Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 15
Úr sagnabanka Leifs Sveinssonar Vega- lagning í mývargi Bóndi einn úr Mývatnssveit var vegaverkstjóri í Suður-Þingeyj- arsýslu í áratugi. Á þriðja áratugnum var unnið á svæðinu milli Másvatns og Helluvaðs. Starfsmenn bónda voru allir úr Reykja- dal og allsendis óvanir mývargi. Þeir voru að vinna í Nónskarðs- ásnum og þaðan er stutt í Laxá við Helluvað. Mjög heitt var í veðri og ætlaði mývargurinn alveg að drepa vegagerðarmennina. Þeir segja bónda, að þeir hljóti að eiga rétt á fríi á fullu kaupi, þar sem óvinnandi sé við þessi skilyrði. Bóndi segist ekki verða vargs- ins var. Þeir segja það ekkert að marka, hann sé alinn upp við þetta og ónæmur fyrir vargi. Bóndi segir tillögu þeirra nálgast uppreisn og segist ekki líða neitt slíkt. En hann býður upp á samkomulag. Hann láti binda sig nakinn milli tveggja bíla í matartímanum og ef hann haldi það út, vinni þeir áfram, en geti hann það ekki, þá fái þeir frí á fullu kaupi. Þetta verður að samningum. Þegar stundarfjórðungur er búinn af matartíman- um, þá heyrist ægilegt óp frá bónda, en þeir láta hann afskipta- lausan. Tíu mínútum síðar heyrist annað óp sínu hærra frá bónda og spretta þeir allir upp úr matartjaldinu honum til hjálpar. En mývargurinn hafði látið hann afskiptalausan, en tveir kálfar frá Helluvaði skiptust á að sjúga hann. LESBÖK MORGUNBLAOSINS 9. MARZ 1985 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.