Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Page 3
uanmg
H[ö][!!][a][u]®®E®E®Œ]fi][fi
Útgefandí: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Gísli Sigurósson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100.
Forsíðan
Jóhanna Bogadóttir fæst jöfnum höndum
við málverk og grafík og er ein af þeim
sem lifir af list sinni. Hún opnar sýningu á
málverkum og grafikmyndum í dag í
Norræna húsinu. Myndin á forsíðunni
heitir „Úr djúpinu" og er nokkuð dæmi-
gerð fyrir margar myndir Jóhönnu á þess-
ari sýningu.
Aldauði
stórvaxinna spendýra fyrir 12 þúsund
árum er mönnum sífelld gáta.
Gerðist eitthvað í náttúrunni, svo þau dóu
út, eða gerðist maðurinn með ný dráps-
tæki, svo sem eitraða spjótsodda,
of afkastamikill við veiðarnar?
Grein um þetta er úr þýzku
vísindariti eftir Herniann Remmert.
Piaf
var einstök í sinni röð, rödd hennar ein-
stök, líf hennar einstakt. Þessi franski
söngfugl er mönnum enn í fersku minni,
þótt ekki sé Piaf lengur ofar moldu.
En í tilefni sýningar Leikfélags Akureyr-
ar á söngleiknum Piaf, skrifar
Ólafur H. Torfason grein um söngkonuna.
Páll
á Húsafelli heyrir til yngstu myndlistar-
kynslóðinni, því hann er aðeins 25 ára.
Um þessar mundir sýnir hann höggmynd-
ir á Kjarvalsstöðum, sem höggnar eru í
rauðgrýti og grágrýti úr gili við Húsafell.
í flokki hinna yngstu er Páll sér á parti
og sækir sér myndefni í umhverfi sitt.
ANDREJ VOZNÉSÉNSKÍ
Tvö kvæði
GEIR KRISTJÁNSSON
ÞÝDDIÚR RÚSSNESKU
Fjölskylda
Ég er fjölskylda:
eins og litir í litrófi
eru í mér sjö „ég“ —
óþolandi eins og sjö villidýr.
En það bláasta
leikur á flautu,
og á vorin dreymir mig,
að ég sé
það áttunda.
Kvöldljóð
Ég sit í útlegð inni í sjálfum mér
ég er mitt eigið Mikhajlovskoje1)
skógar mínir brenna og lokast
í andliti mínu eins og þámuðum spegli
hverfa elgir og laufskálar í sorta
náttúran er hér og niðar, í ánni og í mér,
og einhversstaðar enn — fyrir utan
þrjár rauðar sólir brenna
þrír runnar titra eins og rúður
þrjár konur birtast í einni
eins og trébrúður — hver inni í annarri
ein þeirra elskar mig og hlær
önnur þar inni berst um eins og fugl
en sú þriðja — hún felur sig innst inni í báðum
eins og ofurlítill glóandi kolamoli
það er hún sem aldrei fyrirgefur mér
það er hún sem bíður færis að hefna sín
andlit hennar lýsir og skín á móti mér
eins og hringur af botni brunns
1) Þar sat Púsjkln í útlegö um tlma, og er hér sklrskotaö til þess. /Þýö.
ANDREJ VOZNÉSÉNSKl (f. 1933) útskrifaðist á slnum tlma sem arkitekt, en
hefur síðan eingöngu fengist viö skáldskap. Hann hefur sent frá sér nokkrar
Ijóðabaekur, einnig hefur hann ferðast mikið, m.a. um Vesturlönd, og þykir einna
forvitnilegastur hinna yngri sovétskálda.
Geir Kristjánsson er rithöfundur i Reykjavik.
G.K.
R
istilkorn þetta er ritað til
lofs og dýrðar enska töku-
orðinu djús. Samhengis
vegna skal þó fyrr drepið
á nokkur orð önnur og úr
öðrum tungumálum.
Safi er gamalt orð og
gott, sem á íslensku táknar vökva, einkum
þann sem býr í eða kemur úr jurtum, svo
og matvælum ýmsum. Samsvarandi orð á
þýsku, og nauðalíkrar merkingar, heitir
saft (eða Saft, eins og Þjóðverjar stafsetja
það).
Nú væri eðlilegt að Danir, norræn þjóð,
hefði um þetta sama orð og við. En mál
þeirra hefur löngum staðið býsna opið er-
lendum áhrifum, enda hafa þeir fyrir
mörgum öldum algerlega tekið upp þýska
orðið. Af dönskunni kynntumst við því, en
tókum það þó ekki upp nema í mjög
þröngri merkingu, nefnilega um aldinsafa
þann sem gerður er geymsluþolinn með því
að blanda í hann kynstrum af sykri. Þann-
ig var nýtt orð, saft, tekið upp til að tákna
nýtt fyrirbæri, en ekki látið hagga við
heimaorðinu, safa, á þess gamla merking-
arsviði.
