Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Qupperneq 6
Isa Trolle Fórnardýr harmleiksins í Jalta Churchill, Roosevelt og Stalin á Jalta-ráöstefnunni. Hinn 6. marz sl. var afhjúpað minnismerki á Thurloe Square fyrir framan Victoríu og Albertssafnið í London. Það ber áletrun, sem á íslenzku gæti hljóðað svo: „Þessi minnisvarði er reistur hér af þingmönnum úr öllum flokkum í brezka þinginu og öör- um til minningar um þær þúsundir saklausra manna, kvenna og barna frá Sovétrikjunum og öör- um löndum Austur-Evrópu, sem hinar kommúnísku ríkisstjórnir létu fangelsa og drepa, eftir aö þær höföu verið sendar heim aö lokinni siöari heimsstyrjöldinni." Sá, sem nemur staðar og tek- ur sér tíma til að lesa áletrun- ina, mun gera sér ljóst, að eitthvað óhugnanlegt hafi gerzt. En hvað var það í raun og veru? Orðalagið er svo óljóst, að sá, sem ekkert veit fyrir, heldur burtu iitlu nær. Það hefur einn- ig verið gagnrýnt, og sumir hafa viljað, að hinir ábyrgu yrðu nefndir með nafni á minnisvarð- anum. Það er þó til of mikils ætlazt, en orðalagið hefði vel getað verið nákvæmara. Þarna stendur ekkert um, að það var um meira en hálfa þriðju milljón manna að ræða, sem nauðugar voru framseldar fjandsamlegum stjórnvöldum. Að þúsundir þeirra voru skotnar þegar í stað, en hinir fluttir í gripavögnum í þrælabúðir í Síb- eríu. Þarna er ekki heldur sagt neitt um hinn smánarlega hlut, sem ríkisstjórnir Bandaríkj- anna og þá sérstaklega Bret- lands áttu að gerð þessa samn- ings, sem kvað á um örlög þessa fólks, og kenndur hefur verið við Jalta. Sannleikurinn um heimflutn- inginn var lengi huiinn nær öll- um nema hinum fáu, sem bein- línis voru bendlaðir við málið (ogýmsum rússneskum útlögum i Bandaríkjunum). En upp úr 1970 var farið að skrifa um mál- ið í ensk blöð, og 1974 og 1977 komu út tvær mjög ítarlegar bækur um það byggðar á skjal- festum sönnunum: „The Last Secret“ (Síðasta leyndarmálið) eftir Nicholas Bethell og „Victims of Yalta" (Fórnardýr Jalta) eftir Nikolai Tolstoy. Þrátt fyrir útkomu þessara bóka virðist almenningur alls ekki hafa gefið þessu máli nægi- legan gaum. En afhjúpun minn- isvarðans í London ætti að hvetja menn tii að kynna sér málið nánar, ekki aðeins hvað varðar glæpi sósíalismans, held- ur öllu fremur samábyrgð lýð- ræðisríkjanna, því að þau kusu auðveldustu og þægilegustu leið- ina — að látast ekki vita. Við lok síðari heimsstyrjald- arinnar voru í Vestur-Evrópu milljónir fanga af rússnesku og austur-evrópsku þjóðerni og meðal þeirra hinn gífurlegi fjöldi stríðsfanga, sem Þjóðverj- ar tóku í upphafi innrásarinnar í Rússland 1941—42. Þá voru þar einnig þúsundir óbreyttra borgara, sem höfðu orðið að vinna nauðungarvinnu í Todt- fylkingunni, hermenn úr her Vlassovs og yfir 50.000 kósakk- ar, sem ásamt fjölskyldum sín- um leituðu á náðir Englendinga í Austurríki. Það kom á daginn, að flest af þessu fólki óskaði ekki eftir því að snúa aftur til Sovétríkjanna eða til landa, sem þá voru komin undir yfirráð þeirra. Flestir her- mannanna í her Vlassovs og kósakkarnir höfðu að vísu geng- ið í lið með Þjóðverjum — ekki af hrifningu á nazismanum, heldur af því að þeir hötuðu kommúnismann svo afskaplega. Þeir gáfust upp fyrir Englend- ingum og Bandaríkjamönnum án þess að vita, að örlög þeirra væru þegar ráðin. I október 1944 lofaði Anthony Eden Stalín því án þess að hreyfa andmælum að senda til baka alla þegna hans, hvort sem þeir vildu eða ekki. Meðal hinna 50.000 kósakka, sem mest hötuðust við sovézk yfirvöld, voru menn, sem ekki voru einu sinni sovézkir borgar- ar — þeir höfðu verið útlagar heila kynslóð og aldrei viljað neitt af Sovétríkjunum vita. Það var ekki einu sinni skylt að senda þá heim samkvæmt Jaita-samningnum. En þó var það gert. Meira en helmingur þeirra lét lífið. Það er dapurlegt að lesa um framkomu Edens. Árið 1945 sagði hann: „ — we don’t want these people ... we can’t afford to be sentimental about it.