Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Side 13
Irma Weile og Ásmundur heima bjá sér i Lindargötunni. k^jLut' ítt-ir.iwir, Til " Radioens h».**n fra- Island !f Dao om- fatter et HyldesAtdj£lt, ot den Islondske Digter Asmundur Jonsson. VI bringer "her Digtet I dansk Gengivelse ved den is- landske Digter Karl Einarsson. ISLANDS KONGE 26. SEPTEMBER 1940 þýtt á dönsku af hertoganum af St. Kilda (Karli Einarssyni Dunganon) og birt í Berlingske Tidende. Ekki mun skáldið hafa hagnast á þessu framtaki sínu. Konngur sendi þakkarkort og auk þess fékk Ásmundur lítilsháttar styrk frá danska menntamálaráðuneytinu. Ég átti þá heima í Höfn og varð var við að fólki þótti skemmtilegt að hlusta á ís- lenzka skáldið lesa hyllingarljóð til kon- ungs, þótt málið væri flestum óskiljanlegt. Enda þótt konungshylling Ásmundar þætti ýmsum löndum hans kímileg, var hún þó í samræmi við almenningsálitið í Danmörku sem gerði ráð fyrir að ísland myndi ekki slíta sambandinu og þeirrar skoðunar mun Stauning forsætisráðherra hafa verið og konungur einnig, eins og ljóst kemur fram í ævisögu Jóns Krabbe. Styrktist þetta álit við heimsókn Staun- ings til Islands 1936. Hann var allra manna lausastur við fordóma og yfirráða- fíkn. Það skyldi þó aldrei vera að hið al- kunna reykvíska snobb hafi villt um fyrir hinum dönsku gestum! VOR Konge, din Mindedags Lovsang skal lyde. Ledestjernen blusser over blegnede Aar. Din mildspændte Vilje fandt redebon Lpsning f0rst i dig selv — derfor vandt du os andre. Dit dobbelte Rige knytter dig Krans; Konge, du hyldes, thi klart har du hævdet vore Kendetegn. Vor Konge, du knyttes ved Hjertelags Baand til Udnordens Ætfolk. Kuldelands Varme, lysende Hvælv over m^rkladne Bjílgers hvidt skummende Uro. - Stjernedug myldrer og glider blegt ind i Nydagens Brænding. Bakkerne skraaner paany ned i Vandspcjlvt. Angst og fro higer Havet mod Tindernc. Fyrsta og sjötta erindi úr kræði því, sem Ásmundur /hitti Danakonungi. Það birtist í Berlingske Aftenavis 26. september 1940. Brjóstmyndin Og Sálin Eftir að Ásmundur fluttist heim vænti hann þess að hann fengi skáldastyrk en það brást. Urðu víst til margar snjallar vísur af því tilefni. Annars mun hann lítið hafa starfað eftir að hann kom heim, enda var hann þá orðinn heilsuveill. Þó flutti hann ljóð í útvarpi, bæði eftir sjálfan sig og aðra. Flutningur hans var með ágætum, einkum er hann flutti ljóð uppáhalds- skálds síns, Einars Benediktssonar. Þeir höfðu kynnst og Ásmundur þreyttist aldr- ei á að segja frá samfundum þeirra, af þeirri snilld sem honum var lagið. Orð- kynngi hans var orðlögð og málsmekkur. Nefna mætti ennfremur að hann hafði ríka eftirhermugáfu. En því miður voru það aðeins vinir hans sem kynntust þess- um þætti í fari hans. Gaman hefði verið að hafa frásagnir hans á segulbandi. Ýmsar sögur hafa myndast um Ásmund sem lýsa honum vel en flestar þeirra eru líklega gleymdar. Hann gat oft verið mein- legur í orðum um menn og málefni, og þeir menn voru til sem tóku því miðlungi vel en fátt er nú til frásagnar um það. En þó minnist ég eins atviks sem var sérkenn- andi fyrir hann. Það mun um tíma hafa verið í tísku hér (eins og víöar) að menn létu gera brjóstlíkan af sér og í þeim er- indagerðum sneri hann sér til mynd- höggvara sem hann þekkti og fékk hann til að gera höggmyndina. Eitt sinn fer Ásmundur að heimsækja listamanninn á vinnustofu hans, en þá hafði hann lokið við brjóstlíkanið. Hann gekk hægt og virðulega um gólf og athug- aði nákvæmlega höfuð sitt í gifsi, velti vöngum og brosti kankvislega. Listamað- urinn spyr hann þá hvernig honum lítist á listaverkið. „Ágætlega," svarar Ásmundur, en bætir svo við eftir stutta þögn: „En það er eins og sálin komi ekki nægilega skýrt fram.