Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 5
heiðingja dytti í hug að viðurkenna án átaka: Þú skalt
ekki hafa aðra guði en mig (II Mósebók, 20, 2-3). En
þessu boðorði var áreiðanlega ekki flíkað af kristnum
mönnum á Þingvöllum örlagaárið eittþúsund.
Þegar Karl mikli krafðist þess, að saxar létu skírast
777 til að sýna trú sína í verki, voru þeir látnir „afneita
Satan og verkfærum hans, guðunum Óðni og Þór og
öðrum illum öndurn", eins og segir í gamalli kroniku.
Heiðnir menn á íslandi sættu ekki slíkum afarkostum
við kristnitöku. Hjalti Skeggjason var aftur á móti sek-
ur um goðgá vegna níðvísu um Freyju, samkvæmt ör-
uggum heimildum íslendingabókar Ara fróða. Heið-
ingjar á íslandi létu ekki spotta guði sina, né tóku í mál
að afneita þeim, eins og saxar, þótt þeir tækju Hvíta-
Krist í guða tölu, átakalítið að vísu, miðað við aðstæður.
★ ★ ★
1) í ríti dr. Raymonds A. Moodyjr., Life after Life, 1976, sem
vakti mikla athygli, þegar hún kom út, enda byggð á sérstæð-
um og umfangsmiklum rannsóknum (sem breyttu m.a. skoð-
unum höfundar sjálfs á dauða og framhaldslífi), segir m.a. í
þýðingu Sveins Asgeirssonar:
„Maður er að deyja, og þegar likamlegar þjáningar hans eru
að ná hámarki, heyrir hann lækninn úrskurða sig látinn.
Hann fer að heyra óþægileg hljóð, háværa hringingu eða són,
og um leið finnst honum hann fara mjóg hratt gegnum löng
dimm göng. Að því búnu finnst honum skyndilega, eins og
hann sé utan við sinn eiginn h'kama, en ennþá alveg rétt hjá,
og hann sér sinn eigin líkama úr fjarlægð, eins og hann væri
áhorfandi. Hann fylgist með tilraunum til að lífga hann við úr
þessu óvenjulega sjónarhorni og er í mikilli geðshræringu.
Eftir nokkra stund jafnar hann sig og fer að venjast hinu
undaríega ástandi sínu. Honum finnst, að hann hafi ennþá
„líkama“, en hann sé allt annars eðlis og búinn allt öðruvísi
mætti en sá skrokkur, sem hann hafi skilið við. Brátt fara
aðrir hlutir að gerast. Aðrir koma til fundar við hann og til að
hjálpa honum. Hann eygir svipi vina og vandamanna, sem
látnir eru, og kærleiksríkur og hlýr andi, annars konar en
hann hefur nokkru sinni kynnzt — ljósvera — birtist honum.
Þessi vera spyr hann spurninga, án orða, til að láta hann meta
líf sitt og hjálpar honum áleiðis með því að sýna honum í einu
vetfangi yfiríitsmynd afhelztu viðburðum ævi hans. Það kem-
ur að því, að honum finnist hann nálgast einhvers konar vegg
eða mörk, sem greinilega tákna skilin milli jarðnesks lífs og
annars lífs. Samt finnst honum, að hann verði að snúa aftur
til jarðarinnar, að hans tími sé ekki enn kominn að deyja. En
nú streitist hann á móti, því að hann er orðinn heillaður af
kynnum sínum af öðru lífi og vill ekki snúa aftur. Hann er
gagntekinn af óumræðilegri gleði, ást og friði. En þrátt fyrir
afstöðu sína sameinast hann einhvern veginn á ný hinum
jarðneska líkama sínum og lifir.
„Seinna reynir hann að segja öðrum frá þessu, en það verð-
ur honum ekki auðvelt. Hann getur ekki fundið nein mannleg
orð til að lýsa á réttan hátt þessum yfirnáttúrulegu atburðum.
Hann verðurþess einnig var, að aðrirgera gys að, svo að hann
hættir að lýsa þessu fyrir öðrum. En þessi reynsla hefur djúp
áhrif á líf hans, sérstaklega á viðhorf hans gagnvart dauðan-
um og tengslum hans við lífið ..."