“ (Við kærum okkur ekki um þetta fólk ... við getum ekki leyft okkur viðkvæmni í þessu sambandi.) En þegar hann var spurður í blaðaviðtali 1973 um þessi mál vegna aukinna umræðna um heimsendingu fanganna, svaraði hann: „I really can’t remember." (Eg man þetta ekki svo gjörla.) Að þetta allt skyldi geta gerzt, byggist á því, að þá var enn í gildi samkomulag milli ríkis- stjórna Vesturveldanna og blað- anna, um að þau birtu aðeins það, sem stjórnvöld kærðu sig um. Og ríkisstjórnin vildi ekki, að sannleikurinn um heimsend- ingu fanganna vitnaðist. Því að eins og Eden hafði sagt: „ — we don’t want these people." Hermönnum Vesturveldanna, sem urðu að taka þátt í fram- kvæmdinni, þótti hörmulegt að þurfa að hlýða skipunum í þessu tilfelli og bregðast þeim, sem höfðu sýnt þeim traust. Þeir vissu ekki, hvað ríkisleiðtogarn- ir höfðu komið sér saman um, en þeir þekktu rússnesku fangana og fundu til með þeim í neyð þeirra. Það voru þeir — en ekki leiðtogarnir og stjórnarerind- rekarnir — sem urðu að horfa upp á skelfingu fólksins og ör- væntingarúrræði svo sem sjálfsmorð. Þeir urðu að leggja hendur á prestana, sem gengu á móti þeim með kross á lofti, og kasta þeim, konum og börnum upp í flutningabíla. Það voru þeir, hermennirnir, sem mótmæltu. Fyrrverandi majór segir nú, að hefðu þeir ekki verið nýbúnir að heyja langt og grimmilegt stríð, hefðu margar sveitir gert uppreisn — fremur en að inna af hendi þessa nauðungarflutninga. En almenningur fékk ekkert að vita. í meira en þrjú ár hafði stríðsáróðurinn gert Sovétmenn að hinum miklu hetjum í barátt- unni við nazismann, og hinn kynlega „Uncle Joe“ — dýrkun á Stalín hafði náð að gera hann að viðfelldnum afa. Hans orðum mætti treysta. Enginn skyldi ef- ast um það, að Vesturveldin og Sovétríkin hefðu sama markmið í þessari baráttu. Og það er í þessari voðalegu vanþekkingu á lífi fólks, sem býr við sósíalisma, sem skýringanna er að leita á því, hvernig þetta gat átt sér stað. Minnisvarðinn í London öðlast enn víðtækari táknræna merkingu fyrir það, að staðreyndin er sú, að hin sama fávizka er við lýði og blómstrar og dafnar — þótt ekki sé lengur meðal þeirra, sem ábyrgð báru á hinum miklu mannfórnum. Sumir hafa lært af mistökum fortíðarinnar, og það var persónulegum afskipt- um Margrétar Thatcher að þakka, að minnisvarðanum var valinn staður í hjarta Lundúna- borgar, en ekki á minna áber- andi svæði. Frásagnir Bethells og Tolst- oys af heimsendingu fanganna og skjalfestar upplýsingar þeirra sýna, að harmleikur þessi er slíkur, bæði hvað varðar þjáningar og mannfjölda, að eðlilegt er, að menn líki þessum aðförum við meðferð nazista á Gyðingum. Þær leiða einnig í ljós, hversu langt fávizka og kæruleysi (sem eru tvær hliðar á sama máli) geta leitt jafnvel ríki, sem búa við lýðræði. Ekki er úr vegi að minna hér á það, sem sænski utanríkisráðherr- ann, Östen Undén, sagði í um- ræðunum um heimsendingu Baltanna frá Svíþjóð 1945, — að það væri móðgun að líta ekki á Sovétríkin sem réttarríki. Þess vegna þarf að kynna al- menningi rækilega efni þessara bóka, og þeim, sem ensku kunna, ber skylda til að lesa þær. Ekki sízt á það við um alla þá, sem ósmeykir aðhyllast nú kjarnorkuvopnalaus svæði og einhliða afvopnun vestrænna ríkja, af því að þeir telja, að allt- of mikið sé gert úr hættunni, sem stafi af árásarfyrirætlun- um Sovétríkjanna — hún sé nánast búin til. í þessum bókum fá þeir tækifæri til að skilja sjálft eðli þess kerfis, sem er langtum meiri ógn við friðinn en öll kjarnorkuvopn. Við megum aldrei gleyma, að það er nákvæmlega sama kerfi, sem er við lýði í Sovétríkjunum nú og þá, þegar þetta átti sér stað. — gvá — úr „Farmand“ Brosandi fjöldamorðingi. Hin kynlega „Uncle Joe“-dýrkun á Enginn veit, hve mikill sá fjöldi ver, sem rekinn var austur á Stalín haföi náö að gera Itann aö viðfelldnum afa. Hans orðum bóginn eftir stríðiö og endaði aevina í þrsslabúðum og öðrum mætti treysta. pyntingarstöðum Rússa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.