Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Page 21
SKAK
Margeir Pétursson
hverjir séu efnilegustu meistar-
arnir. Á Möltu um daginn var það
kornungur Sovétbúi, hinn 17 ára
gamli Garry Kaeparov, sem at-
hyglin beindist að framar öðrum.
Kasparov er nýjasta tromp Sovét-
manna í skákinni og þeir ætla
honum að koma í stað Karpovs
þegar fram líða stundir. Kasparov
er fæddur í Bakú við Kaspíahaf
árið 1963 og bar fyrst nafnið
Garry Weinstein. Þegar hæfileik-
ar piltsins uppgötvuðust og hann
fór að hefja keppni á erlendum
vettvangi, þótti Weinstein nafnið
ekki nægilega rússneskt og skák-
sambandið eystra skírði piltinn
upp á nýtt og lét hann heita
Kasparov, en því nafni svipar
Hvítt: Kasparov (Sovétr.)
Svart: Marjanovic (Júgóslavíu)
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 -
b6,4. g3 - Bb7, 5. Bg2 - Be7,6.
0-0,0-0, 7. d5!?
(Eftir einvígi þeirra Korchnois
og Polugajevskys um daginn hefur
þessi peðsfórn notið mikilla vin-
sælda. Líklega er hún svörtum þó
ekki eins skeinuhætt og úrslit
margra skáka gefa til kynna.)
exd5, 8. Rh4 — c6, 9. cxd5 —
Rxd5,10. Rf5 - Rc7
(í tólftu einvígisskák sinni við
Polugajevsky lék Korchnoi hér 10
... Bc5? og stóð uppi með hálftap-
að tafl eftir 11. e4 — Re7,12. Rxg7!
— Kxg7, 13. b4 — Bxb4, 14. Dd4+
eign Sovétríkjanna og Búlgaríu í
fimmtu umferð:
Hvítt: Georgiev
Svart: Kasparov
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
a6, 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Dc7
(Algengara er 7 ... Be7 eða
leikur Polugajevskys 7 ... b5) 8.
Df3 - b5,9. 0-0-0V~0.
(Eitt sinn var 9. Bxf6 talið bezt
hér, en eftir 9 ... gxf6 10. e5 —
Bb7, 11. Dh5 — b4, 12. Rxe6 var
Dc8! leikið með góðum árangri í
skák þeirra Wedberg og Novos-
elski á móti í Kladovo í Júgóslavíu
í ár) b4, 10. e5 - Bb7, 11. Rcb5!
- axb5,12. Bxb5+ - Rfd7
Hver verður næsti
heimsmeistari?
Heimsmeistarakeppnin i skák
er nú langt komin og af öllum
þeim sem hófu keppni standa nú
einungis tveir menn eftir, þeir
Viktor Korchnoi, sovézki útlag-
inn, sem nú býr í Sviss, og Robert
Húbner frá V-Þýzkalandi. í ein-
vígi þeirra er Korchnoi talinn
sigurstranglegri, en það er samt
nærri samdóma álit flestra skák-
áhugamanna að hvor þeirra sem
vinni, verði núverandi heims-
meistara, Anatoli Karpov, ekki
velt úr sessi á næsta ári.
Korchnoi hefur þegar tvívegis
att kappi við Karpov og þrátt fyrir
það að hann hafi í bæði skiptin,
fyrst 1974 og svo 1978, tapað
aðeins með einum vinningi var
hann í bæði skiptin langt á eftir
allt þar til undir lok einvígjanna.
Þá byrjaði hann fyrst að vinna
skákir og sló, að því er virtist
Karpov algjörlega við hvað úthald
snerti. Á næsta ári verður Korc-
hnoi hins vegar orðinn 52ja ára,
en Karpov aðeins þrítugur. Þrátt
fyrir einstaka seiglu og baráttu-
vilja Korchnois er því hætt við að
endaspretturinn verði honum ekki
eins drjúgur og í hinum tveimur
einvígjunum.
Frumlegur en rökréttur skák-
stíll Roberts Húbner er tæplega
fullnægjandi vopn gegn skákvél-
inni Karpov, því að stutt er síðan
Húbner gerðist atvinnumaður í
skák og hinum mörgu hjálpar-
kokkum heimsmeistarans ætti
vart að vera skotaskuld úr því að
finna gloppu í byrjanakerfi Þjóð-
verjans. Upp á síðkastið virðist
Húbner þó hafa gert stórátak í því
að lagfæra þennan aðalveikleika
sinn, þ.e. kunnáttuleysi í byrjana-
fræðunum, og ætti eftir nokkur ár
að hafa góða möguleika gegn
Karpov, þ.e. ef tækifærið eftir-
sótta gefst, því að ekki skortir
hann hæfileikana.
Þegar velt er vöngum yfir því
Hver muni hrifsa heimsmeistara-
titilinn úr höndum Karpovs eru
þeir Korchnoi og Húbner því
sjaldan hafðir í huga, heldur er
leitað til mun yngri manna.
Á Ólympíuskákmótum hittist
mikill fjöldi skákmanna og þar
gefst gott tækifæri til að kanna
furðulega mikið til nafns heims-
meistarans.
