Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 8
frá sverðkettinum sjö metra langa risaletidýrs, dóu út. Þá fækkaði einnig þessum dýrategund- um óðfluga í Evrópu. Þótt menn eigi erfitt með að ímynda sér það nú, þá lifðu ullarhærðir nashyrningar og mammútar í Mið-Evrópu fyrir 15000 árum á hinum köldu en íslausu gresjum. Báðar dýrategundirnar höfðu lagað sig að hinu hráslagalega loftslagi með þykkum feldum. Mammútarnir mynduðu með sér samfélög með forustunautum, lægra sett- um nautum, kúm og kálfum eins og fílar á vorum dögum. En nashyrningarnir fóru einir sér eða í litlum hópum með ungdýr- um. Báðar tegundirnar voru jurtaætur. Á þessum slóðum lifðu einnig risahirt- irnar með sín 3,5 metra löngu horn sem og hellisbirnir, hellisljós og hellishýenur. DeiltUm Tvær tilgátur Þarna virðist í fljótu bragði að gæti orðið ójafn leikur. Teiknarinn hugsar sér fíl við lok ísaldar gera sig veiðimanni. En sá er hvergi smeykur, enda búinn „nýtízku“ vopnum, þar á meðal spjótsoddum með eitri. í líklegan til að ráðast gega Um alla Evrópu hafa fundizt bein þess- ara dýra, sem lifðu þarna þar til fyrir um 12000 árum. En þá hverfa þau skyndilega. Hvað gerðist? Örlög risaeðlanna hafa valdið vísindamönnum miklum heilabrot- um og svo er einnig um aldauða hinna stórvöxnu spendýra fyrir 12000 árum, en fornleifafundir nægja ekki til að leysa þessa gátu, svo óyggjandi sé. Þess vegna eru skýringaraðferðirnar mjög mismun- andi. En í stórum dráttum má segja, að deilt sé um tvær tilgátur. Annars vegar telja vísindamenn, að orsakanna sé að leita í loftslagsbreytingum eftir síðasta jökul- 'Hceið og þeim áhrifum, sem þær hafi haft á gróðurinn. Þessir vísindamenn halda því fram, að breytingarnar á jurtaríkinu hafi orðið svo hraðar, að hinar miklu jurtaætur hafi ekki náð því með nokkru móti að laga sig að hinumjn-i^ttamat^ðlL una vera!:.Öf?efBÍ's{eihaI(&,manna, sem á þessum tíma höÉtoÉnyndað þróuð veiði- mannafélóg, sem fóru víða. Einn helzti talsmaður þessarar kenningar er umhverf- isfræðingurinn Paul Martin, prófessor við háskólann í Arizona. Kenning þessi hefur mætt mikilli andspyrnu margra vísinda- manna, sem hafa talið það óhugsandi, að svo tiltölulega lítill fjöldi veiðimanna skyldi geta útrýmt heilum dýrategundum. Dóu stórvöxnu spendýrin skyndilega út vegna einhvers sem gerðist í náttúrunni — eða var þeim útrýmt? Fyrir 12000 árum hurfu margar tegundir stórvaxinna spendýra á nær öllum megin- löndum jarðar. Þetta gerðist á tiltölulega mjög skömmum tíma. Allt í einu voru hinar miklu mammútahjarðir horfnar af gresjum Þegar maðurinn var farinn að tala, breiddist ný þekking og kunnátta hraðar út meðal manna og þar með nýjar veiðiaðferðir. Sem dæmi má nefna, að menn tileinkuðu sér á skömmum tima þá drápsaðferð að nota eitraða spjótsodda. En þróun dýranna gekk hina hægu, líffræðilegu ieið gegnum erfðir. Eftir Hermann Remmert Evrópu. Nýir fornleifafundir og nánari at- huganir frá umhverfissjónarmiði benda sterklega til þess, að hinar miklu framfar- ir í veiðitækni steinaldarmanna við lok ís- aldar hafi leitt til feikilegrar útrým- ingarherferðar gegn hinum stórvöxnu spendýrum. Níutíu af hundraði allra