Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Síða 10
Of
mikill
idingur
til að
flytjast
utan
Björn gengur til vopna sinna, en þau eru Nikon myndavél og flugvól af Rockwell-gerö. . .
segir BJORN
viðskiptafræðingur og Ijósmyndari, sem fengið hefur freistandi tilboð frá erlendum aðilum eftir vel
heppnaöa sýningu á myndum frá íslandi í Nikon House í New York. í samtali við Lesbók greinir Björn frá
Ijósmyndaraferli sínum og í næstu opnu eru litmyndir, sem hann hefur tekið.
RÚRIKSSON
Hver er sá maður sem gengur um
með glóðvolgt próf frá Viðskiptafræði-
deild Háskóla íslands uppá vasann,
hampar kandídatsritgerð um stjórnun-
arfræði, flýgur um hálendiö þvert og
endilangt meö stýrið í annarri hendi en
Nikon-myndavélina í hinni og efnir til
sýningar á myndunum í New York? Þeir
geta varla veriö mjög margir, sem þessi
lýsing á við; ætli við ákveðum ekki hér í
upphafi máls, aö hún eigi aðeins^við
Björn Rúriksson.
Verður þá nærtækt að spyrja næst,
hvort eigi sé hann einhamur, maðurinn
sá og heföu einhverntíma þótt sjást
allmörg sverð á lofti hjá þeim er heggur
svo títt. Víst hefur Björn haft nokkur járn
í eldinum, rétt er það og nokkuö telst
það utan viö alfaraleiðina, þegar menn
með önnur eins próf láta sér helzt koma
til hugar aö munda myndavél — með
listrænan ávinning í huga.
Listrænan ávinning og árangur, en
einnig ýmislegt fleira. Ljósmyndin gegn-
ir þvílíku hlutverki í samfélagi okkar, að
erfitt er að marka henni bás. Hún getur
þegar bezt lætur orðið sjálfstætt lista-
verk, en einnig heimild, kennslugagn,
auglýsing, eða frétt. Og kannski getur
hún orðiö þetta allt.
Viö skulum heldur ekki slá því föstu
hér og nú, að Björn muni umfram allt
annað helga sig Ijósmyndun, þótt hann
hafi náð árangri, sem sýnist vel sam-
bærilegur viö þá sæmdarmenn, sem
hafa getiö sér orö á þessu sviöi og látiö
ganga á þrykk bækur og fengið Nóbels-
skáld til aö blása í segliö. Björn getur
ekki svarað þeirri spurningu sjálfur, að
hve miklu leyti hann muni helga sig
þessari eftirlætisiðju sinni. En hann
hefur gert eitt áhlaup; ráðist á garðinn
þar sem hann er hvað hæstur — og náð
fótfestu. Framhaldið er undir honum