aö hann eyðilagöi listaverk Aage Nielsen- Edwins. Fyrir vikiö fékk listamaöurinn skaöabætur, sem hann gat lifað á í hálft ár. Um stíl Nielsen-Edwins skal ekki fjölyrt hér, en aö sjálfsögöu er hann' háöur fortíðinni. En þótt hann hafi sótt viöfangsefni allt til grísku goðafræðinnar, þá varö hann þó einn hinna fyrstu myndhöggvara í Danmörku til aö sækja myndefni úr hversdagslífinu. Ég spuröi hann um álit hans á afsktrakt list, og svariö var alveg eins og ég bjóst við. Hann heföi aldrei fengiö áhuga á henni, en sín vegna mættu aðrir stunda hana aö vild. Þegar Aage Nielsen-Edwin var hér fyrra sinnið, var hann kennari í teikningu viö Handíðaskóiann, og á þeim tíma geröi hann einnig talsvert af brjóstmyndum. Tvær þeirra geta menn séö í Heilsu- verndarstööinni, af Siguröi Magnússyni, lækni og prófessor, og Magnúsi Péturs- syni, bæjarlækni. Þá geröi hann myndir meöal annars af Olafi Daníelssyni, stæröfræðikennara, Steingrími Jónssyni, rafmagnsstjóra, Önnu Pjeturss, píanóleik- ara, Kjartani Thors, forstjóra og Sigurði Guömundssyni, arkitekt. Áriö 1937 geröi hann mynd af vini sínum, Ásmundi Aage Nielsen-Edwin Myndina tók Pétur Helgason. Aage Nieisen-Edwin á yngri árum. Að neðan: Eiginkona myndhöggvarans. Á meöal vor er enn danskur maöur, sem mjög hefur komiö viö sögu Reykja- víkur frá upphafi og þá sérstaklega á árunum 1786, 1801, 1836 og 1876. Menn kunna aö furöa sig á þessu og eiga einmitt aö gera þaö, en þetta má vissulega til sanns vegar færa. Þaö er gaman aö hitta jafn hressilegan, alúðleg- an og hæverskan mann á hans aldri, því aö þótt útlitiö leyni ekki aldrinum svo mjög, enda ekkert til þess reynt, þá minnir andinn ekki á neina elli og æskufjöri bregöur stundum fyrir í augum hans, þegar hann brosir spaugilega á danska vísu. Það er mér í senn heiður og ánægja aö kynna Aage Nielsen-Edwin fyrir íslenzkum lesendum, en þaö er eitt af mörgu sérstæöu og undarlegu við ævi þessa manns, aö þaö skuli þurfa að kynna hann, þegar hann ætti fyrir löngu aö vera orðinn þjóökunnur. Sem Reykvíkingur er ég í beinni þakkarskuld viö hann og vil gjarna borga upp í hana, en ég geri mér Ijóst og vil, aö aðrir geri þaö líka, aö þaö verður aö fara fljótt yfir langa og mikla sögu, ef eitthvert rúm á að vera fyrir myndir af verkum hans hér í Lesbók. Þaö hefur oft verið sagt, aö þaö væri auðvelt aö veröa frægur á íslandi. En þaö þarf þá líka mikla hógværð og hlédrægni til aö komast hjá því, þegar menn hafa annan eins efnivið til þess og Aage Nielsen-Edwin. Og hann hefur veriö hinn hljóöláti og iöjusami listamaöur, sem hefur efni á því og er óhræddur við aö sýna lítillæti. Þaö er hans aðall. Þetta er að vísu engan veginn fullnægj- andi skýring á því, hvers vegna Aage Nielsen-Edwin er svo lítt þekktur af almenningi og raun ber vitni. Ein af skýringunum er vafalaust fólgin í nafninu sjálfu. Þaö tollir ekki vel í íslenzkum heila. Nöfn veröa hvarvetna aö uppfylla ákveön- ar kröfur til aö geta hlotiö frægö. Þau veröa aö fara vel í munni. Þetta vissu menn eins og þeir, sem tóku sér nöfnin Lenin og Stalín, og heimsins vegna heföi afi Hitlers mátt halda áfram aö heita Schicklbruber. Aage Nielsen-Edwin fæddist í Kaup- mannahöfn 17. júlí 1898 og varö því áttræöur í sumar. Af þessum áttatíu árum telst mér til, aö hann hafi lifað 24 á íslandi, en 56 í Danmörku. Hann var 48 ára gamall, er hann kom fyrst til íslands, 1946, en hvarf aftur til Danmerkur 6 árum síöar, var þar í 8 ár og kom þá hingað enn á ný og ætlar að búa á íslandi þann tíma, sem hann á ólifaðan. Hann er alveg ákveöinn í því. En síðast í sumar skrapp hann til Danmerkur og þaöan til ítalíu, því aö hann hefur löngum haft yndi af ferðalögum, en þaö stafar alls ekki af neinu eiröarleysi. Tengsl Aage Nielsen-Edwins við ísland og íslendinga eiga sér reyndar mun lengri sögu en frá því, er hann kom hingaö fyrst eftir seinni heimsstyrjöldina. Þegar hann stundaöi nám í höggmyndalist viö Listaháskólann í Kaupmannahöfn, kynnt- ist hann nokkrum íslendingum, sem voru honum samtírna í skólanum og í gegnum þá enn öörum. Meðal þeirra var Ásta Valgeröur Ásmundsdóttir, sem var aö læra Ijósmóðurfræði viö Ríkisspítalann. Þau gengu í hjónaband 1921 og bjuggu allan sinn búskap í Kaupmannahöfn, þar sem Ásta lézt 1940. Þau eignuðust einn Um Aage Nielsen-Edwin myndhöggvara, sem oröinn er áttræöur og seztur aö á íslandi eftir langan starfs- feril í Danmörku Eftir Svein Ásgeirsson HÓGVÆRIDANINN ER ORÐINN ÍSLENDINGUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.