Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Síða 11
Mynd/Bjarni Ragnar
hann var yngri, gat hann setið langar stundir fyrir
framan spegil og gert at í myndinni af sér. Reyndar vill
hann helst gleyma því, hann skammast sín hálfpartinn
fyrir barnaskapinn. En málverkið er bæði það sjálft og
hann sjálfur samtímis. Það er hreyfingarlaust og
óumbreytanlegt, en augun í því eru undarlega lifandi.
Það er eins og þau horfi beint framan í hann án afláts,
fylgi honum þegar hann flytur sig til, án þess að þau
hreyfi sig, og alltaf með þennan spurnarsvip, eins og
þau langi til að vita hvur hann sé. Og honum finnst
hann ekki alveg vera sá sami sem hann var áður en
hann fékk að sjá þetta — næstum eins og eitthvað hafi
verið tekið frá honum. Hann starir ráðþrota og berg-
numinn á málverkið og getur ekki gert sér grein fyrir
hvurnig honum lítist á það. Honum finnst það gott, en
finnur líka, að hann hefur einkennilega og fælna andúð
á þessum augum, sem eru hans augu og horfa þó á hann
utanfrá alla tíð.
„Finnst þér það gott?“ spyr málarinn.
„Já.“ — Hvað annað gat hann sagt? „Það er fallegt."
Hann hefur aldrei á ævinni séð neitt svo fallegt fyrr —
ekki einu sinni litmyndina af óskari konungi, sem hékk
á stofuveggnum heima hjá afa hans.
„Já, ég held líka að það sé gott, — kannski besta
mynd sem ég hef málað. Ég er viss um að ég gæti selt
hana fyrir þúsund krónur."
Þetta var hugmynd, sem aldrei hafði skotið upp kolli
í honum, að myndin gæti verið nokkurs virði. Hann
hafði varla nokkru sinni heyrt nefnda svo háa tölu í
sambandi við peninga.
„Förum með hana heim til mömmu þinnar. Kannski
að henni þyki hún góð líka.“
„Ertu ánægð með hana?“ spyr hann eftirvæntingar-
fullur, þegar mamma hans lítur á hana, og finnst allt í
einu óskaplega mikilvægt, að hún segi já, því að frá
bæjardyrum hans þýðir það svar hennar í rauninni,
hvort henni lítist vel á sjálfan hann.
„Já, jú, mér finnst hún reglulega góð,“ svarar hún. Og
áréttar, þegar hún hefur skoðað hana betur: „Ég er
alveg hissa hvað hún hefur tekist vel.“
„Hann segir að hún kosti minnst þúsund krónur,"
upplýsir drengurinn með snert af stolti í röddinni.
Um leið og hann hefur sagt þetta, sér hann á svip-
brigðum hennar, að eitthvað mikið hefur farið úrskeið-
is.
„Þú hefur þó ekki sagt, að við vildum kaupa mynd-
ina?“ spyr hún skelkuð.
„Nei,“ svarar hann snöggt.
„Hvurs vegna kemur hann þá hingað með hana?"
„Hann vildi bara sýna þér hana og vita hvort þér
líkaði hún.“
Hún lítur á hann með augum fullum af grunsemdum,
og hún getur vel haft ástæðu til þess. Hún veit að
stundum á hann það til að segja það sem hann vill að sé
sannleikur.
„Þú verður að segja honum að hann verði að tala um
það við hann pabba þinn, því að ég skil hvort sem er
ekki orð af því sem hann segir." Rödd hennar er strang-
ari en hún er vön að vera.
Hann finnur örvæntinguna magnast innra með sér.
Málarinn gæti staðfest, að hvurt orð sem hann segir er
satt, en það er eins og að hafa sannleikann vel geymdan
bak við læstar dyr, og lykillinn að þeim týndur. Þeir
fullorðnu eru skrýtnir: annaðhvort kunna þeir eitthvurt
ákveðið tungumál, eða það er þeim lokuð bók, sem þeim
dettur aldrei í hug að opna. Og pabbi hans er ekki hér.
Skipið, sem hann er á, hefur verið í birgðaflutningum
fyrir hernámsliðið í höfuðstaðnum svo mánuðum skipt-
ir, og enginn veit hvunær hann kemur til baka, eða hvort
hann kemur til baka.
Hann reynir að útskýra þetta allt fyrir málaranum,
en hann skilur víst ekki nema sumt, því að hann gerir
ekki annað en að brosa, og loksins segir hann, að sjálfur
fari hann bráðlega til höfuðstaðarins, og þá muni hann
vafalaust hitta pabba hans.
„En málverkið ... ? “ spyr drengurinn.
„Haltu því bara.“
Drengnum finnst hann sé að dragast lengra og lengra
út í ófæru, því ákafar sem hann reynir að losa sig úr
henni. Og eftir að málarinn er farinn, stendur andlits-
myndin kjur í stofunni, eins og staðföst áminning um
sverðið sem hangir yfir höfði hans: málverkið kostar
þúsund krónur, og svipur móður hans hafði sagt honum
skýrar en orð fá lýst, að slíkt verð þýddi ekki að nefna
oftar í hennar eyru. Málarinn vildi ekki taka það með
sér aftur, og það var eins og það stæði þarna sem
óbifanleg krafa um lausnargjald. Það var eins og málar-
inn hefði tekið hann til fanga og fest hann inn í þennan
léreftsdúk og hygðist aldrei sleppa honum þaðan, nema
að hann fengi peningana. í hvurt sinn sem hann kom
inn í stofuna, mætti honum spurjandi augnaráð hans
eigin andlits. Mest langaði hann til að taka það og fela
það, eyðileggja það, brenna það til ösku, hvað sem vera
skyldi. En hann vissi að allt var þetta jafn ómögulegt.
