Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Side 10
á tiltölulega skömmum tíma til Norður- og
Mið-Ameríku. Þar höfðu veiðidýrin of
stuttan tíma til að vara sig á hinu hættu-
lega „rándýri" sem maðurinn var'
Poul Martin, sem áður er getið, hefur
sett upp dæmi, sem á að sýna fram á, að
lítill hópur iandnema geti vaidið því, að
milljónir dýra séu drepnar og stuðlað
þannig að utrýmingu þeirra. Hann hugsar
sér, að 100 manna hópur fari frá Kanada,
sem nú er, til að nema land fyrir sunnan, í
Norður-Ameríku. Hann reiknar með ár-
legri mannfjölgun 2,6%, en að aðeins
fjórði hver maður sé veiðimaður, og að
hver þeirra drepi 13 dýr á ári.
Að gefnum þessum forsendum eru íbúar
Norður-Ameríku orðnir 1,2 milljónir eftir
330 ár, og 209 milljónir villidýra hafa verið
lagðar að velli. Reyndar myndu dýr eins og
mammútar þegar hafa verið útdauð að 150
árum liðnum, samkvæmt þessum útreikn-
ingi. En 80 af hundraði spendýrafánu
Norður-Ameríku frá þessum tíma dóu út.
f Suður-Ameríku, þar sem landnám
manna hófst fyrir um 10000 árum, náði
útrýming hinna stórvöxnu spendýra há-
marki, en 90 af hundraði þeirra tegnda, er
þá lifðu þar, urðu aldauða. Hin uppruna-
legu stakdýr eins og til dæmis risaletidýr-
in voru auðveld bráð fyrir hópa veiði-
manna, sem vopnaðir voru spjótum. Að-
eins duglegustu spendýrin áttu sér undan-
komu auðið.
Löng samþróun með mönnum gaf hins
vegar öðrum dýrategundum færi á að auka
lifsrými sitt. Mýs og rottur lærðu að meta
kosti nábýlisins við menn. Matarforði
manna og matarleifar var þessum dýrum
næsta öruggt lífsviðurværi. Meðal fugla
eru það fyrst og fremst spörfuglarnir, sem
hafa kunnað að færa sér i nyt návist við
mennina.
Húsdýrahald eða tamning villtra dýra-
tegunda hefur einnig átt þátt í útrýmingu
margra tegunda stórra spendýra, en dýra-
tamning hófst fyrir þúsundum ára á mörg-
um stöðum á svæðinu frá Sinai til Suð-
austur-Asiu. Fyrst voru það hænsni, hund-
ar, svín, nautgripir, hestar, sauðfé, geitur
og úlfaldar, sem menn reyndu að gera sér
undirgefin. Einkum voru það að sjálfsögðu
hin „spöku" og viðráðanlegri dýr, sem val-
in voru til tamningar, og þau voru siðan
oft notuð sem tálbeita til að ná fleiri villt-
um dýrum.
Flestir hinna „villtu" forfeðra þeirra
dýrategunda, sem nú eru tamdar, eru út-
dauðir. Við þekkjum hvorki hið villta,
arabiska kameldýr né heldur villihestinn,
og forföður nautgripa okkar, úruxanum,
var útrýmt fyrir óralöngu.
Enn eiga fornleifa-dýrafræðingar mikið
verk óunnið, áður en þeir geta gert sér
fulla grein fyrir því, að hve miklu leyti
veiðimenn hafi þegar í árdaga haft áhrif á
lífríki jarðar. En það virðist þó ljóst, að
sagan af hinum „göfugu villimönnum",
sem hafi lifað í sátt og samlyndi við nátt-
úruna og umhverfi sitt, sé aðeins ævintýri.
VEIÐIMANNALÍF á
Steinöld
Steinaldarmenn fyrir 12000 árum voru
veiðimenn og fæðusafnarar. Þó er ekki vit-
að með vissu, hvernig mataræði þeirra
hafi verið háttað. Erfitt er að greina, hver
hlutföliin hafi verið milli dýra- og jurta-
fæðu, því að þær litlu leifar af grænmeti,
sem fundizt hafa á aðsetursstöðum stein-
aldarmanna, benda aðeins til þess, að þeir
hafi ekki verið hreinar kjötætur.
Þó telja margir fornleifafræðingar, að
villidýrakjöt hafi verið meginhluti fæðu
þeirra. Á gresjum Evrópu og Ameríku var
mikill fjöldi villidýra á þessum tíma, en
aftur á móti lítið um ætijurtir fyrir menn,
eins og til dæmis berávexti, á þeim breidd-
argráðum.
