Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Page 20
Stefán G. Jökulsson
Sorg
Skógur minn,
nú er fegurð þín fölnuð.
Sölnuð lauf þín
feykjast sem reköld
um svörðinn
og í stingandi kulda
sofa stofnar þínir
naktir.
Afengur ilmur þinn
berst ekki lengur með blænum
og dögg þín í dögun
glitrar ei lengur á hvarmi.
Þú stynur þungan
en vinur ég veit
að líkt og sorgin
grefur gleðinni farveg
muntu í vorþeynum vakna
og vekja í sál minni
fögnuð og frið.
Gunnar E. Sigurðsson
í leikhúsi
lífsins
Englakórinn syngur
silfurtærri röddu.
Söngurinn er helgur
svo heimur öðlast lag.
Daggarperlur glitra
í geislum morgunroða
smástirni er kvíðið
að koma fram í dag.
Sólglamparnir flögra,
feykja jarðarskugga,
geysast fram með stjörnu
er snýst nú allt í vil.
Þá hrífur með sér ljósið
í leifri augabliksins
rökkurtjald er fellur
um fyrstu þáttaskil.
í kjallaranum logar
ljós frá grútartýru
hvar einleikari vafstrar
á veikum klaufafótum.
hendurnar sem lyftast
í lófataki Adams
telja augablikin
og tíminn flettir nótum.
Einu sinni
var bók...
Ég er stödd í bókasafni bæjarins með
börnin mín fjögur. Við ætlum að búa í
Þórshöfn í Færeyjum um nokkurra vikna
skeið.
Úti er rigning og blástur, og heima í
stóru íbúðinni, sem við höfum að láni, er
lítið viö aö vera.
Aðeins hið nauösynlegasta var haft
meðferðis yfir hafið. Leikföng eru fá og
blöð og bækur, sem viö keyptum í
Reykjavík til ferðarinnar eru marglesin.
Nú ætlum viö að eyða góðri stund í
bókasafninu við að lesa og skoða, því
sumir eru enn ekki læsir vegna síns lága
aldurs, og aðrir skilja aöeins sitt móð-
urmál.
Börnin á aldrinum fjögurra til ellefu
ára eru himinlifandi glöö, þegar þau
komast í raun um að hér eru til margar
bækur og blöö, sem þau þekkja aö
heiman.
Það er eins og þau hitti langþráða
vini. Gaman er að horfa á þau, taka eina
bókina af annarri úr hillum og hólfum,
og kætast við.
Þau tala hvert í kapp viö annað. Sjáið
þið, hér er þessi og þessi, mamma, hér
er Andrés önd og Mikki mús til líka.
Alveg eins blöð og heima, segja hin
yngri. Eldri börnin finna fljótlega eitt-
hvað við sitt hæfi.
Aö lokum eru öll systkinin sezt viö
borö í þægilega stóla, hvert meö sína
bók, og gleyma sér fljótt.
Ég tek stefnuna upp á hæöina fyrir
ofan barnabókastofuna, þar sem aörar
bækur eru geymdar. Mikið er úrvaliö og
því meiri vandi aö velja.
Nú er ég í Færeyjum og nú les ég
færeyskar bókmenntir, hugsa ég.
Ég leita — og finn.
í öllu bókaflóðinu held ég allt í einu á
bók, sem ég þekki. Mér ferst eins og
börnunum áðan. Mér finnst ég hafa
fundið eitthvað, sem er mér mikils virði.
Ég sest með bókina en opna hana
ekki. Þarf þess ekki. Aö horfa á
bókarkápuna er nóg.
Ég verð glöö og þakklát fyrir að eiga
minninguna enn, um ógleymanlega bók.
Þessa bók.
Ég var á fjórtánda árinu og bróöir
minn ellefu ára.
Veturinn var langur og dimmur í
sveitinni okkar.
Skólaganga var stutt en við vorum
mikið fyrir bókina, eins og sagt var, og
sífellt vantaöi lesefni. Þær fáu bækur,
sem viö áttum, kunnum viö næstum
utan að.
Svo var það í skammdeginu, að
pabbi fékk lánaðar bækur í bókasafni
sveitarinnar. Þaö var alltaf mikið gleöi-
efni, þegar pabbi eöa stóra systir fengu
lánaðar bækur, en þau voru meðlimir í
Lestrarfélaginu.
Pabbi kom með fáar bækur í þetta
sinn, og lét þau orð falla að vanda, aö
við ættum ekki alltaf að liggja í bókum.
Annars væri þarna ein ný saga, en hún
væri ekkert fyrir okkur, engin barnabók
hélt hann.
Hvort bókin var fyrir okkur eða fyrir
hvern, hugsaði ég ekki um.
Ég las hana í áföngum alltaf þegar ég
sá mér færi á.
Ég las hana aftur og aftur.
Þetta var færeysk skáldsaga, sem
hreif mig meö sér til þessarar frænd-
þjóöar okkar, þangaö sem sagan átti aö
hafa gerst.
Þrátt fyrir það, að ég vissi að sagan
var skáldverk, fannst mér hún það
eðlileg að atburðir hennar gætu verið
raunverulegir.
Bróðir minn var ekki alveg sáttur viö
bókina í fyrstu, enda næstum þrem
árum yngri en ég og sennilega höfum
viö ekki skiliö efni bóka á sama hátt.