(23.-24. bls.)
Ljósveran
„Það sem ef til vill er ótrúlegast hinna sameiginlegu atriða í
þeim frásögnum, sem ég hef kynnt mér, og er vafalaust það
atríði, sem hefur dýpst áhrif á viðkomandi einstakling, eru
kynnin af hinu bjarta Ijósi. Það er einkennandi, að þegar það
birtist fyrst, er þetta ljós dauft, en verður svo óðar bjartara og
bjartara, unz það nær yfirnáttúrulegrí birtu. En þó að þetta
Ijós (sem yfirleitt er sagt vera hvítt eða „hreint") berí ólýsan-
lega birtu, taka margir það sérstaklega fram, að hún sé engan
veginn óþægileg fyrir augun eða valdi ofbirtu né varni þeim
að sjá aðra hluti í kringum sig (ef til vill af því, að þegar hér
er komið, hafi þeir ekki líkamleg „augu“ til að fá glýju í).
Enda þótt Ijósið birtist með svo óvenjulegum hætti, lét
enginn einasti maður í Ijós nokkurn vafa á því, að um veru
hafi verið að ræða, ljósveru. Og ekki aðeins það, heldur og um
persónulega veru. Ljósið hefur mjög ákveðinn persónuleika.
Þeirri ást og hlýju, sem stafar frá þessari veru til hins deyj-
andi manns, verður ekki með orðum lýst, og honum finnst
hann vera umvafinn þessari ástúð og gagntekinn af henni,
fullkomlega ífriði ogsátt í návist þessarar veru. Hann skynj-
ar ómótstæðilegt, segulmagnað aðdráttarafl þessa Ijóss.
Óhjákvæmilega dregst hann að því.
Það er athyglisvert, að þótt þessi lýsing á verunni sé alveg
samhljóða, er nánari skilgreining á henni einstaklingsbundin
og virðist að miklu leyti byggjast á trúaríegum grunni, upp-
eldi eða skoðunum viðkomandi persónu. Þannig líta þeir, sem
eru kristnir að uppeldi eða trú, á Ijósið sem Krist, og stundum
grípa þeir til líkinga úr Biblíunni máli sínu til stuðnings.
Maður og kona af gyðingaættum lýstu ljósinu sem „engli".
Það var þó Ijóst í báðum tilfellum, að þau áttu ekki við, að
veran hefði vængi, léki á hörpu eða hefði einu sinni mannlega
lögun eða útlit. Það var aðeins Ijósið. Það sem hvort um sig
var að útskýra, var, að þau litu á veruna sem sendiboða eða
Ieiðbeinanda. Maður, sem ekki hafði hlotið neitt trúarlegt
uppeldi né hafði neinar trúarskoðanir, áður en hann varð fyrir
þessarí reynslu, kallaði það, sem hann sá, einfaldlega „Ijós-
veru“. Hið sama gerði trúuð, kristin kona, sem fannst greini-
lega ekkert að því að kalla Ijósið „Kríst".
Skömmu eftir að ljósveran hefur birzt, fer hún að tala við
þá persónu, sem er að skilja við. En þetta samband er einmitt
sams konar og það, sem áður hefur komið fram í lýsingunum
á því, hvernig manneskja í hinum andlega líkama geti „numið
hugsanir" þeirra, sem í kringum hana eru. Því að menn segj-
ast ekki hafa heyrt neina líkamlega rödd eða hljóð frá verunni
né heldur svöruðu þeir verunni með heyranlegum hljóðum.
Þeir segja öllu heldur, að beinn og óhindraður hugsanaflutn-
ingur eigi sér stað og á svo skýran hátt, að með öllu sé
útilokað að hægt sé að misskilja ljósið eða segja því ósatt.
Þessi óheftu tjáskipti fara ekki heldur fram á móðurmáli
viðkomandi. En þó skilur hann allt til hlítar og samstundis.
Hann getur samt ekki þýtt þau hugsanaskipti, sem fóru fram,
meðan hann var við dauðans dyr, á það tungumál, sem hann
verður nú að tala eftir enduríífgunina ..."
(45. bls. - 47. bls.)
