Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Page 9
Fylgdarmenn greinarhöfundar í Erfurt.
ýmsu raddir. Mér koma í hug nöfn
fjölmargra þekktra manna, sem hafa
lent upp á kant viö kerfið í þessu landi
vegna þess, aö þaö forðast að fást viö
hinar dýpri spurningar mannsins,
spurningar um von, tilgang, réttlæti,
sekt, spurningar um lífiö og um
dauöann, frelsiö, spurningar um Guö.
Allt spurningar, sem einfaldlega
vakna, hvaö sem öllum kenningum og
áróöri líður. Eitt orð hlaut því aö falla
aftur og aftur, orðið „Sinnfrage"
spurningin um tilgang, þessi spurning,
sem Karl Marx sagði aö skipti engu
máli og þaö ætti helzt ekki aö minnast
á hana. Þess vegna varð ein mest
knýjandi spurning mannlegrar tilvistar
kúguð og kæfð um leiö og hún lét á
sér kræla. Kannski er þaö þessi
spurning, sem hefur rekið ótalda íbúa
þjóöarinnar út í opinn dauöann í
járntjaldinu langa.
Þrátt fyrir bókabanniö er þaö greini-
legt, að hinn almenni leikmaöur í
kirkjunni er vel heima í vestrænum
bókmenntum og þær ganga mann frá
manni, þær fáu, sem tekizt hefur aö
smygla gegnum landamærin. Ég geng
áleiðis að sporvagnastööinni með
sóknarnefndarformanninum og kunn-
ingja hans, sem er einfættur. Þaö er
angurvær kyrrö, sem ríkir yfir þessu
úthverfi í kvöldsvalanum og ef þaö
heföi ekki verið vegna hækjanna,
Martin Lúther (málverk eftir Lucas
Cranach).
hausen, „Thomas Múntzer“, bætti
hann við og brosti lítið eitt, þegar hann
sá, að ég greip ekki strax hina dýpri
merkingu þessa borgarnafns. Múl-
hausen, þar sem foringjar bændaupp-
reisnarinnar voru teknir af lífi 1525 og
meðal þeirra presturinn Thomas
Múntzer, sem var píndur til dauöa
klukkutímum saman á hinn grimmi-
legasta hátt. Nafn hans er nefnt meö
sérstakri lotningu, þaö er stórt nafn
hér austan járntjalds, nafn sem merkir
frelsi, mannréttindi, byltingu. Prófast-
urinn talaöi ekki meir um Thomas
Múntzer, veit, aö orö eru stundum dýr
í þessu landi.
Daginn eftir er mér boöiö á fund í
söfnuöi í úthverfi einu. Umræöuefniö
var þetta: Aö komast á eftirlaun í
iönaöarþjóöfélagi. Þaö kom mér á
óvart hversu einkennileg blanda af
kvíöa og tilhlökkun eftirlaunaaldurinn
er fólki, sem vinnur í stórum verk-
smiöjum. Engu var líkara en gleöin og
tilhlökkunin heföu yfirhöndina, því aö
eftirlaun þýöa lausn frá færibandinu
og frítíma til þess aö gera þaö sem
mann hefur lengi langaö til. En þaö var
einnig rætt um stööu hins kristna
manns í samfélaginu og þá kom þaö
mér á óvart, hversu opinskátt fólkið
talaöi um reynslu sína. „Viö höfum
frelsi líkt og trúöurinn í sirkusnum," er
skýringin, sem mér er fegin. „Þeir
reyna aö taka okkur ekki alvarlega."
Rætt er um börnin og hina margflóknu
erfiöleika sem kristilegu uppeldi fylgir í
þessu samfélagi, en jafnframt var
baráttuviljinn og hin kristna sannfær-
ing greinileg. Kristiö fólk er sér
meövitandi um það að þeirra erfiðleik-
ar eru svipaös eðlis og erfiöleikar allra,
sem lifa í andstööu við þá, sem ráöa í
þessu landi.
„Viö þekkjum okkar hlutverk, þaö er
aö sýna gildi boöskaparins, viö höfum
ekki efni á neinni „skrifborðsguö-
fræöi", við lifum í baráttu við þrotlaus-
an áróöur þar sem trú okkar er rifin
niöur á kerfisbundinn hátt.“ Þannig
heldur kvöldiö áfram, ég hlusta á hinar
heföum viö ekki tekiö eftir forugum
gangstéttunum. Einfætti maöurinn er
tæknifræöingur í stórri verksmiöju.