“ Listamaðurinn tók þessari athuga- semd skáldsins með jafnaðargeði, en ekki er þess getið að hann hafi fengist meira við listaverkið. Ásmundur lét gera ljósmynd af högg- myndinni og sú mynd kom í öllum blöðum sem hann komst í kynni við í Danmörku. Hún fylgdi konungskvæðinu er það kom í danskri þýðingu í Berlingske Tidende. — Síðan lét Ásmundur aldrei birta aðrar myndir í blöðunum. Það er erfitt að bregða upp skýrri mynd af þessum sérkennilega manni sem lifði meira í fortíðinni en samtið sinni. Andrés Kristjánsson ritstjóri kemst svo að orði í eftirmælagrein i Tímanum: „Mun það illa farið að ekki varðveittist í rituðu máli meira af fróðleik Ásmundar um þetta (þ.e. menn og málefni er hann kynntist) en raun ber vitni.“ Þetta er hárrétt. Mynd þessa sérstæða manns getur aldrei orðið fullkomin af því sem eftir hann liggur á prenti. Ásmundur var fátækur alla sina ævi. En hann var fyrirmannlegur í fasi og það sást ekki á honum að hann hefði farið á mis við þau verðmæti sem mölur og ryð fær grandað. Ungverska Söngkonan Kona Ásmundar frá Skúfsstöðum, Irma Weile Barkany, var af dansk-þýzkum og ungverskum ættum. Faðir hennar, Jens Weile, var prófessor í fornfræði við há- skólana í Písa og Flórens. Hann var einnig þýzkur ræðismaður. Jens Weile var af þýzk-dönskum ættum og einn af forfeðrum hans var aðalmaður- inn við að styrkja Hans Egede til Græn- landsferðar, er hann ætlaði að ganga úr skugga um hvort afkomendur íslendinga fyndust enn á Grænlandi og endurlífga kristna trú meðal þeirra, svo og boða eski- móum trú. Kona Jens Weile var ungversk, Stefanía Barkany að nafni. Systir hennar var hin heimsfræga leikkona María Barkany. Báð- ar voru þær systur frá Búdapest. — Það mun vera ástæðan fyrir því að Irma taldi sig stundum vera Ungverja. Prófessorshjónin voru mikils metin og heimili þeirra varð einskonar menning- armiðstöð. Meðal nánustu vina þeirra var hið heimsfræga ítalska tónskáld Puccini, sem meðal annars samdi óperuna Madame Butterfly. Irma mundi hann vel frá bernskuárum sínum og sagði ýmsar smá- sögur og skrítlur í því sambandi. Eitt sinn sat tónskáldið í stofunni og lék á hljóðfæri. Irma var þá fjögurra ára. Hún hljóp til hans, ýtti honum til hliðar og fór sjálf að spila „eitthvað út í loftið“ eins og hún komst að orði. Meðal margra sem komu í heimsókn til prófessorshjónanna minntist hún sér- staklega Vilhjálms Þýzkalandskeistara og drottningar hans, Viktoríu. Keisarinn var mikill áhugamaður um fornminjar, svo að þeir hafa haft nægt umræðuefni, prófess- orinn og þjóðhöfðinginn. Margra annarra frægra gesta gat hún þegar hún minntist atvika frá æskuárunum. Þekkt Söngkona Á TÍMABILI Irma var barn að aldri er faðir hennar lézt. Eftir lát hans fluttist hún til Berlínar og dvaldist þar á vegum móðursystur sinn- ar. Þar gekk hún á tónlistarskóla og lagði stund á píanóleik og söng. Leikkonan, móðursystir hennar, andaðist 1928. Irma erfði hana — meðal annars húsgögn og ýmsa gripi, sem í tízku voru á öldinni sem leið. Ættingjar hennar heyrðu þeirri stétt til sem í daglegu tali nefndist „Aristo- krati“, og margt í fari hennar minnti á hugsunarhátt sem heyrði fyrri öld til. Hér var þó ekki um neitt rikidæmi að ræða, því að margt fólk sem taldist heyra „æðri“ stéttum til var oft bláfátækt. Þetta kemur fram víða í samtíma skáldsögum. Má í því sambandi nefna „Fattigadel" eftir hina frægu sænsku skáldkonu Agnes von Krus- enstjerna. Á heimili móðursystur sinnar í Berlín kynntist Irma „blómanum úr menningar- lífi Evrópu“, eins og hún komst sjálf að orði í blaðaviðtali. Eftir að Irma útskrifaðist úr tónlist- arskólanum í Berlín hóf hún feril sinn sem söngkona. Fyrsta konsert sinn hélt hún í Berlin árið 1926. Eftir það söng hún í flest- um borgum í Evrópu og kynnti þá mörg tónskáld sem síðar urðu fræg, einkum þó tékknesk og ítölsk samtímatónskáld. Hún var þekkt og viðurkennd söngkona á meg- inlandinu á árunum 1926—1938, eins og blaðadómar frá þeim tíma bera vott