Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Blaðsíða 9
ippa
og þeim mun
meira sem
keppnin var
stærri og
harðari
og var eins og hani á morgnana,
enda hófst vinnudagurinn
klukkan hálfsex. En þau þátta-
skil urðu síðar um sumarið, að
ég sótti um lögregluþjónsstarf í
Reykjavík og var ráðinn."
„En þurfti ekki eitthvert lág-
mark tii að komast í ólympíu-
liðið?“
„Jú, en ég náði því; stökk 4,05
á stálstöng, sem var þá nýtt Is-
landsmet og þótti frambæri-
legur árangur. Auk mín voru í
liðinu þeir Pinnbjörn Þorvalds-
son, Asmundur Bjarnason,
Magnús Jónsson og Clausen-
bræður; allt spretthlauparar, en
einnig Sigfús kúluvarpari Sig-
urðsson frá Selfossi og Óskar
Jónsson, sem var þá ágætur
millivegalengdahlaupari.
Ólympíuleikarnir í London
1948 voru heilt ævintýri; þeir
höfðu þá fallið niður tvívegis
vegna stríðsins og ekki farið
fram síðan 1936 í Berlín. Og ekki
datt mér það í hug níu ára göml-
um í Vestmannaeyjum, að ég
myndi verða keppandi á næstu
Ólympíuleikum. Hjá flestum í
förinni var þetta fyrsta utan-
ferðin á ævinni. Sólarlandaferð-
ir og siglingar yfirleitt voru þá
ekki almennt komnar til skjal-
anna.
Til að komast í aðalkeppnina,
þurfti ég að stökkva yfir 4
metra, en tókst það ekki. Ég fór
yfir 3,90, en felldi fjóra metrana
þrisvar og að sjálfsögðu voru
það vonbrigði. En um leið gerði
ég mér ljóst, að fjórir metrar
voru þá alveg á mörkum getunn-
ar hjá mér. Bandaríkjamaður-
inn, sem vann gullið, stökk 4,30
en Finninn Kataja vann silfrið
með stökki uppá 4,20. Keppnin
fór fram á Wembley-leikvangin-
um, sem byggður var fyrir
Ólympíuleikana 1908 og rúmar
100 þúsund áhorfendur."
„Það var í London 1948, sem
Tékkinn Zatopek vakti fyrst
verulega athygli og varð eigin-
lcga maður lcikanna.“
„Já, Zatopek var tvímælalaust
maður leikanna. Framkoma
hans hreif áhorfendur, hlaupa-
stíllinn þótti óvenjulegur og
jafnvel furðulegur, — en Zat-
opek vann 10 km hlaupið við
mikinn fögnuð. Drottning þess-
ara Ólympíuleika var hinsvegar
sú hollenzka Fanney Blank-
erskoen, sem vann öll sprett-
hlaup kvenna og var þó tveggja
SPOKTS
1NTERNATI0NAL SP0RTS MAGAZINE
Torfa Bryngeirssyni hefur hlotnazt sá heiöur einum íslenzkra íþróttamanna aó komast á forsíöu
World Sports. Þaö var áriö 1951, þegar Torfi var upp á sitt bezta í stönginni.
í Vestmannaeyjum. Torfi er hér aöeins 15 ára. Næstur honum er Guömundur Helgason, sem dó
á unga aldri, og lengst til vinstri Hjörleifur Guðnason, sem nú er múrarameistari í Eyjum.
barna móðir og komin af létt-
asta skeiði.
Þarna voru íþróttakappar
utan úr hinum stóra heimi, sem
maður gleymir aldrei. Menn
eins og McKinley og Arthur
Wint frá Jamaica; feikilegur
hlaupagarpur, — og Harrison
Dillárd, bleksvartur, sem fyrst
og fremst var grindahlaupari en
sigraði síðan í 100 metra hlaup-
inu. Einnig var La Beach frá
Panama frábær, en eini hvíti
spretthlauparinn, sem eitthvað
gat á móti þeim, var Patton frá
Bandaríkjunum og hann vann
raunar 200 metrana."
„Hvernig vegnaði annars ís-
lenzku keppendunum á þess-
um Ólympíuleikum?“
„Ekki sem bezt. Sigfús Sig-
urðsson frá Selfossi var sá eini,
sem komst áfram í aðalkeppn-
ina. En eftir leikana var okkur
nokkrum boðið í keppnisför um
Norðurlönd. Þar voru auk mín
Finnbjörn, Clausenbræður,
Óskar Jónsson og Sigfús. Mér er
minnisstæðast úr þessari för að
hafa lent í boðhlaupssveit í
Gautaborg ásamt Finnbirni og
Clausenbræðrum. Ég hljóp þar'
fyrsta sprettinn á móti
Ólympíusigurvegaranum, en við
urðum númer tvö í þessu hlaupi
á mjög góðum tíma og gersigr-
uðum alla nema að sjálfsögðu
Bandaríkjamennina. Það vakti
verulega athygli."
„En að þessari för lokinni
ert þú kominn í lögreglubún-
ing?“
„Já, veturinn eftir var ég
ásamt fleirum í lögregluskólan-
um og við vorum einmitt nýlega
útskrifaðir, þegar slagurinn
varð við Alþingishúsið 30. marz
1949. Sem liðsmaður í lögregi-
unni varð ég að taka þátt í átök-
unum með því að kasta tára-
gassprengjum og skjóta úr tára-
gasbyssum, en því fór fjarri, að
okkur væri það ljúft. En það var
skipun. Hvorki hef ég síðar átt í
útistöðum vegna þessa né ann-
ars í mínu lögreglustarfi, sem
stóð í sjö ár, unz ég hætti þar
vorið 1955.“
„Það hefur verið eins og al-
ger afslöppun á móti malarakk-
orðinu?“
„Það var öðruvísi, ágætt starf
að vissu marki, en lögreglumað-
ur er undir einskonar pressu,
því hann veit aldrei í hverju
hann kann að lenda. Það er ekki
allt þægilegt eða skemmtilegt,
sem uppá kemur — til dæmis að
skera niður hengdan mann, eða
finna sjórekið lík. Og smávegis
átök koma alltaf fyrir. Mér eru
einna minnisstæðust hörku-
slagsmál við Listamannaskál-
ann á gamlárskvöld 1950. Þar
var maður á aldur við mig, sem
hafði átt í útistöðum við dyra-
verði og við ætluðum að taka
hann úr umferð. En hann tók
hressilega á móti og þarna urðu
hörkuáflog og ég varð að taka á
öllu sem ég átti. Við kútveltumst
hvor yfir annan í drullunni utan
við Listamannaskálann, húfan
fauk og axlaborðarnir sömuleið-
is. Að lokum vann ég á betra
úthaldi og náði að járna hann.
En ég var alveg jafngóður á eft-
ir og gerði enga kröfu á hendur
þessum manni. Ég hitti hann
seinna og frekar að við yrðum
kunnugir á eftir; hann var undr-
andi á því, að ég skyldi engá
9