Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Side 10
í Stokkhólmi 1951, þegar Torfi var nýbúinn aö sigra Svíann Lundberg. Huseby brá Torfa á loft af því tilefni — og fór létt með þaö. kröfu gera á hendur honum, — en hann var bara að verja sig og það mega allir gera, sé það gert án meiðinga. I Reykjavíkurlögreglunni voru úrvals félagar og góður andi ríkjandi. Og maður lærði ýmislegt af þessari vist; lögreglumaður verður að synda milli skers og báru. Starfið byggist á samskiptum við fólk, og lögregluþjónar eru þjónar al- mennings eins og nafnið segir til um. En þegar þeir misskilja hlutverk sitt og þykjast vera yf- irvald, þá koma þeir óorði á alla hina.“ „I»ú varst búinn að greina frá ólympíuárinu 1948. En geröist eitthvaö markverk hjá þér árið eftir?“ „Fyrir mig markaði það ár tímamót í þá veru, að ég fór að leggja rækt við langstökk. Ég var í KR og um veturinn höfðum við æft vel innanhúss undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Það var ekki sízt landskeppni við Dani, sem þá þurfti að búa sig undir og í henni vann ég langstökkið með 7,24 m. Þessi keppni varð raunar einvígi á milli okkar Arnar Clausen; við bættum okkur sífellt og svöruð- um báðir með sífellt lengri stökkum unz Örn átti ekki fleiri tilraunir, en Danir komust þar hvergi nærri. Landsliðið fór þetta sumar í keppnisför til Noregs undir stjórn Brynjólfs Ingólfssonar núverandi ráðu- neytisstjóra. Það var vel heppn- uð og eftirminnileg ferð; keppt á ótal smástöðum og andinn í lið- inu alveg frábær. Huseby var með í þetta sinn og var þá stór stjarna; varpaði þá í Hauga- sundi 16,41 m sem var með því bezta, sem þá hafði náðst í heiminum. Á stórmóti á Bislet í Osló stökk ég 4,08 á stöng og varð annar á eftir Evrópumet- hafanum, Erling Kaas. Ás- mundur átti frábært sprett- hlaup þar og við unnum boð- hlaupið. Þarna voru hörðustu menn Evrópu saman komnir, en á eftir kepptum við í afskekkt- um smábæ, sem mig minnir að heiti Raaland. Það var verulega ólíkt og við fengum þar enga keppni, en Ásmundur Bjarnason minnist þess löngum, að hann vann mig þarna í langstökki. Mikill öðlingur Ásmundur og við rifjum þetta stundum upp, þegar Ásmundur kemur suður og við hittumst; hann býr á Húsavík. I veizlu, sem okkur var haldin í þessum sama smábæ, kvaddi sér hljóðs gamall Norðmaður og flutti okkur drápu með feiknar tilþrifum og á máli, sem líktist svo forníslenzku, að við skildum hann auðveldlega. Annað, sem menn höfðu í sigti sumarið 1949, var sameiginleg keppni íslands, Noregs, Finn- lands og Danmerkur á móti Sví- um. Mótið fór fram á Station- leikvanginum, sem byggður var fyrir Ólympíuleikana í Stokk- hólmi 1912. Ég var þar keppandi í langstökki og vann það með stökki uppá 7,24 m. Á eftir varð ég að ganga inn sem varamaður í stangarstökki, en var illa und- irbúinn þar og gekk samkvæmt því.“ í síöari hluta samtalsins segir Torfi frá Evrópumeistaramót- inu í Briissel og fleiri íþrótta- viöburöum. Gísli Sigurðsson „Maður átti að hanga í loftinu eftir uppstökk- iö.“ Hér er Torfi snemma á keppnisferli sínum að stökkva langstökk á gamla Melavellinum. Torfi í stangarstökki á Melavellinum. Þá var stokkið á stálstöng og ekki hægt aö ná viðlíka hæð og með fíberstöngunum núna. Það er ekki hægt aö segja, að Torfi fari neitt naumlega yfir þessa hæö. Á keppnisför í Kaupmannahöfn 1949. Finnbjörn, Torfi og Guðmundur Lárusson. íslenzka liöiö gengur inn á Ólympíuleikvanginn í London 1948. Það var fyrsta utanför Torfa, fyrsta keppni hans á erlendri grund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.