Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Page 5
Um þessar mundir sýnir Leikfélag Akureyrar söngleik Pam Gems um „spörfuglsungann“ Edith Piaf. Hún brenndi sig upp fyrir 20 árum, náði ekki fimmtugs- aldri, en bræðir enn hjörtu með einstæðri röddinni. Flækingurinn og lifnaðurínn á söngkonu Frakklands ollu því, að margt í heimildum um hana stangast á. Hún yar í senn sólskríkja sumars og ástar, og snjótittl- ingur vetrar og napurra daga. Viðurnefnið sem hún hlaut „Piaf“, er reyndar götumál yfir gráspörínn, al- gengasta fuglkrílið í París og víðar um Evrópu. Sól- skríkjan okkar er nauðalík homim. En Edith var nátt- hrafn og svallari. Piaf ásamt góðri rinkonu, Marlene Dietrich. Förunautur Piaf síðasta spölinn ílffi hennar rar ungur maður, Théo Sarapo, sem bér sést með Síðari hluta serinnar rar heilsufari söngkonunnar þannig háttað, að hún rar rúmföst langtím- henni. um saman. hún blindaðist skyndilega af hornhimnu- bólgu á sjötta árinu lögðust þær allar á bæn. Helst treystu þær á löngu látnar Karmelsystur, „smáblómið" Teresu frá Lisieux, um milligöngu. Hún reyndist svo áreiðanleg mörgum, að 1925 var hún tekin í dýrlingatölu. Enda brást það ekki að Edith batnaði, hvað sem ráðið hefur. Batt Edith síðan tryggð við þennan ágæta verndardýrling sinn til dauðadags. Og enn eru hér tveir ólíkir kvenmenn á ferð: Edith Piaf krafðist athafnafrelsis og agaleysis í líferni sínu, Teresa lét lokast inni í þögn Karmelklaustursins. Hins veg- ar hafa þær báðar sýnt fólki í tvo heim- ana: Edith kannaði sálardjúpin, sveiflaði fólki í hæðir með söng sínum og sýndi því hyldýpi og svartnætti sálarinnar á næstu mínútu. Teresa samdi heimsfræga bók: „Saga sálar". Þykir vegur hennar síst hafa minnkað hin siðari ár, fremur en hljóm- platnanna hennar Edith. (Hjalti Rögn- valdsson og Anna Rögnvaldsdóttir þýddu á íslensku bæklinginn „Heilög Teresa frá Lisieux. Smáblóm Guðs“, sem út kom 1983, vilji einhver bera saman ólíkan feril þess- ara sálkönnuða.) Edith var ævinlega trúhneigð, og þótti mcrgum rekkjunautum hennar nóg um, að hún þurfti að krjúpa við rúmstokkinn og biðja bænirnar sínar, áður en hún fór í bólið. Hún gerði alltaf krossmark fyrir sér, áður en hún fór á svið. Hún baðst fyrir a.m.k. hálftíma á hverjum degi, og eftir að hún gekk í Rósakrossregluna á síðustu ár- um sinum eyddi hún talsverðum tima til hugleiðslu. Hugur hennar beindist reyndar lika að miðilsfundum, stjörnuspeki og andaglasi á þessum árum. Edith Piaf fékk ekki kirkjulega útför sökum formsatriða í líferni sínu, en erki- biskupinn af París lýsti yfir sorg vegna andláts hennar og sendi sérstakan prest til bænahalds við gröfina. TVENNIR TÍMAR Fyrst söng Edith á götum úti innan við tíu ára gömul, til að afla fjár í veikindum föður síns, sem nú var tekinn upp á því að hafa hana með sér á flakki með skemmti- atriði sín. Á unglingsárum söng hún i húsagörðum Parísar, en vinkonan Mom- one, sem var í námunda við hana næstum ævilangt, innheimti fé fyrir. Þótt þær væru frjálsar og sjálfstæðar grúfði fá- tæktin og eymdin yfir öllu í kringum þær. Septemberkvöld eitt 1935 var Edith Piaf uppgötvuð. Hún hafði þá komið fram und- ir nöfnunum Denise Jay, Huguette Elia, Tania — og vitanlega Edith Gassion. En Louis Leplée, sem rak veitingastaðinn Gernys, ákvað að láta hana koma fram hjá sér undir gælunafni því, sem gráspörinn i París gengur undir: Piaf. Reyndar kallaði Leplée hana „Mome Piaf“, sem þýðir þá „gráspörsunginn". Þessi fugl er nauðalikur sólskríkjunni okkar. Málsmetandi menn, eins og söngvarinn Maurice Chevalier, sem heyrðu í Piaf fyrsta kvöldið hennar hjá Leplée, skildu strax hvað klukkan sló. Ómenguð götu- stelpan, seiðandi röddin — þetta höfðaði jafnt til listamanna sem menntafólks, al- mennings sem yfirstéttar. Rödd Edith tók brátt að hljóma i útvarpi og víðar, hún varð fræg. Vorið 1937 sló Edith Piaf í gegn með einkatónleikum, klædd svörtu. Hún kynnt- ist