Þegar ég fullyrti aö sagan væri góð,
las hann hana líka.
Er viö töluðum saman um efnið eins
og við gerðum oft, þegar við lásum
sömu bækur, komst ég að því að bróöir
kunni mörg samtölin úr þessari sögu og
ennfremur lék hann sögupersónurnar.
Þetta var reyndar vanalegt að bróðir
geröi, meö barnabækur og fleira, sem
hann heyrði sagt.
Sjálf kunni ég ekki samtöl reiprenn-
andi en var betur heima í mannnlýsing-
um og atburðum.
Á meðan skammdegið grúfði yfir
sveitinni undum viö í fámenninu við að
þylja söguna til skiptis, leika úr henni og
lesa hana enn betur.
Okkur fannst við þekkja fólkiö, sem
viö lásum um, rétt eins og þaö væri
búandi á næstu bæjum.
Viö töluðum um þetta fólk og mund-
um öll nöfn þess. Svo niöursokkin
vorum viö í þessa dægrastyttingu, aö
það var eins og aö vakna af draumi,
þegar pabbi sagði dag nokkurn aö nú
ætlaði hann að skila bókunum úr
Lestrarfélaginu. Við vorum búin að hafa
þær alltof lengi og fleiri en viö vildu lesa
þær.
Við bróðir vissum að hér dugðu engin
mótmæli. Við yröum að sjá af bókinni
góðu, og við flettum aðeins í henni að
skilnaöi til að festa okkur enn betur í
minni ýmsa snjallar setningar.
Bókinni var skilað og viö misstum þar
vin. Við hugguðum okkur viö að alltaf
væri hægt aö rifja upp söguna, svo vel
sem við kunnum hana.
En svo undarlegt var þaö aö lengi á
eftir minntist hvorugt okkar á bókina,
eða fór meö neitt úr henni. Önnur
hugðarefni tóku við.
Svo var þaö morgun einn, er ég hafði
veriö nokkra stund á fótum og var að
hjálpa til í eldhúsinu, að bróöir kom
nývaknaöur til aö fá sér morgunhress-
inguna.
Hann hafði dreymt merkilegan
draum.
„Systir,“ sagði hann. „Mig dreymdi að
væri komið framhald af bókinni.
Ný bók um feögana."
„Ný bók um feögana," endurtók ég
og var strax viss um viö hvaöa bók og
feðga hann átti.
„Lastu eitthvað og hvað stóö í
henni?“ spurði ég áhugasöm.
Hann hafði ekkert lesið.
„Þetta er alltaf svona í draumum,"
sagði bróðir.
„Ég man greinilega aö ég hélt á
bókinni og var aö skoða hana, mjög
ánægður. Framan á henni var mynd af
feðgunum og fyrir neðan hana stóð:
Ketill sér grind í austri, og svo var
draumurinn búinn.“
„Þú er kannski berdreyminn. Ef til vill
kemur önnur bók,“ sagði ég í huggun-
arskyni við okkur bæöi. Ég vildi ekki
síöur en hann, aö draumurinn rættist og
við gætum lesiö meira um feðgana.
En draumar rætast ekki alltaf og ekki
þessi draumur hans bróöur míns.
Ég er ein meö hugsun minni og held á
bók.
Skyndilega er friöurinn úti.
Sonur minn á tólfta ári kemur til mín
og segir:
„Mamma, þaö eru margar Ástríks-
bækur til hérna á dönsku. Þær eru ekki
til á íslenzku. Heldurðu að þær verði
ekki þýddar bráðum svo ég geti fengið
þær heima? Þær eru svo ofsalega
spennandi."
Ég horfi á drenginn. Hann er á
svipuöum aldri og bróöir, um þaö leyti
er viö lásum færeysku bókina foröum.
Tímar breytast og menn með, en
sagan endurtekur sig.
„Þessar myndasögur koma fljótlega á
markaðinn heima, vertu viss,“ segi ég.
„Þær eru svo vinsælar og mikiö
keyptar og þær verða þýddar á ís-
lenzku. En sjáöu nú þessa bók. Ég og
frændi þinn í sveitinni lásum hana,
þegar viö vorum krakkar og enn erum
við að bíða eftir framhaldinu."
Ég sýni honum bókina og hann hefir
það aö segja aö svona langar sögur
nenni hann ekki að lesa, í þeim séu
engar myndir og auk þess sé þessi bók
þannig að —
„Já, þessi bók er þannig," gríp ég
fram í, „að þú þarft ekki að segja mér
neitt um hana.“
Síðan geng ég frá henni þar sem ég
tók hana og viö mæögin höldum af staö
niður á viö, til systkinanna þriggja.
Þau eru hin ánægðustu og spyrja
hvort hafi veriö gaman hjá mér líka.
Þaö var gaman hjá mér.
Aö vísu haföi ég ekkert lesið. Ekki svo
mikiö sem opnaö bók.
En ég fann enn betur en áöur hve
auöug ég var, aö eiga svo góða og
skýra minningu um ágæta bók.
Minningu, sem myndi geymast áfram,
ómenguð eins og hún hafði varöveizt
hjá mér í áratugi.
Slík bók þurfti ekkert framhald.