Sbr. einnig rannsóknir dr. Karlis Osis og dr. Erlends Har-
aldssonar háskólakennara, Sýnir á dánarbeði, 1979, sem vakið
hafa athygli víða um lönd, enda kom bókin fyrst út í Banda-
ríkjunum 1977. Slðari rannsóknir hafa staðfest Ijósfyrirbrigðin
og reynslu þeirra, sem eru milli heims og helju. Platón getur
einnig um slíka reynslu í Ríkinu.
Segja má, að um aldamótin
síðustu hafi bílaiðnaður verið
að taka sín fyrstu skjögrandi
barnaspor. Þess vegna sætir
það undrun, hvað útlit á bílum var
orðið listrænt og háþróað eftir aðeins
þrjá áratugi. Mætti nefna sem dæmi
Bugatti, Mercedes Benz og þann sem
hér sést: Bentley, sem hefur, ásamt
Rolls Royce, verið stöðutákn Breta
númer eitt, — og raunar um víða ver-
öld. Myndin sýnir Bentley af árgerð
1937. Þótt hann nálgist nú fimmtugs-
aldurinn er þessi og margir jafnvel
eldri í góðu ástandi. Engin harðlína
sést í þessari teikningu; kannski ligg-
ur þokkinn einmitt í því. Þetta
„drossíulag“ var orðið mjög þróað
þegar leið að fyrri heimsstyrjöldinni,
— en að henni lokinni urðu margs-
konar aldaskil; þar á meðal í útliti
bíla, og ekki alltaf til hins betra.
EITT-
HVAÐ
FYRIR
AUGAÐ
Þeir sem muna aft-
ur í þann tíma, að
embættismenn
bjuggu við allt
annan húsakost en almenn-
ingur og áttu „mublur“ sem
alls ekki sáust á alþýðheim-
ilum, muna sjálfsagt eftir
skattholunum, sem voru
mikið stáss á heimilum
kaupmanna, presta og
sýslumanna. Þessi gripur
var venjulega stolt hús-
bóndans og merki þess, að
hann ætti nokkuð undir sér;
stundum voru leynihólf og
skúffur með bókstafalásum
og annað eftir því. En í
raun var skattholið skrif-
borð, oft með útdreginni
skrifborðsplötu, eða þá að
platan var notuð sem lok
utan yfir skúffurnar.
Yfirskápurinn gat verið
vínskápur húsbóndans og
þar geymdi hann silfur-
staupin. En neðst var
kommóða með skúffum
eins og hér sést. Það segir
sig sjálft, að þetta var tign-
arlegasti gripurinn á
mörgu góðborgaraheimili.
En fagur gripur er æ til
yndis, og þessi skatthol búa
mörg yfir slíkum kúltúr að
enn lofa þau meistara sinn
og eru augnayndi. íslenzk
skatthol munu yfirleitt
hafa verið komin hingað
frá Kaupmannahöfn, þar
sem annálaðir skatthola-
smiðir störfuðu. Frægastur
þeirra var Mathias
Ortmann, sem smíðaði fag-
urlega flúruð skatthol í
rókókóstíl, sem raunar var
ráðandi stíll á 18. öldinni.
Danir hafa miklar mætur á
skattholum Ortmanns og
hér getur að líta eitt af
þeim.
TJ
JL úsgagnaiðnaður á Noröurlöndum er oftast
með megináherslu á tvennt: Annars vegar léttleika og
hinsvegar fagurlega notkun á ýmiskonar viði á móti
leðri eða ýmiskonar áklæði. í þessu eru sumir skand-
inavískir hönnuðir mjög listfengir og hafa áunnið sér
athygli heimsins og stuðlað að mikilli tekjuöflun. Til-
brigðin um hvíldarstólinn eru orðin mörg og hér er
eitt eftir Svíann Áke Fribyter, sem sameinar ágæta
vel að vera fyrir augað og þægindin í senn. Viðurinn
er ýmist dökkur eða ljós, en formbeygður og þar af
leiðandi fjaðrar stóllinn mjúklega, þegar sest er í
hann. Hér er notað ljósbrúnt leður á móti dökkum
viði. Þessi stóll, sem getur vel talist meistarastykki í
hönnun, hefur stundum fengist hér.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRUAR 1984 5