Hversu mikilvæg dýrin voru þessum
mönnum og hve vel veiðimennirnir þekktu
þau, kemur ljóslega fram til dæmis í
myndum, sem ristar hafa verið í veggi
hellis við Altamira á Spáni. Meðfylgjandi
mynd sýnir vísund kelfa kú.
Veiðidýrin voru steinaldarmönnum
þessum ekki aðeins mikilvæg til fæðuöfl-
unar. Áhöld, klæði, skart og meira að segja
efni í bústaði voru gerð úr beinum og
skinnum dýra. Þar sem engir hellar voru,
eins og til dæmis í Austur-Evrópu, voru
bein, sinar og skinn notuð í tjöld. Þau voru
fest niður með beinum, og í þeim miðjum
var staður, þar sem var eldað og kynt.
Stöðugar endurbætur á áhöldum gerðu
veiðimönnunum kleift að nýta bráðir sínar
æ betur, og það kann að vera ein megin-
ástæðan til hinnar miklu fólksfjölgunar á
þessum tíma. En hún kemur meðal annars
fram i því, hve víða menn námu land í
fyrsta sinn á þessu tímabili.
S».Ásg. tók saman, aAallega úr „Bild der Wiss-
eaaehari“
Andlitsmyndin
Smásaga eftir Asbjörn Hildremyr
Yst á bryggjubrúninni stendur stráka-
flokkur í hálfhring og snýr baki við
drengnum, sem ekki er nema átta ára.
Þeir standa svo þétt, að bökin á þeim
mynda samfelldan múr. En fyrir fram-
an þá er eitthvað á ferðum, sem dregur
að sér athygli þeirra, og jafnt sem hann
uppgötvar þetta, finnur hann að sama
aðdráttaraflið verkar á hann sjálfan, eins og hann sjái
það sem þeir sjá, þó að hann sjái það ekki, jafnvel ennþá
sterkara, af því að þeir eru svo margir og standa svo
þétt saman, að greinilegt er að þeir vilja fela það fyrir
honum.
Hann þekkir þessa pilta. Og hann veit að tilraun af
hans hálfu til að troðast fram milli þeirra jafngildir
pöntun á vel útilátnu kjaftshöggi. Hann verður að klifra
út fyrir bryggjukantinn niður á timburplankana, sem
festir eru eins og kragi utan á bryggjumúrinn, til þess
að komast framhjá strákunum og sjá það sama og þeir.
Með varfærni þreifar hann fyrir sér með fótunum, held-
ur sér með báðum höndum í bryggjubrúnina og gægist
með hryllingi niður í olíumengað skolpvatnið í höfninni,
samtímis því sem hann þrástarir á afsleppan tréplank-
ann, sem hann leitar jafnvægis á.
„Nei, sjáiði nú kauða,“ segir einn af þeim sem stendur
næst honum. „Það er aldrei að hann er orðinn kjarkað-
ur! Muniði hvurnig hann vældi þegar við sýndum hon-
um, að það er ekkert hættulegt að fara fram á brúnina?
— Þú ert laglega forvitinn núna, eða hvað?"
Hann stirðnar af reiði þegar hann heyrir háðsglós-
urnar. Svarar ekki. Sest bara á bryggjuna með fæturna
fram af og bindur skóreim, sem strangt tekið hefði ekki
þurft að binda. Leggur sig allan fram um að sýna þeim,
að hann sé hvorki hræddur né forvitinn — að hann gefi
skít í það sem þeir eru að glápa á. En nú sér hann út
undan sér, að það er lítill rauðhærður maður, sem situr
framan við einkennilega grind, sem léreftsdúkur er
strengdur á. Hann er með þvengmjóan og skaftlangan
pensil í annarri hendinni, í hinni heldur hann á litlum
tréhlemm með hrærugraut af marglitum málninga-
klessum á, situr og einbllnir til skiptis út á höfnina og á
dúkinn, með hvössu skimandi augnaráði út í sólskinið,
hrærir fyrst með penslinum í einni litaklessunni, svo í
annarri, smyr marglitri leðjunni út um dúkinn með
snöggum hreyfingum, stansar stundum og hallar sér
aftur á bak í stólnum og rýnir staðfastur og vandfýsinn
á dúkinn, heldur svo áfram aö klína á hann litnum.
Málarinn ber á höfði sér stóra svarta alpahúfu, hann
er í þykkri kuldaúlpu með uppbrettan kraga, enda þótt
nú sé miðsumartíð og flestir strákarnir með bera fót-
leggi og í stuttbuxum.
