Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Síða 14
Aö stinga á sjálfumgleði þeirra alvörugefnu Cbrister Steadabl Formáli viö doktorsritgerð dr. theol. Jakobs Jónssonar, „Humor and Irony in the New Testament“ Eftir CHRISTER STENDAHL, Stokkhólmsbiskup SVAVA JAKOBSDÓTTIR þýddi Doktorsritgerð séra Jakobs Jónssonar er að koma út þessa dagana hjá bókaforlaginu E.J. Brill í Leiden í Hollandi. Það fyrirtæki er með elztu og virðulegustu bókaforlögum í Evrópu, stofnað fyrir rúmum 300 árum og gefur bæði út bækur og vísindatímarit. Doktorsritgerð sína skrífaði séra Jakob upphaflega á ensku og hún kemur einnig út á ensku hjá E.J. Brill. Prófessor Stendahl, höfundur formálans, er nýorðinn Stokkhólmsbiskup en var áður pró- fessor í guðfræði við Harvard-háskóla og er heimskunnur maður á sínu sviði. úna á 9. áratugnum virðist sem allir er Biblíurannsóknir stunda hafi tileinkað sér drjúgum af fræðiorðum — sem sumir mundu kalla slangur — almennra bókmenntarann- sókna og þá sérstaklega strúkt- úralismans. En þessu var nokk- uð á annan veg farið snemma á 7. áratugnum þegar Jakob Jóns- son hófst handa um rannsóknir á kímni og íróníu í Nýja testa- mentinu. Með því að skrifa þessi inngangsorð að endurútgáfu á doktorsritgerð hans frá 1965 tel ég mig vera að heiðra brautryðj- anda og fræðimann sem hafði hugrekki til að sameina skilning sinn á bókmenntum og hrifningu sína á ritningunni. Það er nefni- lega engin tilviljun aö „Jakob Jónsson frá Hrauni" er velþekkt- ur á íslandi sem leikritahöfund- ur og skáld. Upp úr viðræðum okkar Britu Stendahls, Kierkegaard-sér- fræðingsins (en ég er eiginmað- ur hennar), mótuðum við í sam- einingu námskeið um „Kímni og trúarbrögð". Það var þá sem ég rakst á bók Jakobs Jónssonar (en eintak af henni var til í bókasafni okkar við guðfræði- deild Harvard-háskóla) og ég hóf bréfaskriftir við hann — ekki síst um nauðsyn þess að bók hans yrði fáanleg á ný. Það er mér því óblandin ánægja að E.J. Briil annist nú þessa útgáfu. Mér virðist bók þessi mjög gagnleg af tveimur meginástæð- um. í fyrsta lagi hefur Jakob Jónsson ekki vílað fyrir sér að leggja út í víðtækari rannsókn en aðrir fræðimenn á undan honum, en almennt hafa umræð- ur um kímni i Biblíunni snúist um kenningar og alhæfingar, — og gildir það jafnt um hinar fáu eldri bækur sem til eru og hinar yfirgripsmeiri rannsóknir sam- tímans. Við þetta glatar rit hans að nokkru leyti þokka en áhuga- saman lesanda gildir það einu því að hann fær fyrir bragðið vísanir í ákveðna texta og athug- anir á þeim. í öðrui lagi — og er sú ástæða miklu þyngri á metunum — er hinn markvissi samanburður við Talmud og Midrash. Gagnsemin fyrir okkur þó ekki væri nema vegna erfiðleika okkar að rata í hinni víðáttumiklu veröld þess- ara bókmennta. Leit brautryðj- andans, Jakobs Jónssonar, skilar ríkulegum árangri þrátt fyrir nokkuð vélrænt form. Mér vit- anlega er ekkert sambærilegt verk til.1> Það er ómaksins vert að velta fyrir sér hinni ríku tilhneigingu í menningararfi Gyðinga að kenna með því að segja kímni- sögur og ef til vill er talsvert samband milli kennimannanna í samkunduhúsunum og Woody Allen (leikstjóra/leikara og hins snjalla fulltrúa gyðinglegrar kímnihefðar). Og jafnvel milli Jesú og Woody Allen — enda þótt þeir sem leggja stund á hefðbundna guðfræði Vestur- landa hljóti að spyrja hvað orðið hafi af kímninni. En Jakob Jónsson hjálpar okkur að upp- götva á ný kímniglampann í auga Jesú, áhrifamesta tækið til að stinga á sjálfumgleði þeirra alvörugefnu áhrifamanna — allt frá dögum Jesú til okkar eigin — sem krefjast meiri nákvæmni í skyringum en guðfræðinni er holl. í rauninni mætti halda því fram að sú aðferð að kenna guð- fræði með því að segja sögur eða dæmisögur og jafnvel krydda þær gamansemi, ef það er alveg öruggt að sagan sé í samræmi við mannlegt eðli, sé prýðileg að- ferð til að varðveita það boðorö að gera sér ekki myndir af Guði. Ekki einu sinni huglægar vit- rænar myndir af hugmyndum okkar. Það gæti því farið svo að vax- andi skilningur á gyðinglegri kímnigáfu Jesú hefði þýðingu sem nær langt út fyrir skilgrein- ingu á bókmenntagreinum og stíl. Svo fremi sem rannsóknir okkar á kímni verða ekki að bráð hinum nýja hroka þeirra biblíu- fræðinga sem eru haldnir oftrú á „hina nýju gagnrýni" sem er ekki lengur svo ný af nálinni. Þetta eru nokkrar af ástæðun- um fyrir því að mér þykir vænt um að bók Jakobs