Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Qupperneq 4
Það sem Frökkum misheppnadist
1855 og árín þar á eftir, að koma sér
upp aðstöðu á Dýrafirði, þrátt fyrir
ítrekaðar málaleitanir, hefur reynst
frönsku söngkonunni Edith Piaf
hægðarleikur. Hér trónir hún í eld-
húsinu hjá listakonunni Guðmundu
Jónsdóttur á Hofí, Þingeyrí, Dýra-
firði árið 1984. Guðmunda gerði
sjálf þessa steinmulningsmynd af
Edith, sem er uppáhaldssöngkonan
hennar, eins og milljóna um alla
reröld.
Eftir
ÓLAF H. TORFASON
Mynd: Ólafur H. Torfason.
Situr þama
á sama steini...
Dálítið kvak um söngfuglinn smáa
EDITH PIAF í tilefni sýningar Leikfélags
Akureyrar á söngleiknum Piaf
Heilög Teresa frá Lisi-
eux, uppáhaldsdýrlingur
Edith Piaffrá barnæsku
og til dauða. Þær eru
eins og svart og hrítt:
Önnur innilokuð og
þögul Karmelsystir, hin
aldeilis úti á lífínu. En
báðar hafa þær haft
með ólíkindum mikil
áhrífá fólk, Teresa með
bók sinni „Saga sálar",
Editb með söng sínum
um mannsálina í bæð-
um og lægðum. Búning-
ur beggja rar srartur,
erindi þeirra að fíytja
birtu.
estur á Dýrafirði hangir frummynd af
Edith Piaf í eldhúsinu hjá Guðmundu
Jónsdóttur á Hofi á Þingeyri. Munda gerði
myndina sjálf úr marglitum, íslenskum
grjótmulningi, enda víðkunnur meistari í
þeirri grein. En hvaðan kemur sómakærri
sveitakonu fyrir vestan að hlaða svona
undir götustelpu úr París?
„Þetta er hön vinkona mín,“ segir
Munda, „blessunin hún Edith Piaf“.
Dæmið sýnir, að Edith Piaf var ekki ein-
ungis vinsælasta söngkona Frakklands á
sinni tíð og dáð um allan heim, heldur
sígildur listamaður sem er lifandi og þekk-
ir engin, engin landamæri. Hún söng um
nóttina, eymdina og óhamingjuna. Hún
söng um hamingjuna, ástina og frelsið.
Túlkunin nær að hjartarótum víðrar ver-
aldar. Miklu lengra en í afdali Vestfjarða.
Guðmunda ólst upp í öruggum foreldra-
faðmi í höfuðvígi áfengisbindindisins,
Kirkjubóli í Önundarfirði. Sótti staðfestu í
kærastann Gunnar Guðmundsson 16 ára
og hefur nú verið gift honum tæp 70 ár.
Edith ólst upp á flakki og á hóruhúsi, fékk
rauðvín í pelann og morfín í sprautuna.
Hún notaði ástmenn eins og ódýrar síg-
arettur.
En auðvitað eru þessar tvær listakonur
náskyldar, þegar að því kemur sem máli
skiptir í einlægni. Það er umgjörðin sem
blekkir. •—
TVENNAR SÖGURNAR
Edith Piaf taldi hyggilegast að sveipa
leyndarhjúp um margt í ævi sinni og ann-
að varð tilefni ólíkustu kjaftasagna. Af
þessum sökum er ekki hægt að segja sögu
hennar með nokkurri vissu. Víst mun þó,
að hún hóf feril sinn í göturæsinu í
skikkjulafi lögregluþjóns, sem tók á móti
henni í felmtri 19. des. 1915. Eða kannski
var það í anddyri hússins.
Faðir hennar, Louis Alphonse Gassion,
var smávaxinn sirkusmaður, eins og fleiri
í föðurættinni. Edith náði aldrei nema 140
sm hæð sjálf og var með beinkröm frá
fæðingu. Móðirin hét Anette Maillard, en
söng opinberlega undir nafninu Line
Marsa. Hún var 16 ára, þegar Louis barn-
aði hana, sjálfur orðinn 33 ára. Móðir An-
ette var hins vegar frá Marokkó og hafði
alið hana upp í muslimskum sið. Anette
hlítti þó varla reglum Kóransins um
hreinlæti og neyslu áfengis. Hún varpaði
Edith litlu fljótt yfir á ömmuna, en söng
sjálf árum saman á hinum óvandaðri stöð-
um Parísar, þar til hún lést á götu úti 1945
eftir að hafa innbyrt of stóran morfín-
skammt.
Edith eignaðist líka dóttur á ungl-
ingsárum, en bar ekki gæfu til að sinna
henni betur en svo, að hún dó úr heila-
himnubólgu innan við tveggja ára aldur.
Kemur þá að frægu dæmi um það, hve
margt er á reiki um sannleikskornin í
þjóðsögunum um Edith Piaf. Hún stundaði
aldrei vændi, en átti ekki fyrir útförinni og
bauð manni upp á herbergi gegn 10 franka
þóknun. Seinna meir þótti henni ástæða til
að barna þessa alþekktu sögu með því, að
viðskiptavinurinn hafi viljað vita, hvað
grætti hana svo mjög. Þegar hann komst
að hinu sanna tilefni, reiddi hann fram
gjald sitt án þess að njóta greiðans.
TVÆR VERALDIR
Þegar Edith litla Gassion var tveggja
ára kom faðirinn Louis henni í fóstur til
föðurömmunnar, sem stjórnaði snotru
hóruhúsi í Bernay, Normandí. Átta fínar
dagmömmur dekruðu við Edith, og þegar