Um haustið fluttu þau til höfuðstaðarins. Móðir hans
sendi hann þó fyrst á skrifstofu sjóhersins til þess að
reyna að finna málarann og biðja hann að sækja and-
litsmyndina, en honum var sagt, að þessi maður væri
hér ekki lengur.
„Það er þá víst ekkert til ráða annað en taka þetta
með sér og hafa það hjá sér,“ andvarpaði móðirin.
Jæja, þarna stóð drengurinn fullur nagandi sam-
viskubits, en jafnframt í örvæntingarfullri von um, að
einhvurn veginn mundi rætast úr þessu.
„Kannski hittum við hann aldrei framar. Þá getum
við bara haldið myndinni?" sagði hann.
„Margt má maður hlusta á af þínum munni," sagði
hún örg og æf, „það væri nú svona hérumbil það sama
og að stela því. Það er meira ólánið, að þú skyldir flækja
þig í annað eins og þetta.“
Hann þagði og var miður sín. Hjartað í brjósti hans
grét.
Kvöld nokkurt nærri því tveimur árum seinna birtist
málarinn aftur. Faðir drengsins hafði hitt hann á
knæpu niðri í bæ og boðið honum heim með sér. Þeir
voru dálítið undir áhrifum og höfðu með sér vökva, sem
þeir dreyptu á öðrum hvoru.
Þá rak málarinn augun skyndilega í myndina og
sagði:
„Well. Nú sé ég að þetta er langbesta andlitsmynd,
sem ég hef nokkurn tíma gert. Ég mundi borga þér tvö
þúsund krónur fyrir hana, ef þú vildir selja mér hana
aftur.“
„Nei, Sir, myndin af stráknum er ekki föl,“ sagði
faðirinn, glettinn og hýr af öllum snöfsunum. Þeir körp-
uðu um þetta stundarkorn í allri vinsemd. Þangað til
drengurinn sem hafði hlustað á þá allan tímann gat
ekki lengur á sér setið:
„En við keyptum hana aldrei af þér,“ sagði hann við
málarann. „Þú sagðir að hún kostaði þúsund krónur og
við áttum öngva peninga."
Málarinn leit á hann, augun í honum voru dálítið rök
og mistruð. Hann hristi höfuðið og sagði:
„Ég held þú hafir misskilið mig, drengur. Ég gaf þér
myndina. Þúsund krónur, já? Ég sagði það til þess að þú
vissir hvurs virði hún væri.“
Asbjörn Hildremyr er norskur, (æddur 1932. Atta ára gamall
flýöi hann ásamt toreldrum slnum og fleira fólki frá Brattvog á
Sunnmæri. Þau ætluðu til Amerlku en komust aðeins til Fær-
eyja. Asbjörn komst slðan til Islands og dvaldi hér sem flótta-
maöur til strlðsloka. Hann lærði Islenzku, en flutti aftur með
fjölskyldu sinni til Noregs eftir strlöiö og hefur átt þar heima þar
til I fyrra, aö hann flutti til íslands og vinnur I Hamri sem
sölumaöur. Asbjörn hefur þýtt yfir 20 Islenzkar bækur á norsku
og tvepr bækur eftir hann hafa verið þýddar á islenzku. Smásag-
an, sem hér birtist, hefur Asbjörn frumsamiö á Islenzku.
Ronan Huon
Slíkir menn
Til eru slíkir menn
sem meitla og fága mál sitt,
og aðrir menn
sem misbjóða því æ.
Til eru slíkir menn
að fyrir land sitt deyja,
og aðrir menn,
sem falsa sögu þess.
Til eru slíkir menn
að fórna sjálfum sér
og þola af öðrum
sektardóm í laun.
Til eru menn,
sem gorta af sinni dáð,
og aðrir menn,
sem erfiða í þögn.
Til eru slíkir menn,
að fá sem flestum borgið,
og aðrir sem ei hyggja
að öðru en eigin hag.
Til eru slíkir menn
að raka að sér auði,
sem aðrir skapa
í sveita andlits síns.
Til eru slíkir menn,
að svíkja bróður sinn
þó viti að böðulshönd
hans bíði verkafús.
Og til eru slíkir menn,
sem handtak aldrei unnu.
Ó, að vér yrðum öll
af eigin verkum dæmd.
Jerzy Wielunski Póllandi sneri á Islensku úr bretónsku, sem er
keltneskt mál talað á Bretagne-skaga og vlðar I norövestur
Frakklandi. Guðmundur Danlelsson hreinskrifaði.
Magnús Guðbrandsson
í léttum dúr
LÍF
Maðurinn þráir kvenkyn
kæri hann sig um ástvin
girnd gerist stíf.
Kona vekur karls skyn
krakki verður reyndin
kært kveiknar líf.
ELLI
Hún er erfið gamla glíman
gefur bara fánýt stig
reyndu samt að tefja tímann
tíminn ætlar að vinna þig.
Vitanlega alltaf er
öruggt hvernig glíman fer
en komið yfir elli-svið
Eilífð getur tekið við.
Magnús Guöbrandsson er 89 ára Reykvlkingur og var áöur
fulltrúi hjá Olluverzlun (slands hf.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. MARZ 1985 1 1