Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 9
Stórraxin dýr á túndrum Errópu rið lok ísaldar. Loðinn nashyrningur, mammútar, risahjörtur og hellisbirnir. Fomminjar í Frakklandi frá því fyrir 12 þúsund ánun hafa leht íljós vopnabúnað, sem reiðimenn þess túna hafa notað í daglegri lífsbaráttu sinni Þar hefur ma. komið í Ijós þróað hjálpartæld til að gera spjót mun áhrifameira en ella gat orðið. Þetta hjálpartæki er einfaldlega framlenging á handlegg spjótkastarans, bein eöa lurkur, 30—40 cm á lengd. Spjótsendinn rar látinn nema við hnúð aftast á þessu tæki, sem stundum var með útskorið dýrshöfuð á endanum. Veiðimaðurinn krækti víáTmgriyfír spjótið, sem lá siðan ofan á löngutöng, eins og teikningin sýnir. Að neðan eru örvar- og spjótsoddar frá þessum tíma; festingin við skaitið hefur verið vandamál áður en negling kom til sögu. Oft rar höfð rauf langsum eftir oddinum. Raufin hcfur fíýtt fyrir þri, að veiðidýrinnu blæddi út eftir að það hafði verið smyrja það með blöndu af rauðkrít og fitu. Meðalhitinn var um 6° lægri en nú á tímum, svo að treyja eða úlpa með hettu var hentugasta yfirhöfnin. Leðurskófatn- aðurinn líktist indíánaskóm. Við aðset- ursstaði þeirra hafa einnig fundizt há- karlatennur og steinar, sem hafa verið í skartgripi. Menn hafa ranglega talið, að þessir veið- imenn við lok ísaldar hafi verið hellisbúar. En staðreyndin er aðeins sú, að bein og áhöld frá því fyrir 10 til 15 þúsund árum hafa geymzt betur í hellum en úti á víða- vangi. Veiðimennirnir urðu að fylgja dýra- hjörðunum og hafa búið í tjöldum. Það er margt, sem bendir eindregið til þess, að veiðimennirnir eftir lok ísaldar eigi sök á útrýmingu hinna stórvöxnu spendýra. Það voru aðeins hin stórvöxnu spendýr, jurtaætur, sem dóu út, en hin minni kom- ust vel af. Og dýrategundir tóku ekki að hverfa í stórum stíl, fyrr en þróuð veiði- mannafélög bárust inn á viðkomandi svæði. Þannig gerðist það um heim allan. Þótt allir vísindamenn hafi ekki fallizt á útrýmingarkenninguna, eru þeir þó sam- mála um dæmi þess, að aðkomnir veiði- menn hafi gersamlega útrýmt heilum teg- undum spendýra. Á Madagaskar útrýmdu landnemarnir, sem þangað komu fyrir um 1000 árum, nær allri spendýrafánu eyjar- innar. Og það voru óumdeilanlega veiði- menn, sem gengu af risastrútnum aldauð- um á Nýja Sjálandi. ÖXIN BOÐAÐI HNIGNUN í Afríku hófst hnignun spendýrafánunn- ar fyrir um 60000 árum í kjölfar AKAUL- áhaldamenningarinnar, er einkenndist af notkun handaxa. Um 30 af hundraði afr- ískra tegunda miðlífsaldarspendýra urðu þá aldauða. í Norður-Ameríku hófst hnignunin fyrir um 11000 árum, og á næstu 1000 árum hurfu 70 af hundraði norður-amerískra spendýrategunda með öllu. Svo vill til, að um þetta leyti hófu nútímamenn innreið sína í Norður-Amer- íku. Einnig bendir það til íhlutunar manns- hæft ins, að engin dýr komu í stað þeirra, er hurfu af sjónarsviðinu. Lífsrými þessara aldauða tegunda hefur verið ónotað, nema hvað tamin dýr hafa fyllt upp í það að nokkru. Mikilvægur þáttur í samlífi ýmissa dýra- og plöntutegunda sem og í sambúð manna og dýra er hin svokallaða sam- þróun. Tvær tegundir, sem eru í sama lífsrými, og hafa samskipti að ráði, þróast ekki með öllu óháð hvor annarri. Þróun annarrar tegundarinnar hefur áhrif á þróun hinnar. Slík víxláhrif kalla líffræð- ingar samþróun (co-evolution). Þannig þróast rándýrið til dæmis með bráð sinni. Afrískir gíraffar og antílópur „þekkja" hin ýmsu brögð óvina sinna svo sem ljóna og villihunda og kunna því að bregðast viö þeim. Og á sama hátt bætir rándýrið, sem er í stöðugu nábýli við bráð sína, veiðiaðferðir sínar. í hundruð þúsunda ára átti sér stað samþróun milli hin#a stórvöxnu spendýra í Afríl^^g mannanna, sem reyndu að veiða þau. Mennirnir bættu veiðiaðferðir sínar, þeir lærðu að nota vopn, búa til gildrur og reka dýr inn á afgirt svæði. En veiðidýrin lærðu að óttast hinn slynga veiðimann. Eitraðir Spjótsoddar KOMU SNEMMA En það var dálítið sérstakt við þennan veiðimann, og þróun dýra og manna varð með ólíkum hætti. Þegar maðurinn var farinn að tala, breiddist ný þekking og kunnátta hraðar út á meðal manna og þar með nýjar veiðiaðferðir. Sem dæmi má nefna, að menn tileinkuöu sér á skömmum tíma þá aðferð að nota eitraða spjótsodda. En þróun dýranna gekk hina hægu, líffræðilegu leið gegnum erfðir. Það tekur margar kynslóðir þeirra, að breyting á viðbrögðum verði eðlislæg. Og þessi ójafna þróun leiddi brátt til mikilia yfirburða mannsins. En áður hafði samþróunin um milljónir ára gefið flestum hinna stór- vöxnu spendýra nægan tíma til að laga sig að aðstæðum og halda velli. Nær 70 af hundraði spendýrategunda i Afríku lifðu þróunina af fram til vorra daga. En þessu var allt öðru vísi háttað á þeim landsvæðum, þar sem veiðimenn námu ekki land fyrr en seint. Landnám Ástralíu átti sér stað fyrir um 40000 árum, og þar dó um helmingur hinna stórvöxnu spen- dýra út. Til Norður-Ameríku komu veiði- mennirnir fyrir um 12000 árum. Þeir komu yfir Beringssund til Alaska og héldu þaðan / Suður-Amcríku fyrir 10000 árum. Mastódontar eða frumfílar, risabeltisdýr, risaletidýr, sem gat orðið allt að 7 metra langt, og sverðköttur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. MARZ 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.