Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Síða 8
■- Greinarhöfundur í Wittenberg, hallarkirkjan í baksýn þar sem Lúther hengdi upp mótmælin gegn aflátssölunni í 95 greinum. Þaö er sérstök frostkyrrö, sem ríkir í Erfurt, höfuöborg Thiiringen, þegar lestin þokast inn aö pallinum. Þaö sést vart út um gluggana fyrir myrkri og þokumettuöum kolareyk. Ég berst meö fólksstraumnum út úr lestinni, aldrei er maöur á slíkan hátt einn af fjöldanum sem á brautarstöö á anna- tíma, þar sem allir eru að koma og fara, fólk svo þúsundum skiptir. En þessi brautarstöö er austan járntjalds, um þaö er ekki aö villast, þegar út á götuna er komið og stór plaköt, rauð og hvít, blasa við augum. Þrátt fyrir hinn mikla mannfjölda er sama kyrröin í loftinu, sporvagnaskröltiö er ríkjandi tónlist og sporvagnar eru margir, einkabílar hins vegar héldur sjaldséðir. Tvö af börnum prófastshjónanna eru komin til aö sækja mig; við göngum aö sporvagnamiöstöðinni og förum meö sporvagni áleiðis til prestsetursins þar sem ég mun dveljast næstu dagana. Viö göngum síöasta spölinn heim aö húsinu, þetta er stórt hús, arfur frá betri tíma kirkjunnar í þessu landi. Þaö hefur ekki dregiö út eftirvæntingu minni, þegar ég stíg innfyrir og heilsa frúnni og börnunum, þau eru alls fimm. Prófasturinn er á prestafundi og kemur heim síöar um kvöldið, þ.e.a.s. ef lestarferöir haldast meö eðlilegum hætti í þessu mikla frosti. En hér í anddyrinu streymir hlýjan til mín úr hverju andliti, ég skil, að ég er gesturinn, sem beöiö var eftir og ég finn aö ég er velkominn. Mig haföi lengi langaö til aö heim- sækja prestsetur austan járntjalds og kynnast austur-þýsku kirkjunni af eig- in raun, þegar mér barst loks boö frá starfsbróöur í hinni sögufrægu borg, Erfurt. Aö vísu var mér ekki meö öllu ókunnugt um þaö hlutskipti, sem kirkjan og kristnir menn búa viö í Austur-Þýzkalandi en nú var ég sem sagt kominn inn í þennan áöur fjar- læga veruleika. Hin opinbera afstaöa ríkisins er tjáö meö hugtakinu „trúfrelsi", sú afstaöa byggir á þeirri heimatilbúnu hug- myndafræði, aö trú, ekki sízt kristin trú, tilheyri vanþroskaskeiöi mannsins og því sé skynsamlegast aö bíöa rólega þar til þjóðin kemst af þessu skeiöi og hafnar trúnni af eigin hvöt- um. En raunveruleikinn er ekki svona umburðarlyndur, hvarvetna er vegiö aö kristinni trú, í skólum, fjölmiölun og við ólíkustu tækifæri. Börn, sem eru skírö og fermd eru miskunnarlaust sniögengin og þeir, sem fermast í staö þess aö taka unglingavígslu ríkisins geta sparaö sér alla drauma um vænlega framtíöaratvinnu. Þá er starfsemi kirkjunnar hamlaö á allan hátt, útilokaö er fyrir presta aö sækja ráðstefnur erlendis eöa lesa erlend fræöirit eöa fylgjast meö tímaritum, sem gefin eru út á Vesturlöndum og þannig mætti lengi telja. í stuttu máli býr kirkjan viö bæöi beinar og óbeinar ofsóknir. Samt má ekki gleyma því, aö ýmis teikn um batnandi sambúö ríkis og kirkju má sjá á lofti undanfarin misseri. Allt þetta vissi ég fyrir en ég gat ekki og get ekki enn gert mér í hugarlund, hvernig kristiö fólk í þessu landi getur til lengdar haldiö út slíkt ástand. Þaö segir ef til vill sína sögu, aö tveir lútherskir prestar hafa brennt sig til dauða opinberlega á undanförnum Sr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum Á prestsetri austan járntjalds árum til þess aö vekja athygli fólks innanlands, sem utan, á þeirri skerö- ingu á mannréttindum, sem þjóöin býr viö, ekki sízt hvaö kirkjuna snertir. En er þaö eini eldurinn, sem býr meö austur-þýzku kirkjunni? Er eldur örvæntingar og uppgjafar eina glóðin sem þar er aö finna? Ég komst að því aö svo er ekki, ég komst líka aö því aö sá hugmyndafræðilegi grundvöllur rík- isins, að trúarþörf sé eitthvaö, sem hægt er aö uppræta, stenzt ekki þegar á hólminn er komiö. Einkennilegt er til þess aö hugsa, aö einmitt þessi borg, Erfurt, skuli búa viö slík andleg kjör, slíkt ótrúlegt ófrelsi andans og skort á mannréttindum. Erfurt, þar sem Marteinn Lúther var reyröur í fjötra kaþólsku kirkjunnar á 16. öld. Hér vann hann munksheitiö í Ágústínakirkjunni og klæddist munks- kuflinum, sem hann bar í 19 ár. Og í miöri borginni gnæfir dómkirkjan viö himin, þar tók Lúther prestvígslu. Steinsnar frá húsi prófastsins er klausturklefinn, þar sem Lúther hóf aö hugsa um grundvallaratriöi trúarinnar, um frelsi hins kristna manns og um kaþólsku kirkjuna, spillingu hennar og ómannúölega kúgun. Og ég gat ekki varizt þeirri hugsun, aö enn ríkti hér andi 16. aldar, andi ófrelsis og von- lausrar baráttu einstaklingsins viö ópersónulegan kerfisrisa. Prófasturinn kom heim seint um kvöldiö. Hann var aö koma frá Múl- Frá Wittenberg. Hallarkirkjan og négrenni hennar. ■v ]

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.