Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 7
Æðsta ósk mín er að sjá rottu gæða sér á ketti sem enn er líftóra í. En hún á líka að gefa sér tíma til að leika sér að honum. Dagarnir líkjast ekki hver öðrum, en nóttin á sér aðeins eitt nafn. Maður þarf ár til að eyðileggja ást einnar manneskju. En engin mannsævi nægir til að harma slíkt morð — og hvað er meira morð en einmitt þetta? Lítilfjörlegasta mannveran: hún sem hefur fengið allar óskir sínar uppfylltar. Barátta sem ekki er háð með andlegum vopnum veldur mér klígju. Fallni andstæðingurinn sýnir ekkert annað en dauða sinn. Hann verður hermaður: hann kærir sig ekki lengur um að vita hvað er að gerast, hann kærir sig ekki lengur um að vita hvað hann gerir. Raddir manna eru brauð Guðs. Hugboð skáldanna eru gleymd ævintýri Guðs. Maðurinn hefur safnað saman allri visku forfeðra sinna, sjá hvílíkur heimskingi! Þann sem maður hefur séð sofandi er ekki unnt að hata. Hinir dánu skelfast lifendur. En lifendurnir sem ekki vita þetta óttast hina dánu. í borg sem er raunverulega falleg er ekki hægt að búa til lengdar: allar þrár gerir hún að engu. í hverju stríði búa öll önnur. Flest trúarbrögð bæta ekki fólk en gera það varkárara. Hvers virði er það? Fegursta minnismerkið um manninn Athuganir eftir Elias Canetti Jóhann Hjálmarsson þýddi Elias Canetti, nóbelsverðlaunahöfundur frá í fyrra, hefur gefið út nokkrar bækur með athugunum eða Aufzeichn- ungen, eins og hann kallar þær. Hér er dálítið persónulegt úrval úr þessum bókum. Athuganirnar segja mikið um hann sjálfan, hólmgöngu hans við dauðann, valdið og Guð, sem að hans mati er tákn valdsins. Að uppruna er Canetti sefardískur gyðingur, þeas. afkomandi þeirra gyð- inga sem voru flæmdir frá Spáni 1492. Margir þeirra settust að í Búlgaríu. Canetti er fyrst og fremst fulltrúi miðevrópskrar menningar. Þeir sem áhuga hafa á að kynnast honum betur ættu að lesa æviminningar hans sem fáanlegar eru á ýmsum málum. Á frummálinu nefn- ast þær Die gerettete Zunge (1977) og Die Fackel im Ohr (1980). í íslenskri þýðingu mætti kalla þær Tunguna sem bjargaðist og Kyndiíinn í eyranu. Þýðandi. í þögn næturinnar þegar allir sofa sem hann þekkir vel verður hann betri maður. Að verða borg, land, heimsálfa — og vinna engan sigur. Hve heitt óskar hann sér að búa í veröld þar sem hann er ekki til. Ekkert er jafn þreytandi og vera tilbeðinn. Hvernig þolir Guð það? Fegursta minnismerkið um manninn væri hestur nýbúinn að fleygja honum af baki. Hvert ár ætti að vera degi lengra en árið á undan: nýr dagur án þess nokkuð gerðist, dagur án þess nokkur dæi. Á meðan til eru í heiminum manneskjur gjörsneyddar valdi get ég ekki örvænt. Þeir sem veita honum eftirtekt hafa gert hann að fórnarlambi sínu. Þegar hann finnur augu þeirra hvíla á sér breytist hann í allt það sem þeir sjá. Það kemur betri tíð. Hvenær? Þegar hundarnir taka við stjórninni. Huglaus, raunverulega huglaus, er sá sem hræðist minningar sínar. Hún giftist honum til þess að hann væri alltaf hjá henni. Hann kvæntist henni til þess hún væri honum gleymd. Búdda á okkar tímum er óhugsandi, jafnvel Kristur. Aðeins Múham- eð kemur til greina. Orðin eru ekki of gömul. Of gamlir eru mennirnir sem sóa orðunum. Óvinur óvinar míns er ekki vinur minn. Það er nauðsynlegt að hætta áður en maður hefur sagt allt. Margii; hafa sagt allt áður en þeir opna munninn. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.