Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Qupperneq 2
þessu fjölbreytilega og fallega, sem
þarna var aö sjá, mun ég líklega
lengst muna bláu kaffikönnuna, sem
ein heyskaparkonan hélt á lofti í hópi
fólksins, sem var aö drekka engja-
kaffið, bláu kaffikönnuna og bláa
fjallið í baksýn? Kannski hreyföi
þessi sjón viö einhverri blárri
bernskuminningu um engjakaffi
löngu liöins tíma í sveitinni hjá
ömmu.
Sofandi fjölskyldan. Málverk eftir norska málarann Christian Krogh.
Óteljandi eru þær ánægjustundir,
sem ég hef átt á myndlistarsýningum
og söfnum hérlendis og erlendis og
ég dauðöfunda þá listamenn, sem
geta tjáö sig án orða. Oröin eru oft
svo lúin, útjöskuö og snjáö og
langflestir nota alltof mikiö af þeim
— og koma samt ekki orðum aö því,
sem þeir vildu segja. Góö mynd
getur oft sagt mikla sögu eöa veriö
sem orölaust Ijóö. Samt efast ég
ekki um, aö málarar eigi oft í svipuöu
stríöi viö litina og rithöfundar viö orö
og gangi stundum erfiölega aö finna
þá liti, sem í hugum þeirra búa.
Þegar ég geng ut af sýningu eöa
safni, er ég næstum alltaf viss um
hverjar voru beztu myndirnar. En
samt er þaö svo skrýtiö, aö margar
þessar beztu myndir eru gleymdar
fyrr en varir, en kannski hafa ein-
hverjar allt aðrar tekið sér svo fasta
búsetu í hugskotinu, aö þær hverfa
þaðan aldrei meir. Ef til vill eru þetta
ósköp litlar myndir, sem maöur veitti
ekki sérstaka athygli innan um aðrar
stærri og glæsilegri, en listamannin-
um hefur samt tekizt aö túlka í þeim
einhver eilíf sannindi, sem ná frá
hjarta til hjarta.
Þaö eru víst á milli 20 og 30 ár
síðan ég sá sýningu Grétu Björnsson
í gamla Listamannaskálanum. Mig
hálfminnir, að Jón Björnsson, maður
hennar væri líka þátttakandi í þess-
ari sýningu. Eitt er víst, ég man
þarna ekki eftir nokkrum sköpuöum
hlut — utan einni lítilli mynd, sem
mér finnst hafa hangiö lengst til
vinstri á suöurveggnum. Ég held hún
hafi heitiö 17. júní á Ströndum. í
forgrunni var hvítmálað hús meö
fánastöng og íslenzka fánann
strekktan í stormi viö hún, en
bakgrunnurinn og mestur hluti
myndarinnar var hvítfextur, blá-
grænn öldusjór og maöur gat næst-
um fundið nístandi vorkuldann, sem
líklega er jafnalgengur og vorhlýjind-
in hér á landi. Þarna tókst þessari
sænsku tengdadóttur íslands aö
túlka í örfáum dráttum og meö
hnitmiðuðum litum aldagamla frels-
is- og sjálfstæðisþrá þjóöarinnar og
löngun okkar til aö halda þjóöhátíð-
ardaginn hátíölegan úti undir beru
lofti, þó aö oft hafi þaö raunar ekki
veriö hægt vegna veðurs.
Önnur tengdadóttir íslands,
dönsk, Karen Agneta Þórarinsson,
átti á einhverri sýningu, sem ég man
alls ekki hvenær eöa hvar var, mynd,
sem ég gleymi aldrei. Þar sá í bláan
sumarhimin út um gamlan baöstofu-
glugga í djúpri tóft og vindurinn
bæröi grasstráin, sem uxu upp á litlu
rúðurnar. Hver var innan viö þessar
rúður og horföi á sumarið líöa hjá?
Var þaö móöir, sem sat yfir veiku
barni, farlama gamalmenni eöa ein-
hver veikur Ljósvíkingur?
Ég veit ég gleymi aldrei, gulu,
sólbööuöu fjallahnjúkunum hans
Valtýs Péturssonar á Sumarsýning-
unni á Kjarvalsstööum 1979. Þeir
skullu á manni eins og fáránleg
lygasaga um leiö og maður gekk í
salinn. En örfáum vikum seinna sá
ég sjálfa náttúruna fara langt fram úr
listamanninum í ýkjum sínum, þegar
hún yfirlýsti Móskaröshnjúkana og
dró þá fram úr blámóöu rigningar
allt í kring eins og meö sterkri
aðdráttarlinsu.
