Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Qupperneq 3
Jóhanna
Kristjónsdóttir
Ööru sinni í Tyrklandi og enn hef ég
ekki farið í tyrkneskt baö. Þaö þykir mér
hin mesta hneisa og ég ákveö aö gera á
bragarbót. Daginn áöur en ég hélt frá
Istanbul aö þessu sinni hef ég upp á
aðalbaöinu í borginni. Þaö er Cagaloglu
Hamami í einu helzta ferðamannahverf-
inu. Þessa gríðarlegu höll reisti Cigale
Sinan Pasa á 16. öld. Síðan var þaö
endurbyggt og opnaö á ný af Múhamm-
eö soldáni fyrsta á átjándu öld. Þessi
baöhöll er í grennd viö Ag. Sophias og
þær verzlanir sem mest eru sóttar af
feröamönnum, aö ógleymdum gamla
Bazarnum. Þarna er opið dag hvern, líka
á sunnudögum. Mér er tjáö í bæklingi
sem ég fann í baöinu, aö þarna hafi
rekiö inn nefið þeir Játvaröur áttundi og
Franz List, en varla hafa þeir þó fengiö
aö koma inn í kvennadeildina, því aö í
tyrknesku baöi eru konur og karlar ekki
saman.
Tyrkneska baöiö á sér aldagamla
hefö og ég hef reynt aö grennslast fyrir
um uppruna þess, en ekki fundiö
endanlegt svar, utan þess aö þaö á sér
firnalanga sögu. Þykir heilsubrunnur
hinn mesti og mér er kunnugt um aö
margir Tyrkir hafa þaö fyrir reglu aö
sækja Jaetta baö aö minnsta kosti
hálfsmánaðarlega. Sjálf haföi ég enga
hugmynd um, hverju þetta væri líkt,
helzt aö mig grunaöi aö þaö væri
eitthvaö í ætt viö finnska gufubaðið, en
þar sköplaöist mér.
Utan frá séö geri ég mér ekki grein
fyrir tign hallarinnar, þetta er hálf
fornfálegt utan frá séö og ég áttaði mig
ekki á aö hvolfþakið sem ég sá skammt
undan væri hluti af þeirri dýrð sem ég
mundi innan stundar stíga inn í.
Ég geng inn í forsalinn og stama upp
erindinu, satt aö segja veit ég ekki
almennilega hvernig ég á aö bera mig
aö. Ábúöarmiklar, dökkbrýnar konur og
digrar utan um sig sitja íforsalnum. Þær
tala ekki ensku, en tekst þó aö vísa mér
á klefa og benda mér á aö ég eigi aö
fækka fötum. Síðan vef ég utan um mig
stæröar handklæöi, smeygi óþægi-
legum tréskóm á fæturna og tölti fram
og horfi á þær spyrjandi. Ein kvenn-
anna, gráhæröur skörungur tók undir
hönd mér og leiddi mig inn í gríöarlegan
sal, þar var allt úr marmara, bekkir
meöfram öllum veggjum, vaskarnir og
súlurnar og fyrir miöju gríöarlega um-
fangsmikil upphækkun einnig úr marm-
ara. Þegar ég lít til lofts verö ég aö
teygja mig aftur til aö sjá — vissulega er
ég þarna komin í höll soldánsins og hef
ekki séö aöra eins dýrö. Hitinn var
ekkert sérlega mikill, notalegur og
þarna bunaði og fossaöi vel volgt vatn
um allt. Enginn var í salarkynnum
þessum utan ég. Konan leiddi mig til
sætis viö einn vegginn, rykkti af mér
handklæðinu, lét mig fá stóra krús og
sýnir mér hvað ég eigi aö gera næst: ég
á aö sitja á bekknum og ausa úr
vaskinum heitu vatni yfir mig. Þetta var
ósköp þægilegt og ágætt og milli þess
sem ég jós yfir mig þessu ágæta vatni
horföi ég hugfangin í kringum mig og sá
fyrir mér þegar soldáninn hefur látiö
þræla og ambáttir baöa sig og konur
sínar á marmarapallinum. Sem ég hef
nú setið þarna góöa stund og ausið af
öllum kröftum, fannst mér aö nú mætti
eitthvað fleira fara aö gerast. Svo aö ég
teygði mig upp á marmarasnagann,
sveipaöi utan um mig handklæöinu og
fikraöi mig gætilega fram aftur til aö fá
frekari leiöbeiningar.
