Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Síða 14
Langisjór — myndin er tekin úr flugvél. Hér sést til Vatnajökuls og Vonarskarös. Myndin sýnir vel landmótun, en hver einstakur móbergshryggur hefur oröiö til þar sem gosið hefur í sprungu undir jökli. Sprungugos ( þessum sprungusveim hafa þannig varöveizt hvert fyrir sig. Myndin er gott dœmi um þœr myndir Björns, sem talizt geta jaröfrœöilegs eölis. 01 mikill íslendingur til að flytjast utan leyti sérfræðingum eftir að framkalla og stækka, á sama hátt og arkitektinn lætur öörum eftir aö byggja húsiö, sem hann teiknar, ef þaö gæti talizt hliö- stæöa.“ Kannski leikur einhverjum for- vitni á aö vita, hverskonar mynda- vél þú notar. „Ekki er þaö neitt leyndarmál. Ég nota Nikon og tek á Kodachrome 64 og 25. Annað tæki, sem ég nota við myndatökur er flugvél af Rockwell-gerð. Ég hóf aö læra flug 1971; þá kostaöi flugtíminn 600 krónur, en kostar eitt- hvaö um 30 þúsund núna. Haustið 1975 eignaðist ég hlut í flugvél; þaö var Piper Cherokee og einkaflugmannsréttindi á hana fékk ég sumariö eftir. Ég lít samt ekki á mig sem sportflugmann — strax frá upphafi leit ég á flugvélina sem hentugt hjálpartæki viö Ijósmyndun og ég nota hana til aö kynnast betur þessu stórkostlega landi og sumar eftirminni- legustu stundir ævinnar hef ég átt í flugvél — til dæmis yfir Kerlingarfjöllum, Öskju og Vatnajökli.“ — Og þú varst um tíma hjá Cessna-flugvélaverksmiðjunum í Bandaríkjunum? „Já, ég vann þó ekki aö neinu sem snertir flugmál. En þaö er rétt, aö ég vann þar sumariö 1978 og framá vetur aö rannsóknum á mannaflahagfræöi. Þaö starf fékk ég fyrir tilstuölan alþjóö- legra samtaka hagfræöi- og viðskipta- fræöistúdenta, AIESEC. Þessi samtök stuðla aö stúdentaskiptum og tilboöiö frá Cessna var kynnt hór í Háskólanum. Þar var óskað eftir stúdent frá Evrópu og flugpróf sett aö skilyröi, svo ekki komu mjög margir til greina; eitthvaö um 20 umsóknir bárust frá evrópskum háskólum og ég hlaut hnossiö. Á meöan ég var í þessu starfi, fékk ég afnot af flugvélum og flaug þá talsvert. Samt held ég, aö varla hafi nokkurntíma hvarflaö aö mér í alvöru aö gera flugiö aö atvinnu. Cessna-verksmiöjurnar framleiöa fleiri eintök af flugvélum en nokkur önnur flugvélasmiðja og þaö var lær- dómsríkt aö starfa þar. Niðurstöður þaðan notaöi ég síðar aö hluta sem uppistööu í kandidatsritgerö mína frá Háskóla íslands. Hún heitir: Frammi- stööumat — þáttur í markmiðsstjórn- un“. — En þú sagöist núna fljúga flugvél af Rockwell-gerð. Er þaö ekki dýr útgerö?“ „Jú, þaö er dýr útgerö og yröi lítiö úr mér aö standa í því einsamall. Viö erum 9 sem eigum vélina og skiptum þá meö okkur ýmsum fastakostnaöi svo sem skylduskoðunum, sem kosta mikiö. Venjulega flýg ég vélinni sjálfur og tek þá myndir um leið. Þurfi af einhverjum ástæðum aö fljúga lágt, hef ég annan til að fljúga véfinni, stundum einhvern meðeiganda minna. — Þú flýgur sem sagt með „aðra hönd á stýri“ eins og þar stendur. En hvaö um leiðangra á landi? „Enn sem komiö er get ég varla sagt, aö