Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Side 15
Þrír útlendir söngvar
í íslenzkum búningi eftir Þorstein Gylfason
Otto Julius Bierbaum:
Fröken Hadda Hlíðan
(Fraulein Gigerlette)
Lag eftir Arnold Schönberg
Fröken Hadda Hlíðan bauð mér heim í te.
Velúrkjól sinn víðan bar, hann var sem sé
fannhvítur og fleginn, slagiö flakatrúss.
Biskup mundi feginn
finna hana í eigin persónu innanhúss.
Las mér Ijóðræn kvæði, ó hve létt vort geð!
Deildi á dulræn fræöi sem viö drukkum teö.
Glös frá Biering barmafyllti og bar fram verð.
í gullnum kertabjarma
hún geislaði af sjarma og af sundurgerð.
Það var líkast lygi hversu létt hún sló
„Pour une petite fille“ á sitt píanó.
Allt í einu blæs þar bíll frá BSR.
Úti er ævintýri:
Amor undir stýri.
Meðalsnotur skyldi manna hverr.
Ruggiero Leoncavallo:
Morgunsöngur
(Mattinata)
Lag eftir Ruggiero Leoncavallo
Er morgunn í möttlinum hvíta
hóf mansönginn, sól mín, til þín,
já, hvað þú varst Ijómandi að líta!
Og líttu á hvaö heimurinn skín!
En fífillinn tárast í túni
við tindrandi geislanna dans.
Enn sefur í svanhvítum dúni
hún Sóley mín, leiksystir hans.
Komdu á fætur, fuglarnir kvaka!
Fagnaöu degi og syngdu með mér!
Þá mundi sólin sumarið vaka
sæi hún hve yndisleg stúlkan mín er.
Gabriele d’Annunzio:
Rósamunnur
(A’ vucchella)
Lag eftir Francesco Paolo Tosti
Sjá augun blíð sem brenna
og bros á rósamunni.
Eg bráðna meira og minna
við mýkt vara þinna.
Já, allt ber aö sama brunni.
Ég biö þess, rósamunnur,
sem konur ættu að kunna,
æ, kysstu mig nú, Gunna!
Já komdu ég skal kenna
þér kossa tvenna og þrenna,
já kæra hvort ég nenni!
Mjúkur rauður munnur
er eins og rósarunni.
Ég bráöna meira og minna
við mýkt vara þinna.
Sjá augun blíð sem brenna ...
ég bráðna meira og minna
við mýkt vara þinna.
Gigerlette
(Otto Juliiís Bierbaúm)
Ziomlieh ru*rh. /irrli. h
AIINOLD SCIIOLvNBKHt;
^-.-n3
p /?»
w-rr\ t j: JIh f f r ]
v- t r *-■ p r r c r ■—
* r(, H m ■■ l ■ tnn. Selbst cin Miinrh, icl. wot sh • hc (íi - (Tr-
0 f:* f t|. t PP kf t. ... Ai Hi
• ' - 3
U III I MIIN I Ml 'II l't 1)1 l'lll It'. 1 ..
3CL-10I8
Lnd im Trnl.mil Vie-rcn f..h-ro
(HÖS
m iLf n
'fff Ifftj
J- J—
t—r
m
ééééí j - - r [JT ■i. .
r |i jff.j.,-. r ■■■■K ~f -t ■ '
. iJp ‘r- fnl * lig i=wn.n.i
\ ; =r, r *- i 1 - - rrv p N''- épíN
m
pff iin
s
éé
p-rr
i' — i 3i—4= ,1 - g -. . i' ii
a T"r - 4— r '■■1 í - - P- '
BFI.-I0I8
BFL-1018