um. Hún hætti að syngja opinberlega 1938 og helgaði sig kennslu í píanóleik og söng. Það mun hafa verið mikils virði fyrir hana að hún var mjög fær í tungumálum. Auk þýzku, ungversku og ítölsku talaði hún reiprennandi ensku og frönsku og síð- ast íslenzku. Hjá Irmu Og ás- MUNDI í BREIÐGÖTU Irma kom til íslands 1938. Ekki er mér kunnugt um hver tildrögin að þeirri ferð voru. En hún hélt konsert i Gamla Bíói. Undirtektir gagnrýnenda voru misjafnar eins og oft vill verða. Irma hafði kynnst Ásmundi frá Skúfs- stöðum í Kaupmannahöfn, er hann dvald- ist þar um tíma nokkrum árum áður. Þau urðu samferða héðan til Kaupmannahafn- ar. Þau gengu í hjónaband 1938 og áttu síðan heima þar í átta ár. Hún kenndi píanóleik o.fl. til að halda heimilinu uppi. Ásmundur átti ekki annað en það litla sem hann hafði skrapað saman heima, sem dró skammt. Eldra fólkinu eru minnisstæð kreppuárin ennþá, þótt langt sé um liðið. í Danmörku, einkum í borgunum, lagði kreppan sinn þunga hramm á allt athafna- líf, svo að það var ekki heiglum hent að komaSt áfram undir slíkum kringumstæð- um. Ég kom stundum til Irmu og Ásmundar. Þau bjuggu í stórri stofu í Breiðgötu. Þar var ýmislegt að sjá af gömlum og sjald- gæfum munum sem Irma hafði erft. Hún kenndi á hljóðfærið heima hjá sér. Píanóið hafði hún á leigu, eins og algengt var á þessum árum. Það var einkennandi fyrir aristókratísk- an hugsunarhátt Irmu að leigja herbergi í dýrasta hverfi borgarinnar, enda fór það svo að þau fluttu í ódýrara húsnæði eftir eitt ár. Á stríðsárunum var fólk innilokað. Irma sagði oft að hún saknaði þess að geta ekk- ert ferðast, en ferðalög voru hennar líf og yndi. Hún átti nána ættingja í þremur löndum á meginlandinu. Það var fyrst eft- ir stríðslokin, er þau hjónin voru flutt hingað til landsins að hún fór að hugsa sér til hreyfings. Upp úr 1950 tókst hún ferð á hendur til Þýzkalands, sem þá var enn í rústum eftir átökin í styrjöldinni. Hún flutti fjölda fyrirlestra í vestur- þýska útvarpið. Fjölluðu þeir allir um ís- land og íslenzku þjóðina, sögu hennar og menningu. Auk fyrirlestranna skrifaði hún fjölda blaðagreina. Hún dvaldist oftast í bænum Celle í Hannover, en þar átti hún frændfólk, auk þess sem hún var heimagangur hjá borgarstjóranum, sem hafði fengið áhuga á íslandi eftir að hafa hlustað á kynningu hennar í útvarpinu. Fyrirlestrar Irmu vöktu mikla athygli eins og kemur fram í blöðum frá þessum tíma. Hún fór víða um Þýzkaland og kynntist fjölda fólks, m.a. yngstu dóttur Vilhjálms keisara, Viktoríu Louisu. Hún var ekkja, maður hennar var hertogi af Brúnsvík en varð að fara frá völdum í byltingunni 1918. Þær skrifuðust á síðan. Irma hafði með einhverjum hætti lært að lesa úr skrift, ráða persónuleg einkenni, hæfileika, skapeinkenni, kosti og galla af rithönd. Náði hún frábærum árangri á þessu sviði og var að minnsta kosti einn atvinnurekandi í Reykjavík, sem ekki réð mann öðruvísi en fá fyrst rithönd hans og fór alveg eftir úrskurði Irmu. Þótt hún væri sæmilega fær í íslenzku, felldi hún dóm sinn á dönsku og skrifaði sjálf afar sérkennilega. En einhverjar tekjur hafði hún af þessu. Irma skrapp oft til Kaupmannahafnar. Hún flutti erindi í útvarp, þar sem hún túlkaði málstað íslendinga, en þar gætti enn nokkurs misskilnings vegna lýðveld- isstofnunarinnar. Einnig skýrði hún frá þorskastríðinu svonefnda, kynnti íslenzka músík og bókmenntir. Blöð og aðrir fjöl- miðlar tóku þessari starfsemi hennar af skilningi og velvild. Það mun orð að sönnu sem þýzkt blað eitt sinn lét í ljósi að þessi smávaxna og áhugasama kona hafi verið ágætur „kult- urgesandt" fyrir ísland úti í hinum stóra heimi. Irma andaðist í Reykjavík þann 18. sept- ember 1969. Jón Björnsson er rithöfundur I Reykjavlk. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. MARZ 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.