ég hafi fariö í leiöangra á landi til þess eins aö taka myndir. Þaö bíöur betri tíma, enda ætla ég aö helga mig þessu viöfangsefni í einhvern tíma — ekki sízt vegna þeirra tækifæra, sem mér buðust í sambandi viö sýninguna í Nikon House í New York. Aðdragandi þeirrar sýningar var sá, að ég var sem oftar á ferðinni þar vestra og vissi, aö Gunnar Hannesson haföi efnt til sýningar á íslandsmyndum í Nikon House. Ég hitti þá staðarráös- menn aö máli; sýndi þeim myndir frá íslandi og niöurstaöan varö sú, aö ég sýndi þar 50 stækkaöar litmyndir frá 16. september til 4. október nú í haust. Þar aö auki voru sýndar á tjaldi myndir úr íslenzku þjóðlífi og af fólki við störf, — sem andstæöa viö landiö og umhverfiö. Mjög dýrt er að láta ganga þannig frá myndum, aö hægt sé aö sýna á svona staö, en aðstaðan þar er þó ókeypis. Nokkrir skilningsríkir aöilar gerðu mér kleift aö ráöast í þennan undirbúnings- kostnaö meö því að kaupa birtingarrétt mynda — þar á meöal voru Landsbank- inn, Orkustofnun, Álveriö, Kassageröin og Flugleiöir. Einnig bæjarsjóöur og Listasjóöur Seltjarnarness. En annan styrk fékk ég ekki. Öllum þessum aöilum er ég þakklátur. Opnun var meö pompi og pragt og þar var margt frægt fólk, þar á meðal góöur kunningi minn, Tom Prideaux, fyrrum ritstjóri Life. Það er eins þar og annars staðar, að mönnum opnast leiðir vegna persónulegs kunningsskapar og þessi maöur og fleiri áttu þátt í að opna mér möguleika, sem bíöa nú eftir aö ég nýti þá. Meöal þess sem ég get taliö ávinning af sýningunni voru tilboð um að skrifa greinar frá íslandi — og birta myndir meö — í fjórum tímaritum í Bandaríkj- unum. Jafnframt er á umræðustigi, aö forlag í New York gefi út bók um Island eftir mig. Þar yröu bæöi myndir svo og ritað mál. Ég vonast til aö þaö gæti orðiö íslandi gagnlegt á margan hátt.“ Kannski mætti segja, aö í mörgum myndum þínum birtist framar ööru afstaða vísinda- mannsins; þú gaumgæfir sköpun landsins líkt og jarðfræöingur stæöi að verki. — „Þaö má rétt vera. Áhugi minn á jaröfræöi vaknaði þegar ég vann viö leiðsögu og þá var meira aö segja efnt til sérstakra feröa fyrir fólk með áhuga á því sviöi. Þaö varö til þess, aö ég fór á eigin spýtur aö setja mig inní jaröfræöi og þessi jarðfræðiáhugi endurspegiast síðan í Ijósmyndunum; ekki sízt þeim, sem ég tek úr lofti. Þessi kunnátta hefur svo aftur á móti auöveldaö mér aö halda fyrirlestra. Af jaröfræöiáhuganum er þaö einnig sprottiö, aö ég hef staðið í sambandi viö háskólamenn í banda- rískum háskólum og samtals hef ég haldið 40 fyrirlestra þar um ísland." — Áttu von á aö þú flytjist vestur vegna þeirra tilboða, sem þú hefur fengiö?" „Nei, ég á ekki von á því, til þess er ég of mikill íslendingur. En framundan eru þessi greinaskrif um land og þjóö fyrir þessi tímarit og ég ætla aö taka myndir í auknum mæli. Eg ætla mér aö koma upp kerfisbundnu safni Ijósmynda af landinu og taka bæöi úr lofti og af landi. Þær myndir geta oröiö listræns Frh. á bls. 23.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.