Á árinu 1980 ber langhæst í huga
mér sýningu Kristínar og Gerðar á
Kjarvalsstööum. Þar var svo margt
fallegt, aö endalaust mætti upp telja.
Samt fann ég ekki uppstillingu Krist-
ínar, sem birtist á forsíðu Lesbókar-
innar í vor og mér finnst eitt þaö allra
fegursta myndljóð, sem ég hef séö.
Ég leitaði aö þessari mynd um alla
Kjarvalsstaöi, en hún var ekki þar.
En hver getur útskýrt þaö, aö af öllu
I fyrstu utanlandsferð minni fyrir
næstum 30 árum fór ég á tvö
málverkasöfn, Rasmus-Meyers-
safniö f Bergen og Konstmuseet í
Gautaborg. Þar hreifst ég mest af
þjóölífsmyndum Chritians Krohgs í
Bergen, af sofandi barni í litla,
kubbslega, rauöa trérúminu, sem
hann notar oftar en einu sinni í
myndum sínum og í Gautaborg man
ég enn, aö Heklufarþegar dáöust af
mynd þess sama Chritians Krohgs af
gamla skipstjóranum, sem breiddi úr
siglingakortunum í hallandi stýris-
húsinu. Samt hefur mynd, sem ég
man ekki í hvoru safninu var, hvaö
hún hét né eftir hvern var, greypt sig
óafmáanlega í huga minn: Maður og
kona, sem standa sitt hvoru megin
viö opnar dyr út í bjarta, norræna
sumarnótt. Þar tókst listamanninum
aö túlka á sterkan og sannfærandi
hátt þessa ótrúlegu næturbirtu norö-
urhjarans, sem íbúar suörænna
landa trúa hreint ekki aö sé til.
í Kunsthistorisches Museum í Vín-
arborg komst ég aldeilis í feitt aö
skoða fjöldamargar sveitalífsmyndir
Brúhgels. Samt man ég ekki eftir
einni fremur en annarri. Aftur á móti
gleymi ég aldrei skelmska glettnis-
brosinu í augum eins engils Rubens,
sem lék sér viö hvítt lamb. Þar tókst
listama.nninum aö festa á léreftið
eilífa kátínu barns, sem viö skulum
vona, aö aldrei líöi undir lok á
þessari stressuöu jörö.
Mér verður stöku sinnum hugsáö
til litlu stúlkunnar á finnsku málverki
í Atenunl-listasafninu í Helsinki. Hún
liggur þar undir sæng á lágum
setbekk í gömlum bæ meö svala-
drykk í viðarkönnu á gólfinu fyrir
framan sig, alein og yfirgefin. Ég
vona, aö henni leiöist ekki mjög
mikið.
í haust „fann “ ég á Þjóölistasafn-
inu í Oslo einn þann mesta dýrgrip,
sem ég hef augum litið lengi: „Bláu
Parísarstúlkuna" eftir Munch. Að
vísu heitir myndin þetta víst ekki, en
hún er máluð í París skömmu fyrir
aldamótin síöustu. Ég hef einu sinni
komiö á hiö veglega Munch-safn í
Oslo, en ég efast um að ég fari
þangað aftur. Ég er ekki meiri bógur
en þaö aö ég treysti mér varla til aö
upplifa alla þá dapurö og sálarkvöl,
sem skín út úr myndum þessa þjáöa
listamanns og nísti mig inn í innstu
sálarkviku. í Þjóðlistasafninu er stór
salur helgaöur verkum Munchs, en
Parísarstúlkan er á yfirlætislausum
staö í hliöarsal. Þetta er lítil mynd,
máluö á viö. í blárri hálfbirtu stendur
grönn, fáklædd stúlka og þvær sér
upp úr vaskafati í fátæklegum lista-
mannahíbýlum uppi á einum hana-
bjálka Parísarborgar um aldamótin.
Kyrrö og friöur fylla myndina og
maöur hefur á tilfinningunni, aö
listamaöurinn hafi veriö hamingju-
samur, þegar hann málaöi hana.
©
I