Síðar var íslenska orðið saft einnig haft
í alþýðumunni um saftlíki það, sem löng-
um var selt undir nafninu „litað sykurvatn
með kjörnum", og er stutt síðan ég gerði
mér grein fyrir, að „kjarni" er í því sam-
A
Mælt
bandi nýyrði, misheppnuð tilraun til að
þýða tökuorðið essens. Nú komumst við af
án beggja, kjarna og essens, með því að
tala ýmist um bragðefni, bökunardropa
eða (í samsetningum) bara dropa (t.d.
dropaglös og rommdropa). En það er ann-
að mál.
Nú kemur enskan til sögunnar. Hljóð-
rétt hliðstæða við safa er saft og heitir á
því máli sap. En það hefur í aldanna rás
farið mjög halloka fyrir franska tökuorð-
inu djús (stafsett á frönsku jus og á ensku
juice). Þó hefur enskunni farnast þeim
mun betur en dönskunni, að gamla orðið
féll ekki með öllu í fyrnsku, heldur hélt
það velli á hluta af merkingarsviðinu. Þeg-
ar Jón Helgason kveður til að mynda:
Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn
um rót er stód í sinni moldu kyr,
Þá væri sá safi réttþýddur á ensku sem
„sap“. En tökuorðið djús er orðið miklu
meira notað á ensku og merking þess víð-
ari.
Danskan, sú endemis opingátt, hefur
djúsi
vitaskuld gleypt við enska orðinu ofan í
hið þýska (stafsetur það meira að segja
upp á ensku: juice). Notar þau svo bæði í
mjög víðri merkingu og að miklu leyti
hinni sömu, þannig að stutta dansk-
danska orðabókin mín gerir engan mun á
þeim, heldur þýðir „juice" einfaldlega sem
„saft“.
Öðru sinni reyndumst við íhaldssamari
en Danir. Kynntumst að vísu enska orðinu,
en létum það hvorki hagga við áunninni
merkingu heimaorðsins safa né gamla
tökuorðsins saftar ((eða safts eins og mér
er nú tamara). Hins vegar festist enska
orðið við nýja vörutegund sem var að ryðja
sér hér til rúms, nefnilega bragðefni þau
sem blanda skyldi í drykkjarvatn til að
gefa því sætt ávaxtabragð. Hét hvort
tveggja í alþýðumunni djús, bragðefnin
eins og þau voru seld á flöskum og hinn
vatnsþynnti drykkur.
Mér var um tíma innrætt að kalla djús-
inn safa, og réðu því að sjálfsögðu máU
hreinsunarsjónarmið. Framleiðendur hafa
hins vegar hikað við að merkja vöru sína
sem „safa“ af því að ávaxtabragðið var
oftast framkallað með gerviefnum, sætan
jafnvel líka. Svo að þetta var eiginlega
„sykurvatn með kjörnum" eins og saftlíkið
gamla, þótt nú væru fremur notuð vöru-
heiti eins og „appelsínudrykkur" o.s.frv.
Enn síðar hafa komið á markað drykkir
sem unnir eru úr ávöxtum, berjum og jafn-
vel grænmeti, án þess bætt sé við sætuefn-
um eða öðrum bragðefnum. Þetta er auð-
vitað réttnefndur safi, hvort sem hann er
seldur fullþynntur eða sem „þykkni" (gott
nýyrði) og neytendum ætlað að bæta í
vatni. Sjáið þið ekki, hvað þá er hentugt að
eiga, til aðgreiningar, orðið djús um hinar
miður náttúrulegu drykkjarvörur?
Hinn rammi safi norrænnar tungu er
óspilltur meðan gamla orðið, í þessu dæmi
safi, varðveitist sem aðalorð á víðu merk-
ingarsviði. Hitt gerir aðeins gott betra að
tökuorð bætist við, meðan þau bera þrönga
og skýra merkingu og laga sig að beyging-
um, framburði og stafsetningu íslenskrar
tungu, eins og saft og djús gera bæði með
sóma.
Nú skalt þú njóta þess, lesari sæll, næst
þegar þú gengur hjá drykkjarvöruhillum
kjörbúðar þinnar, að eiga þrjú skýr og
skilmerkileg orð, saft, djús, og safa, til að
hugsa og tala um þetta merkilega vöru-
svið.
Helgi Skúu KJARTANSSON
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9. MARZ 1985 3