Við ræðum um hlutverk kirkjunnar,
hann eygir von framtíðarinnar í þessari
stofnun eða öllu heldur hreyfingu, sem
fær alltaf ný og ný verkefni á hverjum
tíma. Alltaf ber henni aö standa við
hlið þeirra, sem eru félagslega kúgað-
ir, ofsóttir eöa misrétti beittir. Ég sé
hann fyrir mér, þegar hann kvaddi
okkur og veifaöi annarri hækjunni og
hvarf inn í óupplýsta götuna, þar sem
hann átti heima, hvarf inn í þokuna og
myrkrið, svo ótrúlega einn, eins og
sprottinn út úr einhverri bóka nóbels-
skáldsins Heinrich Böll.
Sporvagninn liöast eftir löngum
götunum, húsin eru fátækleg, sum aö
því er virðist aö falli komin, en mörg
bera svip fornrar frægöar og betri
tíöar. Á veggjum margra húsa gefur aö
líta gríöarstór áróöursskilirí: „Austur-
Þýzkaland er land æskunnar" les ég á
einu og á ööru: „Viö erum ævinlega
bundin vinum vorum íSovétríkjunum".
Sovétríkin koma fyrir á flestum skilirí-
unum, án þeirra er engin framtíð
hugsanleg og ekki heldur friður eða
frelsi. Og myndir af Lenín og Marx
skortir ekki. Þær minna á helgimyndir
frá liðinni öld. Lenín meö útrétta
hendi. Lenín meö krepptan hnefan,
félagi Lenín, hinn mikli mannvinur og
Úr vistarveru Lúthers og fjölskyldu hans
í Lúthershúsi.
barnavinur og mannkynsfrelsari, er
hvarvetna nálægur. Svona vel skeggj-
aður; ég hugsa dæmiö ósjálfrátt
áfram, hvernig ætli þyrnikóróna hæföi
honum eöa gegnumstungnar hendur?
Og nú rísa kirkjuturnarnir út úr
þokunni, þær standa þarna hlið viö
hliö, dómkirkjan og Severniskirkjan, á
sömu hæöinni í miöri borginni, út frá
þeim hringaöi byggöin sig eins og
gárur á vatni. Þarna eru þær eins og
systur sem sofa þolinmóöar og bíöa
þess aö bjarmi aö nýjum degi. Nokkrir
búöargluggar eru upplýstir í miöborg-
inni, söngur drukkinna unglinga og
verkamanna heyrist viö sporvagna-
stööina, menn í einkennisbúningum
setja svip á götumyndina. Gömul kona
meö körfu í hendinni stendur upp og
fer út úr vagninum og tekur sér stööu
aftur til aö bíöa eftir næsta sporvagni,
sem væntanlega flytur hana heim.
Martin, vinur minn og leiðsögumað-
ur, stakk upp á því aö viö heimsæktum
verkstæöi kirkjunnar í miöborginni.
Þar eru listviögeröarmenn aö störfum,
þeir gera viö steind gler, málverk,
styttur og þar fram eftir götunum.
Þessi vinna vekur áhuga Martins, hann
er jafnvel að hugsa um aö leggja þetta
fyrir sig eftir stúdentsprófið, sem er á
næsta leiti. En Martin er einn af þeim
sem hafa ekki tekið Jugendweihe eöa
unglingavígslu ríkisins og hann gerir
sér fullkomlega grein fyrir þeim erfiö-
leikum, sem munu bíöa hans af þeim
sökum þar sem val framtíðarstarfs er
annars vegar.
Verkstæöin eru rétt viö hina stóru
kirkju Predikaraklaustursins, sem fyrst
og fremst er tengd nafni Meister
Eckharts. Hér geröi Meister Eckhart
garðinn frægan á ofanveröri 13. öld og
öndveröri 14. þegar hann var hér
ábóti. En fyrst og fremst er þaö mýstik
hans eða dulhyggja, sem heldur nafni
hans á lofti. En páfinn, sem þá sat í
Avignon haföi aöra skoðun á kenning-
um Meister Eckharts og sendi for-
dæmingarbréf vegna 26 setninga í
Frh. á bls. 22.