Jónssonar er fáanleg á ný. 1. Hið nýútkomna safn af ummæl- um rabbfanna eftir Jakob J. Petuch- owski er mjög gagnlegt en fjallar lltið um hugsanlegan skyldleika við Nýja testamentið og frumkristnina. (Our Masters Taught (New York: Crossroads, 1982) og Wio Unsere Meíster die Schrift erkláren (Frei- burg: Herder, 1982) sbr. einnig David Flusser, Die rabbinische Gleichnisse und der Gleichnis- erzahler Jesus, Bern: Lang, 1982. Christer Stendahl er biskup I Stokkhólmi. Ari Gísii Bragason Ekki núna Ekki snerta mig núna þegar hinn ímyndaði heimur minn þjarmar að mér og éggræt einn míns liðs yfir þér sem ég átti einu sinni í unaði tómleikans við dönsuðum eftir takt nýrómantískrar stefnu sem birtist okkur í ruglandi ljósaskiptingum óþekkts plötusnúðs Komdu nálægt mér en haltu þér í hæfilegri fjarlægð því ég gæti lamið þig núna þegar ég er búinn að finna hina einu sönnu sjálfselsku. Kristján Hrafnsson Haf Tunglið veður í skýjum og varpar daufum bjarma á kolgrænan sjóinn útum glugga litlu hafnarkránnar leggur föla ljósglætu út í hálfrökkrið og regnið það er nótt sjörnubjört, fersk nótt inni í litlu hafnarkránni er fullt af fólki sem drekkur syngur og hlær frá reykjarpípum leggur notalegan ilm dimma haf þungar eru öldur þínar myrkt er djúp þitt miskunnarlaust er brim þitt þegar það heggur klettana dimma haf þú sem drekkir spegilmynd tunglsins handan við þig er stúlka sem ég veit að í kvöld gengur berfætt út í döggvott grasið og tínir blóm handa elskhuga sínum dimma haf drekktu huga mínum eins og spegilmynd tunglsins og láttu hann berast á ókunna strönd þar sem berfætt stúlka kemur á kvöldin og tínir blóm handa elskhuga sínum. Ari Gísli Bragason er ungur Reykvfkingur og nemandi I Menntaskólanum I Reykjavlk. Hann er sonur Nlnu Bjarkar Ijóöskálds og Braga Kristjóns- sonar. Kristján Hrafnsson er einnig ungur Reykvikingur og nemandi I MR. Hann er sonur Eddu Kristjánsdóttur og Hrafns Gunnlaugssonar kvikmynda- lelkstjóra. Utvarpstíðindi hét frægt og vinsælt rit, sem gefið var út á stríðsárunum og nokkrum árum betur. Þar voru oft vísnaþættir, bæði sýnishorn þess sem flutt var í útvarpinu og líka vísur gripnar á lofti nýgerð- ar. Þá var Einar Bragi skólapilt- ur og orti fleygar stökur. Ein var svona: Fölur eins og bliknuð björk berst ég dauða nærri einn um lífsins eyðimörk, öllum vinjum fjærri. Þá var nýort vísa Bjarna Ás- geirssonar, síðar ráðherra. Hann var að ríða yfir sandana í Skaftafellssýslu, eflaust í póli- tískum leiðangri. Mikill hestamaður eins og þessi vísa vitnar um: Bylgjan margan bar á sand beint að faðmi svanna. Eru og víða um okkar land augu skipbrotsmanna. Séð hef ég Apal fáka fremst frísa, gapa, iða. Ef að skapið í hann kemst, er sem hrapi skriða. Andrés H. Valberg var um þetta leyti að verða kunnur hag- yrðingur. Hér er vísa eftir hann. Enn ég þrái af öllu hjarta, elsku smáa stúlkan mín, augun bláu, ennið bjarta, og að ég fái að njóta þín. Páll Guðmundsson á Hjálms- stöðum í Laugardal var um þetta leyti enn í fullu fjöri meöal kunnustu hagyrðinga landsins. Og þessi eftir Kolbein Högna- son í Kollafirði: Höfuð bak og hönd af list hörðum lífs á vetri hafa íslensk örlög rist, — allt með breyttu letri. Sigurður Daumland var sér- stæður gáfumaður, ættaður og uppalinn í Fnjóskadal, en flutt- ist ungur til Akureyrar og gerð- ist þar verkamaður. Hann sendi frá sér kvæðakver, lést um sjö- tugt fyrir nokkrum árum. Eftir hann er þessi vísa: Gleðimáls þá gelur skeið gullinn æskustrengur. Yfir hinsta æviskeið ellin sporlétt gengur. Ágúst L. Pétursson frá Kletta- koti á Skógarströnd átti margar vísur í Útvarpstíðindum, þá á góðum aldri, nú mun hann vera mjög gamall maöur og á sjúkra- húsi í Keflavík. Hér er dæmi: Ástarþáttinn þröstur kær þylur dátt í runni. Allt er kátt sem andað fær úti í náttúrunni. Stefán frá Hvítadal var á ferð norður í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Hann kom þar til bónda, sem Halldór hét. Fylgdi sá Stefáni á leið og hafði gæðing með í förinni er Gráni var nefndur. Stefán fékk að koma á bak hestinum og þótti mikið til hans koma. Hann spurði hvort hesturinn væri fal- ur, en svo var ekki. Þegar þeir kvöddust, Stefán og bóndi, sagði skáldið að hann ætlaði að senda Grána vísu. Löngu seinna kom hún og er svona: Gráni fljót og geymi sig, gráni rót og fylli, gráni hótin, gleðji þig Grána fótasnilli. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.