auðmönnum, skáldum, kvikmyndafólk- inu. Helst hændist hún þó að melludólgum og ýmsum ruddum, þótti ekki verra að láta lemja sig svolítið öðru hvoru, eins og karl faðir hennar hafði gert þegar hann var að kenna henni sögu Frakklands forðum daga. Frægð hennar barst nú víða, og að stríðinu loknu tók hún Bandaríkin með trompi. Þar kynntist hún frægasta fólkinu og ekki síst Marlene Dietrich, en þær urðu afar góðar vinkonur. Að viðbættri Marilyn Monroe er þá komið þríeykið, sem virðist höfða á alveg sérstakan hátt til kyn- hverfra karla um allan heim. Þær eru tákn sársaukans í heiminum — en um leið kjarksins til að bjóða öllu byrginn, lífs- hættu, fordómum, óhamingju. Edith sjálfa skipti kannski einna mestu máli á þessum árum, að hún var ekki leng- ur fátæk. TVÖFÖLD í ROÐINU Edith Piaf átti fjölda ástmanna. Hún kastaði sér yfir þá — og fleygði þeim út í hafsauga. Hún tók marga menn að sér og fleytti þeim áfram á framabrautinni, því hún virtist næsta óskeikul í dómum sínum um hæfileika þeirra sem hún kynntist. Hún uppgötvaði t.d. Yves Montand, sem síðar gat sér meira orð fyrir kvikmynda- leik en söng. Hún átti fáa eða enga kven- menn að vinum,' en átti vingott við flesta karlmenn sem hún starfaði með. Stóra ástin í lífi Edith Piaf var hnefa- leikarinn Marcel Cerdan, heimsmeistari í milliþyngdarflokki. Hann átti konu og börn, en kynntist Edith í New York, þegar bæði voru forsíðuefni blaðanna. Þau unn- ust mjög og voru samrýnd, og dauði Cerd- ans í flugslysi á Asóreyjum í október 1949 markaði upphafið á endalokum Edith Piaf, þótt hún ætti þá enn 14 ár ólifuð. Hún kenndi sér ævinlega um að hafa hvatt hann til að fara þessa flugferð, og óvand- aðir blaðamenn komu þeim orðrómi á kreik að hún væri óheillakráka sem stráði ógæfunni kringum sig. Um 1950 er hún þó á hátindi frægðar sinnar. Frægir tónlistarmenn sem unnu með Piaf um lengri eða skemmri tíma voru t.d. Moustaki og Aznavour. Sagt er að hinn síðarnefndi hafi verið einn hinna fáu, sem aldrei héldu við hana. En eftir dauða Cer- dans stóð hún í samböndum við heila röð manna, hjólreiðakappa, söngvara ... Loks giftist Piaf í fyrsta sinn í New York í september 1952, söngvaranum Jacques Pills. Ekki stóð samband þeirra lengi, frekar en sambönd hennar við aðra á þess- um tíma, Moustaki, Doug Davies, Roland Avellys, Charles Dumont... Það vakti að vonum gífurlega athygli, þegar Edith Piaf gekk í hjónaband á grísk-kaþólska vísu í október 1962 með kornungum Grikkja að nafni Théo, sem hún auknefndi „Sarapo", en það þýðir „ég elska þig“ á grísku. Hún gerði úr honum söngvara og gaf honum ágætis leikfang, rafmagnsjárnbrautarlest. Hann gaf henni stóran bangsa. Théo varð ekki langlífur og er grafinn við hlið Edith. Á Mörkum Tveggja Heima í október 1959 losnaði Piaf af sjúkrahúsi og hafði þá verið skorin upp við meinsemd í briskirtli. Einn læknanna heldur því fram að hún hafi þá þegar í raun verið dauðadæmd. Hún þrjóskaðist við næstu ár, hrúgaði í sig lyfjum og kom oft fram. Blæðandi magasár, lifrarsjúkdómur og ýmiss konar innanmein hrjáðu hana stöð- ugt. 29. desember 1960 söng Piaf lagið fræga „Non, je ne regrette rien“ á hljómleikum, sló í gegn í síðasta sinn. Á tónleikum þessi árin var hún oft alger hryggðarmynd, ruglaðist í textum eða kom þeim alls ekki fyrir sig, hélt sér varla uppistandandi og hrundi niður. Viðtökur áheyrenda voru samt sem áður stórkostlegar, þegar henni tókst að ráða við sönginn. Lófatak og fagn- aðarlæti stóðu oft langtímum saman. Hún dó haustið 1963. Jarðarförin var gerð 14. október. Sjaldan hefur slíkur fjöldi manns fylgt nokkrum til grafar i Frakklandi. En rödd hennar lifir góðu lífi enn á hljómplötum, og virðist lítið lát á vinsældunum. Ólalur H. Torfason býr á AKureyri, er ritstjóri Arbók- ar Akureyrar, dagskrárgeröarmaður hjá RÚVAK og blaðamaöur hjá Heima er bezt. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9. MARZ 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.