Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Qupperneq 5
Leiru, en var aö mestu farinn aftur af firðinum 14. s.m. í Norðfirði lá gaddur á túnum fram yfir messur, og 23. júlí var snjór ennþá á túni í Hóli i Þor- geirsfiröi, en úr því kom góð grastíð og spruttu harðvellir og tún víða í meðallagi, en mýrar voru snöggar." „Á Suðurlandi var eftir nýár köld veðrátta, snjór hafði fallið talsverður til sveita og blotar spillt, svo víöa um sveitir urðu jarðleysur. 5. mars var eitthvert hið mesta norðanveður, er kom- ið hafði á Suðurlandi í mörg ár með frosthörku og blindbyl. Þegar birti upp 7. s.m. var snjór svo ísi þakinn, aö menn vissu eigi dæmi til slíks síðan 1807; ísinn lá langt út fyrir allar eyjar og upp á Kjalarnes, yfir Skerja- fjörð, Hafnarfjörð og langt á sjó út, suður og vestur fyrir Keilis- nes. Hvalfjörður var allur lagð- ur og var gengið frá Hrafna- björgum í Hvammsvík og frá Reykjavík til Engeyjar og Við- eyjar, en bátar voru settir á ís- um frá Þyrli og út í Hvammsvík, flestir eða allir firðir við Breiða- fjörð voru svo þaktir lagísum, að þá mátti bæði ganga og ríða. Af Skutulsfjaröareyri var riðið og gengið um páska inn allt ísa- fjarðardjúp og fyrir framan alla firði og inn á Langadals- strönd ...“ Næsti áratugur (1870—1880) var bærilegur, ef veturinn 1873 til 1874 er undanskilinn, eh hann var afleitur. Áratugnum lauk með öndvegisárinu 1880, sem kemur fram hér sem mikill tindur í línuritinu. Níundi áratugur 19. aldar Þá er komið að hinum afleita 9. áratug síðustu aldar. Árin 1883 og 1884 eru skást, ásamt 1889, en öll hin árin eru vond og hreint afleitt að varla skuli vera nokkurt lát á. Þarna fer meðal- hitinn í Stykkishólmi lægst árið september 1880 til ágúst 1881, 0,1 stig. Ef við berum „harðinda- árið“ 1979 saman við þessi ár sést að þessi harðindi 19. aldar, bæði á 7. og 9. áratugnum eru öll önnur og verri en við höfum kynnst nú, a.m.k. enn sem komið er. Hin gífurlega sveifla milli ár- anna 1880 og 1881 gaf þeirri trú byr undir báða vængi að „það hefndi sín fyrir blíðuna" og víst er að áratugum saman eftir þetta voru ýmsir ekki í rónni ef mikil og langvinn blíðviðri gerði. Mikill órói var t.d. í mörg- um síðla vetrar 1883. Þessi vetur var óvenju veðragóður um nær allt land og þóttust menn vissir um að vorið yrði afleitt. Svo varð þó ekki í það sinn og víst er að þessi trú á mjög litla stoð í raunveruleikanum, ekki nema hvað að ef veður er óvenju gott, hlýtur að sjálfsögðu að koma að því að það versni eitthvað. Um 1890 komu nokkur góð ár og síðan harðindaárið 1892, sem er einn djúpi dalurinn enn. Hitafar kringum aldamótin En á síðasta áratug aldarinn- ar breyttist tíðarfarið mikið til batnaðar og mjög litlar sveiflur Línuritið er byggt á hitamælingum í Stykkishólmi síöan 1845 og gefur góöa hugmynd um ríkjandi tíðarfar síðan. Samkvæmt þvi ríkir fremur saklaust millibilsástand með þeirri undan- tekningu, sem áriö 1979 er, en mjög er sá öldudalur lítílfjörlegur hjá mestu kuldaskeiðunum, 1859,1866,1881,1893 og 1918. Samkvæmt þessu hefur orðið heitast 1847 og 1929. ísafjaröarkaupstaður, að líkindum 1868. Hér er hafíshrafl á Skutulsfiröi og segir sína sögu um tíöarfarið. voru í hitafari allt fram yfir aldamót. Þá vaxa sveiflurnar aftur og skiptust á slæm ár svip- uð árunum 1979 og 1981 og góð, svipuð árinu 1980. Sveiflurnar eru þó aðeins öðruvísi en verið hefur nú upp á síðkastið. Á þessu árabili þarna í upphafi aldarinnar liðu gjarnan 3 til 5 ár milli hámarka og lágmarka, en nú síðasta áratuginn eða svo, hafa gjarnan skipst á hlý ár og öllu kaldari, sveiflan verið í kringum 2 ár. Árin 1917 til 1920 verða að teljast slæm eða jafnvel afleit sérstaklega veturinn frægi 1917 til 1918. Hlýindaskeiðið mikla Eins og alþekkt er fór veður- far hlýnandi um og upp úr 1920. Þetta gerðist um nærri allt norðurhvel jarðar. Leggið nú lófann yfir hægri hluta línurits- ins, þannig að hann þeki t.d. allt eftir 1925. Strax sést að lítill munur er á línuritinu fyrir og eftir 1920. Ef þetta línurit hefði þannig verið gert t.d. árið 1927, hefðu ekki sést nokkur merki um þáttaskil árið 1920, eins og gjarnan er haldið fram. Hlýind- in skiluðu sér þannig ekki al- mennilega hérlendis fyrr en eft- ir 1925 og jafnvel ekki fyrr en 1928, en þá koma líka loks alveg einstök ár. Þó verður að benda á á að harðir vetur eru óþekktir eftir 1920. Þetta hlýindaskeið stóð allt til 1965. Athyglisvert er þó hversu hlýindagusurnar eru öflugri á fyrri hluta tímabilsins eða fram undir 1947 til ’48. Nokkur til- tölulega svöl ár komu um 1950, en þau hefðu öll talist góð á síð- ustu öld og verða að teljast all- sæmileg ef litið er á tímabilið í heild. Aftur um hitafar síðustu ára Ef við lítum á kuldaskeiðið 1965 til 1971 sjáum við að kuld- arnir þá voru ekki miklir miðað við það sem hægt er að búast við. Hitinn var hins vegar all- neðarlega nokkuð lengi, fór ekki upp fyrir meðallag í sex ár (hér er átt við meðaltal allra áranna 1846 til 1980). Hitafarið frá 1965 hefur þannig einkennst af einskonar millibilsástandi og minnir að ýmsu leyti mjög á hitafar síð- ustu ára 19. aldar og fyrstu rúma tvo áratugi þessarar. Eng- inn getur sagt fyrir um hvenær þessu millibilsástandi lýkur. Veðurfar hefur farið hlýnandi hin síðustu ár á norðúrhveli jarðar, en ekki er vitað hvort það er tímabundið ástand eða ekki. Ef þessi hlýindi haldast, má telja óhjákvæmilegt að við njótum góðs af fyrr eða síðar. Ef hlýindin eru hins vegar aðeins tímabundin tel ég að innan fárra ára komi einn vetur svipaður vetrunum 1917 til ’18, 1891 til ’92 eða 1873 til ’74, en vetur eins og 1858 til ’59,1865 til ’66 eða 1880 til 81 séu heldur ólíklegri. Aldrei er þó hægt að útiloka að hitafar hrökkvi aftur í það afleita far sem það lenti í á 7. og 9. áratug síðustu aldar. Eg mun vonandi koma í verk innan tíðar að skrifa svipaðan pistil um fleiri þætti veðurfars- ins. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.