Drengurinn þekkir strax þennan skrýtna mann sem
málar. Hann hafði verið um borð í skipi föður hans,
meðan það hafði verið notað sem varðskip á Eyjafirði í
vetur. En þá hafði hann valsað um í sjóliðsforingjabún-
ingi með gyllta hnappa og gullsnúrur á jakkaermunum.
Karlarnir um borð höfðu nefnt hann „listmálarann" og
hlegið að honum, af því hann varð sjóveikur, þó að ekki
væri nema meinlaus vindbára á firðinum, og þeir höfðu
sagt, að hann hagaði sér eins og piparkelling og hugsaði
mest um að skíta ekki út þennan fina einkennisbúning
sinn.
Um þær mundir hafði hann rissað upp á blað blý-
antsteikningu af drengnum, við lampaljós frammi í há-
setaklefa eitt kvöldið. Á pappírsblaðinu mátti síðan líta
alvarlegt drengsandlit undir úfnum og stríðum hár-
lubba. Faðir drengsins hafði sagt, að þetta væri maka-
laust góö teikning, en drengnum sjálfum leist ekki
meira en svo á hana. Hann virtist svo gróflega skítugur
með öll þessi svörtu blýantsstrik í andiitinu, fannst
honum.
Málarinn uppgötvaði vonbrigðin í augum drengsins.
„Mig langar að mála þig einhvurn tíma seinna, gera
af þér alminlega andlitsmynd. Þú ert ágæt fyrirsæta,"
sagði hann á ensku.
Pilturinn hafði lært hrafl í ensku af hermönnunum,
sem höfðu aðsetur í bænum, en nú varð pabbi hans að
koma honum til liðs, svo þessi gleðiboðskapur kæmist
óbrenglaður til skila.
Síðan hafði hann svona hérumbil gleymt þessu. En nú
kemur málarinn allt í einu auga á hann og brosir og
gefur honum bendingu um að koma nær.
„Þú ert norski strákurinn, sem ég gerði mynd af í
fyrravetur, er það ekki?“ spurði hann á ensku. „Teikn-
aði,“ endurtekur hann á bjagaðri norsku til skilnings-
auka, þegar hann sér að pilturinn starir á hann spurj-
andi.
Drengurinn finnur að feimnin hverfur honum, þegar
hann heyrir hvað báglega Englendingnum ferst að tala
norskuna.
„Já,“ svarar hann á ensku. Það getur hann að minnsta
kosti sagt, og nokkur orð í viðbót ef með þarf.
„Langar þig að sjá hvað ég er að gera?“
„Já.“
Strákaflokkurinn sem umkringir málarann víkur sér
til hliðar í lotningu og hleypir honum að. Hann er
skyndilega orðinn nærri því eins merkilegur og sjálfur
meistarinn, þegar þeir sjá. að pilturinn þekkir hann og
getur þar á ofan talað við hann. Þeir eiga ekki kost á
öðru meira en að glápa á undrið tilsýndar. Enginn hefur
boðið þeim að koma nær til að sjá.
Pilturinn horfir og horfir og verður utan við sig and-
spænis myndinni, sem málarinn galdrar á léreftsdúk-
inn, gleymir því jafnvel að vera miðpunktur athyglinn-
ar lengur. Hann tekur varla eftir, að strákahópurinn
leysist upp og þeir rölta sneyptir í burt: þeir hafa verið
niðurlægðir.
Myndin er næstum því fullgerð, og hann þekkir þetta
allt saman: fjörðinn með sólgliti á smábáru, bátana,
höfnina, fjöllin, himininn — þetta er þarna allt. Hann
lítur af málverkinu á umhverfið og þekkir aftur hvað
eina, og hann veit að þetta er eitthvað nýtt og dásam-
legt — og ólýsanlegt.
„Þér líkar myndin?"
„Já, ojá. Afskaplega."
Málarinn skynjar aðdáunina í rödd drengsins og
horfir lengi á hann.
„Mér þætti gaman að mála andlitsmynd af þér — hef
ég ekki áður minnst á það við þig? — Þú hefur skemmti-
legt andlit, mjög svo skemmtilegt. Gætum við byrjað á
morgun?" Hann talar hálfvegis eins og hann sé úti á
þekju, en spurningunni í lokin beindi hann beint til
drengsins.
„Byrja?“ — hann er akki alveg viss um hvað við er átt
með þessu: að byrja á morgun. Veit ekki hvað það er að
vera „módel", sem málarinn talar um, en fær skýring-
una með látbragði og bendingum, og einstaka orð skilur
hann i máli Englendingsins: Hann á að sitja á stóli
meðan málarinn býr til mynd af honum, alveg eins og
hann bjó til mynd af höfninni og landslaginu í kring.