Eftir að hafa staðið sig fremur
slælega í alþjóðlegum drengja-
mótum, m.a. því sem Jón L.
Árnason vann í Frakklandi 1977,
vann Kasparov öllum á óvart
undanrásir sovézka meistara-
mótsins árið 1978 og varð síðan
um mitt mót í úrslitunum, þá
aðeins 15 ára. Upp á 16 ára afmæli
sitt hélt hann síðan með því að
sigra á geysisterku móti í Banja
Luka í Júgóslavíu í fyrra. Síðan
hefur hver árangur hans verið
öðrum betri og nú í haust var
hann valinn í sovézku Ólympíu-
sveitina, yngstur allra sem sú
upphefð hefur hlotnast.
Forráðamenn sveitarinnar
þurftu ekki að sjá eftir því vali
sínu, því að Kasparov gegndi
lykilhlutverki innan sveitarinnar
og það má telja næstum öruggt að
án hans hefði Sovétmönnum
aldrei tekist að merja sigur á
Ólympíuskákmótinu. Meðan á
mótinu stóð var hann síðan út-
nefndur stórmeistari af FIDE og
er í dag langyngstur þeirra sem
þann titil bera.
Stíll Kasparovs minnir að
mörgu leyti á Fischer. Fátt eða
ekkert nýtt í byrjanafræðinni fer
fram hjá honum og þrátt fyrir
ungan aldur hefur hann samt lagt
mikið af mörkum til hennar sjálf-
ur. Sjálfstraust hefur hann mikið,
enda er hann óhræddur við að
beita hvössustu afbrigðunum á
hverjum tíma, svo sem Fischer
forðum.
Á Ólympíuskákmótinu á Möltu
var Kasparov hvíldur í fyrstu
umferð enda varamaður. Eftir
slakan árangur sovézku sveitar-
innar gegn Venezúela var honum
hins vegar gefið tækifæri og
skákir sínar við Grikkja og Aust-
urríkismenn vann hann að því er
virtist án nokkurrar fyrirhafnar.
Hann tryggði síðan sess sinn í
sveitinni í fjórðu umferð mótsins,
en þá tefldu Rússar við Júgóslava.
Var hann þá sá eini sem vann sína
skák. Á sama tíma og félagar hans
í sveitinni voru að semja stór-
meistarajafntefli við Júgóslavana
var hann að taka á móti uppgjöf
andstæðings síns sem þó var
stórmeistari:
— f6, 15. Dxb4. Þess má geta að
síðar á Ólympíumótinu kom þessi
staða upp í skák Polugajevskys,
sem hafði hvítt, og Michael Stean,
aðstoðarmanns Korchnois. Fram-
haldið þar var: 10 ... Rf6,11. e4 —
d5, 12. Rc3 — dxe4, 13. Bg5 — h6
14. Bxh6 - gxh6, 15. Dcl - Bc8,
16. Rxh6+ - Kh8, 17. Hdl og
hvítur hafði sóknarfæri fyrir
manninn. Skákinni lauk síðar með
jafntefli.)
11. Rc3 - d5, 12. e4 - Bf6, 13.
exd5 — cxd5,14. Bf4 — Rba6,15.
Hel - Dd7? (Hér kom 15 ... Rc5!
sterklega til greina, því ef hvítur
tekur peðið aftur hefur svarti
tekist að létta verulega á stöðu
sinni. Nú veldur aftur á móti
þessi óheppileg drottningarstað-
setning svarti þungum búsifjum)
16. Bh3! - Kh8, 17. Re4! -
Bxb2,18. Rg5!
(Þessi staða er nánast ótrúleg. í
aðeins 18 leikjum hefur hvíti
tekist að staðsetja alla léttu menn
sína beint fyrir framan svörtu
kóngsstöðuna)
Dc6
(Leikið til þess að geta svarað
aðalhótun hvíts, 19. Dh5 með Dg6)
19. Re7 - Df6, 20. Rxh7! - Dd4,
21. Dh5 - g6, 22. Dh4 - Bxal,
23. Rf6+ og svartur gafst upp.
Eftir 23 ... Kg7 er 24. Rf5+
fljótvirkast.
6. Bg5 gegn Najdorf afbrigðinu
hefur jafnan verið mikið teflt í
Búlgaríu, og Kasparov réðst því
ekki á garðinn þar sem hann var
lægstur er hann beitti Najdorf
afbrigðinu gegn Georgiev í viður-
13. Rxe6! - fxe6,14. Dh3 - Kf7,
15. f5!
(Það er orðið ljóst að Kasparov
hefur lent inni í banvænu heima-
bruggi. 15. .. Rxe5 er nú svarað
með 16. fxe6+ — Kg8,17. e7! og 15
... Hxa2 einfaldlega með 16. fxe6+
— Kg8,17. exd7. Hann reynir því í
örvæntingu að ná gagnsókn:)
Be4,16. Íxe6+ - Kg8,17. Db3!
(Nytsamur leikur. Hvítur valdar
ekki aðeins mát á c2 heldur hótar
máti um leið!)
