Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Page 7
Kristinn Magnússon Plakat frá fyrstu uppfærslunni í Róm árið 1900. Ábending Hann rúllar sér inn til spákonu forstofu megin sem veit hvað hún syngur án undirleiks innandyra — en hávaðinn ærír engan frá hennar hendi þegar fáfróðir kveðja með tilheyrandi hurðarskellum eftir vinsæla ábendingu í plastramma uppá vegg: Vegir Guðs eru órannsakanlegir Hann kvaddi mjúklega bakdyra megin Höfundur er prentari en vinnur nú við stöðu- mælavörzlu í Reykjavík. FloriaTosca Það er ekki hægt að skilja við óperuna Toscu án þess að nema sérstaklega staðar við aðalpersónuna, söngkonuna Floriu Toscu sem allt snýst um í óperunni. Hlutverkið hefur heillað sópransöngkonur svo að hún er eitt af óskahlutverkunum. Kannski er ástæðan sú að Tosca er prímadonna, sterk og áhrifamikil, sem lifir og fómar sér fyrir listina og ástina. Hlutverkið er mjög krefj- andi og erfitt og krefst mikils af söng- konunni, enda er það bara fyrir mjög þroskaða söngkonu, ekki aðeins raddlega séð heldur einnig túlkunarlega. Tosca býður einnig upp á mikinn leik og mikinn söng og þarf söngkonan mikið úthald til að geta sungið hana. Það er því ekki að furða þó að hlutverk- ið hafi verið í miklu eftirlæti meðal sópran- söngkvenna. Hariclea Darclée var sú fyrsta sem söng Toscu. Puccini skrifaði aríuna Vissi d’arte fyrir hana. Darclée vildi hafa aríuna á þessum erfiða stað. Þá er Tosca lafmóð eftir að hafa staðið í stympingum við Scarpia. Það hefur því verið mikill höfuð- verkur hvemig bæri að syngja aríuna: liggjandi á gólfinu eða í sófanum? Sú Tosca sem Puccini var sjálfur ánægðastur með var Maria Jeritza. Hún kom óvart með lausn á þessu vandamáli. Á æfingu í ópemnni í Vín féll hún á gólfið og varð því að syngja arí- una liggjandi á gólfínu. Puccini, sem æfði sýninguna, hrópaði frá hljómsveitargryfj- unni: „Þannig á hún einmitt að vera þegar hún syngur aríuna!" Jeritza drottnaði yfir hlutverkinu þrátt fyrir að hún hefði ekki hið latneska útlit sem tilheyrði Toscu. Jer- itza var há, ljóshærð og með blá augu og töfraði Puccini með fegurð sinni. Hún var hans Tosca. Síðan hafa aðrar söngkonur eignast hlut- verkið. Maria Callas var sérstaklega glæsi- Ieg og heillandi í hlutverkinu og Renate Tebaldi telja margir bestu Toscu sem uppi hafi verið. En enn mætti telja margar eins og Birgit Nilson, Ljubu Welitsch og fleiri og fleiri. Það er gaman að rifja upp í þessu sam- bandi ummæli nokkurra söngkvenna um hlutverkið. Birgit Nilson, sem sungið hefur Toscu mikið, segir: „Hver vill ekki syngja Toscu? Allar konur vilja vera fallegar einu sinni á lífsleiðinni, vera f fallegum kjólum og með fallega skartgripi!" Renate Tebaldi: „Eg held að Tosca sé trúuð, en ég veit ekki hvemig henni líður undir niðri ... Ef þú ætlar að gera eitthvað raunvemlegt á svið- inu þá verðurðu að gleyma röddinni, þó að þú sért að gera eitthvað sem ekki er gott fyrir röddina, eins og í öðmm þætti Toscu." Galina Vishnevskaya: „Floria Tosca er fyrir allar konur. Hver um sig fínnur eitthvað við sitt hæfí. En fyrst og fremst er ég sann- færð um að engin ung söngkona eigi erindi að syngja Toscu, en seinna þá er hún tilval- in.“ Og að síðustu orð Ljubu Welitsch: „Tosca, hún trúði á Mario og guð sinn og á líf þeirra saman, eða ekkert!" Áf hvetju hefur Tosca haft þau áhrif sem raun hefur orðfð á? Hún er ekki eins létt og leikandi og La Bohéme, en það er ein- hver tilfinningakraftur í ópemnni, sem sumir vilja kalla tilfinningasemi, sem hefur skipt fólki í tvo hópa: þá sem segja Toscu væmið melódrama og þá sem skynja í henni átök milli trúar, ástar og listarinnar sjálfrar. Fáanlegar Hljóm- PLÖTUR Á ÓPER- unniToscu Callas; di Stefano, Gobbi; La Scala, stjóm- andi De Sabata. Angel mono 3508 (2). Caniglia; Gigli, Borgioli; Rómar-óperan, stjómandi Fabritiis. Seraphim mono 6027 (2). Tebaldi, Tucker, Warren; Metropolitan- óperan, stjómandi Mitropoulos. MET10 mono (2). Price; di Stefano, Taddei; Vfnar-óperan, stjómandi Karajan. London OSA-1284 (2), kassettur 5-1284. Price; Domingo, Milnes; New Philharmonia, stjómandi Mehta. RCA ARL2-0105 (2), kass- ettur ARK2-0105. Callas; Bergonzi, Gobbi; Konservatoríið í Parls, stjómandi Pretre. Angel S-3655 (2), kassettur 4x2S-3655; nema S-36326. Freni; Pavarotti, Milnes; National Philharm- onic, stjómandi Rescigno. London D-12113 (2), kassettur 5-12113. Caballé; Carreras, Wixell; Covent Garden, stjómandi Davis. Philips 6700108 (2), kass- ettur 7699034. Ricciarelli; Carreras, Raimondi; Berlínar Fflharmonían, stjómandi Karajan. DG 2707121 (2), kassettur 3370033. Scotto: Domingo, Bruson; Philhamionia, Lev- ine, Angel DSX 3919 (2). Kristján Kristjánsson þriller vissi ekki hvað hæfði hann næstum beint á milli augnanna ogsundraði síðustu myndinni í þreifandi myrkrí í stofunni ereitthvað einsogþaðáekkiaðvera: blóðið storknað svart á hvítu skyrtu brjóstinu andspænis líkinu á skerminum gatið eftir markvissa fyrirsát stundum tekst mér að klófesta einsog eitt andartak og koma því undir mannahendur og stundum verð ég þeirri stundu fegnastur þegar því tekst að komast undan einsog gerðist rétt í þessu Höfundur stundar nám I bókmenntafræöi viö Háskóla íslands. Hann hefur gefiö út eina ljóða- bók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. OKTÓBER 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.