Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Síða 7
Hallsteinn. Þeasa andUtsmynd befúr PíU böggvið I naðkitan stein og bún er af vini bans, Hallsteini Sveinssyni í Borgarnesi. Jacqueline er 16 mánaða. Móðir henn.tr rar frjórguð með sæði ónefnds Nóbeisrerðiaunahafa. Jacqueline hefur notið sérstakrar þjálfunar og kennslu frá fæðingu og er nú á andlegu þroskastigi þriggja ára barns. Ungböm á skólabekk IBandaríkjunum eru nú margir foreldrar teknir til við það í fullri alvöru að þjálfa börn sin til að gera hluti, sem menn höfðu aldrei lát- ið sér detta í hug áður. Með aðferðum nútíma þroska- sálfræði hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að ungbörn séu miklu meiri gáfum gædd en sérfræðingar hafa hingað til tal- ið. Það hefur meira að segja verið stofnuð hreyfing í Bandaríkjun- um í því skyni að þjálfa ungbörn til að verða undrabörn. Það er stofnun, sem ber heitið „Better Baby Institute", sem ræður mestu um stefnuna í þessum kennslumálum. Nú er farið að kenna ungbörn- um að leysa flókin verkefni allt frá fæðingu. Með bjölluhring- ingu er hægt að kenna nýfæddu barni að snúa höfðinu í ákveðna átt, séx mánaða gömlum er þeim kennt að kveikja og slökkva ljós, meðan þau eru enn í rúminu, og einstaka börnum hefur verið kennt að snúa höfðinu tvisvar til vinstri og þrisvar til hægri, áður en ljósið er slökkt. Þetta merki sýnir, að hálfs árs gömul börn geti lært að telja upp að fimm, og að ungbörn séu fær um að kanna umheiminn ótrúlega fljótt. Önnur þjálfunaraðferð sýnir, að það vekur ótta hjá ungbörn- um, ef eitthvað óvænt skeður. Sé barni sýnd skeið til dæmis, hún svo látin hverfa á bak við klút, en gaffall látinn birtast hinum megin, þá munu viðbrögð þess í mörgum tilvikum' verða grátur og ótti vegna hins óvænta. Það er sérstaklega sá metnað- ur foreldranna að koma börnun- um á sínum tíma i bestu háskól- ana, sem fær þá til að leggja á sig og börnin jafn tímafreka og ítarlega þjálfun og hér er um að ræða. Árangurinn er sá meðal annars, að mörg börn hafa lært flókin spil og geta borið fram erfið latnesk orð þegar á þriðja ári. En þessi kennsluaðferð er um- deild í Bandaríkjunum. Því fer fjarri, að allir vilji, að börn þeirra verði undrabörn og sum undrabörnin hafa einnig sjálf farið í „verkfall". Eftir nokkurn tíma neita þau að læra meira. Maður með búfii. Rákirnar eftir meitilinn minna oft i pensilför. hjá systur sinni, sem býr í Köln, en hefur sótt um listaskóla í Dússeldorf og á að skila í vor möppu með myndum, sem ekki mega vera minni en fermetri á stærð. Eg spurði Pál, hvort hann ætlaði sér að sækja áhrif til „Hinna nýju villtu" eins og Þjóðverjar nefna nýbylgjumálarana, sem eru sporgöngumenn gömlu, þýzku express- jónistanna. Páll kvað litlar líkur á því; sagðist ekki hafa heillast eða orðið fyrir áhrifum af þessu nýja málverki, þótt jafn- aldrarnir væru á kafi í því. „Ég mála eftir sýnilegum fyrirmynd- um,“ sagði Páll, „ekki fantasíur, líklega er ég ekki skáld. Mér þykir skemmtilegast að mála fólk. Það eru svo miklar heimildir í því, nokkrir þeirra, sem ég hef málað eru Brjóstmynd af manni. ekki lengur ofar moldu. Ég mála lika eftir landslagi, eða sem sagt: Það sem ég sé.“ „En þú yrkir ekki eins og Páll afi þinn?“ spurði ég. „Nei, ekki er ég enn byrjaður á því. Ég er ekki heldur eins mikill gleðimaður og afi, hef aldrei smakkað vín og ekki heldur reykt. Mínar yrkingar eru í stein, eða á myndflöt." „Ferðu utan með það í huga að setjast ef til vill að í Þýzkalandi, ef þér líkar vel?“ „Ég held að lítil hætta sé á því, að mér detti það i hug. Ég geri þetta umfram allt til að komst í annað umhverfi í svipinn. En hugurinn er og verðúr uppi í Borgarfirði, á Húsafelli og líklegast er, að ég haldi áfram að búa þar.“ q(SU sigurðsson Þjóðminjar HORINÍSTÖÐ Líttu á hvernig lukkan hröð laglega fer að stíma, hugsaðu maður að hornístöð hafir þú einhvern tíma. Þessi vísa er eignuð sr. Hallgrími Péturssyni og segir sagan, að hann hafi riðið til alþingis við hornístöð, af því að það væri mýkra fyrir fæturna. Einhver gerði skop að hornístöðunum og svaraði þá Hallgrímur með þessari vísu, sem átti að hafa orðið að áhrínsorðum. Þessi saga á að sýna, að óvirðulegt fátæktareinkenni hafi verið að ríða við hornístöð. Vel má vera, að menn hafi þurft að grípa til þess að telgja til ístöð úr hornum þegar járnskortur var og járnið varð að nota í eggjárn og saum öðru fremur. En hornístöð voru lengi notuð við þófana, sem fátæklingar urðu að notast við í stað vandaðri reiðvera. Austur í Skaftafellssýslu virðast menn hafa notað hornístöð lengur en annars staðar, því að þaðan hafa komið á söfnin hornístöð fremur en úr öðrum landshlut- um. ístöðin sem hér birtast myndir af, eru frá Reynivöllum í Suðursveit. Þau eru gerð úr sveigðu hrútshorni, sólinn úr tré, en ofan á ístöðin er skorið hnútaskraut og bandfléttur. Einföld smíð í sjálfu sér en þó fallegt sýnishorn þess, sem menn gerðu úr heimafengnu efni, meðan forðazt var að kaupa annað en brýnustu nauðsynjar og heimilin reyndu að vera sjálfum sér næg um flest. Þá höfðu menn í hávegum orðatiltæki eins og „hollur er heimafenginn baggi" og „betra er hjá sjálfum sér að taka en bróður að biðja". Þór Magnússon. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. MARZ 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.