Bxc2
(Eina vonin, því 17 ... Rc5 má
svara með 18. Dc4 — d5,19. e7!)
18. Dxc2 — Dxc2+, 19. Kxc2 —
Rxe5, 20. e7 — Bxe7
(Hér átti undarlegt atvik sér
stað. Kasparov taldi Georgiev
hafa snert bæði peðið á d6 og
biskupinn á el um leið og krafðist
þess að hann dræpi peðið á d6 með
hrók. Ekki var skorið úr um það
hvort Búlgarinn hefði í raun snert
báða mennina, en hann átti hvort
eð var rétt á að velja annan
leikinn af þessum tveimur og þar
sem 21. Hxd6 er auðvitað út í hött
kom auðvitað ekki annað til
greina en hann fengi að leika
hinum leiknum. Þar með fauk
síðasta von Kasparovs út í veður
og vind.)
21. Bxe7 - Rbc6, 22. Bxd6 -
Ha5, 23. Hd5 - Hxb5, 24. Hxb5
- Rd4+, 25. Kbl - Rxb5, 26.
Bxe5 - Kf7, 27. Hcl - Ke6, 28.
Hc5 — Rd6, 29. Kc2 og Georgiev
vann auðveldlega.
Þetta þýddi það að Rússar urðu
að sætta sig við 2:2 jafntefli við
Búlgara, en Kasparov var samt
gefinn kostur á að bæta fyrir tapið
í næstu umferð. Hætt er við að 7
... Dc7 gegn þessu afbrigði Naj-
dorf afbrigðisins sjáist ekki aftur
á næstunni eftir þessa glæsilegu
skák.
Næstu skák sína vann Kasparov
af ótrúlegum léttleika:
Hvítt: Kasparov (Sovétr.)
Svart: Ligterink (Hollandi)
Drottningarindversk vörn
I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6,3. Rf3 -
b6,4. g3 - Bb7, 5. Bg2 - Be7, 6.
Rc3 Kasparov hefur greinilega
ekki haft áhuga á að sjá endurbót
Hollendingsins á skákinni við
Marjanovic)
Re4, 7. Bd2 - Bf6, 8. 0-0 -
0—0,9. Hcl — c5,10. d5 — exd5,
II. cxd5 — Rxd2 (Eftir 11 ...
Rxc3, 12. Bxc3 — d6, 13. a4 hefur
hvítur einnig þægilegri
stöðu.)Rxd2.13. Rde4!
(Walter Browne lék hér 13. a3
gegn Grúnfeld á Lone-Pine mót-
inu í fyrra, vafalaust með þeirri
hugmynd að leika síðar b4. Kasp-
arov hefur einnig b4 í huga, en
útfærsla hans er miklu hvassari)
He8?
(Svartur hefur ekki tíma fyrir
þennan eðlilega leik, svo sem
kemur síðar í ljós. Hann varð
þegar að hefjast handa með að
þróa drottningarvæng sinn og
leika 13 ... a6 eða 13 ... Ra6)
14. Dd2 - a6
( Nú var 14 ... Ra6 ekki
mögulegt vegna 15. Rb5! — Be7,
16. Df4)
15. b4!
Mjög öflugur leikur. Ef 15 ...
cxb4 þá 16. Rxf6+ — Dxf6, 17. Re4
og síðan 18. Dxb4. Eða 15 ... Bxc3,
16. Dxc3 — Bxd5, 17. Rxd6! —
Dxd6,18. Hfdl)
Be7,16. bxc5 — bxc5,17. Df4!
(Kemur í veg fyrir að svartur
nái að koma mönnum sínum á
drottningarvæng í spilið. Aftur
hefur Kasparov tekist að snúa á
reyndan andstæðing þegar í upp-
hafi skákar)
Dc7, 18. Ra4 - Da5, 19. Hbl -
Bxd5, 20. Rb6 — Bxe4, 21. Bxe4
- Ha7,
22. Rc8! (Smiðshöggið. 22 ... Hxc8
gengur auðvitað ekki vegna 23.
Df5)
Rc6, 23. Rxa7 — Rxa7,24. Bd5 og
svartur gafst upp. Auk þess sem
hann er skiptamun undir,- hefur
hvítur öll járn í hendi sér eftir 24
... Hf8, 25. Hb7 - Rc8, 26. Hfbl.
Kasparov tefldi alls 12 skákir á
Ólympíumótinu og hlaut úr þeim
9‘A vinning, eða tæp 80%. Til
gamans má geta þess að núver-
andi heimsmeistari, Anatoly Kar-
pov, tók fyrst þátt í Ólympíumóti
árið 1972 í Skopje. Þá vann hann
tólf skákir, gerði tvö jafntefli og
tapaði einni, og hlaut því 13
vinninga úr 15 skákum sem jafn-
gildir 86,7%. Tæpum þremur ár-
um síðar var hann orðinn heims-
meistari. Kasparov hefur fjögur
ár fram til ársins 1984, en þá fer
næsta einvígi um heimsmeistara-
titilinn fram. Miðað við framfarir
hans síðustu tvö árin ætti slíkt
einvígi ekki að vera mjög fjarlægt
markmið.