Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Page 3
I.BgRiW H ® H© @ 0 (1E ® \ö\ a |U Hill Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Harafdur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- anitstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Bakfvin Jóns- son. Ritatjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100. Forsíðan er í tilefni uppfærslu Þjóðleikhússins á óper- unni Tosca eftir Puccini. Á myndinni er Elísabet Eiríksdóttir, sem fer með hlutverk Floria Tosca og Malcolm Amoíd í hlutverki Scarpia. Tosca er á fjölum Þjóðleikhússins og það er stórvið- burður í listalifinu þegar þessi fræga ópera Puccinis er flutt hér. Áf því tilefni hefur Guðrún Nordal tekið saman eitt og annað um óperuna, efni hennar, höfundinn svo og fræg- ar söngkonur, sem minnst er í sambandi við Tosca: Mariu Callas og Renötu Tebaldi. Verðlauna- maður Á tvíæringnum í Feneyjum, sem mikið hefur verið Qallað um, fær einn listamaður sérstök verðlaun og sá er Sigmar Polke, vestur-þýzkur ævintýramaður í listinni. Halldór Bjöm Runólfsson fjallar um hann. Morð á Vest- fjörðum? Var það kannski alls ekki morð. Sigurður „skurður" var samt sakfelldur. Um meðferðina á honum í fang- elsinu snerist Skúlamálið og um j>að snýst leikrit Ragnars Arnalds, Uppreisnin á Isafírði. Ásgeir Jak- obsson hugar af því tilefni að morðmálinu og Sigurði „skurði". NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR Daggestirnir Nú kvöldar í hugum okkar hljóðnaðar raddir kvaðanna bara að kvöldið væri daglangt og lengri hvíldin því fleiri og fleiri urghljóð og suðvélar höfum við gert að daggestum Mig dreymir skelfílega drauma bróðir dreymir skelfílega dreymir að við séum lítil hjól í suðandi vél og getum ekki gert vart að þetta sé ég — sért þú bróðir en ekki hjól í suðvél Útlagi Hold þitt og blóð hvíla við þessi gömlu kynni Um stund stöðvun svo langþráð og tillit þitt væntir einskis en hvílir aðeins og aðeins um stund því skáldið hinn eilífí útlagi á alltaf næsta leik Gúrkur og byggðastefna Miklar eru framfarim- ar, og óneitanlega eru það framfarir hve tíðar skoðanakannan- ir eru orðnar um flesta fróðlega hluti. Ein svoleiðis var um daginn, og voru þátt- takendur meðal annars spurðir um byggða- stefnuna: eitthvað á þá leið hvort rétt væri að jafna búsetuskilyrði landsmanna þótt nokkur kostnaður fylgdi af almannafé. Og menn svöruðu, ýmist já eða nei, fleiri þó auðvitað já. Þetta var víst skoðanakönnun sem stjóm- málaflokkur stóð fyrir, byggðastefnuflokk- ur. Ef það hefði nú ekki verið stjórnmála- flokkur, heldur til dæmis gúrkubændur. Þeir hefðu getað spurt hvort maður teldi gúrkur peninga virði. Ég hefði lent í bévítans beyglum að svara svoleiðis spurningu. Hvað er það mikið af gúrkum sem er hvað mikilla peninga virði? hefði ég spurt á móti (og verið flokkaður undir „svöruðu ekki“). Ég keypti gúrku um daginn á rúmlega tuttugu krónur, góða gúrku og hún var vissulega þeirra peninga virði. En fyrir 187 krónur hefði mér ekki þótt hún þess verð. Kunningi minn keypti daginn eftir fimm sæmilegar gúrkur á 45 krónur; níu krónur gúrkan; mér fannst það góð kaup. En þús- und gúrkur á 9000 krónur; það hefðu verið vond kaup, því að maður hefur ekki nokk- urn skapaðan