nashyrninga í Austur-Afríku hafa orðið veiðiþjófum að bráð síðan 1970. í Kenýa eru aðeins um 1500 svartir nashyrningar enn á lífi. Hið háa söluverð freistar veiðiþjófanna, sem geta unnið sér inn meðalárslaun þar í landi á nokkrum mínútum. Þeir geta því keypt sér æ dýrari vopn, svo að dýrin verða æ auðveldari bráð. Hvarvetna fleygir þeim tækjum fram, sem beitt er gegn dýrum um heim allan, og þetta er ójafn leikur. Og þegar við bætist fæðuskortur og minnkandi lífsrými, deyja viðkomandi tegundir fljótt út. Svo dæmi sé tekið, þá hefur suður- afrískur stærðfræðingur reiknað út, að einungis um 1000 bláhvalir muni vera á lífi eftir þær ðar, sem nú hafa að vísu verið bannaðar með alþjóðasamþykkt. En hvort bláhvalastofninn muni ná sér aftur, er óvíst, þar sem mennirnir veiða helztu fæðutegundir hans í ríkum mæli. Ekki eru öll Náttúruslys Mannin- UM AÐ KENNA Á alþjóðlegum ráðstefnum ræða líffræð- ingur um ógnvekjandi dauða einnar millj- óna tegunda úr jurta- og dýraríkinu, sem muni hafa átt sér stað um aldamótin. En annars vitum við ekki enn þann dag í dag, hvort á jörðunni séu til tvær, fimm eða tíu milljónir tegunda lífvera. Þess vegna munu margar tegundir deyja út, áður en við höfum náð að kynnast þeim. En það er alls ekki neitt nýtt í sögu jarðar, að tegundir deyi út með svo hrika- • legum hætti. Pyrir um 65 milljónum ára hurfu risaeðlurnar af sjónarsviðinu, og margar tillögur hafa komið fram til skýr- ingar á því. Svo stórkostlegar breytingar á lífríkinu freista manna til að leita að frambærilegri lausn á mikilli gátu. Og svo er einnig um hina válegu atburði, sem gerðust í lífríki jarðar fyrir aðeins 12000—10000 árum, er hin stórvöxnu spendýr dóu út, hvar sem var á jörðunni. Mestur var dýradauðinn í Suður-Amer- íku, þar sem meira en 90 af hundraði allra Að auki kemur slík hegðun illa heim við hugmyndir margra um „hinn göfuga villi- mann“, en sú rómantíska skoðun hefur einnig haft áhrif á vísindamenn. En ekki verður um það deilt, að forfeður okkar frá því um lok síðasta jökulskeiðs höfðu lagað matarvenjur sínar að því villi- dýrakjöti, sem þá stóð til boða þeim, sem veitt gátu. Vopn, sem fundizt hafa frá þessum tímum, sýna ótvírætt, að veiðar hafi verið heizta verkefni þessara stein- aldarmanna. Hópar veiðimannanna hafa ekki verið fjölmennir. Þeir hafa verið fimm til tíu saman með kastspjót, skutla úr hreindýrabeinum, slöngvispjót og sennilega einnig örvar og boga að vopni. Þar sem hinir ullarhærðu nashyrningar, mammútar og hellisbirnir voru þá þegar orðnir sjaldgæfir, sneru þessir veiðimenn sér fyrst og fremst að írsku hjörtunum, villihestum og hreindýrum sem þeir ráku í dalþrengsli. Ekkert Frábrugðnir nútímamönnum Nokkrir staðir, þar sem fornminjar hafa fundizt, benda til lengri búsetu, þar sem 30 til 60 manns hafi haldið kyrru fyrir að minnsta kosti hluta úr ári. Menn hafa þá greinilega kosið að búa saman í litlum fjöl- skyldum. Að líkamsbyggingu og útliti voru menn þá þegar ekkert frábrugðnir nútíma- mönnum. Buxur og treyja voru þá „í tízku“ og í klæðnað var aðallega notað skinn og leður. Efnið var litað og styrkt með því að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.