Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Blaðsíða 16
Sígildur ánægjuauki Breska hljómplötuútgáfan EMI hefir undanfarin ár gefið út sí- gilda tónlist í ódýrri útgáfu sem hefir hlotið heitið Classics for pleasure. Hér er annars vegar um að ræða endurútgáfur á eldri hljómplötum og hins vegar nýjar hljóðritanir þar sem beitt er nýj- ustu tækni — „digital recording" — og eru hér að verki frægar hljómsveitir og einleikarar svo að vel er til alls vandað. Því er tæp- ast ástæða til að óttast að menn kaupi köttinn í sekknum, þó að tóngæðin séu e.t.v. ekki alltaf í hæsta gæðaflokki. Raunar má samt segja að þau séu yfirleitt betri í þessum endurútgáfum en í upphaflegu útgáfunni. Margar þessar hljóðritanir hafa unnið sér fastan virðingarsess, svo sem sin- fóníur Brahms sem Hallé- hljómsveitin leikur undir stjórn Loughrans. Oft er það þó, þegar um nýjar hljóðritanir er að ræða, að stjórnandi eða einleikari eru ekki mikið þekktir og svo er um 2 hljómplötur sem hér verða teknar til nokkurrar umfjöllunar. Hin fyrri er sinfónía Dvoráks, Frá nýja heiminum, en sú síðari hefir að geyma 2 píanókonserta eftir W.A. Mozart nr. 23 í A-dúr og nr. 24 í c-moll. Sinfóníu Dvoráks leik- ur „London Philharmonic Orch- estra" undir stjórn tékkneska hljómsveitarstjórans Zdenek Mac- als, en píanókonsertana leikur Ian Hobson og fékk hann English Chamber Orchestra til liðs við sig undir stjórn Sir Alexander Gib- son. Plötumerkið er CPF 4404 ster- eo. Dvorák skrifaði sinfóníuna í e-moll vestur í New York veturinn 1892—1893 og þar var hún flutt í fyrsta skipti í Carnegie Hall 1. desember 1893. Mikið hefir verið rætt og deilt um í hve ríkum mæli Dvorák hafi verið undir áhrifum frá tónlist blökkumanna þegar hann samdi þetta verk, en því má ekki gleyma að höfundurinn var haldinn heimþrá til ættlands síns og þjóðlegrar tónmenningar, og hún er sá grunnur sem sinfónían hvílir á — sú síðasta sem Dvorák samdi. Að vísu segir hann í bréfi að ef hann hefði ekki kynnst Am- eríku hefði hann ekki samið sin- fóníuna, strengjakvartettinn og kvintettinn eins og hann gerði. Áþreifanlegasta dæmið um þetta er stefið sem flautan leikur í fyrsta þætti sem minnir á Swing Low Sweet Chariot, en þegar kem- ur í 2. þátt — Largo — er höfund- ur kominn á sinn heimavöll. Hin þjóðlega tékkneska tónlist streymir þar fram í allri sinni lit- auðgi og þannig fer í tveim síðustu þáttunum, Scherzo og Allegro con fuoco, sem er raunar veikasti þátt- ur sinfóníunnar. Þessi hljómplata, CFP 4382, hef- ir fengið mjög góða dóma og er það ekki síst að þakka hljómsveit- arstjóranum, Zdenek Macal. Hann er Tékki og laðar fram þann töfra- heim tékkneskrar tónlistar sem sinfónían geymir. Fáir hafa dregið fram hina ljóðrænu viðkvæmni, MALLORKA PÁSKAFERÐ TILBOÐSVERÐ 2 vikur, 18. apríl — 2. maí. Verð frá kr Dæmi: 4ra manna fjölskylda, hjón meö tvö börn, 5 og 10 ára. 14.925. - fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Mallorka er.vöknuð af vetrardvalanum líf og fjör, sólskin og sjór. Páskaferðin er tilvallö tækifæri til að taka forskot á sumarið, páskarnir eru einnig mjög heppilegur tími því aðeins fáir vinnudagar fara í fríið, þú átt því mestallt sumarfríið enn eftir. Komið og leitið nánari upplýsinga, nýr litprentaður bæklingur og video. <nt(KVTK( Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. sem hægí þátturinn geymir, betur en hann og á sama hátt ferskleik- ann í þriðja þættinum. Allt vitnar þetta um óskeikult innsæi stjórn- andans í tónlist lands síns, sem hann kemur til skila með ágætum. Þá eru tóngæðin með ágætum svo að þegar allt er