Hann mundi eftir óskiljanlegri taugaspennunni, sem
hann hafði verið haldinn af, meðan málarinn dró upp
þessa teikningu af honum í vetur, og hvað einkennilegt
hafði verið að sjá eitthvað, sem á vissan hátt hafði verið
hann sjálfur, enda þótt hann hefði ekki verið alveg
ánægður með myndina. En þetta núna leit út fyrir að
verða miklu meira spennandi, fannst honum.
„Er það þá í lagi á morgun?"
„Það er í lagi.“
Móðir hans var ekki jafn hrifin og hann hafði vænst,
þegar hann kom heim og sagði henni frá þessu.
„í hvurju ætlar þú svo að vera? Þú verður að líta út
eins og mennskur maður, þegar þú ferð að sitja fyrir
hjá útlendum listmálara," sagði hún, og missti fram úr
sér svolítið andvarp, sem átti að merkja, að hún hefði í
öðru að snúast. Þar með settist hún niður til að ljúka
við að prjóna peysu, sem hún var að útbúa handa hon-
um. En morguninn eftir þegar hún hafði lokið við peys-
una og fór að máta hana á hann, þá varð hún ánægð:
„Þú lítur næstum því út eins og lítill prins,“ sagði
hún. Annað eins hafði hún aldrei sagt fyrr, og hann var
ekki hárviss um að hún hefði rétt fyrir sér né hvort hún
hefði átt að segja þetta. En peysan var falleg, með
gyllta hnappa og hvítan skrautbekk á bláum grunni.
Kannski var hann ekki alveg ólíkur prinsi, sem hann
hafði einu sinni séð á mynd í ævintýrabók.
Hann getur ekki á sér setið að fylgjast með hvurri
hreyfingu málarans meðan hann vinnur, og allan tím-
ann kvelst hann af forvitni — að vita hvurnig myndin
v'erði. Tvo klukkutíma á dag verður hann að sitja hreyf-
ingarlaus á stólkolli, meðan hann reynir að fá veður af
því sem er að gerast á léreftinu, en hann fær ekkert að
sjá.
„Ekki fyrr en hún er búin,“ er honum svarað, þegar
hann spyr hvunær hann megi líta á myndina.
Hann spyr ekki aftur, og þeir tala ekki orð saman,
nema þegar málarinn segir, að hann megi ekki hreyfa
sig, ekki snúa höfðinu til og frá, ekki depla svona oft
augunum. Helst er svo að skilja að hann megi ekki
lengur draga andann því oftar sem hann kemur til að
sitja fyrir og fleiri dagar líða. Smátt og smátt breytist
eftirvæntingin í leiðindi og efasemdirnar vakna: Verður
þetta yfirleitt nokkur mynd? — Er það kannski þess
vegna, sem hann fær ekkert að sjá?
En hann segir móður sinni ekki frá þessu, þegar hún
spyr hvurnig þetta gangi. Hann segir að málverkið sé
fínt og bráðum sé það fullgert. Og það eru fleiri, sem
eins gott er að umgangast með varúð þessa dagana.
Þegar strákar sem mæta honum á götunni spurja,
hvurs vegna hann sé svona dragfínn á rúmhelgum degi
þá svarar hann út í hött og segir að hvursdagfötin séu f
viðgerð. Þeir skulu ekki fá of mikið að vita, þessir
peyjar. Hann hefur það á tilfinningunni, að kannski sé
hlægilegt að sitja eins og brúða tímunum saman meðan
tvö augu horfa þvert í gegnum hann og eru ýmist að
skoða hann sjálfan eða þetta sem hann fær ekki að sjá.
Hann hefur vit á að halda sér saman um þetta. Einn af
strákunum frá bryggjunni hafði laumast að honum og
slegið hann utan undir daginn eftir að málarinn talaði
við hann, og öngvan annan en hann, og hann var viss
um að það var af öfund. Hann vissi að hæðnishláturinn
og öfundin eru nágrannar.
Það liðu þrjár vikur þangað til málverkið var fullgert.
Þá var hann orðinn svo leiður á öllu saman, að það var
á takmörkunum, að hann kærði sig að líta á það, þegar
málarinn sagði, að nú mætti hann koma fram fyrir
trönurnar.
Strax og hann lítur á myndina veit hann að þetta er
hann. Það er næstum því eins og að sjá sjálfan sig í
spegli. Samt er það öðruvísi, því að hann hefur vald á
spegilmyndinni. Hún hagar sér í samræmi við hreyf-
ingar hans: grettir sig, brosir, gefur langt nef. Þegar
10