Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Blaðsíða 9
lið og nokkrir vinir heima lögöu líka í
púkkið. Þetta gjörbreytti lífi listakon-
unnar. En brátt varö þarna ekki
þverfótaö fyrir myndum og tækjum.
1959 skipti hún yfir í gamalt sveitahús
fyrir sunnan París meö stórri hlööu
fyrir vinnustofu. Það nefndi hún Trölla-
nes eftir bernskuheimilinu á Noröfirði.
Skömmu seinna giftist hún frönskum
listmálara Jean Leduc. Næstu árin var
baslaö við aö borga húsiö og gera þaö
upp, leggja inn rafmagn, hita, baö,
bæta á gluggum og koma upp græn-
metisgaröi, sem Geröur geröi hvar
sem var, enda greri ailt í kringum
hana. En þaö uröu hennar örlög aö
þurfa að ganga í slíkt í hvert skipti sem
hún kom á nýjan stað. Þetta kostaði
mikiö átak og vinnu, en þegar því var
|okiö, var enn hugað aö híbýlaskiptum.
í þetta sinn keypt annaö niöurnítt
bændabýli með hlööu á betri stað, í
Robert Jakobsen. Og þaö mun hafa
veriö á þeim árum aö Austurríkis-
maöurinn Hundertwasser rak á fjörur
okkar. Andlit hans þekkti ég, þegar
hann kom hér, heimsfrægur oröinn, á
listahátíð 1972 — en nú bar hann nýtt
nafn. Góð kona, Gerður, sagöi hann
við mig. Þaö var hægt aö koma til
hennar og þiggja af henni bita, þegar
allt um þraut. Seinna var japanski
myndhöggvarinn frægi Tajiri fylginaut-
ur hennar og félagi um árabil. Og um
daginn, þegar sýningin var í Norræna
húsinu úr listasafni Sonju Hennie og
Ondstad, minnti kunnuglegt nafn Bitr-
ans á mynd mig enn á félaga Gerðar,
sem ég hafði hitt hjá henni. Hann var
einn af „grúppunni“ hennar, sem hún
umgekkst mikiö á sjötta áratugnum.
Þaö voru allt ungir menn á uppleiö.
Geröur eina konan og eini mynd-
höggvarinn í hópnum. Þar voru Frakk-
arnir Enard, Maussion og Bidoalau,
rúmensku flóttamennirnir lonesko og
Damien og svo Bitran frá Tyrklandi.
Þetfa var glaður hópur og mikill hugur
í honum. En svo skildu leiöir.
Leiö Geröar lá út í sveit. Hún var
komin meö mörg, stór verkefni oc
vann gífurlega mikið, m.a. aö kirkju-
gluggum, og fjarlægöist daglegan um-
gang viö kunningjana, utan fáa góða
vini. Er hún fluttist til Suður-Hollands
haföi henni fundist aö hún mundi vera
þar mjög miösvæðis, mitt á milli
Parísar og Vestur-Þýzkalands. En þar
hefur hún gert marga steinda glugga
og kirkjumuni og þar vann hún oft i
samvinnu viö verkstæöi Oidtmans-
bræöra í Linnich. En tafsamt revndist
Steindur gluggi í kirfcju (Þýzkalandi.
Slík verk voru enar þéttur (list Geröar.
Steindur gluggi eftir Geröi (kirkj-
unni í Saurbas A Hvalfjaröarströnd.
Gerður viö vinnu sína. Furöulegt
hvað svo fínleg kona var átakagóö viö
járnstykki og súrefniskúta.
Cheval Mort eöa Dauöa hestinum
vestan viö París. Þetta var skemmti-
legt hús, en erfitt. Og 1969 missti
Gerður enn vinnuaöstööuna, þegar
þau hjónin skildu og varö aö selja
húsiö og skipta búi. Þá tók hún þaö til
bragðs aö flytja til Hollands meö allar
sínar höggmyndir og tól. Keypti þar
bændabýli með stórri hlööu, sem
innangengt var í, í bænum Klein Oirlo.
En hún gat ekki sætt sig viö fjarlægð-
ina frá listaborginni, og tók sig enn
upp og flutti til Parísar í árslok 1972 í
vinnustofu sem hún fékk á leigu
skammt frá fyrri heimkynnum.
Geröur var mjög hlýleg í framkomu
og haföi hýrt bros. Hún haföi gaman af
söng og sprelli í góöra vina hópi og
aðlaöandi framkoma hennar dró fólk
aö henni. Listamenn úr vinahópnum
litu gjarnan inn í vinnustofuna meöan
hún bjó í borginni og hún umgekkst þá
marga. Meðan við bjuggum saman,
kom t.d. oft danski myndhöggvarinn
að fara meö tillögur og verk langar
leiöir í lestum og hún var ákaflega
einmana úti í sveit í gríðarstóru gömlu
húsi, þótt nóg væri aö starfa. Á jólum
sagöist hún t.d. þrífa og elda og setjast
svo ein að jólamatnum. Því lagöi hún
enn land undir fót í árslok 1972 meö
allt hafurtaskið á fiutningatrukki til
Parísar.
Jafnvel þau okkar, sem þekktu
óbilandi viljaþrek Geröar og hörku viö
sjálfa sig, undrumst þaö, hversu miklu
hún hefur komið í verk viö erfiðar
aöstæöur á aðeins 30 ára starfsævi.
Listaverk eftir hana eru í Þýzkalandi,
Frakklandi og íslandi og verk hennar
voru á yfir 50 listsýningum víös vegar.
Hún vildi sýna oftar heima og talaði um
þaö, en flutningar á höggmyndum milli
landa eru ekkert áhlaupaverk og dýrt
spaug. En nú fáum við á Kjarvals-
stööum að sjá nokkuö af því sem
hingað hefur borist.