Konurnar sitja frammi og skrafa
hástöfum. Þær rjúka upp þegar ég
birtist og ávíta mig harðlega — á
tyrknesku aö vísu, svo að ég skildi ekki
baun. En mér er snarlega skipað aö fara
aftur inn og halda áfram austrinum. Ég
hlýðnaöist því, ögn ókyrr og eys nú um
hríð. Vatniö er ekki til óþæginda heitt og
ég fann aö þetta var Ijómandi þægilegt.
Ég hef sennilega veriö búinn að sitja
á hvítum marmaranum í einar tíu
mínútur þegar ég sé að inn kemur
bústinn kvenmaöur, hún var klædd
svörtum nærbrókum einum fata. Fyrst
hugsaöi ég meö mér, aö hún sé
auövitaö líka aö fara í baö og viti ekki
betur, náttúrlega á hún aö vera alstríp-
uö. Hún eys yfir sig vatni og skvettir allt
í kringum sig. Svo sé ég aö þetta er ein
þeirra sem sat frammi og gefur mér
bendingu „come" segir hún höstug og
ég er látin leggjast á pallinn og ég er
nudduð hátt og lágt meö grófum
þvottapoka eöa einhverju álíka. Hún
veltir mér óþyrmilega viö öðru hverju og
yfirleitt voru handtök hennar ekki sér-
lega blíöleg og satt aö segja fannst mér
þetta ekkert ofsalega geöslegt aö all-
sber, brjóstamikil og magaslapandi
kvenvera skyldi fara þarna um mig
höndum hátt og lágt og brjóstin dingl-
uöu ofan á mig og maginn hristist til og
frá. En samt fann ég aö nuddiö hafði
góö áhrif og smátt og smátt fann.ég aö
mér haföi tekizt aö slaka vel á. Þegar
hún var búin aö nudda mig kom næsta
dagskipun „stand“ og ég stóö á fætur
og munaöi minnstu ég rynni í öllum
vatnselgnum þarna inni. Síöan var ég
leidd aö næsta vaski, sápuö svoleiðis aö
ég var næstum eins og snjókelling
ásýndum, skoluö, sápuö, hellt yfir mig
vatni svo aö ég stend á öndinni og loks
þvær hún á mér háriö svo rösklega aö
ég hélt aö af myndi höfuðleðrið. Ég
sagöi henni aö ég væri meö hreint hár,
hún hlustaöi ekki á mig og nuddaöi æ
hressilegar. Þegar lokiö var aö skola
mig eftir æðistund hélt ég aö nú væri
þetta búiö. En þá tekur viö meira nudd
og næsta sápun, sem ekki stóö skemur
en fyrri atlagan. Þegar því var lokiö var
ég oröin soöin á fingrum, silfurhringur-
inn minn kolsvartur og mér fannst ég
þyrfti hreint ekki aö fara í baö í dag. Ég
hef aidrei hvorki fyrr né síðar fundið til
jafn mikillar hreinlætis- og vellíöunartil-
finningar. Svo loksins er þetta búiö og
ég svíf fram í sælu og kæti og tíni á mig
spjarirnar. Aö vísu haföi verið sagt aö
maður fengi hressingu á eftir, ég varö
ekki vör viö hana, og hér var heldur
enginn spegill, svo aö ég varö aö greiöa
mér og laga mig til eftir eyranu. En þaö
gerði ekkert til. Aftur á móti fannst mér
þaö óþægilegra aö sú digra sat hjá mér
á meöan ég var aö klæöa mig og
einblíndi á mig. Nú var hún farin aö
brosa „good, good“ sagöi hún nokkrum
sinnum í spurnartón og ég var komin
niöur á sama plan í enskunni og sagöi
good, good og enn betra fannst henni
þetta þegar ég borgaði henni hundraö
lírur auka.
Ég haföi veriö í baöinu í röskan
klukkutíma. Ég vingsaöist út, hreint eins
og ný manneskja. Mætti í dyrunum
tveimur þýzkum píum, sem bersýnilega
voru aö fara í tyrkneskt baö í fyrsta sinn,
þær vissu bersýnilega ekki frekar en ég
stundu áöur hvernig átti aö hegöa sér.
En í næsta skipti sem ég fer í
tyrkneskt baö verö ég væntanlega
heimsmanneskjulegri.
©