hlut að gera við þúsund gúrkur (og má yfirleitt ekki missa 9000 krónur). Ég held það sé bara alveg eins með byggðastefnuna. Ef það er hægt að jafna búsetuskilyrðin að einhverju marki fyrir ekki mjög mikla peninga, þá em því auðvit- að allir hlynntir, eða allt venjulegt fólk. Og til þess að jafna þau mjög verulega er allt venjulegt fólk tilbúið að sjá af talsveru fé. En það er eins og með gúrkumar. Ákveðin aðgerð getur verið góðra gjalda verð frá byggðastefnusjónarmiði, en bara voðalega dýr, svona eins og gúrkan á 198 krónur. Og þá verða þeir eðlilega nokkuð margir sem tíma illa. Okkur kemur ekki í hug að gera búsetuskiiyrðin í Kolbeinsey neitt svip- uð því sem þau eru í Grímsey; það væri einfaldlega of dýrt. Ég skal ekki fullyrða um Múlahrepp, en ætii hann yrði ekki helst til dýr líka? Þegar Ólafur heitinn Jóhannes- son hrópaði í sjónvarpið: „Vestmannaeyjar skulu byggjast!" Þá var hann raunar ekki að tiltaka hvað það mætti kosta; en þar var líka stórt byggðarlag í veði sem hlaut að vera mikilla peninga virði að bjarga. Það hlýtur að vera rétt að hugsa um byggðina eins og þegar gúrkumar eru seldar eftir vigt: stór er meiri peninga virði en lft.il. Svo er til byggðastefna sem því er skyld- ust að kaupa þúsund gúrkur. Ef svo mörgum er hjálpað að eignast skip að skammta þurfi skinn úr sjónum; ef atvinnutæki eru byggð upp handa fleira fólki er vinnandi er í landinu. Það er auðvitað ekki peninganna virði. Það hefði eiginlega ekki verið hótinu auðveldara að lenda í skoðanakönnuninni um byggðastefnu en í hinni um gúrkurnar. Maður hefði þurft að spyija á móti: Jafna búsetuskilyrðin hvað mikið fyrir hvað mikla peninga? (Og lenda í svöruðu ekki, af því að svona kannanir hafa ekki sérstakan reit fyrir „rifu kjaft“.) í verunni hafa þátttakendur gert sér ein- hveija hugmynd um það, hvað menn vilji helst gera til að jafna búsetuskilyrði; svo hafa þeir giskað á hvort það sé sanngjarnt eða of dýrt. Og sögðu já eða nei. Kjósendur eins stjómmálaflokksins sögðu hóti oftar já en kjósendur hinna. Af því dró málgagn flokksins þá ályktun að þeir væru öðmm áhugasamari um byggðastefnu. Sem kannski er rétt. En hitt væri alveg jafngild ályktun að kjósendur þessa flokks séu öðrum kærulausari um almannafé, tími fremur að eyða því í þær aðgerðir sem allir væm sam- mála um ef þær væm nógu ódýrar. Og það hugsa ég þeir séu: „Af málgögnunum sku- luð þér þekkja þá,“ og umrætt málgagn er einmitt öðmm fúsara að mæla með fjárveit- ingum til góðra málefna. Þetta er svo sem ekkert sérstakt með byggðastefnuna. Það er svo á öllum sviðum að mál em réttmæt eða ekki, sumpart eftir því hvaða tilgangi þau þjóna og sumpart eftir því hvað framkvæmdin kostar. Þá er raunar óleysanlegasti vandi lýðræðisins (fyrir okkur óbreytta kjósendur, meina ég) að þurfa sífellt að vera að taka afstöðu til málefna án þess að vita hvað framkvæmd þeirra kosti, afstöðu til manna án þess að vita hve miklu þeir vilji eyða í sín vel hljóm- andi áhugamál. Og þá sjaldan við vitum nokkum veginn hvaða upphæðir um er að ræða, þá em þær ævinlega svo háar að við höfum ekki nokkra tilfínningu fyrir þeim! HELGI SKÚLI KJARTANSSON l.FSBÓK MORGMNRI ahqivo ,, ni'T*pcR 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.