lagt saman verður útkoman mjög góð. Ekkert tónskáld getur státað af því að hafa samið jafnmarga frá- bæra píanókonserta og Wolfgang Amadeus Mozart. Þeir konsertar sem hér verður vikið að voru báðir samdir árið 1786, svo að þeir fara að nálgast 200 ára afmælið, og eru taldir með því besta sem Mozart samdi fyrir píanó og hljómsveit. Allt frá þeim tíma að Mozart samdi píanókonsertinn nr. 9, K271, sem hann lauk við í Salz- burg 1777, þróuðust píanókonsert- ar hans frá því að vera saklaus dægrastytting og yfir í annað og meira. Þeir voru flestir samdir fyrir hann sem einleikara, undan- tekning er fyrrnefndur konsert K271, sem saminn var fyrir Mlle Jeunehomme, og þeir sýna þroska- feril Mozarts betur en flestir aðrir flokkar verka hans. Á árinu 1784 samdi Mozart hvorki meira né minna en 6 píanó- konserta frá febrúar til desember. Þetta eru konsertarnir K449 til K459 og hætt er við að langt sé að bíða þess að einhver leiki þetta eftir, og árið eftir samdi hann 3. Engu að síður öfluðu þessi frá- bæru listaverk höfundinum hvorki auðs né frægðar og því mun hann hafa dregið saman seglin í þessari tónlistargrein, og eftir að Mozart samdi þá 2 píanókonserta sem hér eru til umfjöllunar samdi hann aðeins 3 til viðbótar, K503 á sama ári, K537 2 árum síðar og R595 síðasta árið sem hann lifði. Píanókonsertinn í A-dúr er einkar þokkafullur og ljóðrænn. C-moll-konsertinn er hins vegar tregafullur og dreginn dökkum lit- um. Um hann hefirt- verið sagt að hann sé í hópi mikilfenglegustu píanókonserta. Honum hefir verið líkt við harmleiki Sófóklesar og haft mikil áhrif á seinni tíma tónskáld og nægir í því efni að nefna c-moll-konsert Beethqvens. Því er ekki að undra þó að unga listamenn fýsi að sýna getu sína með því að leika þetta stórbrotna verk. Ian Hobson er ungur enskur pí- anóleikari. Hann hefir tekið þátt í mörgum keppnum í píanóleik. Nú er hann aðstoðarprófessor í Illin- ois, en hefir leikið inn á nokkrar plötur og getið sér gott orð í verk- um eftir Chopin og Rachmaninov, þessi plata sýnir að hann kann einnig vel til verka þegar Mozart er annars vegar. í A-dúr-konsertinum er bæði léttleiki og ljóðrænn þokki í fyrsta þættinum, þar sem hann leikur kadensu Mozarts. Hæga þáttinn leikur hann í hraðara lagi, en með fullkominni smekkvísi og bætir inn flúri á stöku stað þar sem það á við í lok þáttarins. Hið sama má segja um leik hans í c-moll-kon- sertinum. Þar leikur Hobson kad- ensu eftir sjálfan sig, þar sem kadensa Mozarts er glötuð í lokum fyrsta þáttar og í hæga þættinum bætir hann inn flúri líkt og í A-dúr-konsertinum. Ekki verður skilist svo við þessa upptöku að geta að engu stjórnandans, Alex- ander Gibsons, eða ensku kamm- erhljómsveitarinnar, því að báðir þessir aðilar leggja sitt af mörk- um til að gera þessa plötu sem best úr garði. Um tóngæðin er það að segja að hljómsveit og einleiks- hljóðfæri greinast vel hvort frá öðru og tónninn er tær, en vantar helst fyllingu og líf til að geta tal- ist með ágætum, en því má bæta við að betri tóngæði eru varla fyrir hendi i öðrum upptökum af þessum verkum. Þessi plata minn- ir að mörg leyti á gamla upptöku, þar sem Solomon var einleikarinn, en Fílharmónían í London lék með undir stjórn Herbert Menges. Af öðrum píanóleikurum sem þarna hafa gert garðinn frægan má nefna Kempff, Barenboim og Ashkenazy, hver á sinn hátt. Þá hefir verið til sett með 5 píankon- sertum Mozarts, þar sem Arthur Rubinstein er einleikarinn og þar er margt fagurt að heyra, þó að á annan hátt sé en hjá flestum hin- um. A.K. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.